Morgunblaðið - 03.07.1974, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 3. JULl 1974
7
Á SAMA tima og þiSan i samskipt-
um austurs og vesturs heldur
áfram i MiS-Evrópu. byggja Sovét-
rikin stöSugt upp hernaðarmátt
sinn á norðurslóSum. Þetta er ef
til vill þaS. sem veldur Atlants-
hafsbandalaginu einna mestum
áhyggjum t dag. Og vissulega er
þetta mesta áhyggjumál NorS-
manna. sem eru i útvarSasveit
Atlantshafsbandalagsins og eiga
landamæri aS Sovétríkjunum í
norSri. Þetta hafa NorSmenn i
huga þegar þeim hrýs hugur viS
kröfum Sovétmanna um aSild aS
byggingu nýs, norsks flugvallar á
SvalbarSa.
SvalbarSi hefur mikla hernaSar-
lega þýSingu, bæSi fyrir Sovétrik-
in og AtlantshafsbandalagiS. Sval-
barSi er fjalllendur eyjaklasi, þaS-
an sem ráSa má siglingum inn i
NorSur-fshafiS. ÁriS 1920 var
eyjaklasinn afhentur NorSmönn-
um eftir langvarandi deilur um
yf irráðaréttinn. YfirráSaréttur
NorSmanna var þó ekki óskorað-
ur. Þrjátiu og niu þjóðir skrifuSu
undir samninginn um yfirráðarétt-
inn, þar á meSal Sovétrikin. í
samningnum var hins vegar tekiS
fram, aS allar þessar þjóSir skyldu
hafa rétt til þess að nota eyjaklas-
ann i efnahags- og visindalegum
tilgangi.
í samræmi viS þetta lagaákvæSi
hafa Sovétmenn haldið uppi
stöðvum á eyjunum, einkum til
Kolavinnslu og annars námugraft-
ar i borginni Barentsburg og
nágrenni hennar. Til mótvægis
hafa NroSmenn neyðzt til þess aS
halda stöðugt áfram óhagkvæmri
námavinnslu i Longyearbyen. Þeir
hafa stöðugt orSiS aS vera á verSi
gagnvart frekari ásælni Sovét-
manna.
Þegar norska rikisstjórnin
ákvaS aS byggja fullkominn flug-
völl á Svalbarða, varð hún að horf-
ast i augu viS margitrekaSar kröf-
ur Sovétmanna um, að bandalags-
rikjurn Noregs I Atlantshafsbanda-
laginu yrSi ekki leyft að nota flug-
völlinn, og aS Sovétmenn fengju
aS hafa eftirlit með honum.
Upphaflega fóru Sovétmenn fram
á aS fá aS reisa sinar eigin bygg-
ingar á vellinum og hafa þar um
þaS bil þrjátiu manna starfslið.
ÁstæSan, sem þeir báru fyrir sig,
var, að nauSsynlegt væri, aS
sovézkir sérfræSingar væru til
staSar til þess að sjá um umferð
sovézkra flugvéla. Flugvöllurinn,
sem verSur fullgerSur á næsta ári,
verSur hinn eini á SvalbarSa, sem
verSur opinn allt áriS um kring, og
hinn eini, sem stórar flugvélar
geta lent á.
Þetta vildu NorSmenn helzt ekki
samþykkja, en þó höfðu þeir ekki
fyllilega frjálsar hendur. HefSu
þeir tekiS of einstrengingslega af-
stöSu, hefSu Sovétmenn senni-
lega byggt sinn eigin flugvöll við
Barentsburg, sem hefði orðiS hið
versta, er fyrir gat komiS. ÞaS
hefSi I raun og veru þýtt, aS
sovézkur her hefSi verið staSsett-
ur i herstöð á svæði, sem á að
vera vopnlaust. Eftir langar og
erfiSar samningaviðræður, sem
lauk loks i febrúarmánuði siðast-
liSnum, náSu NorSmenn sam-
komulagi. sem þeir telja, aS hafi
verið bezta mögulega málamiSlun-
in viS rtkjandi kringumstæður.
Flugvöllurinn á að vera undir
stjórn NorSmanna, en Sovétmenn
fá leyfi til þess aS hafa þar fimm
fulltrúa til þess að lita eftir
sovézkri flugumferð. Þessir full-
trúar munu starfa i skrifstofum,
sem verSa undir stjórn norskra
yfirvalda og i norskri eign. Hins
vegar urðu NorSmenn aS sam-
þykkja aS lengja flugbrautirnar
um 200 metra frá þvi, sem upp-
haflega var áætlaS, til þess aS
sovézkar flugvélar af gerSinni
Tupoev gætu lent þar, en þær
eiga aS samsvara DC 9 vélunum,
sem NorSmenn hyggjast fljúga til
SvalbarSa.
En jafnvel þótt norsk stjórnvöld
geti með ráttu haldiS þvi fram, að
þau hafi náS svo hagstæðum
samningum, sem völ var á, getur
ekki hjá þvi farið, að flugvöllurinn
á SvalbarSa verSi til þess aS auka
áhyggjur ráðamanna Atlantshafs-
bandalagsins. Þeir leggja á þaS
áherzlu, aS Sovétmenn hafi frum-
kvæSiS á norSurslóðum: þeir hafi
náð flotayfirráðum á nyrzta hluta
Atlantshafs, allt að linu, sem
hugsast dregin frá Grænlandi um
fsland til Skotlands, sem þýSir i
raun og veru, aS Norðmenn eru
komnir inn fyrir varnarlinu
sovézka flotans.
Samkvæmt norskum frétta-
stofufregnum eru um þaS bil 500
sovézk skip og 100.000 hermenn
f og nærri Múrmansk, sem er
á Kolaskaga, nærri norsk-
sovézku landamærunum. Af þess-
um 500 herskipum eru 170 kaf-
bátar, en af þeim eru 75 sagSir
kjarnorkuknúnir og búnir eldflaug-
um, sem skjóta má frá 1500 til
4000 milna vegalengd.
Að áliti NorSmanna er þó enn
meiri ógnun fólgin i fjölmennum
árásarher, — bæSi sjó og landher
— sem stöðugt er verið aS þjálfa
sérstaklega til hemaSarátaka á
þessu svæSi. Herinn er búinn sér-
hæfSum landgönguprömmum og
nokkur hundruð þyrlum.
Embættismenn segja. aS
sovézki flotinn sé stöðugt á æfing-
um nærri norsku ströndinni. ÞaS,
sem mestum áhyggjum veldur, er,
að æfingarnar fara fram með þeim
hætti. að erfitt væri aS segja til
um þaS fyrr en á siSustu stundu.
hvort þær væru aS breytast I árás.
Sá fræðilegi möguleiki er fyrir
hendi, að sovézkur her geti gengiS
á land t NorSur-Noregi áSur en
hægt væri að gera aðalstöSvum
Atlantshafsbandalagsins viðvart.
Þetta er niðurstaSa þeirra, sem
bera ábyrgS á vörnum Noregs og
áætlanagerS Atlantshafsbanda-
lagsins. VeriS getur. að aSgerSir
Sovétmanna séu aSeins leikur að
hættunni, sifelldur línudans, en
hins vegar er einnig mögulegt, aS
þeir séu aS undirbúa styrjöld, sem
e.t.v. er ekki svo óra langt undan.
Gallinn er sá, að NorSmenn
hafa engan umtalsverSan her inn-
an sinna landamæra til þess að
mæta sovézku hættunni. j samn-
ingnum um aSild Noregs að
Atlantshafsbandalaginu er kveðið
svo á, að bandamönnum NorS-
manna skuli ekki leyft að hafa her
á norskri grund á friðartimum.
Þess vegna verður Atlantshafs-
bandalagiS að treysta algjörlega á
norskar hersveitir. ( norðurhér-
uðunum eru staðsttir um þaS bil
1000 landamæraverðir og heim-
skautahersveitirnar telja alls um
4000 manns. Eina huggunin er
sú. aS stórskotaliSsvarnir NorS-
manna á ströndinni eru mjög góð-
ar og gætu að minnsta kosti tafið
fyrir innrásarherjunum.
ÞaS. sem veldur áætlanasér-
fræSingum NATO mestum áhyggj-
um er hins vegar. að ákvæSu
Sovétmenn skyndisókn I norSri
gætu þeir náð á sitt vald norður-
strönd Noregs, sem er afar mikil-
væg. þar sem ráða má siglinga-
leiSum til Siberiu af henni. Eina
úrræði Atlantshafsbandalagsins
gæti þá orðiS aS gripa til kjarn-
orkuvopna.
Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. Nótatúni 27, Simi 25891. Frímerkjasafnarar Sel islenzk frímerki og FCD-útgáfur á lágu verði. Einnig erlend frímerki og heil söfn. Jón H. Magnússon, pósthólf 337, Reykjavík.
Múrarar óskast eða menn vanir múrverki i verk i nágrenni Reykjavikur. Upplýsingar í sima 86485. SAAB 1971 til sölu, ekinn rúmlega 21 þúsund km. Uppl. í síma 12512.
Verzlunarpláss óskast fyrir litla smávöruverzlun. Þarf að vera miðsvæðis i borginni. Hingið isima 27275 eða 17977. Olíukynditæki 5,5 ferm. ketill með öllu tilheyr- andi til sölu. Sími 1 1 588, kvöld- sími 13127.
íbúð strax námsmann með konu og tvö börn, vantar 2ja til 3ja herb. ibúð til leigu strax. Erum á götunni. Simi 37153. Citroen GS árg. 1971 til sölu. Fallegur bill. Simi 51225.
3ja herbergja ibúð til sölu i Breiðholti. Skipti á 4ra herbergja ibúð æskileg. Upp- lýsingar i sima 72784. Sköfum og hreinsum hurðir Simi 85043 frá kl. 6—8 e.h.
Til leigu einbýlishús, á góðum stað í Mos- fellssveit. Upplýsingar í síma 97 — 1 268 á Egilsstöðum, eftir kl. 17. Húsasmíðameistari getur bætt við sig verkefnum. Upplýsingar i sima 85202 eftir kl. 6.
Keflavik Til leigu 2 herb. með eldunarað- stöðu, baði, sérinngangi og inn- byggðum skápum. Fyrirfram- greiðsla. Sími 28058. Keflavík Til sölu söluturn í fullum rekstri á góðum stað í Keflavík. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns Vatnsnesvegi 20 Keflavík, Símar 1 263 og 2890.
Sparneytinn bíll til sölu Renaulth R-4 station árgerð 1970 mjög góður bill i toppstandi. Verð 220 þús. Útborgun samkomulag. Upplýsingar i sima 37203. Atvinna óskast Stúlka með stúdentspróf óskar eft- ir vinnu frá miðjum júli eða siðar eftir samkomulagi. Upplýsingar fram að næstu helgi i sima 30232.
Ensk bréfaviðskipti Segið það sem þér þurfið að segja. Fáið betri árangur. Ég get hjálpað yður. Áreiðanlegur Amerikani — dvalið 2’/j ár á íslandi. Uppl. i s. 14604. Geymið auglýsinguna. Ytri-Njarðvík 4ra herb. ibúð á efri hæð við Borgarveg til sölu. Verð 3,5 millj. útb. um 60%. Laus strax. Sýnd eftir umtali. Simi 85009 (Rvik).
Ibúð — Heimahverfi Til sölu ca. 160 fm íbúð í fjórbýlishúsi 6 — 7 herb. eldhús, bað, WC., bílskúrsréttur. Útb. þarf að vera 4 til 5 millj. Tilboð merkt „J.K.L. 1 034" sendist Mbl. fyrir 6. júlí.
Húsnæði tii leigu.
Til leigu er 130 fm einbýlishús á góðum stað i Kópavogi. (Rétt við
Hafnarfjarðarveg).
í husinu eru 2 stofur, 3 svefnherbergi, eldhús og bað, bílskúr og stór
ræktuð lóð.
Húsnæðið leigist í eitt ár frá 1. september n.k. með eða án húsgagna
eftir samkomulagi. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 1 5 júlí n k
merkt: 1032.
Auglýsing
um vegabréf til útlanda
Fólki sem ætlar að ferðast til útlanda,
annarra en Norðurlanda, og ekki
hefur fullgild vegabréf, er bent á að
afla sér þeirra með nægilegum fyrir-
vara og leggja inn umsókn ásamt 2
Ijósmyndum eigi síðar en tveim til
þrem dögum fyrir brottför.
Lögreglustjórinn í Reykjavík,
27. júní 1974.