Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JULI 1974 3 Eins og fram hefur komið í fréttum, er nú staddur hérlendis hópur 200 Vestur-íslend- inga, sem hér mun dveljast fram yfir þjóð- hátfð. Mbl. fór á stúfana og hitti að máli nokkra úr hópnum. Eins og að koma r Rabbað við Vestur-Islendinga Vestur-lslenzki hópurinn fyrir framan Umferðarmiðstödina í gær, áðuk en haldið var I móttöku forseta tslands á Bcssastöðum. Jóhannes Þórðarson Þetta land togar okkur til sín . . . JÖHANNES Þórðarson er reffi- legur, roskinn fyrrverandi bóndi í Geysisbyggð í Nýja Islandi. Hann er orðinn 77 ára og dvelur nú á Gimli. Foreldrar hans fluttu vestur um haf og bjuggu þar ára- tugum saman, og Jóhannes kom ekki til íslands, fyrr en 1971, en síðan hefur hann komið árlega. Hann talar íslenzku reiprennandi og vottar ekki fyrir erlendum hreim. — Ég hafði loðskinnarækt, og svo var fiskerfið, segir hann. — En nú er ég setztur í helgan stein. Konan mín lézt árið 1970, hún var fædd á Surtsstöðum í Norður Múlasýslu, en fluttist ung vestur. Við eignuðumst þrjú börn, sem búa öll í Kanada og öll tala þau góða íslenzku. — Áður en foreldrar mínir fluttu, bjuggu þau á Klængshóli og þar býr nú hálfbróðir minn. Hann hitti ég í fyrsta skiptið, þegar ég kom til tslands fyrir þremur árum. Ég vænti þess, að ég verði megnið af þessum tíma hér fyrir norðan, á Akureyri og síðan hjá bróður mínum. Mér þyk- ir eins og sjálfsagt öllum í þessum stóra hópi gleðilegt að vera kom- inn hingað. Það er einkennilegt, hvað þetta land togar f okkur, enda þótt fæst okkar hafi það augum litið fyrr en á efri árum. Og meðal þeirra, sem nú eru horfnir af landnemakynslóðinni, minnist ég þess djúpa saknaðar, sem fólkið bar í brjósti og mér er einnig eftirminnileg sú tryggð við tsland, sem allar stundir var í huga þessa fólks, sem ól allan sinn aldur vestra eftir að héðan var farið og sá aldrei Island aftur. Gaman að heyra börnin tala íslenzku Fararstjóri f heimsókn Vestur-lslendinganna er Stefán Stefánsson, sem hér er nú f annað sinn ásamt konu sinni, Ólaffa og Stefán Föðurfólk Ölafíu var úr Þing- eyjarsýslum, en henni hefur ekki tekizt að hafa upp á nein- um ættingja þar og segist halda, að margt af föðurfólkinu hafi flutzt til Brasilfu og Kanada. Ólafía og Stefán hafa verið virk í félagssamtökum tslendinga vestan hafs, og Stefán er félagi f 7 Islendinga- félögum. t Gimli er öflug deild úr Þjóðræknisfélaginu, og sagði Stefán, að sennilega væru allir félagar þar af íslenzkum ættum. Starfsemi deildarinnar beinist einkum að því að halda við íslenzkri menningu með því m.a. að kenna íslenzku f barna- skólanum og lögð er áherzla á að varðveita menjar um frum- byggjana. Sagði Stefán að unnið hefði verið að stofnun forngripasafns Islendinga í Vesturheimi og yrði þvf komið fyrir í Gimli. — Okkur hefur undanfarið gengið vel að fá unga fólkið til að starfa með okkur, sagði Stefán. Það gengur betur núna en áður, og við verðum að sætta okkur við, að ekki tali allir islenzku, enda þarf menningin ekki að glatast fyrir það. Okkar kynslóð er sú seinasta, sem alveg getur talað íslenzku. — Við eigum fimm börn, sagði Ólafía, og tvö þau elztu tala dálítið í íslenzku, en ekki þau yngri. Það, sem mér finnst kannski mest gaman a6, þegar ég kem hingað, er að heyra öll börnin tala íslenzku. Við Stefánsson. „Reykjavík nýtízku- leg borg” — ÞETTA er f fjórða sinn, sem ég kem hingað, sagði frú Ingi- björg Goodrich, og veðrið hefur aldrei verið jafn yndislegt og núna. Mér finnst borgin hafa talsvert breytzt frá þvf ég var hér sfðast, 1968, og hún er orðin nýtfzkulegri. Kannski er mest áberandi að turn er kominn á Hallgrfmskirkju. Ingibjörg er hér á ferð með vinkonu sinni, bróður og mág- konu, en hún er fædd í Winni- peg, þar sem faðir hennar sett- ist að. Móðir hennar var aftur á móti fædd fyrir vestan haf, því hennar fólk var í flutningunum miklu 1876. Ingibjörg á ættfólk á Snæfellsnesi og í Norður- Múlasýslu og hefur áður farið á þessa staði og hitt frændfólk sitt. — Ég hef farið hringinn í kringum landið og ætla núna að sýna ferðafélögum mínum landið því ég er afar hrifin af landinu og held, að þau verði það líka. Svo geri ég ráð fyrir, að við förum til Kaupmanna- hafnar í nokkra daga. Ingibjörg talar mjög góða íslenzku og segir, að á heimili sínu hafi hún alltaf verið töluð. Eitt sinn dvaldist Ingibjörg hérlendis í ár og kenndi þá ensku f Gagnfræðaskóla Austurbæjar, en hún er kennari að mennt. Ingibjörg sagði, að nú virtist sem áhugi á íslenzku máli færi vaxandi meðal unga fólksins og væri það mjög ánægjuleg þróun. „Tölum pínu- litla íslenzku” I HÓPI yngra fólksins f förinni eru þær systur, Kathy og Krist- fn Árnason, 20 og 17 ára dætur Marjorie og Theodore Arnason. Þær búa með foreldrum sfnum f Winnipeg, en bjuggu áður f Gimli f Manitobafylki. Þetta er önnur heimsókn Kathyar hingað; hún kom hér fyrst 1970, en Kristfn er nú hér f fyrsta sinn. Kathy er skauta- kennari að atvinnu og keppti áður f þeirri grein, en Kristfn er enn f gagnfræðaskóla. Við spurðum þær, hvort þær hefðu lært íslenzku í skóla og þær sögðu svo vera, en það nám hefði smám saman dottið upp fyrir, þannig að nú töluðu þær aðeins „pínulitla“ íslenzku, eins og þær sögðu sjálfar á dá- góðri íslenzku. Foreldrar þeirra tala báðir prýðilega fslenzku. Það fylgir því sterk tilfinning að koma hingað, sagði Kathy, því hér eigum við svo marga ættingja, sem við höfum ekki hitt áður. Manni finnst eins og maður þekki alla, bætti Krfstín við, ættingjarnir taka sérstak- lega vel á móti okkur og troða í mann góðgerðum. Maður þyrfti að ná af sér 5 kílóum áður en hingað er komið, þvf hér þyng- ist maður um annað eins. Systurnar sögðust vera yfir sig hrifnar af landinu, sérstak- lega því, hve loftið er tært og fjöllin litrík. Þær sögðust held- ur betur ætla að nota tímann, Kathy fer f Kerlingarfjöll á skfði, en Kristín ætlar til Grímseyjar í heimsókn. Þær sögðust að lokum vera staðráðn- ar í þvf að koma hingað aftur. Þið takið sannar- lega vel á móti okkur — HINGAÐ er indælt að koma. loftið svo tært og glampandi sól- skin. Þið takið sannarlega vel á móti okkur, sagði Helga Sigurðsson frá Lundum f Cold- well, en hún er hér ásamt eigin- manni sfnum Jóhanni Sigurðs- syni, oddvita þar. Jóhann er fæddur í Manitoba, en faðir hans var fæddur á Is- landi. Móðir hans er af íslenzkum ættum, en fædd ytra. Þau Jóhann og Helga, sem einnig á til ís- lenzkra að telja í báðar ættir, tala prýðilega fslenzku og segjast vona, að þau hafi náð enn betri tökum á málinu að þeim mánuði liðnum, sem þau ætla að dvelja hér. Jóhann hefur komið tvisvar áður, fyrst 1967 og þá kom Helga með honum. Aðspurð um, hvernig þau hafi haldið málinu svona ágæta vel við, segir Jóhann, að jafnan hafi verið töluð íslenzka á bernsku- heimilum beggja. — Síðan ætluðum við að reyna að kenna börnum okkar fslenzku og það gekk allsæmilega með þau tvö eldri, en þegar þau byrjuðu i Framhald á bls. 31 Kalhy og Kristin Árnason. Ólafíu. Stefán er varafógeti fyrir Manitobafylki og rekur jafnframt búskap með öldruð- um föður sfnum f Gimli. Þeir feðgar talast alltaf við á fslenzku og Ólaffa talar einnig fslenzku framúrskarandi vel. Bæði hjónin hafa verið í Gimli alla ævi, en foreldar Stefáns fæddust fyrir vestan og sömuleiðis móðir Ólafíu. Faðir hennar fluttist til Kanada með fjölskyldu sinni á barnsaldri. Er aðdáunarvert hve vel þau hjón tala fslenzkt mál. Ólafía kom hingað á árinu 1964 og hjónin svo saman 1968. Stefán á ættingja í Skagafirði og í Dala- sýslu, en Ólafía í Eyjafirði. komust næstum því við, þegar við heyrum það og svo finnst mér börnin vera svo fróð og tala við hvern sem er úti á götu. — Við höfum att alveg sér- stakri gestrisni að mæta hérlendis, sagði Stefán, bæði í fyrri heimsóknum og nú. Við búum hjá hjónunum Fjólu og Guðmundi Ágústssyni og erum þakklát fyrir móttökurnar. Við vonumst til, að sem flestir íslendingar geti komið í hóp- ferð næsta ár á hátíð okkar, þegar við minnumst 100 ára afmælis fslenzkrar búsetu í Vesturheimi svo að hópurinn geti launað gestrisnina að ein- hverju leyti. Ingibjörg Goodrich, Pearl Johnson og Snjólaug Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.