Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNt 1974 Laugardalsvöllur I. deild í kvöld klukkan 20 leika Valur — Víkingur Valur. Annan véstjóra og háseta vantar á góðan togbát, frá Þorlákshöfn. Upplýs- ingar í símum 99—3757 og 99 — 3787 Þor- lákshöfn. Tæknifræðingur Óskum eftir byggingatæknifræðingi til eftirlits- starfa með framkvæmdum við Mjólká í sumar. Upplýsingar í síma 38590. A/menna verkfræðistofan h.f. Lokað vegna sumarleyfa 1. — 1 5. iúlí ísleifur Jónsson. h.f. Byggingavöruverzlun Bolholti 4 símar 36920—36921. Grafvél til sölu. J.C.B. 3 C árg. 1 970 í mjög góðu ástandi. Allar nánari uppl. G/obus/f Lágmúla 5, sími 81 555. Tilboð óskast ÍFiat 132 S 1800 árgerð 1973. Ekinn 15.500 km í því ástandi sem bifreiðin nú er í eftir árekstur. Til sýnis að Reynimel 63 í dag og á morgun kl. 16 — 19. Tilboðum veitt móttaka á sama stað. CITROEN GS 1971 Ekinn 40. þús. km að miklu leyti erlendis. Til sýnis og sölu í dag. Globus hf.# Lágmúla 5, sími 81555. Tilkynning til bifreiöaeigenda í Reykjavík Vegna sumarleifa starfsfólks Bifreiðaeftirlits ríkisins i Reykjavík, verður að draga verulega úr starfsemi stofnunarinnar á tímabilinu 8. júlí til 2. ágúst. Bifreiðaeigendur eru beðnir um að draga sem allra mest úr umskrán- ingum á þessu timabili. Engin aðalskoðun verður auglýst í Reykjavik i júlimánuði. Samkvæmt auglýsingum lögreglustjóra i Reykjavik, eiga allar bifreiðar, sem bera lægra skráningarnúmer en R19201, að vera mættar til aðalskoðunar fyrir 1. júlí n.k. Bifreiðaeigendum, sem eiga óskoðaðar bifreiðar, sem eiga að vera mættar til aðalskoðunar samkvæmt áðurnefndum auglýsingum, er þvi bent á, að koma með bifreiðarnar til skoðunar dagana 1. til 5. júli n.k.. Reykjavik, 27. júni 1974. Bifreiðaeftirlit rikisins. Halldór Jónsson verkfræðingur: Um skútulíf Það fer vlst ekki fram hjá nein- um þessa dagana, að það er komið eitthvað urg ofan I vélarrúminu á þjóðarskútunni. Meira að segja hefur þetta heyrzt upp I brú og þaðan komið skipun um að blanda vatni I olfuna, minnka aðrennslið að vélinni og segja henni um leið, að hún eigi aðeins við vel- megunarvandamál að strfða. Jafn- framt er matrósunum tilkynnt, að þeir skuli halda sínu kaupi. Hins- vegar liggi ekkert fyrir um það, hvenær komið verði f höfn til þess að komast f búðir með þetta kaup, né hvort þar verði það vöruúrval til staðar, sem menn hafa átt að venjast. Enda sé I athugun f brúnni, hvort ekki sé rétt að menn taki upp aðrar neyzlu- venjur og leggi sfna peninga f nýjar félagslegar þarfir brúar- manna. Svo var brytinn að enda við að segja, að f rauninni sé þetta með aðgerðirnar f vélarrúminu tóm vitleysa, en það verði nú samt að vera svona. Karlinn hefur svo komið öðru hverju út f brúar- gluggann, glott út f annað munn- vikið og spurt strákana, sem hafa verið að múðra á dekkinu, hvort þeir hafi eitthvað annað strik að Til leigu: 40 ferm. á götuhæð 1 Miðborginni fyrir atvinnurekstur. Möguleikar á geymsluhúsnæði á staðnum að auki. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt: 1454. Félmslíf 5 —30. júni Á 28. —30. júni ferð á Eiríksjökul 29. —30. júni ferð i Þórs- mörk. Upplýsingar á skrifstofunni alla daga frá kl. 1—5 og 8 —10 á kvöldin, simi 24950. Farfuglar. SUMARLEYFISFERÐIR 29/6—3/7. Vestmannaeyjar, 29/6—4/7. Snæfellsnes — Breiðafjörður — Látrabjarg. Ferðafélag íslands. stýra eftir en það sem hann brúki. Meðan þeir vilji ekki gefa það upp, þá muni hann stýra sitt „öst- vest“ af ábyrgð og festu og sjá um að rokkurinn stoppi ekki. Strákarnir nöldra í barm sér, en velta því samt fyrir sér, hverjir sitji við botnventlana. Hvað er á seyði? Með öðrum orðum sagt, þá er gjaldeyrissjóðurinn á góðri leið með að gufa upp. Verðbólgan, þrátt fyrir stjórnarsáttmálann, hefur slegið öll fyrri íslandsmet. Krónunni má lfkja við fsmola, haldi maður of lengi á henni, þá lekur hún burt, og þvf rfður lffið á að kasta henni f þann næsta. Það er þvf ómögulegt að spara öðru- vfsi en að fjárfesta f húsum, bfl- um og lffsánægju. Og auðvitað skulda sem mest í óverðtryggðum krónum. Sem afleiðing af þessu hafa sumar stéttir í byggingariðnaðin- um komizt upp á það að vinna ekki undir fjór- eða fimmföldu skráðu tfmakaupi sfnu svo ráð- herrarnir verða jafnvel billegur vinnukraftur í þeim samanburði. Og f þessu þjóðfélagi, þar sem hver og einn keppist við að byggja áður en allt hækkar enn meira, þá hefur þessi staðreynd meiri áhrif á langlundargeð annarra launa- manna en menn hugsa almennt út í. Jæja, það fór að renna upp fyrir rfkisstjórninni þegar voraði, að það þyrfti að fara að gera eitt- hvað: Látum gengið síga 4%, drengir, og sjáum hvað það gerir. Látum heildsalana binda 25% af fé sfnu f Seðlabankanum og sjáum hvað það gerir. Ef vöruúrvalið verður of kreppulegt, þá hljótum við að geta lánað Sambandinu til þess að bæta það upp. Greiðum niður 8 vísitölustig, hvar sem við nú fáum aura til þess. oe siáum hvað það gerir. „Er kaupið nokkuð of hátt Gylfi?“ „Nei, nei“. Nei hvað er nú þetta? Auka niðurgreiðslurnac kaupmáttinn og þensluha? Hver árinn, við reddum þvf eftir kosn- ingar. Aðalatriðið er ábyrgð og festa, drengir. Krónuf jöldi og afkoma Ég hef tvívegis birt hér í blað- inu línurit af ferlum tfmakaups í hafnarvinnu og gengi bandaríkja dals frá 1920 og reynt að leiða að þvf líkur hvert yrði gengi dalsins 1974, miðað við óbreytta stefnu f kaupgjaldsmálum. Ég læt slfkt línurit fylgja hér með til fróðleiks með sfðustu endurbótum. Ég skal strax viðurkenna, að mér hefur skjátlast frá 30.6 1972 — enn þá. Tfmakaupið hefur vaxið miklu stórkostlegar en mér datt í hug þá og blokkin tók upp á því að tvö- faldast f verði á tímanum sem þá fór í hönd. Það eitt framlengdi stjórnarveizluna í heilt ár. Að vísu hafa láglaunahækkanir áhrif á þetta línurit en þó ekki afger- andi. Mér sýnist þó að bil ferl- anna sé orðið gleiðara en senni- legt má telja að haldist. Hvað haldið þið? Hvað tekur við? — „Já, það er nú það,“ eins og Bjarni sagði. Gangráðar kerfisins Það má lesa það útúr lfnuriti, að taxtahækkun, sem hefði numið um 3% á ári frá 1940, hefði leitt til sama hlutfalls dollars og taxta 1970. Það má renna nokkrum stoðum undir það, að raunveruleg lffskjarabót hafi verið nálægt þessu á sama tfma og kalla það hagvöxt. Sfðan 1970 hefur svo dollarinn sjálfur verið að bráðna hraðar, svo það er orðið erfiðara að átta sig á þessu, en vegna þessa og verzlunar okkar við Bandarfk- in má gera ráð fyrir að ferill tfmakaupsins eigi að geta legið eitthvað fyrir ofan gengið. Sumir telja að við getum enn betur og skrúfa þvf kaupið ótrauðir upp, stytta vinnutímann og lengja or- lofið. Þessir hinir sömu ættu þó ekki að vera svo ógagnrýnir á sjálfa sig að kenna bara öðrum um verðbólguna. Aflabrögð og heimsverð á fisk- afurðum hafa til þessa verið helztu gangráðar efnahags okkar. Kjaramálastefna, eða réttara sagt taxtastefna launþegasamtakanna @r síðan helzti gangráður þess, hvernig úrspilið verður hér innan lands, hvað við höfum mikla verð- bólgu, mörg gengisföll o.s.frv. Peningalegar aðgerðir, sem til þessa hafa mest minnt á fálm, geta svo haft áhrif á það, þó ekki ráðið, í hvaða gfr efnahagsvélin er keyrð. Og síðast en ekki sízt, ræð- ur hin réttkjörna stjórnmálafor- ysta því að hvaða markmiðum skuli stefnt. En veikleiki hennar er oft sá, að stefna að öllum mark- miðum f einu án raunhæfs mats á því, hvað sé mögulegt, væntan- lega með endurkjörssjónarmið- atvinnustjórnmálamannsins efst á blaði. Það hefur verið sagt um laun- þegasamtökin að þau séu sterk og veik. Sterk að því leyti að þau geta ákvarðað næstum einhliða hvaða kaup sé greitt í krónum. Veik að því leyti að þau hafa ekki getað stillt kröftum sfnum f hóf eins og Grettir sáiugi, né greint á milli krónufjölda og kaupmáttar. Líklega eru allir búnir að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.