Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKHAGUR 6. JULl 1974 Kvöld í Tívolí EFTIR THORBJÖRN EGNER Hvfldin á bekknum varð ekki löng. Lísa og Marí- anna höfðu ekki eirð í sér. Hér er svo margt sem freistar. „Hvað nú?“ spyr Mogensen. Hann veit vel svarið, en vill lofa hinum að segja það. „Nú förum við svo sannarlega í skriðbrautina“, segir Lísa. Pétur litli er hálfhræddur við stóru skriðbrautina og mömmu finnst hún líka vera fuliglæfraleg, en hin þrjú setjast í einn vagninn full eftirvæntingar og hann rennur af stað upp fjallháar brekkurnar. Vagn- arnir eru margir, hverjir á eftir öðrum og áður en varir þjóta þeir með geysihraða fram af brekkubrún „Ohooool", kallar Maríanna og heldur sér fast f Lúsu. Vagninn fer svo hratt niður brekkuna, að hún 10 sekúndna próf Náunginn er kominn í herrafataverzlun, það er alveg ljóst. En sér til mikillar undrunar sér hann þar þrjá hluti, sem ekki eiga heima í slíkri verzlun. — Þessir hlutir eru merktir með tölustöfum eins og aðrir, en getur þú fundið þá á 10 sek. Svar að neðan. 61 3o t-x ‘8 iiuutunBJjaSepuAui qia jbas sýpur hveljur. Á augabragði er vagninn kominn á leið upp næstu brekku og öllum léttir mikið. En þá tekur líka við brattasta brekkan niður á við og allir æpa hástöfum. Morgensen situr fyrir aftan telpurn- ar og hlær og heldur f hattinn sinn, en Maríanna er hálfhrædd. Nú aka þau inn í myrkur og ænginnsér hvort þau fara upp eða niður, og þá fara þau auðvitað niður og það er eins og jörðin hverfi undan henni og hún svífi í lausu lofti en það gerir hún ekki því að nú þrýstir hún skyndilega niður í sætið aftur vegna þess að nú liggur brautin upp á við. Upp og niður og „dúmp og dúmp, og pang“... út um dyr... þá eru þau loks komin á leiðarenda, geta varpað öndinni léttar og hlegið því ekki hefur verið neinn tími til þess meðan á ferðinni stóð. „O, þetta var alveg hræðilegt“, segir Maríanna og ljómar af ánægju. „Við skulum koma aftur“, segir Lísa. En nú hefst sýningin í látbragðsleikhúsinu og hana verða þau öll að sjá, því að látbragðsleik er varla að sjá annars staðar í Kaupmannahöfn og Látbragðsleikhúsið er eins gamalt og Tívolí sjálft. Það er leikið leikrit, en leikendurnir segja ekki eitt einasta orð. Þó skiljum við vel, hvað fram fer á sviðinu. í stað orða gera leikendurnir sig skiljanlega með hreyfingum og svipbrigðum. Þegar Harlekin styður vísifingrinum á ennið og hallar undir flatt, þá er hann að hugsa sig um. Þegar Kolumbina leggur báðar hendurnar yfir hjartastað og lítur niður, þá er hún ástfangin og þegar Pierrot gamli réttir fram báðar hendur og klórar í lófann á annari, þá er hann að biðja um peninga. Þannig er hægt að tjá næstum allt meðhreyfingum og svipbrigðum. Hvern dag vikunnar er skipt um leikrit, en persón- urnar eru þær sömu í þeim flestum: Harleikin hinn ungi í tíglóttum fötum með svarta grímu fyrir augunum dansmærin Kolumbía, ung og falleg sem Harlekin elskar, og faðir hennar, Kassander, strang- ur og vill ekki lofa þeim að eigast. En eftirlæti allra barna í Kaupmannahöfn er Pierrot gamli, gaman- samur hrekkjalómur, sem leggur ýmsar hindranir I veg ungu elskendanna. Stundum .heppnast honum brögðin en stundum verður hann verst úti sjálfur. ANNA FRÁ STÓRUBORG SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD Vinnumennirnir veltust um af hlátri. Þeir sáu í hugan- um, hvernig húsmóðurinni mundi verða við, þegar Hjalti kæmi og hefði þetta fyrir stafni. „Ertu vitlaus!" mælti Hjalti hálfúkvæða. 1 þetta skipti gekk fram af honum. Við annarri eins fíflsku og þetta var hafði hann ekki svör á reiðum höndum. Vinnumennirnir hlógu enn ákafar, bæði af þvi að sjá Hjalta standa orðlausan, og svo datt þeim annað í hug. Þetta gæti orðið til þess að koma húsmóðurinni á fætur. En fyrr en hún kom á fætur, fékk enginn maður mat. „Ég skal gefa þér tygilknífinn, sem ég fékk úti í Vest- mannaeyjum í fyrra hjá þeim þýzku,“ mælti annar vinnu- maður. „Hann er í glóandi fögrum látúnsbúnum skeiðum og með látúnsbúnu skafti, mesti dýrgripur. Þú hefir séð hann hjá mér og löngum haft ágirnd á honum. Ég skal gefa þér liann, ef þú gerir þetta.“ Hjalti stóð tvíráður og horfði á þá til skiptis. Stöngin var góð, en hnífurinn var þó enn þá betri. Annan eins kjör- grip gat hann varla hugsað til að eignast nokkum tima. Haldið þið, að strákurinn ráðist i annað eins stórræði fyrir þetta smáræði?“ sagði ráðsmaðurinn og ætlaði að springa af hlátri. „Þið verðið að taka á b"tur, ef duga skal.“ eftir Jón Trausta. Hann var sannfærður um, að Hjalti yrði flengdur, og það svo, að um munaði, ef hann reyndi þetta, og til þess var eitt- hvað vinnandi. Hitt var alveg óhugsandi, að hann kæmi því fram. „Ég skal gefa þér folaldið, sem hún Brúnka mín gengur með, og hjálpa þér til að ala það upp, ef þú gerir þetta. Það á ekki langt að sækja það, þó að það verði vænn hesuu. Þú þekkir Brúnku!“ Augun í Hjalta loguðu. Folald, sem yxi upp og yrði hest- ur, — afbragðshestur! — Það var eins og sæll draumur. „En þá verð ég að sjá þig í rúminu hjá henni,“ bætti ráðsmaðurinn við. Hann sá það á Hjalta, hvað hann var að hugsa. i „Þið heyrið, hverju hann lofar,“ mælti Hjalti, og glettn- in skein út úr honum. Ráðsmaiminum fór ekki að standa á sama. „Það skal enginn svíkja þig,“ mælti Kári. „Við erum allir vitni að því, hverju hver okkar hefir lofað.“ „Það skal enginn svíkja þig,“ mæltu hinir einum munni. Hjalti brá undir sig stönginni og stökk margar lengdir sínar í einu. I tveim — þrem stökkum náði hann heim að bænum og hvarf fyrir bæjarhomið. (Tk&lorQunkQÍÍÍAu — Jú, þaö er alveg öruggt, að þetta er góður matsölu- staður . . . — Þið verðið að vera ffnir þeg- ar forsetinn kemur f heim- sókn . . . Rólegur Júlfus, þetta er ekki okkar röð eftir allt saman... — Þetta er bezti hundurinn af þessu kyni . . . hann er sá eini . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.