Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.07.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JULl 1974 Minning: Krístín Sigurðardóttir húsfreyjat Vatnsleysu Fædd 5. apríl 1899 dáin 30. júní 1974. FÁAR AF sýslum landsins eiga jafn marga merka og kunna sögu- staði og eins mikið af blómlegum bændabýlum og Árnessýsla. Þegar austui er ekið og komið austur fyrir Fellsko! sést heim að Vatnsleysu, en þar er eitt af þessum blómlegu býlum sýslunnar. Að vísu hefur lengi verið þar tvfbýli, en á síðustu árum hefur býlum þar fjölgað og nú eru búendur þar orðnir 5, en samstarf hefur jafnan verið náið milli heimilanna. I dag hvílir alvara og söknuður yfir Vatnsleysuheimilinu, þar sem ein húsfreyjan þar, frú Kristín Sigurðardóttir, verður kvödd frá Skálholtskirkju og hlýtur síðan hinzta hvíldarstað í grafreit fjölskyldunnar að Torfa- stöðum, en frú Kristín lézt á sjúkrahúsinu á Selfossi 30. júní sl. með vandamönnum, vinum og sveitungum og enn fleiri hugsuðu hlýtt til þeirra þann dag. Þau Kristín og Erlendur byrjuðu búskap að Brekku og bjuggu þar til 1927, en þá fluttust þau að Vatnsleysu og hafa búið þar síðan með myndarbrag og var samstarf þeirra allt með ágætum. Á síðustu áratugum hafa ótrúlega miklar breytingar orðið á búskaparháttum hér á landi. En þó er það nú eins og áður, að á sveitaheimilunum hvflir jafnan mikið á herðum húsmæðranna og þeirra þáttur í uppbyggingu sveitalífsins og almennri menningu sveitanna hefur sízt verið minni en annarra, og það hefi ég fyrir satt, að heimilin á Vatnsleysu hafi ekki látið sitt eftir liggja, þegar um það var að ræða að byggja upp félags- og menningarlíf í Biskupstungum. Ungmennafélagshreyfingin átti þar sfna öruggu máttarstólpa og sönglíf og gleðskapur góða liðs- menn. Ættjarðarljóð og lög voru sungin af hjartans lyst og enn f dag vekja þessi lög bjartar og góðar minningar um glaða æsku- daga. Sízt mætti gleyma þvf, hve kirkjusöngurinn átti þar góða hauka í horni. Erlendur var lengi organleikari í kirkjum presta- kallsins og víst hefði kirkjulíf bar Sigurður Sœmundsson yfirverkstjóri — Kveðja Frú Kristín var fædd á Vatns- Ieysu 5. aprfl 1899 og voru for- eldrar hennar þau hjónin Sigurður Erlendsson frá Austur- hlíð í Gnúpverjahreppi og Sigrfður Þorsteinsdóttir frá Reykjum á Skeiðum. Eru ættir þeirra kunnar í Árnessýslu, traust bændafólk, sem haldið hefur trútt við æskustöðvar sína og heimabyggð. Kristín ólst upp hjá foreldrum sínum á Vatnsleysu. Voru þau 4 systkinin, Þorsteinn bóndi á Vatnsleysu og systurnar Ingi- gerður og Elín, sem nú eru báðar látnar. Margir eiga góðar endur- minningar um þetta glaðværa heimili og góðvild og prúð- mennsku húsbændanna Sigríðar og Sigurðar, en þau nutu almennra vinsælda og virðingar þar í sveitinni. Hinn 18. nóv. 1922 giftist Kristín Erlendi Björnssyni frá Brekku, sama dag voru þá einnig gefin saman Þorsteinn bróðir Kristínar og Ágústa Jónsdóttir frá Skálholtsvík í Hrútafirði og 50 árum síðar héldu þau öll gull- brúðkaup sitt í Aratungu; var það sem vænta mátti góður fagnaður Þann 10. júní síðastliðinn andaðist hér í Reykjavík Sigurður Sæmundsson, sem um langt ára- bil var verkstjóri og sfðar yfir- verkstjóri í Malbikunarstöð og Grjótnámi Reykjavíkurborgar. Sigurður var dugnaðarmaður eins og allir vita, sem þekkja hann. Sigurður var fæddur 28. ágúst 1896 að Elliða í Staðarsveit á Snæfellsnesi, en þar bjuggu for- eldrar hans, Stefanía Jónsdóttir og Sæmundur Sigurðsson hrepp- stjóri. Sæmundur féll frá árið 1910, þegar Sigurður var aðeins 14 ára gamall, elztur fimm systkina. Sigurður fluttist til Reykjavíkur með móður sinni árið 1915. Þaðan ræður Sigurður sig til sjós og hefur hver sá skipstjóri verið heppinn, sem réð Sigurð, því að hann var alla tfð hinn mesti forkur til vinnu og hlffði sér hvergi. Hann var um skeið á togurum, meðal annars með Birni Ölafssyni skipstjóra á togaranum Maf og tókst með þeim mikill vin- skapur. Sigurður kvæntist í ágúst 1924 eftirlifandi konu sinni, Elínu Snorradóttur, dóttur Sigríðar Steingrímsdóttur og Snorra Frímanns Friðrikssonar Welding, sem ættaður var úr Hafnarfirði og fæddur þar, en bjó á Urðarstíg 13, þegar þetta var. Þau Elín og Sigurður bjuggu saman í hinu gæfuríkasta hjónabandi og áttu alltaf mjög fallegt heimili. Börn þeirra eru Sæmundur húsgagnasmiður, kvæntur Sigrfði Kristjánsdóttur, Sigríður, gift Hauki Pálssyni húsgagnasmið, Snorri Welding vélstjóri, kvæntur Stellu Halldórsdóttur, og Margrét, gift Guðna Gestssyni bifreiðarstjóra. Sigurður var vélstjóri í fyrstu eystra allt orðið fátæklegra ef Vatnsleysuheimilanna hefði ekki notið við. Þau hjónin Kristfn og Erlendur hafa búið á Vatnsleysu í nærri 50 ár. Hefur frú Kristín jafnan rækt húsmóðurstörf sín og heimilis- skyldur af mikilli prýði og þeir, sem komið hafa þar á heimilið, hafa notið þar hlýju og gestrisni, sem ekki gleymist. Unglingar, sem þar hafa dvalið, munu seint gleyma húsfreyjunni skilnings- góðu og hjartahlýju, sem vakti hjá þeim virðingu og traust. Frú Kristín var bundin sterkum böndum við heimili sitt á Vatns- leysu. Sjaldan var hún að heiman að nauðsynjalausu, helzt ekki nema þegar hún fór að leita sér lækninga og í þeim ferðum var hún jafnan róleg og æðrulaus. Þegar ég hugsa um ævi og ævi- starf frú Kristínar á Vatnsleysu koma mér ósjálfrátt í hug orð Bj. Thorarensens, er hann orti um merka konu sinnar samtíðar. „Þá eik f stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá, en þegar fjólan fellur bláa, fallið það enginn heyra má, en ilmur horfinn innir fyrst urta-byggðin hvers hefur misst.“ malbikunarstöðinni hérlendis, sem var við Suðurlandsbrautina fyrir neðan grjótnámið í Tungu, skammt þaðan sem nú er Tóna- bíó. Þar var blandað malbik í Suður- landsbrautina, fyrst 1934 undir stjórn Gústafs E.P., sem þá var verkfræðingur hjá Vegagerð Eitthvað svipað mun Biskups- tungnamönnum vera í huga nú, þegar frú Kristín Sigurðardóttir er kvödd og er ekki lengur hús- freyja á Vatnsleysu. Þeim hjónum Kristínu og Erlendi varð fimm barna auðið og lifa fjögur þeirra, en eina stúlku misstu þau í æsku. Börn þeirra eru þessi: Björn bóndi í Skálholti, kvæntur Maríu Eirfksdóttur frá Sandlækjarkoti, Sigurlaug húsfreyja í Reykjavík, gift Hjálmari Tómassyni skrif- stofumanni frá Auðsholti, Sigurður bóndi á Vatnsleysu, kvæntur Jónu Ölafsdóttur frá Keflavík, Magnús skrifstofum. hjá Pósti og síma, kvæntur Katrínu Kolbeins. Þá má geta þess, að systurdóttir Kristinar, Svanhildur Sveinsdóttir, ólst að verulegu leyti upp á heimili þeirra. Hún er gift Steini Þorgeirssyni tæknifræðingi f Hafnarfirði. Allir, sem þekktu frú Kristínu á Vatnsleysu, munu sakna hennar innilega, en þó mest nánustu ást- vinir hennar. Við hjónin minnumst hennar með þakklátum huga, ekki sízt frá Framhald á bls. 31 ríkisins, en þá taldist Suðurlands- braut til þjóðvega alveg niður að Ási. Þegar að því kom að malbika átti Reykjavíkurflugvöll á stríðs- árunum var Sigurður svo ómiss- andi, að helzt þurfti hann að vera á öllum vöktum og var brugðið á það ráð, að hann svaf í skúr við vélasamstæðuna til að vera til- tækur, ef eitthvað bjátaði á. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama, en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Ég votta þér Elín mín, börnum þínum, tengdabörnum og barna- börnum dýpstu samúð mína og allra samstarfsmanna minna á þessari harmastundu. Við vitum öll, að maðurinn þinn á góða heimvon og þetta er aðeins stundarskilnaður ástvina og góðra vina. Blessuð sé minning Sigurðar, friður veri með sálu hans. Jóhannes Guðnason. t Maðurlnn minn ÁRNI KRISTJÁNSSON menntaskólakennari andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 4. júll Hólmf rlður Jónsdóttir. t Útför eiginmanns mlns. SUMARLIÐA KRISTMANNS ÓLASONAR, Skúlagötu 78, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 8. júlí kl. 1 30 Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið F.h. barna, tengdabarna og barnabarna, Kristjana EHsabet Ólafsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns mlns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRIS KJARTANSSONAR, bankafulltrúa. Ennfremur viljum við færa sérstakar þakkir starfsfólki og lækrtum Landspltalans fyrir frábæra umönnun I veikindum hans. Steinunn Sveinsdóttir, Steingerður Þórisdóttir, Jö„ Þ. Hallgrlmsson. Sveindfs Þórisdóttir, Haraldur Blöndal, Magnþóra Þórisdóttir, og barnabörn. t Hugheilar þakkir til allra, sem vottað hafa okkur samúð við andlát og jarðarför KOLBRÚNAR EDDU JÓHANNESDÓTTUR Hildegard Þórhallsson Leifur Þórhallsson Ari Jóhannesson Jóhannes Kolbeinsson. t Þökkum alla vinsemd og samúð okkur sýnda vegna fráfalls FRIÐRIKS A. JÓNSSONAR Guðrún Ögmundsdóttir, Guðbjörg, Michael, Halldóra, Hans Petter, Jón, Edda, Linda, Ögmundur og systur t Þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför, sonar okkar, bróður, barnabarns og frænda, FRIÐFINNS SIGURÐSSONAR Margrót Friðfinnsdóttir, Sigurður Ingibergsson, Ingibergur Sigurðsson, Stefanfa Guðmundsdóttir, Ingibergur Jónasson, Guðlaug Sigurðardóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, JÓN VÍDALfN GUÐMUNDSSON, Löngubrekku 39. Kópavogi andaðist á Landspltalanum 4. júll Jóna Sólveig Magnúsdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og útför mannsins míns og föður okkar ÓLAFS G. EINARSSONAR bifreiðastjóra, Laugamesveg 58. Guðrún Halldórsdóttir og börnin. t Innilegar þakkir færum við öllum er vottuðu samúð, og auðsýndu vinsemd og aðstoð, vegna and- láts og útfarar INGIBJARGAR GUÐRÚNAR JÓSEFSDÓTTUR, frá Litlu-Ásgeirsá. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.