Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JULl 1974 t AÐSÓKN að Skfðaskólanum f Kerlingarfjölfum virðist ætja að slá öll met f sumar og er nú uppselt f flest námskeið skfðr skólans. Skfðaskólinn hefur starfað af miklum krafti á hverju sumri frá árinu 1961. Undanfarnar vikur hafa staðið yfir miklar framkvæmdir f Kerlingarfjöllum, en f byrjun maf fóru nokkrir menn „inn f fjöll“ og hófu undirbúning fyrir sumarið. Búið er að lengja aðalhúsið um helming og kjallari hefur verið steyptur undir þar. Þá er nú þegar búið að setja upp eina 600 metra langa skfðalyftu og önnur er f uppsetningu. Ennfremur hefur það vakið mikla athygli, að meðan ófært var á bflum, var flogið með nauðsynlegustu hluti vegna framkvæmda inn f Kerlingarfjöll, og er það al- gjört nýmæli. Hafa þessir flutningar gengið mjög vel og augljóst er að unnt er að halda uppi flugsamgöngum fyrir skfðafólk til Kerlingarfjalla f sumar, þegar vel viðrar. Fyrir nokkru hittum við Valdimar Örnólfsson að máli og inntum hann eftir þeim miklu fram- kvæmdum, sem skólinn stend- ur f um þessar mundir. Flugið hentugt til ferða „Það var þann 4. maf s.I„ að brfr menn, Magnús Karlsson, Jónas Kerúlf og Eyjólfur Kol- beins, fóru inn f Kerlingarf jöll á beltatraktor," sagði Valdi- mar, og bætti við: „Það fyrsta sem þeir gerðu var að valta flugvöllinn, sem alltaf stendur upp úr á vorin. Þessi flugvöllur er f lftilli fjarlægð frá sjálfum skólanum, og tekur ekki nema um tfu mfnútur að aka á milli skólans og flugvallarins. Vel gekk að útbúa völlin, og að vallargerð lokinni var fengin Twin Otter vél frá Vængjum til að reyna brautina. Reyndist flugvöllurinn ótrúlega góður og er hann mjög heppilegur fyrir þessa flugvélagerð, sem þarf mjög stuttar flugbrautir bæði f flugtaki og lendingu. Þegar Ijóst var, að hægt var að fljúga til Kerlingarfjalla, var ákveðið að senda smiði inn eftir. Og um nokkurt skeið hefur verið flokkur smiða við vinnu inn frá. Við Kerlingarfjallamenn telj- um augljós, að flugsamgöngur við Kerlingarfjöll eigi mikla framtfð fyrir sér, t.d. er tilvalið f góðu veðri að fljúga upp eftir að morgni og til baka að kvöldi, en sjálft flugið tekur ekki nema hálfa klukkustund, þannig að fólk getur verið við skfðaiðkanir svo til allan dag- inn. — Þetta er f fyrsta skipti, sem augu okkar hafa opnazt fyrir ágæti flugsins f sambandi við rekstur skfðaskólans. Á þeim tfma, sem nýi völlurinn hefur verið f notkun, höfum við flutt mikið af allskonar bygg- ingarofni upp eftir með vélum frá Vængjum og Flugstöðinni, enda hefur vegurinn inn eftir verið ófær fram til þessa. Að vfsu er nokkuð kostnaðarsamt að nota flugvélar til þessara flutninga, en hentugt er það.“ „Hversvegna var byrjað að undirbúa sumarið jafn snemma og raun ber vitni?“ „Við urðum að fara snemma af stað til að lagfæra skemmd- ir, sem urðu f fellibylnum Ellen f september f fyrra, en þá fuku tvö hús og þrjú skekktust. Enn fremur var farið til að Ijúka stækkun aðalskálans og er það mikið verk, vegna þess að ekki hafði verið lokið við að grafa undan húsinu f fyrra- haust, og frost f jörðu hefur þvf tafið fyrir útgreftinum. En nú um hvftasunnuhelgina var verkið svo vel á veg komið, að hægt var að steypa kjallara- gólfið.“ Böð og gestamóttaka verzlun í kjallara „Nú hafið þið útbúið kjallara undir öllu aðalhúsinu, hvernig verður það rými notað?“ Valdimar örnólfsson og Kristfn Jónasdóttir kona hans koma úr skfðaferð. 2 skíða- lyftur og húsnæði stækkað Unga fólkið tekur miklum framförum f brekkunum. Rætt við Valdimar •• Ornólfsson „Já, við höfum haft það eins og Molbúarnir, fyrst byggðum við risið og sfðan kjallarann. En f kjallaranum kemur góð snyrtiaðstaða, sem enn hefur ekki verið nógu góð hjá okkur. Einnig verður þar móttaka gesta, skfðageymsla, skrifstofa og Iftil sölubúð. Við stefnum að þvf að Ijúka þessum áfanga í sumar, en trúlega verður að notast við gömlu böðin og snyrtiaðstöðuna f gamla skálan- um eitthvað fram eftir sumr- inu.“ „Nú er gnægð af heitu vatni í kringum skíðaskólann, væri Aðsóknin aldrei meiri Hluti Kerlingarfjalla. Á myndinni sést hvar nýju skfðalyfturnar eru í hlfðum Fannborgar. Snækollur er til vinstri. ■ Ásgarður, byggðin í Kerlingarfjöllum. Undanfarið hafa þar átt sér stað miklar byggingarframkvæmdir. Ljósm. Mbl.: Þórleifur Ólafsson. ekki möguleiki á að bora eftir heitu vatni og leggja hitaveitu f skólann?“ „Rétt er það, og ef satt skal segja, þá höfum við mikinn áhuga á að fá boraðar tilrauna- holur, en þar sem það er mjög dýrt, þá verður það vart fram- kvæmt án aðstoðar opinberra aðila. En að sjálfsögðu munum við leggja okkur alla fram til að láta þennan draum rætast.“ Tvær skíðalyftur og nýtt hús í fjallinu Þeir, sem hafa á annað borð komið f Kerlingarfjöllin, muna eflaust eftir húsinu „Nígerfu" sem stóð við brekkuræturnar. Það var alltaf notað sem kaffi- stofa og skfðageymsla f fjallinu þangað til f fyrra, að það varð að láta undan látunum f felli- bylnum Ellen. „Þetta hús var algjörlega ófullnægjandi," sagði Valdimar, „og þegar það var horfið, ákváðum við að byggja nýtt og gott hús þarna á staðnum. Kemst það vonandi upp í sumar og verður það notað jafnt sem kaffistofa og skfðageymsla fyrir nemendur skólans og ferðamenn, sem f fjöllin koma.“ „Þú hefur oft sagt, að full- komnar skfðalyftur væru stærsti draumur ykkar, og nú er þessi draumur að rætast, telur þú ekki, að öll skfða- aðstaða batni gffurlega f Kerl- ingarfjöllum við þetta?“ „Tvær 600 metra franskar skfðalyftur, sem við höfum fest kaup á, eru nú komnar til landsins. Hugmynd okkar er, að þær standi hvor upp af ann- arri þannig, að hið góða skfða- land Kerlingarfjalla nýtist vel. Við álftum, að þetta verði ein mesta lyftistöng fyrir skfðafólk og vænlegt til að bera góðan árangur fyrir fslenzkt keppnis- fólk. Það er þvf von okkar, að beztu skfðamenn Islands not-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.