Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 7

Morgunblaðið - 27.06.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚNI 1974 7 Eftir Hilmi Toros Á dögum Augustusar keisara námu vatnsbirgðir Rómar 1.000 lítrum á hvern íbúa og í borginni voru 870 opinber böð, sem leiddi til þess, að borgin var oft nefnd Regina aquarem — vatnadrottningin. í dag nema birgðirnar aðeins 400 lítrum á íbúa, vatnsleiðslur víða úr sér gengnar og vatnið jafnvel mengað. Engin vatnshreinsunarstöð er í Róm. Miðað við stærð og stöðu Rómar vantar þar um tvo þriðju nauðsynlegra skólp ræsa. Þar er meira að segja enn notazt við skólpleiðslu frá fyrstu öld e. Kr. Niðurstöður nýafstað- inna kannana einkaaðila urðu þær, að borgina skorti 20 ný sjúkrahús. Af 3,5 milljónum borgarbúa verða 600 þúsund að sætta sig við að búa i húsum eða hjöllum, sem byggð hafa verið án byggingaleyfa. Á borgargötunum — þröngum og hlykkjóttum, sem margar eru steinlagðar og gerðar fyrir stríðsvagna fornrómverja — keppast ökumenn einnar milljónar bifreiða daglega um að komast leiðar sinnar í al- gjöru öngþveiti. Umferðarmenning Róm- arbúa dregur ekki úr erfið- leikunum. Þeir aka oft við- stöðulaust inn á aðalbraut- ir, en líta á eftir í kringum sig til að sjá hvort ekki sé allt í langi — eða þá til að skoða skemmdirnar. Finni Rómarbúinn svo ekki bíla- stæði fyrir framan kaffihús- ið sitt, sér hann ekkert at- hugavert við það að skilja bílinn eftir úti á miðri göt- unni. Talsmenn Italia Nostra telja, að um háannatímann í umferðinni komist kolsýr- ingsmagnið í loftinu upp I áttfalt það magn, sem hættulegt er sagt heilsu manna. Borgarstórn Rómar hefur gert ítarlegar áætlanir um lagninu neðanjarðarjárn- brautnets, en framkvæmdir eru 20 árum á eftir áætlun. Þegar grafið er fyrir braut- unum, kemur ýmist upp vatn, sem vekur ugg um, að borgin sé að sökkva eins og Feneyjar, eða þá að lent er á einhverjum fornminj- um, sem strax eru friðaðar svo leita verður nýrra leiða fyrir neðanjarðarbrautirnar. Róm er frábrugðin öllum fornum borgum að því leyti, að þar má alls ekki rífa nein þau mannvirki, sem talin eru á einhvern hátt söguleg. Lögum sam- kvæmt má breyta húsum og bæta þau að innan, en ekki hrófla við útlitinu. Borgin eilífa breytist lítið og hana skortir algerlega fé til framkvæmda. Rómaborg, sem eitt sinn réð yfir landsvæði allt frá Skotlandi austur til Ind- lands, skuldar nú upphæð, sem nemur um 400 milljörðum króna og skuld- irnar aukast um 100 milljónir króna á degi hverj- um, aðallega vegna vaxta af fyrri lánum. Páll páfi VI hefur ákveð- ið, að árið 1975 skuli hald- ið hátíðlegt sem heilagt ár og er búizt við, að það laði um fimm milljónir ferða- manna til Rómar og auki tekjur borgarinnar veru- lega. En Gianfranco Amen- dola dómari sem er einn af forustumönnum í umhverf ismálum borgarinnar, hefur varað við þessum straumi ferðamanna. „Hann gæti orðið banamein umhverfis- mála borgarinnar," segir hann. í skýrslu Itaiia Nostra birtist önnur aðvörun: „Sumir halda þvi fram, að í náinni framtíð verði hér hvorki skipulagsfræðingar, arkitektar né borgarstjórn, aðeins grafarar að ganga frá síðasta grafreit Rómar." ssociated ress Hrörnun Rómar í DAG — tuttugu og sjö öldum eftir að Romulus hóf byggð á hæðunum sjö við Tíberfljót — er borgin eilífa, Róm, aðsetur keisara og páfa, farin að láta mjög á sjá og orðin ellihrum. Stenzt hún kröfur fram- tíðarinnar? Kólosseum, þetta 1902 ára gamla tákn ódauðleika borgarinnar, hefur að miklu leyti verið lokað ferða- mönnum, því að rústirnar eru ekki taldar öruggar. í gamalli spásögn segir: „Þegar Kólosseum fellur, fellur Róm — þegar Róm fellur, fellur heimurinn." ekkert hefur fallið enn sem komið er, en bæði Kól- osseum og Róm virðast falli næst. Gegnt Kólosseum er sig- urbogi Konstantins, 1658 ára gamall og illa farinn, en var eitt sinn aðalhlið Rómar og steinsúlurnar i Pantheon Hadrians og Piazza Navona eru farnar að skekkjast. Handan Tiberfljótsins stendur Dómhöllin mikla, 186 metra löng og þótt hún sé ekki aldargömul hefur henni verið lokað. Fjölmennustu samtök um umhverfisvernd á ítaliu, Italia Nostra, kalla Róm nú „Roma Sbagliata" — sem mætti lauslega túlka sem Róm á villigöt- um. Samtökin eru að minnsta kosti viss um, að mikilleiki Rómar sé horf- inn. Staðreyndin er, að gamla Róm er illa undir nútimann búin. Pantheon, eða Hof Hadrians, sem breytt var I kirkju árið 609. Kólosseum. Fornir múrar Rómar. Brotamálmar Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, sími 25891. Rækjubátar Getum bætt við okkur bátum i viðskipti. Strönd h.f. Kópavogi, símar 42540 og 1 6260. Stúlka ekki yngri en 25 ára óskast til afgreiðslustarfa i söluturni i Reykjavík. Vaktavinna. Upplýsingar í sima 41 06 1. Kona um fertugt óskar eftir ráðskonustöðu í Reykja- vík eða nágrenni. Tilboð eendist Mbl. merkt: ..Reglusemi 1018". Sumarvinna 18 ára skosk stúlka óskar eftir sumarvinnu t.d. í sveit. Hringið í 85570 á kvöldin. Til sölu vörubill Mercedes Benz 1413 árg. '67, ekinn 140 þús. km. Uppl. í síma 92-8339, eftir kl. 7 á kvöldin. Selfoss. Einbýlishús 7 herb. ibúð til leigu. Tilboð merkt ..Rólegt 1010" send- ist Mbl. fyrir mánaðarmót. Til sölu Opel Ascona 16 árg. '72, ekinn 37 þús., að mestu erlendis. Uppl. i þýzka sendiráðinu. Simi 19535 og heima á kvöldin i síma 34557. Lóð undir einbýlishús óskast á Reykja- vikursvæðinu. Vinsamlegast sendið uppl. i tilboði til Mbl. fyrir 6 júli merkt 1452. Vil kaupa Saab 99 árgerð 1973, á sama stað til sölu Saab 96 árgerð 1973. Sími 34097. Ungur maður með kennarapróf og stúdentspróf óskar eftir vinnu. Tilboð sendist Mbl. merkt „Atvinna — 1 453". Bátur til sölu 1 1 rúmlesta þilfarsbátur úr furu og eik og súðbyrtur, er til sölu. Vél Volvo Penta 115 hö. Uppl. i sima 52015. íbúð á Seltjarnarnesi Óska eftir að kaupa 4ra—5 herb. íbúð, má þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma 72917. Til sölu Mercedes Benz 1413 árgerð 1965 í mjög góðu lagi. Upplýs- ingar í síma 99-1768 eftir kl. 21.30. Range Rover '74 drapplitur, ekin 9 þús km. Tilboð óskast. Simi 42079 á kvöldin. Hestur til sölu Fullorðin hestur til sölu, ódýr. Uppl. i sima 24791. Landrover Diesel '72 station, lengri gerð, ekin 40 þús. km. í toppstandi. Simi 42079 á kvoldin. Sprite hjólhýsi til sölu og sýnis að Túngötu 12 í Sand- gerði. Sími 7607. SACA ISLANDS 930-1930 Bókin fæst hjá: Bókaverzl. Helgafell, Laugavegi 100. Bókaverzlun isafoldar. Austurstræti 8, Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Vesturveri og Skólavörðustlg. Bókaverzlun Máls og menningar, Laugavegi 18. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Austurstræti 18. Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti. I bókinni segir höfundur: Tilgangurinn með riti þessu er sá, að reyna að gefa heildarmynd af liðan hinnar íslensku þjóðar frá landnámstið til vorra daga. Þetta hefi ég.leitast við að gera með hlutfallsuppdrætti eða línuriti af mannfjöldanum, eftir því sem sagnfróðir menn hafa gefið drög til. Snorri Sigfússon, fyrrum námsstjóri og fræðimaður segir um bókina: Ég dáðíst þá og geri ekki síður nú að þvi listíengi og því hugarfari, sem bókin ber vitni og því söguskyni. sem sýnir mikinn kennara. Mætti með réttu nefna hana listræna perlu, sem vel ber að varðveita. En hún ætti einnig að verða að virku afli í fræðslu þeirra, sem upp vaxa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.