Morgunblaðið - 11.07.1974, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 11.07.1974, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JULl 1974 M jj ////,.! /,/;/r« i v 'Auum 22*0*22- RAUDARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR REIMTAL TT 21190 21188 'Æmx OAN-RSNTAL- Hverfisgötu 1 8 i27060 /í? BÍLALEIGAN V^IEYSIR CAR RENTAL «‘24460 I HVERJUM BÍL PIOIVIŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI HOPFERÐA- BÍLAR Til leigu i lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716 Afgreiðsla B.S.Í. Sími 22300. SKODA EYÐIR MINNA. Shodh UIGJUt AUÐBREKKU 44-46. SiMI 42600. Ég þakka hiartanlega öllum, sem glöddu mig með heimsóknum og kveðjum á niræðisafmælis- degi minum 27. júni sl. og gerðu mér daginn ógleyman- legan. Þakka sérstaklega börn- um, barna- og tengdabörnum rausnarlegar móttökur vina minna. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg Hannibalsdó ttir. Þjóðviljinn boðar nýjar kosningar Urslit alþingiskosninganna 30. júní sfðastliðinn gera það að verkum, að mjög erfitt verður að mynda nýja meirihluta- stjðrn á þingræðisgrundvelli. Þrátt fyrir sigur Sjálfstæðis- flokksins eru styrkleikahlut- föll flokkanna á Alþingi með þeim hætti, að stjðrnarmyndun verður bersýnilega mörgum erfiðleikum háð. Framsóknar- flokkurinn hefur nú tveimur þingmönnum fram yfir það, sem vera ætti miðað við kjör- fylgi hans á landinu öllu. Þjððviljinn lætur að því liggja í forystugrein í gær, að bráðabirgðastjðrn Ölafs Jð- hannessonar muni rjúfa þing á nýjan leik og efna til annarra þingkosninga. Orðrétt segir f forystugrein Þjððviljans: „Þjððviljinn vill minna á, að svo kann að fara, að til nýrra alþingiskosninga dragi, áður en langt um Ifður. Það er verkefni alls vinstra fðlks að tryggja í slfkum kosningum þann herzlumun, sem nú vantaði til að greiða götu nýrrar og betri vinstri stjðrnar, — að tryggja úrslitasigur Alþýðubandalags- ins f næstu lotu.“ Fram til þessa hefur þaðekki gerzt hér á landi, að efnt hafi verið til nýrra alþingiskosn- inga innan svo skamms tfma vegna erfiðleika við stjórnar- myndun. Þessi yfirlýsing mál- gagns Alþýðubandalagsins er þvf athyglisverð fyrir þær sak- ir. Erfið stjórnarmyndun Erfiðleikar við myndun meirihlutastjórnar á þingræð- isgrundvelli eru á hinn bðginn ekkert nýmæli f fslenzkri stjðrnmálasögu, þð að nokkuð sé nú um liðið, sfðan alvarlegar stjórnarkreppur urðu. Rfkis- stjðrn Ásgeirs Ásgeirssonar sat þannig f rúmlega hálft ár 1934 sem bráðabirgðastjðrn. Megin- hlutann af þvf tfmabili voru þð engar tilraunir gerðar til stjðrnarmyndunar. Stjðrnmála- flokkarnir völdu fremur þann kost að bfða alþingiskosninga, er fðru fram sumarið 1934. Eftir að slitnaði upp úr sam- starfi Sjálfstæðisflokksins, Ál- þýðuflokksins og Sðsfalista- flokksins f nýsköpunarstjðrn- inni 1946, stðð stjórnarkreppa yfir f fjðra mánuði. Allan þann tfma var sleitulaust unnið að tilraunum til stjðrnarmyndun- ar. Árið 1942 var hins vegar skipuð utanþingsstjðrn, þegar stjðrnmálaflokkarnir höfðu ekki eftir einn mánuð komið sér saman um stjórn á þingræð- isgrundvelli. Síðan hefur ekki verið horfið að þvf ráði að skipa utanþingsstjórnir, þð að nokkr- um sinnum hafi slfkar stjðrnir verið f burðarliðnum. Einnig er það athyglisvert, að mjög mismunandi aðferðir hafa verið hafðar á við stjðrn- armyndunartilraunir. Oft hef- ur einstökum forystumönnum stjðrnmálaflokkanna verið fal- ið að hafa á hendi forystu um stjórnarmyndun eins og nú. En sá háttur hefur einnig verið á hafður, að forseti og áður rfkis- stjóri hafi ðskað eftir þvf, að stjðrnmálaflokkarnir skipuðu allir fulltrúa f nefnd, þar sem sameiginlega færu fram við- ræður um hugsanlega stjðrnar- myndun. Ljðst er, að það er ekkert nýmæli f fslenzkri stjðrnmála- sögu, þð að nú komi upp erfið- leikar við myndun rfkisstjðrn- ar. Oftast nær hefur ágreining- ur um efnahagsaðgerðir leitt til stjórnarslita. En afstaðan til kjördæmaskipunarinnar og varnarliðsins hefur einnig haft áhrif að þessu leyti. Svo virðist sem öll þessi atriði geti einnig nú orðið að ásteytingarsteini við st jórnarmyndun. Fróðlegt verður að fylgjast með þrðun mála við þá könnun á stjðrnarmyndun, sem nú stendur fyrir dyrum. Áugljðst er, að hún er sérstaklega vanda- söm og erfið viðureignar vegna þeirra ðvenjumiklu efnahags- erfiðleika, sem nú er við að etja. Lóð nágrannans Ræktunaráhugamönnum, sem fletta byggingarsamþykkt þeirri, sem nú er í gildi fyrir Reykjavík, er það sjálfsagt verulegt ánægjuefni, að í henni er fátt að finna af tilskipunum um ræktunarmál. Mönnum er nokkurnveginn f sjálfsvald sett, hvernig þeir hafa ræktun þess lóðarskika, er þeim var úthlut- að sem byggingarlóð. Meira að segja er engin bein tilskipun um það, að lóðin skuli ræktuð. „Hverju húsi skal fylgja óbyggð lóð, og fer um stærð hennar eftir notkun hússins og skipu- lagsákvörðunum. Á óbyggðri lóð skal að jafnaði koma fyrir bifreiðastæðum, bifreiða- geymslum, leiksvæði barna svo og öðru þvf, sem þarf í sam- bandi við notkun hússins.“ Seinna kemur svo hótun um, að byggingaryfirvöldum skuli heimilt að láta fjarlægja gróð- ur, ef hann veldur óþægingum eða hættu fyrir umferð, einnig ef gróður skerðir verulega birtu í íbúð eða á lóð. Margur húseigandi má sennilega vera þakklátur byggingaryfirvöld- um fyrir það, hvað þau eru af- skiptalítil um hina ytri umgerð húsanna. Fyrir vikið er oftlega hægt, án þess að mikið beri á, að breiða yfir mannleg mistök með fallegum laufkrónum og limþéttum trjám. Og nú á þess- um sfðustu og verstu tilskipun- ar tímum, þegar þau ósköp dynja yfir þá, sem lóðir fá til að byggja yfir sig og sína, að vera skikkaðir til að steypa sín hús í nákvæmlega sömu mót og ná- grannarnir, hvort sem það hentar þörf þeirra eða ekki, þá er það eflaust eina huggunin að mega njóta fjálsræðis til að rækta lóðina á annan veg en nágranninn. Byggingarnefnd getur þó bannað, að hæðarlegu lóðar sé breytt frá samþykktum uppdrætti, ef ætla má, að slíkt geti valdið tjóni eða óþæging- um á lóðum nágranna. Það þarf þó að gæta þess vandlega að yfirborðsvatn af lóð geti ekki valdið tjóni eða óþægindum á nágrannalóðum eða nær- liggjandi gangstéttum. Ef hins- vegar einhverjum dettur í hug, að undirstrika umráðarétt sinn yfir húslóðinni með þvf að setja upp girðingu, er haldi óvel- komnum utan lóðarmarkanna, þá þarf að leggja fram full- nægjandi uppdrætti og sækja um leyfi hjá byggingaryfirvöld- um. Slík girðing má þó ekki vera hærri en það, að hún nái meðal manni í mittishæð. Hitt er einnig augljóst mál, að eng- inn getur byggt múrvegg milli sín og nágrannans, nema með samþykki hans. Það er svo aft- ur annað mál, að heilbrigðis- samþykkt borgarinnar segir í 10. fr. „Lóðareigendum er skylt að girða lóðir sfnar sæmilegum girðingum og halda þeim við, enda skal girðingum svo háttað, að rottur og mýs geti ekki falizt í þeim.“ Annars er heilbrigðis- samþykktin í stöðugri endur- skoðun eins og öll góð rit, sem veita okkur leiðbeiningar og nauðsynlegt aðhald í menning- arlegri umgengni og sambýli hver við annað. Það væri þó nokkur ástæða til, að samræma þessar vel meintu siðareglur, þannig að ekki stangist á f boð- orðunum, og síðan væri mark- vist að þvf unnið, að allir tækju fullt tillit til settra ákvæða, hvort sem þau stæðu í bygg- ingarsamþykkt, heilbrigðissam- þykkt eða lögreglusamþykkt. ORÐ I EYRA Menníngarsumar Nú fara þjóðhátíðir yfir landið einsog logi yfir akur, og þótti víst eingum mikið, því flestum ber saman um, að þessi stórgáfaða þjóð hafi þraukað hér á túndrunni f ellefu- hundruð ár, hvorki meira né minna. Þó eru sembeturfer ekki allir á einu máli, hvað það snertir fremuren kjaramál uppmælíngaraðalsins. Líndal stendur tilaðmynda á því fastar en fótonum, að Ingólfur Arnarbur osfrv. hafi aldrei existerað fremuren Örvar-Odd- ur og Guðmundur sálugi á Búr- felli. Jakob telur það litlu skipta, enda Ingólfur á Hellu prýðilega lifandi og mundi aldrei villast á grágrýttum útnesjum við Faxaflóa og græn- um góðsveitum Suðurlands, þaðan sem Sláturfélagið er ættað einsog nafnið ber með sér. Að vísu skyggir það nokkuð á þjóðhátíðarstolt okkar sannra menníngarvita, að þjóðarbók- hlaðan þrumir enn innan höfuðskelja örfárra öndvegis- manna, en sýnileg teikn hennar sjást eingin. Þó finnst okkur dulítil bót í máli, að á Skipaskaga hafa einkvurs konar vitar tekið nýtt safnahús í notkun. Og þó aldrei væri hátt á þeim risið í menníngarefnum þar efra og meira um snæri en snillínga, þá er ekki fyrir það að synja, að leynst geti þar eitthvað, sem vert væri að minnast á þjóð- hátíðarári. Væntanlega muna Skagamenn, á meðan glóa glös í mold og gróir nokkur stjarna, eftir þeim þjóðhetjonum og séníonum Jóni heitnum á Rein, Hallbjörgu Bjarnadóttur og Steinari skáldi Sigurjónssyni, fyrst þeir eru á annað borð farnir að föndra við menníng- una ásamt með fótboltanum og ferjunni. Annars lítur út fyrir, að þetta verði gott þjóðhátíðarár og vel það, enda höfum við Jón minn Ásgeirsson látið hendur standa fram úr ermum og sólin skinið lon og don á hátíðargesti. Og svo eru þraungsýnir mál- vöndúngar að stagast á þvf í sólskininu, að þjóðhátfðarplatti séubarasta ill danska.eneingin íslenska. Erða nú heilsa. Norrænt prestkvenna- r mót haldið á Islandi Aðalfundur Prestkvenna- félags Islands, hínn átjándi f röðinni, var haldinn f Norræna húsinu 26. júnf s.l. og var hann fjölsóttur. Tilgangur félagsins er að efla kynningu og samstarf fslenskra prestkvenna. Að loknum aðalfundarstörf- um er venja að prestkonur úr prófastdæmum landsins sjái um dagskrá. Að þessu sinni var hún í umsjón prestkvenna af Austfjörðum og sagði m.a. frú Hildur Torfadóttir, Hofi í Vopnafirði, frá ársdvöl á Hveravöllum. Stjórn Prestakvennafélags Islands skipa nú frú Rósa Björk Þorbjarnardóttir, Kópavogi, formaður, frú Áslaug Sigur- björnsdóttir, Grundarfirði, gjaldkeri, og frú Anna Magnúsdóttir, Skálholti, ritari. Dagana 29. júlí til 1. ágúst verður haldið norrænt prest- kvennamót hér á landi og munu erlendir þátttakendur verða hátt á annað hundrað. Mót norrænna prestkvenna eru haldin þriðja hvert ár og er það nú í fyrsta sinni að slfkt mót er haldið hérlendis. Stjórn Prestkvennafélags íslands sér um allan undirbúning mótsins, sem fer fram í Norræna húsinu og Háskóla íslands og vonast hún eftir góðri þátttöku íslenskra prestkvenna. Formaður mótsnefndar er frú Guðrún S. Jónsdóttir, símar 17030 og 32195.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.