Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLA-ÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNl 1974 Þjóðverjar léku sem meistarar LIÐ JtJGÓSLAVtU: Maric, Buljan, Hadziab- dic, Muzinic, Katalinski, Oblak, Popivoda, Acimovic, Surjak, Karasi, Dzajic. Varamenn: Meskovic, Pavlovic, Peruzovic, Petkovic, Jerkovic. LIÐ V-ÞÝZKALANDS: Maier, Vogts, Breitner, Schwartzenbach, Beckenbauer, Bonhoff, Wimmer, Holzenbein, Overath, MUiler, Herzog. Varamenn: Nigbur, Höttges, Cullmann, Flohe, Höness. Dómari: Armando Marques frá Brasilfn. Vestur-þýzka liðið, sem sigraði Júgóslavíu með tveimur mörkum gegn engu í fyrstu umferð úrslita- keppninnar I heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu I Dtisseldorf í gærkvöldi, var nán- ast óþekkjanlegt frá liðinu, sem tapaði fyrir Austur-Þýzkalandi 0—1 um helgina. 1 gærkvöldi sýndi þýzka liðið loks hvers það er megnugt og hið ágæta júgóslav- neska lið átti enga möguleika gegn því. Fyrir leikinn gerði þýzki þjáifarinn Helmut Schön hvorki meira né minna en fjórar breytingar á liði sínu, og hvort sem það voru hinir nýju menn eða eitthvað annað, þá lék þýzka liðið nú á helmingi meiri hraða og ógn- aði þar af leiðandi meira en í fyrri leikjunum. Einkum og sér I lagi varð það árangursrfkt hjá Þjóð- verjunum hversu kantarnir voru nú notaðir betur en áður. — Loksins fundum við meðalið, sem hreif, sagði Schön eftir leik- inn og var vitanlega f sjöunda himni, en hann hefur virkað fremur niðurdreginn, það sem af er keppninni, enda hafa leikir liðs hans ekki verið til þess að hrópa húrra fyrir. Viðtökur hinna 67 þúsund áhorfenda voru nú með ólíkum hætti en áður. Liði Schöns var innilega fagnað er það gekk af velli, en í fyrri leikjum þess höfðu heimamenn jafnvel baulað á það. Júgóslavneski þjálfarinn sagði eftir leikinn í gærkvöldi, að hann hefði ætíð spáð því, að Vestur- Þjóðverjar yrðu heimsmeistarar. Þeir hefðu verið heppnir með mótherja f 16-liða keppninni og hefðu leikið þar mjög skynsam- lega — ekki tekið meira á en nauðsyn krafði. — Við urðum hins vegar að taka á öllu okkar f leikjunum við Skotland og Brasilíu sagði hann. Það sást þegar á fyrstu mfnút- um leiksins í gærkvöldi, að Þjóð- verjar myndu leika þennan leik öðru vísi en þeir hafa hingað til leikið í keppninni. Þeir keyrðu hraðann strax upp, og júgóslavn- eska liðið var fyrr en varði komið í nauðvörn, sem segja mátti að stæði allan hálfleikinn. Röðuðu flestir leikmanna liðsins sér inn í eigin vítateig, og vörðust þar. Tókst það allt fram til 39. mínútu, er bakvörður Þjóðverjanna, Paul Breitner, skoraði með skoti af um 30 metra færi. Var það mark næstum spegilmynd af því marki, sem Breitner skoraði í leiknum við Chile. BeckenbaUer átti einn- ig stórglæsilegt skot að marki Júgóslavanna í fyrri hálfleik, sem markvörður þeirra, Enver Maric, varði með miklum glæsibrag. Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Þjóðverjarnir sóttu og léku skemmtilega og létta knatt- spyrnu, þar sem knötturinn gekk frá manni til manns, en varnar- múr Júgóslavanna gaf sig hins vegar ekki. Var það ekki fyrr en 13 mínútur voru til leiksloka, að markakóngurinn frá keppninni f Mexikó 1970, Gerd Mílller, inn- siglaði sigur Þjóðverjanna eftir að hafa fengið nákvæma send- ingu frá Uli Höness, sem kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik. Nokkrum mínútum síðar átti Höness aðra slíka sendingu, að þessu sinni á Breitner, en hann hitti ekki markið. Töluverð harka var í leiknum og voru fimm leikmannanna bókaðir: Þjóðverjarnir Overath, Bernie Vogts og Bernd Hölzen- bein og Júgóslavarnir Hadizi- abdic og Ivan Muzinic. Beckenbauer og Paul Breitner áttu mjög góðan leik með liði sínu f gærkvöldi og hafa vafalaust verið glaðlegri á svipinn er þeir yfirgáfu ieikvöllinn þá, en þegar þessi mynd var tekin, að loknum leik þeirra við Austur-Þjóðverja. Brasilíumenn sóttu og sigruðu LIÐ BRASILtU: Leao, Maria, Pereira, Marínho, F. Marino, Cesar, Rivellion, Dirceau, Valdomiro, Jairzinho, Lima. Vara- menn: Piazza, Renato, Antonio, Mirandinha, Edu. LIÐ A-ÞVZKALANDS: Croy, Kurbjuweil, Bransch, Weise, Streich, Waetzlich, Lauck, Sparwasser, Ilamann, Kische, Hoffmann. Varamenn: Schuphase, Löwe, Ducke, Irm- scher, Blockwitz. DÓMARI: Cllve Thomas fri Wales. Heimsmeistarar Brasilfu náðu sér í tvö dýrmæt stig í gærkvöldi er þeir báru sigurorð af Austur- Þjóðverjum í leik liðanna, sem fram fór í Hannover. Þetta þótti daufasti leikur gærdagsins, sér- staklega fyrri hálfleikur, þar sem hvorki gekk né rak fyrir liðunum. Var engin furða þótt áhorfendur kölluðu til liðanna þegar þau gengu til búningsherbergja sinna f leikhléi: Hættið þið þessu! Hætt- ið þið þessu! I seinni hálfleik náðu Brasilíu- menn nokkuð góðum tökum á leiknum og kom þá berlega fram munurinn á liðunum. Brasilfu- mennirnir höfðu allir ágæta knatttækni og dönsuðu oft kring- um hina stóru og þungu Þjóð- verja. Næðu Þjóðverjar hins veg- ar knettinum átti allt að ganga eftir fyrirfram ákveðnu kerfi, og gengi það ekki upp, lentu þeir í hálfgerðum vandræðum. Hættulegustu tækifærin f fyrri hálfleik áttu þeir Cesar og Jair- zinho sem báðir komust nærri þýzka markinu, en skot þeirra voru misheppnuð. Þá átti Spar- wasser gott skot eftir aukaspyrnu, en markvörður Brasilfu varði það snaggaralega. Á 34. mínútu áttu Þjóðverjarnir svo annað tæki- færi, en þá skaut Bransch af um 40 metra færi og náði Leao naum- lega að verja skot hans f horn. Eina mark leiksins kom á 62. mínútu. Dæmd var aukaspyrna á Þjóðverjana nokkru fyrir utan vítateig og Rivallino skaut í gegn- um smugu á varnarveggnum og hafnaði knötturinn í markinu, án þess að vörnum yrði við komið. Skömmu seinna áttu Brasilfu- menn tvö mjög hættuleg tækifæri en hvorugt tókst að nýta. Misnotuð vítaspyrna færði Pólverjum sigur HOLLENZKIR LISTAMENN SIGRUÐU ARGENTÍNU 4:0 Lið Argentínu: Carnevali, Wolff, Perfumo. Heredia, Pedro, Telch, Squec, Balbuena Yaxalde, Ayala, Housemann. Varatnenn: Santoro, Glajia, Bargas, Chazarreta, Kempes. Lið Hollands: Jongbloed, Suurbier, Haan, Rijsbergen, Krol, Junsen, Neeskens, van Hanegem, Rep, Cruyff, Ransekrink. Vara- menn: Israel, de Jong, Keizer, de Kerkhof, Schriejvers. Dómari: Robert Davison, Skotlandi. Hollendingarnir héldu enn eina knattspyrnusýninguna í gær- kvöldi er þeir léku Argentfnu- menn sundur og saman í Gelsen- kirchen og sigruðu með fjórum mörkum gegn engu, en svo há markatala er fremur óvenjuleg í átta liða úrslitum I heims- meistarakeppni. Hollendingar hafa leikið vel það sem af er keppninni, en þó sennilega aldrei betur en í gærkvöldi, og flestir sem sáu þá til þeirra voru sam- mála um að ekki gæti annað komið til greina en að þeir lékju úrslitaleik keppninnar að þessu smm. Það var stjörnuleikmaðurinn Johan Cruyff sem var maður dagsins, rétt einu sinni, og senni- lega hefur hann aldrei á ferli sínum sýnt eins glæsilega knatt spyrnu og f gærkvöldi. Fyrir leikinn fengu Hol lendingarnir dagskipun frá þjálfara sfnum: Þið eigið að hefja leikinn af miklum krafti og sækja á andstæðinginn frá öilum hlið- um. Þið verðið að ná 2—0 forystu svo fljótt sem auðið er. Og það Iiðu heldur ekki nema 25 mínútur unz sú forysta var fengin. Fyrra markið kom á 11. mínútu og var það knattspyrnu- konungurinn sjálfur, Johan Cruyff sem það gerði eftir sendingu frá van Hanegam og á 25. mínútu skoraði bakvörðurinn Rudi Krol, eftir að mikil þvaga hafði myndast fyrir framan mark Argentínu. Svo mikil einstefna sem verið hafði í fyrri hálfleik var hún enn meiri i seinni. Hollendingarnir léku sér með knöttinn langtímun- um saman, án þess að Argentínu- menn næðu að snerta hann. Það var aðeins með því að raða sér inn í markteiginn sem SA«ieríku- búunum tókst að koma í veg fyrir markasúpu. Þeir áttu þó engin svör við skoti frá Jonny Rep á 83. minútu, enda hafði Cruyff þá galopnað vörn þeirra. Þegar leik- tíma var alveg að ljúka skoraði svo Cruyff sjálfur fjórða mark leiksins og sitt annað f keppninni. Argentínumennirnir áttu aðeins eitt skot, sem unnt er að kalla því nafni, að marki Hol- lendinga allan leikinn. Það kom á 57. mínútu, en hollenzki mark- vörðurinn átti ekki erfitt með að hirða knöttinn. Johan Cruyff — öllum ber saman um að hann verði leikmaður heimsmeistarakeppninnar 1974. Þegar þessi mynd var tekin var stund miiii strfða hjá honum, og notaði hann hana til þess að ræða við konu sfna, sem jafnan fylgir honum á keppnisferðum. LIÐ PÓLLANDS: Tomaszewski, Szymaowski, Zbigniew, Gorgon, Zmuda, Kasperczak, Deyna, Maszcyk, Lato, Sazarmach, Gadocha. Varamenn: Kalinowski, Leslaw, Domarski, Kmiercik. LIÐ SVtÞJÓÐAR: Hellström, Olsson, Karls- son, Grip, Grahn, Torsteinsson, Tapper, Edström, Sandberg, Magnusson, Nordqvist. Varamenn: Hagberg, Ejderstedt, Augusts- son, Cronqvist, Ahlström. Dómari: Ramon Barreto frá Uruguay. Það er ekki nóg að „eiga leiki“, það þarf líka að skora mörk. Þetta sannaðist áþreyfanlega í gær- kvöldi er Svíþjóð var allan tím- ann betri aðilinn í leik sínum við Pólland, en tapaði samt. Mark- vörður Pólverjanna, Jan Tomaszewski, var sú hindrun sem Svfum tókst aldrei að yfirstíga í leiknum, jafnvel ekki þótt dæmd væri vítaspyrna á Pólverjanna. Sú vítaspyrna var dæmd á 65. mínútu er einn varnarmanna Pól- verjanna, Gorgon, hafði brugðið Torsteinsson innan vítateigsins. Þá hafði hinn sami varnarmaður tvfvegis brotið illa á Svfum innan teigins, en dómarinn virtist ekki hafa kjark í sér til þess að dæma vítaspyrnu. Það var Tapper sem tók vítaspyrnuna, og var skot hans vel heppnað, en skjótur sem Valur — Víkingur í kvöld VALUR og Vfkingur mætast á Laugardalsvellinum f kvöld og hefst leikurinn klukkan 20.00. Sfðast mættust þessi lið f Reykja- vfkurmótinu og höfðu Vfkingar þá yfirburði, unnu 4:0. Tæpast munu þeir hafa sömu yfirburði f leiknum f kvöld, en miðað við sfðustu leiki þessara liða ættu vjnningsmöguleikar Vfkinga að vé'ra talsverðir. Valsmenn hafa verið iðnir við að krækja f jafn- teflin að undanförnu og spurn- ingin er. hvort þeir ná sfnum fyrsta sigri f mótinu f kvöld. elding kastaði pólski markvörður- inn sér og hirti knöttinn. Þótti þetta stórkostlega gert hjá hon- um. Eina mark leiksins var skorað á 42. mínútu. Þá áttu Pólverjarnir góða sókn upp kantinn, og þaðan barst knötturinn fyrir markið, þar sem Szarmach stökk hærra en Svíarnir og skallaði til Lato, sem var illa gætt og átti hann auðvelt með að skalla í mark Svíanna. Nokkur opin tækifæri komu í þessum leik, og mörg þeirra við mark Svíanna, sem sóttu stíft og gættu sín ekki nægjanlega f vörn- inni. Þannig átti t.d. Kmiecik skot af fimm metra færi á 67. mínútu leiksins, en hitt í stöng sænska marksins og þaðan hrökk knöttur- inn út á völlinn. Með þessum sigri hafa Pólverj- ar enn fullt hús í keppninni, og á þessi sigur vafalaust eftir að verða þeim dýrmætur, jafnframt því sem möguleikar Svía minnka nú verulega. Staðan Að loknum fyrstu lefkjunum f átta liða úrslitum heimsmeistara- kcppninnar f knattspyrnu er stað- an þessi: A-riðiII: Holland 1 1 0 0 4:0 2 Brasilfa 110 0 1:0 2 A-Þýzkaland 10 0 1 0:1 0 Argentfna 10 0 1 0:4 0 B-riðill: V-Þýzkaland Pólland Svfþjóð Júgóslavfa 1 1 0 0 2:0 2 110 0 1:0 2 10 0 1 0:1 0 10 0 1 0:2 0 Næstu leikir; sunnudaginn 30. júnf: Argentfna — Brasilfa A-Þýzkaland — Holland V-Þýzkaland — Svfþjóð Júgóslavfa — Pólland

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.