Morgunblaðið - 06.07.1974, Side 31

Morgunblaðið - 06.07.1974, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JULI 1974 31 Nýja og gamla safnhúsið f Görðum á Akranesi. Viku hátíðarhöld á Akranesi Landnámshátfð Akraness var sett fimmtudaginn 4. júlf kl. 8.30 sd. með vfgslu nýja byggðasafns- ins f Görðum. Viðstaddir voru, f bezta veðri, fjöldi Akurnesinga, auk annarra gesta; þeirra á meðal voru forseti tslands, hr. Kristján Eldjárn, frú Halldóra Eldjárn og þjóðminjavörður Þór Magnússon. — Sr. Jón M. Guðjónsson sóknarprestur, sem á allan veg og vanda að safninu hóf Landnáms- hátíðina og vígslu safnsins með helgistund. Þá flutti form. þjóð- hátíðarnefndar Þorvaldur Þor- valdsson ræðu. Hann minnti m.a. á landnám kristinna Ira á Akra- nesi, þeirra Þormóðs og Ketils Bresasona, Bekans, Kalmanns, Jörundar hins kristna ofl. I þessu sambandi gat Þorvaldur þess, að Irar myndu færa Akurnesingum og Islendingum að gjöf áritaðan stein til minjar um hið írska land- nám. Steininum hefur verið val- inn staður í Görðum. Á minnis- varðanum verður m.a. tilvitnun úr Hávamálum, en fræðimenn telja Hávamál vera af írskum uppruna. Þá rakti Þorvaldur sögu Akraness í stórum dráttum frá landnámi, m.a. þátt Sturlunga, út- gerð Brynjólfs biskups á Skipa- skaga og stjórn menningar- og þjóðfrelsismála á dögum Stephen- sen-ættarinnar, en veldi þeirra, sem var nær algert í þá tíð, var að mestu stjórnað frá Akranesi og nágrannabyggðum, Leirá, Innra- Hólmi, Viðey og Görðum. — Næst flutti Sverrir Sverrisson form. byggðasafnsstjórnar ávarp, lýsti aðdraganda og stofnun safnsins, þætti sr. Jóns M. Guðjónssonar í uppgangi þess, og að lokum lýsti hann hinu nýja glæsilega byggða- safni, sem er teiknað af arki- tektunum Ormari Þór Guðmunds- syni og Örnólfi Hall. Þá fluttu stutt ávörp Daníel Agústínusson, forseti bæjarstjórnar, Sig. Sigurðsson frá Stóra-Lambhaga og Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur. Að lokum flutti forseti Islands ræðu. A milli lék lúðrasveit Akraness undir stjórn Þóris Þórissonar og kirkjukór Akraness söng undir stjórn Hauks Guðlaugssonar. Þá opnaði sr. Jón safnið og bauð gesti velkomna, en þeir voru fjölmargir. Skátar stóðu heiðursvörð við gamla safnhúsið, sem er elzta steinsteypta húsið á Islandi. Fánar Akraness, þjóð- hátíðarinnar, Irlands og tslands blöktu í golunni, en Akrafjall skartaði sínu fegursta f bak- grunni. Kútter „Sigurfari“ lagður af stað til heimahafnar. Varðskipið Ægir lagði af stað á föstudagsmorgun frá Neskaup- stað með Kútter „Sigurfara" í togi. Ferðinni er heitið til Akraness á þjóðhátíðina, sem þar stendur. Skipin eru væntanleg kl. 8.30 á sunnudagskvöld. A. Oddi ÍA brann í sjó Patreksfirði 5. júlí. SEINNI partinn í gær, þegar vél- báturinn Oddi IA 304, sem er lítill 5 lesta dekkbátur, var á hand- færaveiðum suður af Blakk, kom upp eldur í vélarrúmi bátsins. Eigandinn, Þorsteinn Friðþjófs- son, fékk ekki slökkt eldinn, en nærstaddur bátur, sem Siggi heitir, kom honum til aðstoðar. Þeir réðu ekkert við eldinn, en tóku bátinn f tog. Strandferða- skipið Hekla kom þarna að og var þá unnt að slökkva eldinn, en einhvers staðar hefur leynzt neisti, því að nokkru eftir að Heklan var farin sína leið, gaus eldurinn aftur upp svo magnaður, að báturinn sökk skömmu síðar. Eigandinn fór með Sigga til hafnar. — Páll. „Músiserað” í Norræna húsinu um helgina: 16 hljóðfæraleikarar á aldrinum 7—70 ára UM HELGINA verða f Norræna húsinu hljómleikar 16 hljóðfæra- leikara undir stjórn Helgu Kierchberg, flautukennara við Barnamúsikskólann f Reykjavfk og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hljómlistar- mennirnir eru á aldrinum 7—70 ára, samkennarar og nemendur Helgu, sem tóku sér fyrir hendur fyrir nokkrum vikum að safna þessum hóp saman. Þarna munu koma fram blokkflautukvartett, söngkvartett, strengja- og blásara- kvartett og einleikarar á ýmis hljóðfæri. Efnisskráin er létt klassisk, barokmúsik, sumar- söngvar frá ýmsum löndum, mús- ik frá Englandi, Sviþjóð, Þýzka- landi og vfðar og farið verður með fslenzk ljóð. Eru þessir hljóm: leikar ekki sfður hugsaðir til ánægju yngri hlustendum en þeim eldri. Helga Kierchberg fluttist hing- að til tslands fyrir tæpum þremur árum ásamt íslenzkum eigin- manni sfnum, Njáli Sigurðssyni, sem einnig er tónlistarkennari. Hún sagði f stuttu samtali víð Morgunblaðið, að sér hefði dottið f hug fyrir nokkru að hóa saman þessum hóp hljómlistarfólks og nemenda sinna, sem ekki voru ennþá farnir f sumarfrf til út- landa eða út á land. „Það hefur verið heldur Iftill tfmi til undir- búnings og æfingar fáar“ sagði Helga,„en við ætlum þó að áræða að „músisera“ saman núna um helgina f Norræna húsinu, áður en hópurinn tvfstrazt f sumar- leyfisferðirnar. A þessari sfð- degisstund okkar f Norræna hús- inu, sem verður kl. 16.30 á laugar- dag og aftur kl. 17.30 á sunnudag munum við flytja f jölbreytta dag- skrá með léttri músik frá Evrópu- löndum." Það kom fram f samtali við Helgu, að hún hefur áhuga á þvf að skipuleggja sumarnámskeið fyrir börn og unglinga út um landið, helzt f samvinnu við aðra aðila, t.d. fþróttakennara, með það fyrir augum að tvinna saman tónlistariðkun, fþróttaiðkun og þjóðdansi, auk gönguferða og annarrar dægrastyttingar. Þessi hugmynd er skammt komin f framkvæmd, en Helga kvaðst vonast eftir að komast í samband við einhverja aðila sem hefðu áhuga á þessu sama. Færðin á hálendinu VIÐ HÖFÐUM samband við Vegagerðina f gær og spurðum um færðina inni á hálendinu. Ekki er enn þá farið að hefla veginn inn að Öskju, en þar er farið með Jökulsá á Fjöllum. Sprengisandur er enn þá viðsjár- verður fyrir jeppa, en hvergi á hálendinu er fólksbflafært og ber 'Sérstaklega að vekja athygli á þvf, vegpa hættu á slfkum ferðum. A Sprengisandsleiðinni er sérlega erfitt fyrir jeppa f Mjóadalsá. Að sunnan er búið að hefla noröur í Tungnafellskot norðan Sprengisands, en í fyrradag fór vinnuflokkur að norðan til að laga veginn frá Mýri í Barðadal suður að Tungnafellsskála; einnig verð- ur athugaður vegurinn norður Gæsavatnsleið. Um Kjalveg er fært jeppum, en þó getur verið varhugavert að fara um árnar, sérstaklega Sandá. I Kerlingarfjöll er fært fyrir jeppa að Hagavatni, í Jötun- heima, Veiðivötn og til Land- mannalauga, en ekki er fært Fjallabaksleið nyðri vegna snjóa. Þar er enn þá lokað í Jökuldölum, en unnið verður að því um helg- ina að opna þá leið. Fært er frá Sigöldu í Landmannalaugar, en ekki um Dómadal, að sögn Hjör- leifs Ólafssonar hjá Vegagerð- inni. Leiðin f Lakagíga hefur ekki verið athuguð, Kaldidalur er fær öllum bílum og jeppafært er frá Kalmanstungu í Surtshelli. — Sofandi Framhald af bls. 14 fylgi mefial fundarmanna, a8 svefnþörfin hafi þróazt með dýrunum til að hindra óþarft og hættulegt næturflakk. Dýr, sem sjá vel I dagsljósi, eyða bara orku sinni til ónýtis með næturgölti og stofna þá llfi og limum I tilgangs- lausa hættu. Svefnþörfin hefur vit fyrir dýrunum og ber þau ofurliði þegar rökkva tekur. Uglum, leður- blökum og öðrum dýrum, sem hafa gert nóttina að sárgrein sinni, er aftur hollast að liggja og hrjóta I fylgsni slnu meðan sól er á lofti. Þessi hugvitsamlega kenning nær að sjálfssögðu einnig til mannsskepnunnar. Einn fundar- manna lét llka I veðri vaka, að hún væri I fullu gildi enn þann dag I dag — eða öllu heldur: enn þá nótt I nótt. Það er nefnilega ein- mitt á næturnar, sagði hann, sem svo margir okkar gera afdrifa- rlkustu glappaskot sln. I stað þess að sofa svefni hinna ráttlátu. — Ekkert Framhald af bls. 2 bátinn og hins vegar á hverju kg, sem kemur í frystihúsið, að þá er ekki von á því björgulegu". Birgir Indriðason fram- kvæmdastjóri Bifreiðastöðvar Vestmannaeyja sagði að mjög hefðu aukizt greiðsluvandræði út- gerðarinnar síðustu vikur og mánuði, og bjóst hann við, að þess yrði ekki langt að bíða, að þeir yrðu að setja báta í stopp ef ekki rættist úr. — Minning Hallfríður Framhald af bls. 23 ýmissa sveitastarfa í Húnaþingi með dætur sínar með sér. Svo rofar til að nýju. í stríðs- byrjun liggur leið þeirra mæðga að Víðidalstungu, þar sem Hall- frfður ræður sig í kaupavinnu. Þar var þá bústjóri hjá móður sinni Óskar Bergmann Teitsson Teitssonar fyrrum bónda þar og konu hans, Jóhönnu Björnsdótt- ur, systur Guðmundar heitins landlæknis. Þau Hallfríður og Óskar felldu hugi saman, gengu í hjónaband og tóku um leið við forráðum hins aldna höfuðbóls af Jóhönnu, sem dvaldist síðan á heimili þeirra hjóna unz hún lézt í hárri elli árið 1966. Einn son eignuðust þau hjón, Ólaf Bergmann, sem nú hefir fyr- ir nokkru tekið við búi í Viðidals- tungu af föður sinum. Því miður auðnaðist Hallfríði ekki að lifa sl. sunnudag, er Ólafur var kjörinn einn af varaþingmönnum Norður- landskjördæmis vestra; það hefði verið stolt móðir. Hún andaðist daginn áður, södd áralangra veik- inda. Er nú er staldrað við, þá Hall- fríður í Víðidalstungu er kvödd, er efst í huga mér og konu minnar þakklæti fyrir að hafa notið kynna við mæta konu með stórt hjarta; hjarta, sem hún þó bar ekki á torg fyrir hvern, sem var. Feðgunum, Óskari og Ólafi, og dætrunum, Elínu og Birnu, vott- um við hjónin okkar dýpstu samúð. Við kveðjum öll góða konu. Tómas Agnar Tómasson. — Hestamót Framhald af bls. 2 ætlað að flýta fyrir og fjölga tæki- færum hrossaeigenda til að fá hrossin ættbókarfærð. Þá verða þarna fjölbreyttar kappreiðar þar sem mæta flestir þekktustu kappreiðarhestar suðvesturlands, enda eru greidd há peningaverð- laun fyrir beztu afrekin, t.d. 15 þús. kr. fyrir beztan árangur í skeið og 1500 m stökki. Þá eru 10. þús. kr. verðlaun í 800 m hlaupi fyrir 1. sæti, í 350 m. stökki 6000 kr. verðlaun, i brokki og folahlauui 4000 kr. Á sunnudagsmorgunn kl. 10 eiga hryssueigendur ásamt dóm- nefnd að vera mættir á vellinum, en mótið hefst síðan kl. 2 eftir hádegi með hópreið félagsmanna inn á svæðið. Stefnt er að því að mótinu verði lokið ekki sfðar en kl. 6. 1 sambandi við mótið verða dansleikir á Hvoli á laugardags- kvöld og í hellubíói á sunnudags- kvöldið, en á báðum stöðunum mun hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar leika. — Minning Kristín Framhald af bls. 22 þeim árum, er sonur okkar var þar tvö ár í sumardvöl. Konan mín, Elísabet Árna- dóttir, var eitt sumar á heimili foreldra Kristínar, þegar þær voru ungar. Þessi æskukynni þeirra rofnuðu ekki, þó að árin liðu og hafa orðið traustari hin síðari ár. Og margra góðra stunda minnumst við á heimili Kristínar og Erlends og ánægjulegra sam- funda með fjölskyldunum á Vatnsleysu. Við kveðjum hana með virðingu og þökk og biðjum henni blessunar, ástvinum hennar og heimilum þeirra á komandi árum. Margir hugsa heim að Vatns- leysu í dag og munu lengi sakna hinnar hógværu, hjartahlýju hús- móður. Guð blessi minningu hennar. Óskar J. Þorláksson. w — V-Islendingar Framhald af bls. 3. skóla kom enskan í spilið og þá vildi nú brenna við, að íslenzkan gleymdist. Jóhann var umsvifamikill í loð- dýrarækt á yngri árum, hafði þegar mest var 2 bú með um 6—7 þúsund dýrum. Hann segist nú vera farinn að draga saman seglin og hafa nú um 2 þúsund dýr. — Eins og nærri má geta erum við himinlifandi að vera komin hingáð, sögðu þau. — Og höfum lengi hlakkað til. Við ætlum að fara til Akureyrar og um Suður- land með hópnum og síðan langar okkur að fara vestur á Skógar- strönd, þar sem faðir Helgu er borinn og barnfæddur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.