Morgunblaðið - 27.06.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JUNI 1974
33
Jón Helgi Hálfdánarson.
Hveragerði:
30. júni 1974
Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein
í „Suðurlandið" rétt fyrir alþingis-
kosningar. Vinstri stjórnin hafði þá
setið við stjórnvölinn um tíma, en
sprakk áður en kjörtímabilinu lauk. Nú
sting ég aftur niður penna undir álika
kringumstæðum. Horfur f landsmálum
voru mjög Ijótar þá, en orð eru ekki yfir
ástandið nú.
Ég er enginn „atvinnupólitikus” og
hef orðið að vinna fyrir mér og mínum
hörðum höndum alls konar verka-
mannavinnu. Ég þykist hafa meðal-
dómgreind og hef viljað leiða pólitík
hjá mér að mestu. Frá því ég fékk
kosningarétt, hef ég ekki alltaf greitt
Sjálfstæðisflokknum atkvæði, en nú er
enginn vafi á því hvaða flokkur fær
atkvæði mitt. Ég er furðu lostinn og á
erfitt með að lýsa undrun minni á
öllum þeim flokkum, sem bjóða fram
nú fyrir þessar kosningar. Vængur
vinstri afla íslenzks þjóðlífs er mölbrot-
inn.
Nú spyr ég þig lesandi góður, hvar í
flokki, sem þú stendur, og vertu hrein-
skilinn við sjálfan þig: Er hægt fyrir
núverandi valdhafa, sem þykjast vera
málsvarar vinnandi stétta að strika út
með einu pennastriki allt, sem samið
var um í síðustu vinnudeilum í frjálsum
samningum? Er þetta ekki blygðunar-
laust?
Er hægt fyrir núverandi valdhafa og
vinstri „flokksbrotin” að biðja fólk að
kjósa sig eftir að hafa tekið vísitölu-
hækkunina frá verkafólki 1. júní sl.,
tekið bílinn út úr visitölunni, — og
söluskattshækkunin kemur hvergi fram
í vísitölunni, — og traðka þannig á
launafólki, sem þeir þykjast þó bera
fyrir brjósti? Er hægt að styðja þessa
herra, sem eru svo sjúkir af valda-
græðgi, að þeir skirrast ekki við að
traðka hver á öðrum, og orð þeirra eru
ekki prenthæf? Svo biðja þeir um logn
og blíðu og segja: Kjós þú mig,
kjósandi góður.
Ég var staðráðinn í því fyrir nokkrum
árum að óhreinka mig ekki á pólitík, en
gjörðir þessara manna, sem með völd
fara, hafa orðið til þess að víkka út
sjóndeildarhring minn og gera mig
virkan þátttakanda í málum lands míns
og þjóðar. Ég hef oft deilt á Sjálf-
stæðisflokkinn og geri það enn, en
hann er það stjórnmálaafl nú, sem ber
að styrkja og efla 30. júní n.k Ég hef
deilt á Sjálfstæðisflokkinn og gat ekki á
sfnum tíma sætt mig við margar hans
gjörðir en tel að síðan hafi hann margt
lært. Stjórnarkerfi lands vors er mjög
ábótavant, og viðurkennt af flestum,
að kapphlaup kaupgjalds og verðlags
sé efnahagslífinu hættulegt. Ég hef
deilt á Sjálfstæðisflokkinn fyrir gengis-
fellingu. Ég hef deilt á Sjálfstæðisflokk-
inn fyrir að greiða niður neyzluvörur.
Ég hef deilt á Sjálfstæðisflokkinn fyrir
að hafa tekið vísitöluna úr sambandi.
Og sjá þá allir, að ég er ekki blindur í
mínum skoðunum.
En hvað skal segja um menn, sem
ganga svo í berhögg við sjálfan sig og
eru með hótanir á forsíðum blaða
sinna. Er það ekki óskiljanlegt og alger-
lega fordæmt af öllum, sem vilja horfa
JIU>V£iml>Iaí>it>
MARGFALDAR
iHBli
Jllí>vgimí>Ia&ií>
Jllí>v0iml)lat>it>
þessir vinstri flokkar hafa blásið sig út
af og fordæmt, skuli hafa gengið miklu
lengra varðandi þessi mál en nokkurn
tíma Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert.
Ljót er saga en sönn!
Þessir miklu menn, sem segjast
standa sameinaðir og vera með
hreinan skjöld eru sundraðir innbyrðis
og hafa gert allt, sem þeir ætluðu ekki
að gera fyrir síðustu kosningar. Þeir
hrópa nú og æpa til kjósenda, hversu
miklir velgerðarmenn þeir séu
vinnandi fólki þessa lands.
Við stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins í þessum kosningum erum
staðráðnir í að vinna vel fyrir kosningar
og biðjum ekki um atkvæði heldur
kjósum að sýna fólki með rökum fram
á getuleysi stjórnarinnar og svik við
verkalýð þessa lands.
Mér er það ekkert launungarmál, að
mig hefur lengi langað að koma á
framfæri ýmsum hugmyndum, sem
mér finnst að öllum sé gott að íhuga.
Ég er á þeirri skoðun, að allt okkar
bankafyrirkomulag sé í senn bæði
hlægilegt og skaðlegt Ef einn banki
byggir útibú, rísa einn eða tveir bankar
upp rétt við hliðma á þeim, sem
byrjaði. Ég hef undrað mig á, að ekki
skuli fyrir löngu síðan verið búið að
breyta löggjöf þessa lands þannig, að
hver kosinn alþingismaður komist á
þing í réttu hlutfalli við atkvæði á bak
við sig í sínum flokki.
Mín persónulega skoðun er að
fækka eigi alþingismönnum um
helming, því að allt, sem kemur til
Alþingis er sett í launaðar nefndir og
það oft fyrir utan Alþingi Min skoðun
er einnig að koma frekar mönnum inn
á Alþingi eftir verðleikum og trausti en
ekki beint eftir línu hvers flokks. Ég tel
að breyttar aðstæður, betri samgöngur
ofl. ætti að hafa í för með sér fækkun
sendiráða út um allan heim. Ég vil
fækka þeim og spara þannig fyrir land
og þjóð
Ég vil þurrka út þann smánarblett,
sem er Framkvæmdastofnun ríkissins,
og koma valdinu meir út til byggðar-
laganna og í hendur þeirra sem vit hafa
á málefnunum
ÞETTA ER
ORÐSENDING
TIL
HÚSBYGGJENDA,
FRÁ SJÓVÁ.
Húsbyggjendur hafá í mörg horn að iíta, og ekki þurfa þeir sízt að hyggja að
fjárhagslegu öryggi. Hvort sem byggt er íbúðarhús eða iðnaðarhús, verzlunarhús eða
vöruskemma, þarf að verjast óvæntum skakkaföllum.
BYGGINGARTRYGGING SJÓVÁ
tryggir húsið í smíðum, ásamt aðfluttu efni og vinnupöllum, gegn hvers konar
beinum skemmdum af völdum eldsvoða, vatnsflóðs, jarðskjálfta, eldgosa, hruns, foks
og þjófnaðar, svo eitthvað sé nefnt, og innifalin er ábyrgðartrygging vegna
framkvæmdanna.
BRUNATRYGGING SJÓVÁ
tryggir bygginguna og aðflutt efni ásamt vinnupöllum gegn skaða af völdum eldsvoða.
ÁBYRGÐARTRYGGING SJÓVÁ
tryggir gegn slysum á mönnum og tjónum á munum, sem húsbyggjandinn kann að
verða gerður ábyrgur fyrir vegna framkvæmdanna,
SLYSATRYGGINGAR SJÓVÁ
tryggja húsbyggjandann og starfsmenn hans, og má benda á að samkvæmt samningi
ASÍ og Vinnuveitendasambands íslands skulu allir launþegar vera slysatryggðir í starfi.
Söludeildin okkar er í síma 82500. Hringið og fáið upplýsingar um þær tryggingar, sem
henta yður.
Suðurlandsbraut 4 ‘S' 82500.
Ég er ekki I nokkrum vafa um, að
fólk úti um allt land, og ekki sízt unga
fólkið, sem farið er að fylgjast miklu
meira með stjórnmálum nú en áður
fyrr, geti sýnt með atkvæði sínu. að
það er ekki neitt verkfæri, heldur
ábyrgur þjóðfélagsþegn
Því miður hefur það aldrei gerzt í
íslenzkum stjórnmálum, að einhver
einn flokkur hafi fengið hreinan meiri-
hluta á Alþingi, en ef til vill gæti
yfirburðasigur Sjálfstæðisflokksins
orðið til þess að sameina þau vinstri
öfl, sem í þessu landi eru og komið því
til leiðar, að hér verði tvö sterk öfl sem
standa eða falla með gjörðum sínum.
Að lokum vil ég svo brýna fyrir
öllum vegfarendum og kjósendum að
virða nýja umferðarmerkið
„Varizt vinstri slysin".
SINCLAIR
vasareiknivélin,
sem gerir allt
nema kosta
mikla peninga.
★ Fljótandi komma,
■fc 4 reikningsaðferSir,
★ +. —, X. 4-
★ Konstant.
'h Sýnir 8 stafi.
^ Vinnur vikum saman
★ á 4 rafhlöðum o.fl o.fl.
Staerð aðeins:
★ 50x110x18mm
heimilistæki sf
Sætún 8, simi 1 5655. 24000
SambyggSi kæli- og frystiskðpurinn frð Philips meS 2 sjðlfstæSum stillanlegum
kælikerfum — þér veljiS sjðlf hæfilegt kuldastig.
Kæliskðpur 210 litra:
Færanlegar hillur____________
Sjálfvirk afþiðing___________
Gott geymslurými í hurð
Stórar ávaxtaskúffur
Frystiskðpur 170 litra:
3 stórar hillugrindur
Hraðfrystistilling
VerS aðeins Kr 55.500.oo
GéSir greiSsluskilmðlar eSa staSgreiSsiuafslðttur.
heimilistæki sf
Sætún 8 - 15655 Hafnarstræti 3 - 20455.