Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNI 1974
MEGINMÁLIÐ AÐ HNEKKJA
ÓSTJÓRN VINSTRI FLOKKANNA
- segir Pálmi Jónsson í Norðurlandskjördæmi vestra
„ÉG TEL, að meginmál þessarar
kosningabaráttu sé að hnekkja
óstjórn vinstri flokkanna f efna-
hags- og atvinnumálum og var-
hugaverðum og gáleysislegum að-
gerðum þeirra f öryggis- og
varnarmálum þjóðarinnar.**
Þannig komst Pálmi Jónsson
bóndi á Akri að orði, er Morgun-
blaðið ræddi við hann f gærdag
um kosningabaráttuna f Norður-
landskjördæmi vestra. Pálmi
skipar nú efsta sæti á framboðs-
lista Sjálfstæðisflokksins þar
nyrðra.
— Fyrst inntum við Pálma eftir
þvf, hvernig sameiginlegir fram-
boðsfundir stjórnmálaflokkanna
f kjördæminu hefðu faríð fram.
Pálmi sagði:
— Við vorum að Ijúka þessum
sameiginlegu framboðsfundum I
gærkveldi með fundi á Hofsósi.
Það hefur að sjálfsögðu verið hart
deilt á þessum fundum eins og
endranær þegar kosningar standa
fyrir dyrum. Það meginatriði,
sem deilt hefur verið um, er auð-
vitað það, hvort framlengja eigi
lff vinstri stjórnarinnar eða hvort
tryggja eigi Sjálfstæðisflokknum
stjórnarforystu á nýjan leik.
— Hvaða málefni hafa helzt
verið rædd á framboðs-
fundunum?
— Hér sem annars staðar eru
það þrjú meginmál, sem tekizt er
á um f málflutningi manna. Þá vil
ég fyrst nefna efnahagsmálin.
Fólkið treystir ekki vinstri stjórn-
inni til þess að stjórna þeim. I
öðru lagi eru varnarmálín og loks
landhelgismálin og krafa Sjálf-
stæðisflokksins um 200 sjómflna
fiskveiðilögsögu.
— Hefur verið mikill hiti f
mönnum þarna nyrðra Pálmi?
— Það er alltaf hiti í mönnum
svona rétt fyrir kosningar.
Annars hafa umræðurnar verið
frekar prúðmannlegur. Línurnar
eru hins vegar skarpar og skoðan-
ir þar af leiðandi mjög skiptar.
— Hefur komið fram, hvort
vinstri flokkarnir stefna að
áframhaldandi stjórnarsam-
starfi?
— Á þvf er enginn vafi. Þeir
stefna að myndun nýrrar vinstri
stjórnar að loknum kosningum.
Það virðist vera eina sameigin-
lega markmið þessara sundurleitu
afla. Gegn þessari margklofnu
vinstri fylkingu stendur Sjálf-
stæðisflokkurinn. Mér virðist fólk
gera sér glögga grein fyrir því, að
Sjálfstæðisflokkurinn er eini
flokkurinn, sem gengur sam-
hentur og óklofinn fram f þessari
kosningabaráttu.
— Það er greinilegt, að fólkið
skilur mæta Vel, að eigi að veita
þjóðinni trausta forystu, verður
það ekki gert með öðru móti en
þvf að stórefla Sjálfstæðis-
flokkinn.
Um hádegisbilið f gærdag
ræddi Morgunblaðið stuttlega við
Jón G. Sólnes, sem skipar efsta
sæti á framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins f Norðurlandskjördæmi
eystra. Jón sagðist telja, að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði greinilega
meðbyr f þessum kosningum og
áberandi væri, að f dreifbýlinu
hefðu menn þyngri áhyggjur af
stefnu rfkisstjórnarinnar f
varnarmálum, en menn hefðu
áður ætlað.
— Við byrjuðum á þvf að spyrja
Jón G. SÓInes að þvf, hvernig póli-
tfska taflstaðan væri nú f Norður-
landskjördæmi eystra: Hann
sagði:
— Þegar á heildina er litið tel
ég, að við sjálfstæðismenn höfum
góðan meðbyr í þessum kosning-
um. Á öllum fundum okkar hefur
verið einstaklega góð fundarsókn.
Sérstaklega hafa fundir vérið vel
sóttir í dreifbýlinu.
— Ræður Framsókn ekki lög- i
— Hvernig er málflutningur
stjórnarflokkanna?
— Framsóknarflokkurinn eyð-
ir miklu púðri og tíma f karp
við Möðruvellinga. Þetta er ekki
traustvekjandi málflutningur,
þegar á mestu ríður að snúa við
þeirri öfugþróun, sem stefna
vinstri stjórnarinnar hefur leitt
af sér.
Annars róa stjórnarflokkarnir
hver á sínum báti í þessum efn-
um. Framsóknarflokkurinn hefur
að vísu viðurkennt, að miklir
erfiðleikar séu framundan. Þó
hafa frambjóðendur hans heldur
reynt nú síðustu dagana að draga
fjöður yfir þær staðreyndir, sem
Jón G. Sólnes: Við erum mátulega
bjartsýnir, það vantar herzlu-
muninn til þess að þriðji maður-
inn verði kjördæmakjörinn.
fram hafa komið í skýrslum
þeirra eigin sérfræðinga um
hættuástand og atvinnusamdrátt.
Frambjóðendur - Alþýðubanda-
lagsins eru á hinn bóginn svo
skyni skroppnir, að þeir viður-
kenna ekki að vandi sé fyrir dyr-
um. Þeir berja hofðinu við stein-
inn og halda því fram, að efna-
hagslffið sé í hinum mesta blóma.
— En hvernig eru horfurnar?
— Við sjálfstæðismenn erum í
sókn. Ég tel, að meginmál þessara
kosninga sé að hnekkja óstjórn
vinstri stjórnarinnar I efnahags-
málum og atvinnumálunum og
varhugaverðum og gáleysislegum
aðgerðum I öryggis- og varnarmál-
um. Þess vegna er það höfuðmálið
að efla Sjálfstæðisflokkinn svo að
framhjá honum verði ekki gengið
um og lofum f Þingeyjarsýslum
enn þá?
— Um það skal ég ekkert segja.
En við höfum fengið sérstaklega
góðar undirtektir undir okkar
málflutning f sveitunum. Og við
verðum varir við það, að í dreif-
býlinu hafa menn meiri áhyggjur
af stefnu ríkisstjórnarinnar í
varnarmálum en margur hefur
haldið.
— Hvað finnst þér Jón ein-
kenna þessa kosningabaráttu
öðru fremur?
— Það er greinilegur beygur og
kvíði f mönnum vegna þess
óvissuástands, sem framundan er.
Ég held, að allir sjái, að það stenzt
ekki öllu lengur að halda áfram á
sömu braut og vinstri stjórnin
hefur gert. Menn óttast, að afleið-
ingar stjórnarstefnunnar verði
samdráttur.
Annars hefur orðið mikil breyt-
ing hér í kjördæminu á vinstra
vængnum, eftir að Björn Jónsson
fór í framboð fyrir Alþýðuflokk-
inn í Reykjavík. Af þeim sökum
AHYGGJUR I SVEITUNUM
VEGNA VARNARMÁLANNA
— segir Jón G. Sólnes 1 Norðurlandskjördæmi eystra
3
Pálmi Jónsson: Framsðkn eyðir
nú miklu púðri á Möðruvellinga
hér f Norðurlandi vestra.
við stjórnarmyndun að kosning-
um loknum. Það er greinilega
krafa fólksins.
eru mörg atriði óviss. Hins vegar
er mikil óánægja í Framsóknar-
flokknum út af framboðsmálum.
Og framsóknarmenn á Akureyri
eru margir mjög óánægðir með
það, að forystumenn flokksins í
bæjarstjórn skyldu hafa lyft
kommúnistum til mikilla áhrifa í
bæjarstjórn Akureyrar.
Vitað er, að skriflegur sam-
starfssamningur milli vinstri
flokkanna liggur nú fyrir. Á
bæjarstjórnarfundi í gær, þriðju-
dag, voru þeir inntir eftir efni
hans. Engin svör fengust og talið
er, að framsóknarmenn þori ekki
að birta samninginn fyrr en eftir
kosningar.
— Og þið ætlið að vinna á?
— Já, við steínum að sjálfsögðu
að því að fá þrjá menn kjördæma-
kjörna. Almenningur treystir nú
bezt forystu Sjálfstæðisflokksins
til þess að gera nauðsynlegar ráð-
stafanir í efnahagsmálum.
— Hvernig hefur málflutning-
ur manna verið þarna nyrðra?
— Vinstri menn eru enn að
halda fram þessari endaleysu, að
Sjálfstæðisflokkurinn stefni að
atvinnuleysi. Hver ætli trúi þvi,
að langstærsti stjórnmálaflokkur
landsins hafi hag að því að inn-
leiða atvinnuleysi? Okkar stefna
hefur alltaf verið skýr. Við viljum
verðmætasköpun og atvinnu fyrir
Framhald á bls. 47
Vinstri samvinna í verki
Þjóðviljinn krafðist þess, að
rfkisstjórnin tæki upp nýja
efnahagsstefnu sumarið 1972.
Eigi að síður héldu ráðherrar
Alþýðubandalagsins áfram á
sömu braut.
RUM tvö ár eru Iiðin frá þvf að
forystumenn vinstri flokkanna
gerðu sér grein fyrlr þvf, að
efnahagsstefna þeirra hafði
leitt til öngþveitis. Ekkert
hefur verið að gert, þó að aldrei
hafi skort fögur fyrirheit um
úrbætur:
Steingrímur: Hættum
að byggja fín hús
Steingrfmur Hermannsson
gaf svohljóðandi yfirlýsingu f
marz 1972: „Fyrst og fremst á
að draga úr neyzlu á þeim svið-
um, sem telja má eins og oft er
kallað lúxus eða þess háttar.
Það mætti draga úr þvf, að
menn byggðu stór og ffn hús.
Bflakaup hafa verið gffurleg á
undanförnum tveimur árum og
ég er þeirrar skoðunar, að
draga megi úr bflakaupum,
áreiðanlega“.
Hannibal: Varasöm
framkvæmdagleði
Hannibal tók f sama streng f
maf 1972: „Rfkisstjórnin er á
vafasamri braut með þvf að
margfalda framkvæmdir.**
Þjóðviljinn: Nýja
efnahagsstefnu
í júlfmánuði 1972 sagði Þjóð-
viljinn um rfkisstjórnina:
„Þess er nú alls staðar krafizt
af henni, að hún geri nauðsyn-
legar aðgerðir f efnahagsmál-
um og móti nýja efnahags-
stefnu.“
Ólafur: Boginn er
spenntur um of
I framhaldi af ádrepu Þjóð-
viljans sagði forsætisráðherra:
„Það er mfn skoðun, að bæði
við fjárlagaafgreiðsluna og af-
greiðslu framkvæmdaáætlunar
hafi boginn verið spenntur til
hins ftrasta.“
KEA: Hrunadans
kostnaðarverðbólgu
Dómur framsóknarfor-
ystunnar f KEA sumarið 1972
um stjórnarstefnuna var þessi:
„Utlit er fyrir, að nú eigi að
mæta Hrunadansi kostnaðar-
verðbðlgu með taprekstri fyrir-
tækja, sem þvf miður hlýtur að
leiða til atvinnusamdráttar
þegar til lengdar Iætur.“
Tíminn: Of
þung byrði
Tfminn tók undir með fram-
sóknarmönnum á Akureyri:
„Komi nýjar verulegar verð-
hækkanir til sögu næstu
mánuði og tilsvarandi kaup-
hækkanir f kjölfar þeirra hefur
vafalftið verið lögð meiri byrði
á atvinnureksturinn en hann
getur risið undir með góðu
móti.“
Tíminn: Stefnt að
ríkisgjaldþroti
I árslok 1972 var ritstjórum
Tfmans mikið niðri fyrir: „Þær
þjóðir, sem lifa um efni fram
til langframa, stefna að rfkis-
gjaldþroti og setja stjórnarfars-
legt sjálfstæði þjóðarinnar f
hættu.“
Ólafur: Stefnt
að fyrirmyndar-
þjóðfélagi
Olafur Jóhannesson þurfti að
stappa stálinu f liðsmenn sfna
þrátt fyrir yfirvofandi rfkis-
gjaldþrot. 1 þeim tilgangi sagði
hann á flokksfundi f aprfl 1973:
„Leggjum grundvöll að fyrir-
myndarþjóðfélagi, það er
ætlunarverk þessarar rfkis-
stjórnar og hún á að ljúka þvf.“
Þjóðviljinn: Komið
að skuldadögunum
Seint gekk að Ijúka áætlun-
inni um fyrirmyndarþjóð-
félagið. I desember 1973 sagði
Þjóðviljinn: „Nú er komið að
þvf, að við verðum að axla
byrðar, jafnvel þyngri en
nokkru sinni fyrr á erfiðis-
tfmanum."
Lausnin
var þingrof
Þegar Ijóst var, að rfkis-
stjórnin réð ekki við efnahags-
ringulreiðina og naut ekki
trausts Alþingis til þess að fást
við erfiðleikana hófust deil-
urnar um þingrofið. 1 lok
desember sl. sagði Magnús
Kjartansson: „Sfðan tél ég, að
rfkisstjórnin eigi að fhuga,
Forystumenn KEA aðvöruðu
Ólaf Jóhannesson um yfirvof-
andi atvinnusamdrátt. Þrátt
fyrir það voru engar raunhæfar
aðgerðir framkvæmdar.
hvort ekki sé óhjákvæmilegt að
rjúfa þing og efna til nýrra
kosninga...“ Ólafur svaraði
jafn harðan: „Eg hef ekki
hugsað mér að gera tillögu um
slfkt.“
Loks rak þó að þvf, að Ólafur
lét undan. Engin samstaða var
um efnahagsaðgerðir innan
rfkisstjórnarinnar og nú segir
Tfminn flokksmönnum sfnum,
að Ólafur hafi haft alla forustu
um viðnám gegn verðbólgu
með þvf að rjúfa Alþingi og
skjóta öllum aðgerðum á frest.
Engar efnahagsaðgerðir, þó að
liðin séu tvö ár frá þvf að rfkis-
stjórninni var Ijóst, að stefna
hennar hafði leitt til strand-
siglingar. Þannig er vinstri
samvinna f verki.