Morgunblaðið - 06.07.1974, Síða 29

Morgunblaðið - 06.07.1974, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JULI 1974 29 Skuggamynd i fjarska FRAMHALDSSAGA EFTIR MARIU LANG, PÝÐANDI: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR, 48 þess skýrt og skorinort að hann stæði við það loforð, sem hann hafði gefið henni. Einmitt sú stað- reynd, að Eva var mjög miður sín bæði á laugardag og sunnudag bendir til að mjög hafi slegið i brýnu á milli þeirra, en á hinn bóginn gefur náttklæðnaður Evu, sem hún hafði keypt sér, það til kynna, að hún vonaði þrátt fyrir allt, að hann myndi koma og heimsækja hana á laugardags- kvöldið. Það gerði hann þó ekki og við vitum nú, að þeirri nótt eyddi hann með Görel og eftir þá ævintýralegu reynslu virðist hann hafa verið enn ráðnari í þvf en áður að losa öll tengsl við Evu. Ég held þó ekki, að morðið hafi verið fyrirfram skipulagt. Þegar hann kom til Evu, rétt eftir að Görel var farinn, var það áreiðan- lega til þess eins að reyna að koma vitinu fyrir hana. . . og kannski hefur eitthvað annað vakað fyrir honum í og með. Eva vissi ekki, að hans var von, hún hafði afklæðzt og var að fara í bað og þar sem hún hefur sjálfsagt vonað, að hann yrði áfram yfir nóttina, hefur hún ekki séð ástæðu til að hætta við að fara í baðið. Um það, sem síðan gerist vitum við svo ekki. Kannski kallaði hún fram til hans. . . og sagði, að Görel hefði komið til sín og hún hefði sagt henni allt af létta. . . og þá hefur hann misst gersamlega stjórn á sér og þotið fram í baðherbergið. Kannski hef- ur þetta gengið fyrir sig á allt annan hátt. En innan fárra mínútna var hún látin. Þá rankar hann svo við sér og byrjar að hugleiða hvernig hann geti kom- izt hjá þvf, að grunur falli á hann. Fram að þessu höfum við aðeins kynnzt honum sem tiltölulega léttúðugum og ábyrgðarlausum kvennamanni með heitar og hams lausar tilfinningar. En það er eins gott við gerum okkur ljóst, að við erum að fást við mann, sem hefur heilasellurnar í góðu lagi. Hann gerði strax tvennt. Fyrst tekur hann til handar- gagns lykla Evu að stúdentaheim- ilinu til að hann gæti komist í skattholið hennar og fundið þar þær kvittanir, sem ella kæmu upp um hann, svo og hugsanleg bréf, sem hann hefur skrifað henni. Aftur á móti fékk kvittun Staffans Arnolds að vera í friði, því að það kom vel heim og saman við þær áætlanir, sem hann hafði á prjónunum. En næsti leikur hans sýnir enn meiri útsjónar- semi. Hann hafði eiginlega farið f þeim erindagerðum að sækja eitt- hvað af sfnum pappírum. En hon- um skilst strax, að með því að eyðileggja þessa pappfra þá bein- ir hann grunsemdum öllum frá sér og allir muni halda, að morðið sé framið af einhverjum þeim, sem ekki fellur við hann. Að minnsta kosti mun enginn trúa því, að hann hafi að yfirlögðu ráði eyðilagt möguleika sína til að ljúka við doktorsritgerð sína fyrir ákveðinn tíma og bera þannig sigurorð af helzta keppinaut sín- um. En þó hann væri nægilega slunginn til að skilja þetta, þá hefur eitt farið framhjá okkur of lengi: að menn hafa litla gleði af doktorsvörn, ef þeir hafa skömmu áður verið dæmdir í ævilangt fangelsi fyrir morð. Því miður oflék hann þetta dálítið þegar hann brýzt inn hjá Puck og Einari til að leita að handritinu sfnu og þegar hann setur „óvart“ skjölin í skúffu Staffans Arnolds. Það var kannski einum of áberandi að hringja tvívegis heim til Evu um kvöldið sem morðið er framið. Og sfðast en ekki sízt — hvað viðkem- ur Ingmar Grandstedt, þá mis- skildi hann orð hans — og það gerðu reyndar fleiri, þegar hann heyrði hann lýsa þvf yfir, að „nú loksins vissi hann hvað það var, sem ekki kom heim og saman." Og í ólýsanlegri skelfingu sinni gríp- ur hann til þess ólyndisúrræðis að fremja annað morð — morð, sem var með öllu „óþarft“ ef svo má segja. Christer Wijk hafði talað án þess að gera hlé á máli sfnu og hann hafði látið augun reika meðal fólksins á meðan. Þvf ég veit ekki hvort það fór framhjá honum, að Görel hafði hallast ískyggilega fram, þegar fór að lfða að lokum tali hans. Nú reis hún skyndilega upp og örvænt- ingaróp brauzt fram milli hvftra vara hennar: — Pelle! Svo hneig hún f öngvit. Einar stökk til og greip hana og bar hana fram. Pelle Bremmer hneig niður á stólinn, sem Görel hafði setið á og svipurinn á andliti hans bar ekki vott um sérstaklega skarpa greind, þegar hann mændi á Christer. Og allt f einu kross- bölvaði Christer. Einar kom aftur í dyrnar og hann sagði: — Það líður sjálfsagt stund, þar til hún kemur til sjálfrar sín. En ég held ekki þú þurfir að bíða eftir vitnisburði hennar. Ég hef fylgzt með svipbrigðum hans síð- an við komum inn og það hefur gefið góðan árangur. Þú ert á réttri leið, Crister og ég held, að okkur sé nú loksins óhætt að kveða upp úr með það, sem við teljum sannleikann í þessu máli. Þessi kynlegu orð þrengdu sér inn f huga okkar af miklu afli. Ég hugsaði með mér heldur sljólega, að það yrði þá í þriðja skiptið í kvöld, sem okkar var lofað, að við fengjum að heyra sannleikann. Christer hafði fært okkur skref fyrir skref að markinu. Fyrst Görel. Síðan Pelle. Og nú? Hvað var í vændum nú? Fyrst gerðist ekki annað en það, að Christer sneri sér að Pelle Bremmer. Hann sagði hálfafsak- andi: — Ég verð að biðja yður að afsaka, Bremmer, að ég hef farið svona vægðarlaust að ráði mfnu. En ég vonaði, að ég gæti á þennan hátt neytt ungfrú Fahlgren til að nefna — ALLT ANNAÐ NAFN. . . Því næst sneri hann sé snöggt að manninum, sem sat í gluggan- um og þar sat hann, vinur minn Jan Hede og hann var ákaflega ungur og ákaflega einmana, hvar hann sat þarna og augu mín fyllt- ust tárum, þegar mér varð loksins ljóst, að nú liði senn að því, að hin einu sönnu svör fengjust við spurningum okkar. . . SAUTJÁNDI KAFLI Hann setti dreyrrauðan, eins og ég hafði oft orðið vör við að gerð- ist þessar síðustu vikur. Og hann kveikti í nýrri sígarettu með snöggum handahreyfingum. Þá minntist ég þess líka, að ég hafði aldrei séð hann reykja önnur eins býsn og hann hafði gert síðustu vikurnar og það hefði svo sem Hér er okkur óhætt komið að óvörum. — hér getur sú gamla ekki VELVAKANDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags 0 Lognið á eftir storminum Það er óvenjuleg ládeyða, sem nú rfkir í þjóðlífinu. Nú er allt fyrir bf, sem haldið hefur lands- lýðnum f spennu og hugaræsingi sfðustu mánuði, og er þá nokk sama, hvort um er að ræða ró- lyndisfólk eða þá, sem voru hvað uppteknastir af þjóðarheill og kosningum eða fögum listum. Tvennar kosningar eru að baki, svo og listahátfð, makalaust þing- rof með tilheyrandi ýfingum, svö eitthvað sé nefnt. Og nú getur fólkið í landinu snúið sér að því að njóta sólar og sumars, án þess að láta truflast af pólitík og menningu. Það er annars merkilegt, hvað stórviðburðir á borð við þá, sem á undan voru taldir, hafa víðtæk áhrif í þjóðlffinu, a.m.k minn- umst við þess ekki að hafa talað við nokkurn mann í háa herrans tíð, sem ekki hefur minnzt á stjórnmálin eða listahátfð, en nú eru allir farnir að tala um bless- aða blfðuna, vonandi að hún haldi sem allra lengst. 0 Ferðamenn Hér er nú margt ferðamanna, sem komnir eru um langan veg til að skoða land og þjóð, og öfugt við það, sem var fyrir nokkrum árum, er eins og innfæddir séu nú hætt- ir að vera uppnæmir fyrir þessu fyrirbæri. Við vorum á gangi á fjölfarinni götu hér I borginni um daginn og gerðum okkur það til gamans að reyna að sjá á fólki hvort það væri aðkomufólk eða íslendingar. Og einhvern veginn var það svo, að við töldum okkur geta vinzað þá fyrrtöldu úr með nokkurri vissu. En hvað er það þá, sem gerir ferðamennina frábrugðna þeim, sem fyrir eru? Flestir ferðamenn gætu allt eins verið bornir og barnfæddir landar hvað viðkemur útliti og klæðaburði. Langflestir klæðast þjóðbúningi okkar, — gallabux- um og peysu, margir eru þeir ljós- ir yfirlitum, en samt er það eitt- hvað, sem „kemur upp um þá.“ Við komumst að þeirri nið- urstöðu, að það hlyti að vera fasið. Ferðamenn ganga gjarn- an um með góðlátlegt bros á vör, skimandi f allar áttir, — eru til dæmis mikið fyrir það að virða fyrir sér byggingarn- ar, allt frá kjallara upp í mæni, með mikilli eftirtekt, meðan land- inn brunar áfram með kæru- leysissvip, sjáandi lftið, en vitandi allt, að því er virðist. Ferðamennirnir eru Ifka marg- ir allt að því umkomuleysislegir á svipinn, — eins og hálfafsakandi að þeir séu hingað komnir og gangandi um á annarra manna landi. En svo eru „túristarnir“ alls staðar í heiminum, enda til þess komnir að forvitnast og kynnast nýjum löndum og fólkinu, sem þau byggir. 0 Vestur- Islendingar Og svo eru það blessaðir Vestur- Islendingarnir, sem hingað koma f hópum árlega til að heimsækja ættlandið. Það hefur stundum hvarflað að okkur, hvernig áhrif tsland raun- veruleikans og nútfmans hefur á það fólk, sem vissulega er upp- runnið hér, en hefur ekki kynnzt landinu nema af afspurn. Skyldi það ekki vera búið að gera sér háleitar hugmyndir um okkur heimamenn? Og hvernig skyldi það svo vera að koma til „fyrir- heitna landsins" eftir tilhlökkun og eftirvæntingu margra ára? Auðvitað er ísland fallegra en flest lönd önnur, — það vita þeir, sem einhverntíma hafa heyrt þess getið, — en hvað með fólkið í þessu fallega landi? Skyldi það vera eins og við er búizt? # Hið talaöa orð Margar sögur eru til af Vestur- Islendingum, sem tala islenzku þannig, að ekki er hægt að heyra á máli þeirra, að þeir hafi nokk- urn tfma átt heima annars staðar en hér, án þess að þeir hafi þó komið hingað áður. Þetta er út af fyrir sig ákaflega merkilegt, og svo sem ekki undar- legt, þótt ýmsum finnist skömm að þvf, hversu margs konar kæru- leysi um íslenzka tungu virðist geta viðgengist „nú til dags.“ Þeir hafa býsna hátt stundum, sem halda því fram, að okkur sé að fara aftur hvað þetta snertir, og er þá helzt að skilja, að áður fyrr hafi verið töluð hrein og ómenguð íslenzka í hverju kima hér á landi. En auðvitað er þetta ekki annað en óraunsæ óskhyggja. Vitaskuld hefur fólk á öllum tímum haft mismunandi mikla og næma til- finningu fyrir málinu, og áreiðan- lega hafa þeir verið margir áður fyrr, jafnt sem nú, sem hafa látið sér um munn fara margs konar málleysur og annað af þeim toga. # Málvöndun Hitt er svo aftur ánægjuefni, hversu almennt það er að láta sér annt um ástkæra, ylhýra málið, og enda þótt mörgum finnist nál- vöndunarfólkið vera allaðgangs- hart og jafnvel smámunasamt á stundum, er víst, að aldrei verður of mikið að gert f þessu efni. íslenzkukennsla i skólum lands- ins hefur að undanförnu legið undir réttmætri gagnrýni fyrir það, að þar sé ekki lögð nægilega mikil áherzla á að þjálfa talmálið, heldur fari allur tfminn f mál- fræðistagl og stílagerð. Vissulega er þetta rétt, enda þótt góð mál- fræðikunnátta og það að geta skrifað íslenzku svo vel fari, sé góðra gjalda vert og beinlínis nauðsynlegt. En vonandi verður ráðin bót á þessu, því að það er góðs viti, þegar farið er að gagn- rýna hlutina. Messur á morgun Dómkirkjan Messa kl. 11.00. Séra Þórir Stephensen. Neskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. f.h. Séra Jóhann S. Hlíðar. Háteigskirkja Messa kl. 11.00. Séra Arngrímur Jónsson. Kvöldbænir eru í kirkj- unni virka daga kl. 6.00 s.d. EHiheimilið Grund Messa kl. 14.00. Séra Lárus Hall- dórsson. Arbæjarprestakall Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl. 11.00. Séra Jónas Gfslason messar. Sóknarprestur. Kapella St. Jósepsspftala, Landa- koti Lágmessa kl. 8.00 f .h. Hámessa kl. 10.30 f .h. Lágmessa kl. 2.00 e.h. Frfkirkjan Reykjavfk Messa kl. 11.00 f.h. Þorsteinn Björnsson. Hallgrfmskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00 f.h. Dr. Jakob Jónsson. Bústaðakirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Jakob Agúst Hjálmarsson prédik- ar. Séra Ölafur Skúlason. Kópavogskirkja Guðsþjónusta kl. 11.00. Séra Þor- bergur Kristjánsson. Haf narf j arðarkirk j a Messa kl. 11.00. Bragi Friðriksson. Mosfellskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Bjarni Sigurðsson. Brautarholtskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 2.00. Bjarni Sigurðsson. Eyrarbakkakirk j a Guðsþjónusta kl. 10.30, (ath. breyttan messutíma). Sóknar- prestur. Ffladelffa Reykjavfk Safnaðarguðsþjónusta kl. 14.00. Almenn guðsþjónusta kl. 20.00. Einar Gfslason. NÝTT — ódýrt Jane’sB shampo color JaneHellen O ; Suðurlandsbraut 10. simi R5080 , I jHovmmliIníníi margfaldar markað göar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.