Morgunblaðið - 23.07.1974, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1974
□ Efnið er siffon, eins og sjá má. Grunnliturinn er brúnn og
doppurnar Ijósbrúnar.
Okkur bárust ný-
lega þessar myndir,
sem eru frá tízku-
húsinu Nina Ricci í
París.
Það, sem einkum
hefur þótt einkenna
fötin frá þessu tízku-
húsi, er hversu
kvenleg þau eru, eða
„dömuleg“. í ár ber
mikið á alls konar
skrauti, svo sem
blómum, slaufum og
skartgripum.
Sérstaka athygli
vekur, að síddin er
nú talsvert fyrir
neðan hné, og
sumarflíkurnar eru
jafnvel í „midi-sídd-
inni“ frægu. Þegar
„midi-síddin“ var
sem mest í tízku hér
um árið, náði hún
aldrei teljandi vin-
sældum, en nú er
eftir að vita hvort
hún nær útbreiðslu
að þessu sinni.
Við vekjum at-
hygli á því, að skórn-
ir á myndunum eru
allir með þunnum
sólum og virðast svo
sem þykku sólarnir,
eða „hrosshófarnir“
eigi ekki lengur upp
á pallborðið í
háborg tízkunnar,
eins og París hefur
stundum verið
kölluð.
□ Stakir jakkar með herra-
legu sniði eru nú orðnir slgild-
ir og ómissandi. Hér er einn úr
hvítu hörefni. Buxurnar og
blússan eru úr dökkbláu krep-
silki.
Q Þessi dáfagri samkvæmis-
kjóll er úr mússulíni og ör-
þunnu siffoni. Liturinn er
apríkósubleikur, og sláið er
fsaumað litlum blómum.
Ljúft....
□ Hér er glæsileg kjóldragt úr
þunnu mússulfni. Með þessum
klænaði fylgir túrban úr sama
efni.
Q Hér er brúðarkjóll, og efnið
er hvítt silkisiffon með
þrykktu mynztri, sem myndar
liljur, en þessi fallegu blóm
eru einnig höfð f brúðarvönd-
inn. Takið eftir hinum sér-
kennilega höfuðbúnaði, sem
er kærkomin tilbreyting frá
barðastóru höttunum og síðu
brúðarslæðunum, sem við eig-
um helzt að venjast.
□ Þessi kjóll er úr fílabeins-
hvftu krepefni. Bóndarósirnar,
sem festar eru við beitið, eru í
sama lit — perlufestin og
hatturinn einnig.
□ Kápan er úr grófu ullarefni,
dökkbláu og hvftu. Húfan er
dökkblá.
□ Frakkar hafa löngum haft
dálæti á silkiefnum, og þegar
Nina Ricci saumar úr silki, þá
er það áreiðanlega ekkert
gervisilki, og þessi kjóll er
engin undantekning frá þeirri
reglu.
Blússan er ljósbrún, pilsið ryð-
rautt og slönguskinnsbeltið
dökkbrúnt.