Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JULI1974 UnniB a8 gróSursetningu ( HeiSmörk. Ferð í þjóð- hátíðarlund í Heiðmörk félögin beita sér fyrir sem almenn- astri þátttöku F gróSursetningu trjáplantna og hefur veriS ákveSiS a8 planta t sérstaka þjóShátFSar- lund t flestum héruSum landsins. ÞjóSháttSarlundur Reykvtkinga verSur t svokölluSum Löngubrekk- um á Hei8mörk og t þvt tilefni bauS stjóm Skógræktarfélags Reykjavtkur fréttamönnum F kynnisferS um mörkina einn gó8- viSrisdaginn nú f vikunni. Óvtða mun betri aðstaða til þess að stofna til myndarlegs þjóháttðar- lundar á þessu merkisári en einmitt á skógræktarsvæði Skógræktar- félags Reykjavlkur I Heiðmörk. Þar er nóg landrými og ágæt vaxtarskil- yrði fyrir trjágróður á friðuðu syæði. Leiðsögumaður t Heið- merkurferðinni var Guðmundur Marteinsson formaður Skf. R. en auk hans voru frá félaginu þeir Vil- hjálmur Sigtryggsson framkv.st. Skf .R., Lárus Blöndal, Björn Ófeigs- son og “Ragnar Jónsson, sem allir eru stjórnarmeðlimir, ásamt Ólafi Sæmundsen starfsmanni Skf. R. Áður en komið var t Löngubrekk- ur var stanzað við Vífilsstaðahltð þar sem fyrir voru Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, Snorri Sigurðsson framkv.st. Skógræktarfélags ís- lands, Kristinn Skæringsson skógar- vörður á S-V.-landi og Reynir Sveinsson, sem verið hefur um- sjónarmaður t Heiðmörk sl. tlu ár. Árið 1958 lögðu nokkrir aðilar — einstaklingar og stofnanir — fram fé til skógræktar í Vífilsstaðahltð en starfsmenn Skf.R. önnuðust gróður- setningu. Á þeim stað er nú upp- rennandi skógur og eru þar hinar ýmsu tegundir trjáplantna s.s. sitka- greni, stafafura, rauðgreni, berg- fura, lerki og Alska-ösp á 12—14 hektara svæði. I Vtfilsstaðahltð gat Skógrætarmenn F Löngubrekkum þar sem hinum fyrirhugaSa þjóSháttSar lundi er ætlaSur staSur. Þa8 tók skógræktina 10 éra baréttu a8 friSa HeiSmörk. Á myndinni er Hékon Bjarnason skógræktarstjóri meS bæklinginn, sem gefinn var út 1941, þegar baréttan stóS sem hægt, — t baksýn sést hluti Vtfilsstaða- hlfSar. Á ÞESSU éri minnast skógræktar- menn um allt land 75 éra afmælis skógræktar é íslandi samtimis þvt, sem skógræktarfélögin taka þétt t a8 minnast ellefu alda byggSar I landinu. f þessu tilefní hefur Skógræktarfélag Islands m.a. lét- i8 slé minnispening úr silfri og bronsi og gefiS út kynningarbækl- ing til eflingar skógrækt f landinu, sem innan skamms verSur sendur inn é heimili landsmanna. Af- mælisins verður þó fyrst og fremst minnzt me8 þvf, a8 skógræktar- Reynir Sveinsson umsjónarmaSur HeiSmerkur vi8 stafafururnar f Vlf ilsstaðahltð m.a. að llta stafafurur, sem náð hafa allt að þriggja metra hæð. Frá Vlfilsstaðahlfð var haldið að hinum fyrirhugaða þjóðhátlðarlundi I Löngubrekkum. Svæðið þar, sem lundinum er ætlaður staður, liggur beggja vegna við nýja veginn, svo- kallaðan Skógarhlfðarveg, sem ligg- ur frá Skógarhlfðarkrika (skammt ofan við Norðmannaskálann), suður með Skógarhlfð og f sveig vestur yfir Strfpshraun yfir á Hjallabraut skammt frá Hulduklettum Þennan veg er nú verið að leggja, og verður þvl væntanlega lokið á þessu ári. Varðandi þjóðhátfðarlundinn hef- ur stjórn Skógræktarfélags Reykja- vfkur hugsað sér, að hafður yrði svipaður háttur á og við skógræktar- svæðið f Vffilsstaðahlfð, — þ.e., að hinir ýmsu aðilar legðu fram fé til plöntukaupa og vinnu, en starfs- menn félagsíns sæju um og stjórn- uðu framkvæmd verksins. í umræð- um um þessar framkvæmdir kom m.a. fram, að stjórn Skógræktar- félags Reykjavfkur væntir jákvæðra undirtekta almennings og stofnana hvað fjárframlög varðar, en stjórnin telur æskilegt, að sem almennust þátttaka gæti orðið um stofnun þjóðhátlðarlundarins, svo að hann verði stofnendum og Reykvfkingum til sóma. Svæðið, sem þarna um ræðir, gæti orðið frá 1 0—20 hekt- arar að stærð, en stærð lundarins fer eftir þvf hversu mikið fjármagn verð- ur til framkvæmda. Þess má geta, að fjárframlög til þjóðhátlðarlundar- ins eru frádráttarbær til skatts. í Löngubrekkum hefur einn aðili, Lyfjafræðingafélagið, þegar hafið gróðursetningu. Á undanförnum árum hafa hópar unglinga frá Vinnuskóla Reykjavfkur starfað að gróðursetningu f Heið- mörk. Einn slfkur hópur varð á vegi okkar á leiðinni frá Löngubrekkum. Var það hópur u.þ b. 60 stúlkna, sem vann af kappi að gróðursetn- ingu birkitrjáplantna, en alls, vinna um 200 unglingar að gróðursetn- ingu I Heiðmörk I sumar Á þessu ári er fyrirhugað að gróðursetja allt að 100 þús. tjáplöntur I Heiðmörk, mest birki og stafafuru. Frá gróðursetningunni var haldið heim að Elliðavatni þar sem frétta- menn þágu veitingar af húsráðend- um, Reyni Sveinssyni og konu hans Guðrúnu Bergmann. Elliðavatn er gamalt stórbýli en þar bjó f eina tfð Benedikt Sveinsson sýslumaður og þar er fæddur Einar skáld Benedikts- son. Býlið er nú f umsjón Skóg- ræktarfélags Reykjavfkur og þar býr nú eins og áður segir umsjónarmað- ur Heiðmerkur, Reynir Sveinsson, ésamt fjölskyldu sinni. Reykvíkingar mega minnast þess, að það var Skógræktarfélag íslands, sem hafði forgöngu um friðun Heið- merkur á sfnum tfma og eftir að Skógræktarfélag Reykjavfkur var stofnað 1 946 hafði það svo veg og vanda af uppsetningu girðingarinn- ar samkvæmt samkomulagi við borgarstjórn Reykjavfkur, en borgin á og kostar rekstur Heiðmerkur af myndarskap. Fram til ársins 1958 var flatarmál friðlandsins 1350 ha, en þá var aukið við það, þannig að Heiðmörk tekur nú yfir 2100 ha. Þetta er friðsæll og fagur staður með fjölbreytilegri náttúru, sem er mjög sóttur af borgarbúum á góðviðris- dögum. sv.g. r Arsfundur Alþjóða-hyalveiðiráðsins: ísland eftir sem áður undanþegið kvótaveiðum SAMÞYKKTIR ársfundar al- þjóða-hvalveiðiráðsins f London mun ekki valda neinum breytingum á hvalveiðum Islend- inga — fyrst um sinn að minnsta kosti. Að sögn Kristjáns Loftsson- ar hjá Hval hf. var ísland eina hvalveiðiþjöðin á ársfundinum, sem ekki var gert að halda veið- um sfnum innan ákveðins kvóta og hefur raunar verið undanþeg- in slfkum kvótaveiðum mörg und- anfarin ár. Ástæðan er sú, að veiði hér hefur verið mjög jöfn undanfarin ár og ekki orðið vart neinna breytinga á meðallengd veiddra hvala. sem bendir til þess, að ekki sé hér um ofnýtingu að ræða. Um ársfund Alþjóðahalveiði- ráðsins sagði Kristján, að þar hefðu Bandarfkjamenn komið fram með tillögu um algjört bann á hvalveiðum í heiminum næstu tíu árin. Astralíumenn báru fram breytingartillögu og var hún sam- þykkt með atkvæðum allra full- trúa nema Rússa og Japana. Var þar kveðið á um, að teknar yrðu upp nýjar reglur til ákvörðunar þess magns, sem leyfilegt er að veiða á hverju svæði og af hverri tegund á næsta ári og að stoínanir yrðu ákvarðaðir með þrennum hætti: I fyrsta lagi verði ákvarðaðir þeir stofnar eða tegundir, sem lítið hafa verið nýttir til þessa en sem nú má veiða töluvert af undir eftirliti þar til stofnanir hafa náð ákveðinni hámarksarðsemis- stærð. I öðru lagi er svo gert ráð fyrir þvf, að þegar þessu marki er náð, veri heimiliðar mjög tak- markaðar veiðar á hvölunum svo að þeir fari aldrei niður fyrir þessa tilteknu stærð. í þriðja lagi eru svo þær hvalategundir eða stofnar, sem þegar teljast ofnýttir og er kveðið á um, að veiðar á þeim skuli algjörlega bannaðar. Serstök vísindanefnd starfar f tengslum við hvalveiðiráöíó og kemur hún jafnan til fundar viku áður en ársfundir ráðsins hefjast. Mun mjög koma til hennar kasta að ákvarða í hvaða flokkum ein- stakar hvalategundir eða stofnar lenda. Annars hafa hvalveiðiþjóð- irnar tekið upp töluvert strangt eftirlit með veiðum hverrar ann- arrar í því skyni að sjá til þess, að reglum Alþjóða-hvalveiðiráðsins sé framfylgt. Þannig hafa t.d. Rússar eftirlitsmenn í japönskum hvalveiðimóðurskipum og öfugt. Island tekur þátt í slíku eftirits- starfi með Norðmönnum og Kanadamönnum og nú f sumar dvelst norskur eftirlitsmaður í stöðinni í Hvalfirði en tvö undan- farin sumur hefur verið þar bandarískur eftirlitsmaður. Að sögn Kristjáns Loftssonar gengur hvalveiðin nú vel. I gær voru 114 hvalir komnir á land — 84 Jandreyðar, 28 búrhveli og 2 sandreyðar. Á sama tfma í fyrra höfðu 105 hvalir veiðzt. Kristján sagði, að Japanir myndu nú eins og í fyrra kaupa allt það kjöt, sem ekki færi á markað hér heima og er verðið svipað því og var í fyrra. Beinin fara í mjöl, spikið er brætt í lýsi en sumt af kjötinu fer í kjötkraft, svo að nær allur hval- urinn er nýttur með einhverju hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.