Morgunblaðið - 27.06.1974, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 27.06.1974, Qupperneq 30
3Q MORGUNBLAÐJÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 | iÞiiúmrniTTiii mouusi „ SJÁ EINNIG ÍÞRÓTTA- 1 H|,\ FRÉTTIR Á BLS. 46 1 Norðurlandabikarkeppnin: Eins og fyrirfram var vitað áttu íslenzku stúlkurnar enga mögu- leika í hinni norrænu bikarkeppni kvenna í frjálsum íþróttum, sem fram fór í Oslo í fyrra- kvöld. Hlaut ísland aðeins 16 stig í keppninni, og urðu íslenzku stúlkurnar síðast- ar í öllum greinum nema tveimur, þar sem þær urðu í fimmta sæti. Þrátt fyrir þessi úrslit voru sett tvö ágæt íslands- met í keppninni. Ragn- hildur Pálsdóttir hljóp 3000 metra hlaup á 10:28,2 mín. og bætti þar með eldra metið um 20 sekúnd- ur og Lilja Guðmunds- dóttir hljóp 800 metra hlaup á 2:16,5 mín. og bætti nokkuð eldra metið, sem Ragnhildur Pálsdóttir átti. Skaut Lilja finnsku stúlkunni aftur fyrir sig, en hún hljóp á 2:21,0 mín. Eitt Islandsmet var svo jafnað í keppninni, — metið í 100 metra grindarhlaupi. Ingunn Ein- arsdóttir hljóp á 15,0 sek., en sjálf á hún metið. Ingunn stóð sig einnig mjög vel í 100 metra hlaupinu og var þar aðeins sekúndubroti frá Islandsmetinu. Keppnin um bikarinn var mjög hörð milli Svíþjóðar og Finnlands og urðu úrslitin þau, að Svíþjóð sigraði með einu stigi. Vestur- þýzku stúlkurnar, sem kepptu sem gestir höfðu hins vegar al- gjöra yfirburði f keppninni, enda í liði þeirra nokkrar af þeim stúlkum, sem gerðu garðinn frægan á síðustu Olympfuleikum, eins og t.d. Hildegard Falck og Westermann. Hér á eftir fara úrslit f einstök- um greinum f keppninni, nema f hástökki, en fréttaskeytið, sem greindi frá þeim, var svo óskýrt. Ragnhildur Pálsdóttir — bætti metið f 3000 metra hlaupi veru- lega. að af því var ekki hægt að lesa annað en það, að danska stúlkan hefði sigrað, stokkið 1,79 metra, en Lára Sveinsdóttir hefði orðið síðust, stokkið 1,55 metra. 200 metra hlaup: sek. Annegret Richter, V*Þýzkal. 23,4 Tuula Rautanen, Finnl. 24,4 Ann Margert Uttenberg, Svfþj. 24,6 Elin Björlie, Noregi 25,2 Marianne Petersen, Danm. 25,7 Erna Guðmundsd. Isl. 26,2 Kúluvarp: m Ritvaoetso, Finnl. 15,87 Eva Wilms, V-Þýzkal. 15,48 Grind Wemonen, Svfþj. 15,18 Eva Fodor, Noregi 13,41 Susanne Jensen, Danm. 13,00 Guðrún Ingólfsd. fsl. 11,45 100 metra grindahlaup: sek Sylvia Kempin, V-Þýzkal. 13,7 Margit Hansen, Danm. 13,8 Ulla Lempiainen, Finnl. 14,2 Karin Sellström, Svfþj. 14,7 Gro Næsheim, Noregi 14,9 Ingunn Einarsd. tsl. 15,0 800metra hlaup: mfn. Gisela Klein, V-Þýzkal. 2:03,4 Gunilla Lindh. Svfþj. 2:05,0 Birgitte Jennes, Danm. 2:08,4 Heidi Vien.Noregi 2:09,6 Lilja Guðmundsd. fsl. 2:16,5 Irma Laurila Finnlandi 2:21,0 lOOmetra hlaup: sek. Annegret Richter, V-Þýzkal. 11,3 Linda Haglund, Svfþj. 11,5 Mona Lisa Puiasenen, Finnl. 11,5 Val Sejerö, Danmörku 12,1 Turie Björklie, Noregi 12,4 Ingunn Einarsd. fsl. 12,5 400metra hlaup: Riita Salin, Finnl. Hildegard Falck, V-Þýzkal. Lotta Malmström, Svfþj. Jette Riisberg, Danm. Tone Rolland, Nreogi Sigrún Sveinsd. tsl. Langstökk: Pirkko Helenius, Finnl. Margot Eppinger, V-Þýzkal. Berit Berthelsen, Noregi Lis Jensen, Danmörku Tikki Egebo, Svfþj. Lára Sveinsdóttir, tsl. 1500 metra hlaup: Grete Andersen, Noregi Ellen Wellmann, V-Þýzkal. Lóa ólafsson, Danmörku Helena Sellergren, Svfþjóð Irjo Wimtnen, Finnlandi Anna Haraldsdóttir, tsl. Kringlukast: Liesel Westermann, V-Þýzkal. Ulla Buuts, Svfþjóð Ritva Meto, Finnl. Helle Schou Jeppesen, Danm. Anne Kr. Granerud, Noregi Guðrún Ingólfsdóttir, tsl. 4x100 metra boðhlaup: Sveit V-Þýzkalands Sveit Svfþjóðar Sveit Danmerkur Sveit Noregs Sveit tslands Sveit Finnlands var dæmd úr leik. Spjótkast: Ameli Koloska, V-Þýzkal. Arja Mustakallio, Finnl. Nina Castensen. Danm. Asa Westmann, Svfþjóð Inger Lise Ramton, Noregí Lilja Guðmundsd. tsl. sek. 51.5 53,2 54.9 55.1 55.2 61.6 m 6,42 6,10 6,05 5,90 5,63 5,13 mfn. 4:12,4 4:17,6 4:27,9 4:30,2 5:02,6 m 55,42 47,90 46,26 43,96 41,22 33,54 1 sek. 44.9 46.1 46,4 47.3 50.2 m 57,36 55,04 48,54 48,50 45,46 23,40 Lilja Guðmundsdóttir t.v. og Ingunn Einarsdóttir t.h. Lilja setti met f 800 metra hlaupi og Ingunn jafnaði metið f 100 metra grindahlaupi. 3000 metra hlaup: mfn. Sveit Noregs 3:46,0 Nina Holmen, Finnl. 9:13,8 Sveit Finnlands 3:51,0 Eva Gustavsson, Svfþj. 9:16,2 Sveit Islands 4:20,9 Gudrun Hodey, V-Þýzkalandi 9:17,6 Wenche Sörum, Noregi 9:25,4 Rorthe Rasmussen, Danm. 10:13,2 Lokastigatala: stig Ragnhildur Pálsd. tsl. 10:28,2 Vestur-Þýzkaland 78 Svfþjóð 55 4x400 metra boðhlaup: mfn. Finnland 54 Sveit V-Þýzkalands 3:36,6 Danmörk 48 Sveit Svfþjóðar 3:44,0 Noregur 42 Sveit Danmerkur 3:45,1 tsland 16 hér á landi sem stökkpall I góðar stöður I Englandi? — Hvernig má það vera hægt? Hér er algjör áhugamennska og ég fæ ekki séð, að störf okkar hér geti orðið stökkpallur í störf hjá atvinnumanna- liðum I Englandi. Er ekki enska knattspyrnan orðin á eftir tlmanum, þannig að hyggi- legra hefSi verið fyrir Islenzk lið að ráða til sln þjálfara frá öðrum lönd- um? — Ég get ekki viðurkennt, að ensk knattspyrna sé orðin úrelt Ég var at- vinnumaður I enskri knattspyrnu I 21 ár og held þvl fram, eins og fjöldi sérfræðinga, að ensk knattspyrna sé sú bezta I heimi. Þó svo að enska landslið- ið hafi ekki komizt I úrslit heims- meistarakeppninnar vegna tapsins gegn Pólverjum þarf það engan veginn að þýða, að ensk knattspyrna sé úrelt. Knattspyrna flestra Evrópuþjóða er byggð á enskri knattspyrnu og I 8-liða úrslitum HM eru 6 lið frá Evrópu. — Þá má benda á i þessu sam- bandi, að lið þau, sem eru með þjálfara frá Englandi eða Skotlandi, skipa fimm efstu sætin I 1. deild á íslandi um þessar mundir, sagði Tony Knapp að lokum. Heimsmetsjöfnun BREZKA stúlkan Andrea Lynch jafnaði heimsmetið í 60 metra hlaupi kvenna á móti, sem fram fór í London s.l. laugardag. Hljóp hún á 7,2 sek. RÆTT hefur verið um það og ritað undanfarna daga, að knattspyrnan I 1. deildinni sé léleg, liðin leiki varnarleik og fyrir áhorfendur sé lítið gaman að fara á völlinn. í skrifum ýmissa dagblaða undanfarið hefur aðeins önnur hlið mála komið fram, sú neikvæða. Þvl fékk Mbl. Tony Knapp þjálfara KR og landsliðsins til að svara nokkrum spurningum um knattspyrnuna á íslandi og störf ensku þjálfaranna. Til að byrja með spurðum við hann, hvort hann væri sammála því að þau lið, sem hafa enska þjálfara, léku upp á það eitt að fá á sig sem fæst mörk, en sóknarleikurinn væri svo tilviljunarkenndur — Þvl verður tæpast neitað, að Islenzk knattspyrna er nokkrum árum á eftir því, sem gerist annars staðar f ! Evrópu. Til að komast I takt við knatt- spyrnuna annars staðar þarf meiri skipulagningu Þegar leikur eins liðs er skipulagður verður að byrja á byrjun- inni og I knattspyrnu hlýtur hún að vera vörnin. Við getum borið þetta saman við húsbyggingu. Enginn byrjar á þakinu heldur á traustum og góðum grunni og þannig er þetta einnig I knattspyrnunni. — Allir hljóta að gera sér grein fyrir því, að leikur eins líðs er ekki skipulagður á stuttum tlma heldur verður að byrja á byrjuninni og bæta við með tímanum. — Það er verið að tala um varnar- leik. Með tvo sfðustu leiki 1. deildar I Reykjavik I huga, Víkingur—ÍA og KR- Fram, verður tæpast annað sagt en mörg tækifæri hafi gefizt Hefðu liðin skorað úr helmingi tækifæra sinna I leiknum hefðu mörkin að minnsta kosti orðið 10. Hvernig er svo hægt að tala um varnarleik? íslenzkir knattspyrnu- menn eiga við nákvæmlega sömu vandamél og stríða og aðrir, leitina að markaskorunum Finnst þér sem áhorfandi knatt- spyrnuleikja, að knattspyrnan hér á landi sé skemmtileg? — Ef til vill ekki eins skemmtileg þessa stundina og ég óskaði Opp- byggingarstarf tekur tlma og það kann að taka tima áður en við sjáum árang- urinn af starfi okkar. Ef til vill líða tvö ár þar til við sjáum knattspyrnu hér á landi eins og við viljum hafa hana, en engan veginn leiðinleg núna. TalaS hefur veriS um, að knatt- spyrnan hér sé óeðlilega hörð og óvenjulega mikið um meiðsli leik- manna í sumar. Hvað viltu segja um þessi atriði? — Ég tel ekki, að knattspyrna hér á landi sé óeðlilega hörð, en hins vegar er mikil barátta Þannig á það líka að vera. Hvar I heiminum getur knatt- spyrnumaður gert það sem hann vill án þess að andstæðingurinn trufli hann? Fróðlegt er að athuga það, að beztu leikmenn i heimi eins og Pele og Cryuff kvarta ekki undan þeirri ströngu gæzlu, sem að jafnaði er höfð á þeim. Heldur llta þeir á hana sem gullhamra án þess að vera með kveinstafi við fjölmiðla. Hvað viltu segja um samskipti þfn við fslenzka knattspyrnumenn? — Mér finnst Islenzkir knattspyrnu- menn duglegri og hugrakkari en aðrir, sem ég hef unnið með Þorvarður Höskuldsson bakvörður KR-liðsins varð t d fyrir því óláni I leiknum gegn Fram að hnéskel brotnaði, en eigi að síður lék hann áfram út leiktímann, sem var þó um 70 mínútur. — Knatt- spyrnan er iþrótt fyrir karlmenn og slys eiga sér stað I öllum iþróttum, en TONY Knapp, þjálfari KR og landsliðsins: — íslenzkir knattspyrnumenn þurfa að sýna miklu meira en knatt- spyrnumenn annars staðar vegna hinna slæmu vallar- skilyrða hér á landi. gungum ráðlegg ég að snúa sér að einhverri annarri íþrótt. Ég hef kynnzt mörgum leikmönnum 1. deildar og séð til þeirra allra Þeir hafa allir gaman af þvl, sem þeir eru að gera, og þeir, sem ég hef rætt við, hafa sagt, að mun skemmtilegra sé að æfa nú en áður, þannig að ég tel ensku þjálfarana vinna hér gott starf Hvað um þá fullyrðingu, að ensku þjálfararnir hyggist nota starf sitt Stúlkurnar settu tvö íslandsmet Vörnin fyrsta skrefið í leikskipulagi hvers liðs

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.