Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 'M /7 ní /-. 11. r.u. i \ ALUR! LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR I tel. 14444*255551 mmm\ BlLALEIGA cab rentalI 'dai OAR.motTAL. Hverf isgötu 18 27060 (r* BÍLALEIGAN 51EYSIR CAR RENTAL **‘244()0 I' HVERJUM BÍL PIOIMfEGLR ÚTVARPOG STEREO KASSETTUTÆKI Ferðabílar hf Bílaleiga — Simi 81260 Fimm manna Citroen G.S. station. Fimm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjór- um). SKODA EYÐIR MINNA. SHODB LfíGAH AUÐBREKKU 44-46. SlMI 42600. HOPFERÐA- BÍLAR Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—50 farbeqa bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S. í. Sími22300. Innbyrðis átök stjórnarflokkanna Morgunblaðið hefur sfðustu daga átt viðtöl við efstu menn á framboðslistum Sjálfstæðis- flokksins. Þeim ber öllum sam- an um, að sameiginlegir fram- boðsfundir stjðrnmálaflokk- anna snúist að verulegu leyti um innbyrðis deilur stjðrnar- flokkanna. Fulltrúar stjðrnar- flokkanna vfkjast undan þvf að ræða efnahagsástandið og nauðsynlegar aðgerðir f þeim efnum. Þeir vilja heldur nota tfmann fram að kosningum til þess að vega hver að öðrum, þrátta um það, hver þeirra sé lfklegastur til þess að falla eða hver hljðti uppbótarþingsæti. Málflutningur stjðrnarblað- anna endurspeglar svo þetta aumlega viðhorf. Framsðknarfokkurinn og Al- þýðubandalagið hafa hvort f sfnu lagi lýst yfir þvf, að þeir stefni að áframhaldandi vinstra samstarfi. En tor- tryggnin er svo mikil, að nú saka þeir hvor annan um að ætla að svfkjast undan merkj- um að kosningum loknum. Þannig heyja stjðrnarflokkarn- ir ekki kosningabaráttu við stjðrnarandstöðuna, heldur hver við annan. Félagslegur vanþroski! Eitt dæmið um átök stjórnar- flokkanna birtist f forystugrein Tfmans f gær. Þar er Magnúsi Torfa félagsmálaráðherra vinstri stjðrnarinnar lýst með þessum orðum: „Margir smá- flokkar hafa jafnan reynzt til ðþurftar. Oftast eru þeir Ifka stofnaðir af félagslega ðþrosk- uðum mönnum, sem ekki geta unnið f stærri heildum." Magnús Torfi sagði sem kunn- ugt er skilið við Alþýðubanda- lagið á sfnum tfma og var einn af stofnendum SFV. Það er talandi tákn um bág- indin á stjðrnarheimilinu, þeg- ar formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins lýsir yfir þvf, að félagsmálaráðherrann f rfkisstjðrn Ólafs Jðhannesson- ar sé félagslega ðþroskaður. Þetta er einn eitt dæmið um það, hvernig stjórnarflokkarnir heyja baráttu um atkvæði hver annars. Ekki er það traustvekj- andi að knékrjúpa frammi fyr- ir kjósendum og biðja þá f einu orðinu um stuðning við vinstri stjðrn og segja svo f hinu, að félagsmálaráðherra þeirrar stjðrnar sé félagslega ðþroskaður! Þannig er vinstri samvinna f framkvæmd. Allar aðgerðir miðast við það að hanga f valda- stólunum. Hitt skiptir þá engu, þð að ekkert sé aðhafzt við lausn þeirrar efnahagsringul- reiðar, sem stjðrnin hefur leitt yfir landsmenn. Rúm tvö ár eru liðin frá þvf, að rfkisstjðrninni mátti vera Ijðst, að grfpa þyrfti til ákveð- inna aðgerða til þess að stöðva það efnahagsöngþveiti, er hlot- izt hefur af efnahagsstefnu hennar. Fyrir réttum tveimur árum krafðist Þjóðviljinn þess, að rfkisstjðrnin tæki upp nýja efnahagsstefnu. Ólafur Jðhannesson viðurkenndi þá, að boginn hefði verið spenntur um of við afgreiðslu f járlaga og framkvæmdaáætlunar og Hannibal hélt þvf hiklaust fram, að framkvæmdagleði rfkisstjðrnarinnar væri mjög svo varasöm. Þrátt fyrir þessa vitneskju hefur ekkert verið gert; aUt hefur verið látið reka á reiðanum, engin samstaða hefur verið um aðgerðir. I tvö ár hefur Ólafur Jðhannesson valið þann kost að sitja á valdastólnum, þð að hon- um væri ljóst, að stjðrn hans var allsendis ðfær um að gera þær aðgerðir, sem nauðsynleg- ar voru til þess að stöðva ringulreiðina. Þetta er eitt mesta ábyrgðarleysi, sem nokk- ur forsætisráðherra hefur sýnt fyrr og sfðar. Valdaffknin er látin ganga fyrir brýnum þjóðarhagsmunum. Lýsing Tfmans á félagsmála- ráðherra vinstri stjórnarinnar á sennilega við um fleiri ráð- herra þeirrar rfkisstjðrnar, þegar nánar er að gætt. Það skyldi ekki vera talið bera vott um félagslegan ðþroska, þegar valdhafarnir láta þjóðarhags- muni vfkja fyrir valdaffkn? spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hnngið i síma 10100 kl 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Les- endaþjónustu Morgunblaðs- ins □ Stereóútsend- ingar útvarps: Hans Kragh Júlfusson, Safa- mýri 40, Reykjavík, spyr: „Hvenær mega Islendingar eiga von á jafn sjálfsögðum hlut og F.M. Stereóútsend- ingu? Mætti ekki nota möstur þau og húsakynni, sem þegar hefur verið komið upp vegna sjón- varpsins út um land, jafnframt til útsendingar i stereó?" Jón Sigurbjörnsson, deildar- stjóri tæknideildar útvarpsins, svarar: „Þetta er fyrst og fremst fjár- hagslegt spursmál. Til að mögu- legt sé að senda út i stereó þarf að kaupa nýtt senditæki og endurnýja upptökubúnað og annan tækjakost útvarpsins, en möstur og húsakynni er hægt að nota. Þetta yrði nokkuð dýrt í framkvæmd, og auk þess verð- ur erfitt að framkv .-ma svona breytingu á meðan ú varpið býr við óbreyttan húsakost. Þá má geta þess, að öll ný tæki sem útvarpið kaupir nú eru miðuð við að stereóútsendingar komi í framtíðinni, en það munu líða nokkur ár, áður en það verður að veruleika". □ Frágangur við iðnaðarhús Hjalti Guðnason, Hallveigar- stíg 8 Reykjavík, spyr: „Þykir forráðamönnum Iðnaðarhússins við Hallveigar- stig ekki tímabært að laga til fyrir framan húsið (götumeg- in), setja gangstéttir og ganga frá að öðru leyti?“ Ólafur Sigurðsson, blaða- fulltrúi Félags islenzkra iðn- rekenda, svarar: „Unnið er að frágangi húss- ins, bæði utan og innan. Hefur ekki þótt tímabært að ljúka við lóðina, fyrr en frágangur húss- ins væri lengra kominn. Vonast eigendur hússins til, að öllum frágangi verði lokið á þessu ári, jafnt á lóð sem á húsinu sjálfu.“ □ Akstur strætis- vagna um Öldugötu annáls Kolbrún Þðrhallsdóttir, Öldugötu 18 Reykjavík, spyr: „Undanfarin 5 ár hefur mikið af ungu fólki keypt hús við Öldugötuna í Reykjavik, sér- staklega fyrir vestan Ægisgötu. Þar af leiðandi er mikið af ung- um börnum að leik við þessa götu. Nú langar mig að spyr.ia. Er engin von til þess, að Strætisvagnar Reykjavíkur hætti að nota Öldugötuna i leiðarkerfi sinu?“ Eirfkur Asgeirsson, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur, svarar: „Það er engin von til þess, nema íbúarnir vilji að strætis- vagnar hætti að ganga um hverfið, sem ég tel hæsta máta óliklegt. öldugatan er eina hugsanlega leiðin miðsvæðis um þetta hverfi." □ Endursýning Brekkukots- annáls Árni Þðrarinsson, Hávalla- götu 20, spyr: „Hvenær er ætlunin að sjón- varpið endursýni kvikmynd- inga Brekkukotsannál? Jón Þórarinsson, dagskrár- stjóri sjónvarpsins, svarar: „Um þetta hefur engin ákvörðun verið tekin. í hinum almenna leikarasamningi eru ákvæði um endursýningu innan 3 ára gegn ákveðinni greiðslu. Þetta tímaákvæði kann að hafa áhrif á það, hvenær verður ráð- izt í endursýningu myndar- innar." Haflidi Jónsson • J\ gapibel^nu ÖGNAFHVERJV Að þessu sinni er rétt að víkja lftillega að fyrirspurnum, sem borizt hafa. I sfðasta þætti var rætt um áburðaraustur á lynggróður o.fl. og af þvf tilefni spyr sumarbústaðareigandi, sem vill auka vöxt trjágróðurs, sem hann segist eiga í basli með að fá til að þokast fáfram um það hvernig hann eigi að fara að, þar sem hann vill bera til- búinn áburð að trjánum, en alls ekki eiga á hættu að missa lyng eða annan villtan gróður, er vex f landi hans. Ráðið er að gera holur með járnkarli eða öðru hliðstæðu verkfæri í um það bil 50 sm fjarlægð frá trjástofnun- um og setja f holurnar þann áburðarskammt, sem hann vill veita trjánum. Áburðurinn kemst á þann hátt fljótt að rót- um trjánna um leið og hann leysist upp í jarðveginum. En þetta er eðlilega tafsamara og erfiðara en að ausa áburðinum frá sér á báða bóga yfir hvaða gróður, sem fyrir er. Á það má í leiðinni benda, að oft gefst þessi sama aðferð vel, þegar tré í heimagörðum sýna óeðlilega lítinn vöxt. Þau geta tekið vaxtarkipp ef dekrað er örlítið við þau. Kona í Fossvogi á í vandræð- um með nýja garðinn sinn vegna þess að þar vex að því er hún segir, með öllu óviðráðan- legt illgresi, en það er elfting og hófblaðka. Trúlega hefur lóðaúthlutunarnefnd eða skipu- lagsyfirvöld ekki tekið tillit til þessa hugsanlega vandamáls og samúð garðyrkjumanna kemur að litlum notum fyrir þessa áhugasömu ræktunarkonu. Það eina, sem mögulegt er að ráð- leggja henni, er að gefast ekki upp við að uppræta illgresið um leið og það teygir sprota sína upp úr moldinni. Eina ráðið er að veita því enga möguleika til að afla rótunum loftnæringar í gegnum græna sprota. Áburðarkalk, skiljasandur og mikil áburðargjöf vinnur þó drjúgum á þessum ófögnuði. Sem betur fer er flest það ill- gresi, sem angrar okkur, aðeins einært og með þolinmæði má sigrast á þvf á tiltölulega skömmum tíma, aðeins þarf að gæta þess að illgresið felli ekki fræ, eða með öðrum orðum halda ræktunarlandinu hreinu. Spurt er að þvf, hvort úðun gegn maðki og lús, sem fram- kvæmd var um sl. mánaðamót, komi í veg fyrir óþrif á gróðrin- um sumarlangt. Því er til að svara, að úðun með sterkustu eiturefnum, sem nú eru notuð til eyðingar á skordýrum í gróðri, drepa sjaldnast nema um 70% skordýranna og þá er miðað við, að úðunin hafi verið framkvæmd af fullkominni vandvirkni. Því má gera ráð fyrir að skordýralffið haldi áfram með eðlilegum hætti, þó að á hinu sé full von, að úðunin hafi orðið til þess að bjarga gróðrinum yfir vaxtarskeið sitt á þessu sumri, en f sumar munu þó koma fram ein eða tvær kyn- slóðir skordýra, sem tryggja mikla mergð eggja í framtíð- inni er þau búa um á ákjósan- legum stöðum við brumknappa trjáa og runna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.