Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 30

Morgunblaðið - 29.05.1974, Síða 30
 30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. MAl 1974 iwn AFRÉTTIR1 uuesmis i Ársþing KKÍ ARSÞING Körfuknattleikssam- bands Islands verður haldið að Hótel Esju, ekki að Loftleiðum eins og sagði 1 fundarboði, laugar- daginn 15. júnf. Víðavangshlaup Kópavogs VIÐAVANGSHLAUP Kópavogs fer fram fimmtudaginn 30. maf og hefst klukkan 20 við Fffu- hvammsvöll. Hlaupaleiðin er mjög fjölbreytileg, en aðeins verður keppt í karlaflokki. Veitt verða þrenn verðlaun. EÓP-mótið HIÐ árlega frjálsíþróttamót KR, EÖP-mótið, fer fram á Laugar- dalsvellinum 7. júnf n.k. Akveðið hafði verið að halda mótið 30. maf n.k., en þá hefði það þurft að fara fram á Melaveliinum. Tóku KR- ingar þann kostinn að fresta mót- inu um viku til þess að geta verið með það á Laugardalsvellinum, þar sem keppnisaðstaða er til muna betri. Keppnisgreinar verða auglýstar síðar. BRIDGESTONE — CAMEL BRIDGESTONE — Camel golf- keppnin mun fara fram um næstu helgi á Hólmsvelli í Leiru. Er þar keppt með og án forgjafar, 36 holu keppni. Mót þetta gefur punkta til landsliðsins. Sérstök verðlaun verða veitt, takist ein- hverjum að ná holu í höggi. Væntanlegir þátttakendur í keppninni eru beðnir að láta skrá sig fyrir kl. 22.00 á fimmtudags- kvöld í Golfskálanum í Leiru, en síminn þar er 92-2908. lslenzkir körfuknattleiksmenn fá ærin verkefni á næstunni. Þarna er stórskyttan Þórir Magnússon kominn í færi við körfuna. Samdi um 30 landsleiki í körfuknattleik meðan loft- varnaflauturnar gullu tSLENZKIR körfuknattleiks- menn hafa ekki haft mikil sam- skipti við eriendar þjóðir undan- farin ár, en þó hefur það nokkuð aukizt upp á sfðkastið. Nú er útlit fyrir, að á næstu tvcimur árum leiki fslenzka körfuknattleikslið- ið 30 landsleiki. Bogi Þorsteins- son, fyrrverandi formaður Körfu- knattleikssambands Islands, er nýkominn heim af fundi hjá Evrópu- og Miðjarðarhafsdeild Alþjóða Körf uknattleikssam- bandsins, FIBA, og þar gerði hann ýmsa samninga, sem lagðir verða fyrir stjórn KKl f dag. — Það er erfitt að komast inn í alþjóðasamskipti, vegna þess hve dýrt er að ferðast hingað, sagði Bogi, er Morgunblaðið ræddi við hann í gær. Þó sýndu ýmsar þjóð- ir mikinn áhuga á að auka sam- skiptin við ísland og skulu brezku þjóðirnar nefndar fyrst í því sam- bandi. — Keppnistímabil lands- DR. Ingimar Jónsson var endur- kjörinn formaður Blaksambands tslands á ársþingi sambandsins, sem haldið var nýlega. Hlaut dr. Ingimar 11 atkvæði f formanns- kjörinu, en Arni Arnason, sem f framboði var á móti honum, hlaut 4 atkvæði. 15 fulltrúar höfðu at- kvæðisrétt á þinginu. Aðrir í stjórn Blaksambandsins voru kjörnír: Albert Valdimars- liðsmannanna hefst 20. ágúst í sumar og verður þá leikið ytra við England, Skotland og Wales. Eitt þessara liða kemur hingað í októ- ber og í Luxemburg verða 2 leikir í nóvember. Fjórir leikir fara fram í Danmörku f janúar, en síðan kemur nokkurt hlé, eða þar til kemur að Evrópukeppninni f maí í V-Þýzkalandi. Afram mætti halda að telja landsleiki upp, en gerðir hafa verið samningar tvö ár fram f tímann, fram í maímán- uð 1976. — Unglíngalandslið pilta fæddra eftir 1. janúar 1958 tekur þátt í Evrópumeistaramóti, sefn fram fer í Grikklandi sumarið 1975 og verður íslenzka liðið eitt af 27 þátttökuliðum. Kvenna- landslið hefur ekki leikið marga landsleiki, en ég reikna með, að á næstu árum verði verkefni kven- fólksins aukin verulega og þá einkum leikið við brezku liðin. son, Jónas Traustason, Guðmund- ur Oddsson og Gunnar Árnason. Komu þeir Guðmundur og Gunn- ar í stað þeirra Más Thuliniusar og Ingvars Þóroddssonar. Fá meiri háttar mál komu til umræðu á þinginu, en helzta mál- ið, sem sambandið vinnur nú að, er að kanna möguleika á að senda íslenzka landsliðið til þátttöku i Norðurlandamótinu í blaki. Auk þess sem Bogi Þorsteins- son gerði þessa landsleikjasamn- inga fyrir KKÍ sat hann alla fundi þessa þings. Þar var meðal annars flutt kveðja frá Kínverjum, þar sem þeir lýstu því yfir, að þeir myndu á næstunni sækja um inn- töku í FIBA. Þó aðeins með því skilyrði, að Taiwan yrði ekki leng- ur aðili að alþjóðasamtökunum. Var kveðju Kínverjanna tekið með lófataki og má því búast við þvf, að innan skamms muni 80 milljón kínverskir körfuknatt- leiksmenn verða fullgildir aðilar í FIBA. Það gekk ekki snurðulaust fyrir Boga að komast til Líbanon því er hann kom til Rómar á leið sinni þangað var ailt flug stöðvað til Beirut vegna loftárása Israels- manna á flugvöllinn. — Á leið minni inn f borgina frá flugvell- inum ók ég framhjá flóttamanna- búðum, sem gerð var árás á dag- inn áður. 68 létu lífið og aðkoman var hryllileg, sagði Bogi. — Meðan ég dvaldi í Beirut gerðu Israelsmennirnir ekki árásir á borgina, en flugu oft yfir á hinum hraðfleygu þotum sínum. Þeir rufu hljóðmúrinn oftar en einu sinni og virtust aðeins vera að hræða fólkið. Þeir réðust á ýmis þorp og lögðu þau í rúst meðan ég dvaldi í Líbanon og loftvarna- flauturnar gullu oftar en einu sinni á degi hverjum, sagði Bogi að lokum. Dr. Ingimar endurkjörinn FRÍ hefur gert sitt ÖRN Eiðsson, formaður Frjáls- iþróttasambands Islands, hafði samband við Morgunblaðið í gær, og óskaði eftir að gera athuga- semd við frétt, sem birtist í blað- inu i fyrradag, þar sem fjallað var um aðstöðuleysi þeirra frjáls- íþróttamanna, sem æfa köst. — Ég tel, sagði Örn, að við höfum gert allt, sem í okkar valdi hefur staðið, til þess að fá bætt úr þessum málum, m.a. með því að ræða ítrekað við vallaryfirvöldin, og einnig höfum við rætt við þá, er fara með íþróttamálefni Reykjavíkurborgar. Einn þeirra möguleika, sem við höfum farið fram á að kannaður verði, er sá, hvort frjálsíþróttamenn gætu ekki fengið afnot af hinum nýja grasvelli, sem er fyrir norðan Laugardalsvöllinn, meðan verið er að vinna að kastvellinum i Laugardalnum, en aðstaða kastar- anna mun breytast mjög til batn- aðar, þegar hann verður tekinn í notkun, sagði örn. Vanlöse bikar- meistari VANLÖSE, lið úr 2. deild, varð danskur bikarmeistari í knatt- spyrnu í ár. Til úrslita lék liðið við OB, sem einnig er i 2. deild, og sigraði með fimm mörkum gegn tveimur, eftir að staðan hafði verið 1—1 í hálfleik. Fór leikurinn fram á Idrætsparken í Kaupmannahöfn að viðstödd- um 21 þúsund áhorfendum. Þetta er f fyrsta sinn, sem Vanlöse vinnur bikarinn. —O— Malmö bikar- meistari MALMÖ IF varð sænskur bik- armeistari í knattspyrnu f ár. Sigraði liðið Öster IF í úrslita- leik, sem fram fór f Halmstad með tveimur mörkum gegn engu og voru bæði mörkin skoruð í seinni hálfleik. Þetta er f áttunda sinn, sem Malmö vinnur sænsku bikarkeppnina. —O— Waregem vann bikarinn WAREGEM varð belgískur bikarmeistari í knattspyrnu í ár. í úrslitum lék liðið við 2. deildar liðió Tongres og sigraði með f jórum mörkum gegn einu. —O— Tom sterkur TOM B. Hansen, danski milli- vegalengdahlauparinn, náði nýlega mjög athyglisverðum árangri í 10.000 metra hlaupi á móti f Árósum. Hljóp hann vegalengdina á 29:33,2 mín., sem er þriðji bezti árangur dansks hlaupara f þessari grein frá upphafi. —O— Bruch kastaði 67,08 metra SÆNSKI kringlukastarinn Ricky Bruch náði bezta kringlu- kastsafrekinu í heiminum í ár, er hann kastaði 67,08 metra á móti, sem fram fór á ítalíu um helgina. Heimsmetið í kringlu- kasti á Jay Silvester og er það 68,40 metra, en bæði Silvester og Bruch hafa náð lengri köst- um við aðstæður, sem ekki hafa verið metnar löglegar. —O— Kannenberg setti heimsmet VESTUR-Þjóðverjinn Bernd Kannenberg setti á sunnudag- inn nýtt heimsmet í 20 km göngu á móti, sem fram fór f heimalandi hans. Gekk hann vegalengdina á 1:4,45,0 klst., en gamla heimsmetið, sem þeir Peter Frenkels og Hans-George Reinmanns, báðir frá AÞýzka- landi, áttu, var 1:25,14,4 klst. Kannenberg, sem nú er 31 árs, sagði eftir að hafa sett heims- metið, að hann væri ákveðinn að sigra f þessari grein á Olympfuleikunum f Montreal 1976. —O— Danska knatt- spyrnan EFTIR 9 umferðir í dönsku 1. deildar keppninni í knatt- spyrnu er staðan þessi: KB 9 6 1 2 17— 12 13 B 1903 9 5 2 2 17— 10 12 Næstved 9 4 2 3 19— 15 10 Randers 9 2 6 1 13— •9 10 Slagelse 9 4 2 3 14— 11 10 Frem 9 4 2 3 14— •14 10 Köge 9 2 5 2 12- -12 9 Vejle 9 3 2 4 16— -18 8 B 1901 9 2 4 3 11 — ■14 8 Holbæk 9 2 3 4 8— -11 7 Hvidovre 9 2 2 5 9— -20 6 AaB 9 1 3 5 14— -18 5 —O— KÍNVERJAR VIÐUR KENNDIR Æ FLEIRI sambönd innan alþjóðlegu fþróttahreyfingar- innar viðurkenna nú Kfna sem fullgildan aðila innan samtaka sinna. Nýlega ákvað alþjóðlega glfmusambandið að taka Kfna inn, og vfsa þar með Formósu úr samtökunum. Þar með varð Kfna aðili að sjöttu alþjóðlegu samtökunum, en sem kunnugt er gerir alþjóðlega Olympfu- nefndin það að kröfu sinni fyrir þátttökurétti þjóðar f Olympíuleikunum, að hún sé aðili að a.m.k. fimm alþjóða- samtökum. Kfnverska íþróttasambandið vinnur nú að þvf að fá viður- kenningu alþjóðlegu Olympfu- nefndarinnar, en helzta ljónið, sem á veginum hefur verið til þessa, er það, að nefndin hefur ekki viljað vfsa Formósu frá leikunum, heldur gefið báðum þjóðunum kost á að keppa á leikunum. Þessu vilja hvorki Kfna né Formósa hlíta á þessu stigi málsins. —O— Bajevic ekki með DUSAN Bajevic, einn bezti knattspyrnumaður Júgóslavíu, mun ekki fá að leika með lands- liði sínu gegn Brasilíumönnum, er liðin mætast í úrslitaátök- unum í heimsmeistarakeppn- inni í knattspyrnu 13. júní í Frankfurt. Bajevic ar dæmdur í tveggja leikja keppnisbann af FIFA eftir leik Júgóslavíu og Grikk- lands í desember s.l. og náði hann ekki að sitja af sér nema annan leikinn, sem var gegn Spáni í undankeppninni. Talið er, að fjarvera Bjaevic komi til með að veikja lið Júgóslavíu verulega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.