Morgunblaðið - 23.07.1974, Síða 17

Morgunblaðið - 23.07.1974, Síða 17
ELZTA FRJÁLS- IÞRÓTTAMETÍÐ SLEGH) 19 ÁRA piltur úr IR, Óskar Jakobsson, sctti á sunnudaginn nýtt fslenzkt met f spjótkasti, er hann kastaði 67,76 metra á meist- aramóti tslands, er hófst þá á Laugardalsvellinum. Var þar með elzta fslenzka frjálsfþróttametinu rutt úr vegi, en það var orðið 25 ára, sett af Jóel Sigurðssyni, tR, árið 1949. Jóel var um árabil ókrýndur konungur fslenzkra spjótkastara og varð t.d. meistari 11 ár f röð. Var það vel til fundið, að hann afhenti hinum nýja met- hafa verðlaun fyrir sigurinn og afrek sitt. Þar með er met Hauks Clausen f 200 metra hlaupi, 21,3 sek., orðið elzta fslenzka frjáls- fþróttametið, en það setti Haukur árið 1950. Hilmar Þorbjörnsson jafnaði sfðar það met árið 1956. Auk tslandsmets Öskars setti Ingunn Einarsdóttir, tR, nýtt met f 200 metra hlaupi kvenna og alls féllu sex meistaramótsmet á sunnudaginn. Eftir keppni þessa dags hefur KR hlotið 5 meistara- titla, tR 4, Ármann og UMSK 2 og USU 1. Sjá frásögn um mótið á opnu fþróttafrétta Morgunblaðs- ins. í Þórunn Alfreðsdóttir — vann beztu afrek fslenzku keppendanna. Engir möguleikar gegn Israelum EKKI ER ofsögum af þvf sagt, að sundið sem keppnisfþrótt er f miklum öldudal um þessar mundir hérlendis. Um helgina fór fram landskeppni við tsraela f Laugardalssundlauginni og átti fslenzka sundfólkið þar aldrei neina möguleika. Strax eftir fyrstu keppnisgreinina tóku lsra- elarnir forystu og héldu henni til Ioka. Hlutu þeir 152 stig f keppn- inni gegn 109 stigum tslendinga, en staðan eftir fyrri daginn var sú, að tsraelar höfðu 77 stig en tsiendingar 54. Fyrirfram var lftið vitað um styrkleika fsraelska liðsins annað' en það, að margt af bezta sund- fólki þeirra hætti keppni f fyrra og nýtt kom í staðinn. Var því álitið, að fslenzka sundfólkið gæti veitt því keppni og jafnvel sigrað, en sem kunnugt er sigruðu Is- lendingar Israela f átta landa sundkeppninni í fyrra. En það unga fólk, sem við hefur tekið í Israel, er til muna betra en okkar í langflestum tilvikum og i öðru lagi er breiddin f sundinu þar svo mikil, að ekki þarf að grípa til þess að kalla til fólk, sem meira og minna er æfingalaust, eins og gert var af hálfu Islendinga í þessari keppni. Samtals var keppt f 22 greinum í landskeppninni og sigraði ís- lenzka sundfólkið aðeins f sex þeirra: 100 metra baksundi kvenna, 100 metra bringusundi karla, 200 metra flugsundi kvenna, 4x100 metra skriðsundi kvenna, 400 metra skriðsundi karla og 100 metra skriðsundi kvenna. Israelarnir sigruðu tvö- falt í sjö greinum, en Islendingar aðeins í einni, 400 metra skrið- sundi karla, þar sem þeir Friðrik Guðmundsson og Sigurður ólafs- son komu fyrstir að marki. Annars verður ekki annað sagt en það hafi einmitt verið unga fólkið, sem mesta athygli vakti af íslenzka sundfólkinu f keppni þessari, einkum þó Þórunn Al- freðsdóttir, sem stóð sig með miklum ágætum og setti telpna- met í 100 metra flugsundi kvenna. Var það jafnframt eina íslenzka metið, sem sett var f keppni þessari. Þá var sigur Steingríms Davíðssonar úr Kópa- vogi í 100 metra bringusundi karla næsta kærkominn, en bringusundið er sú sundgrein, sem Islendingar hafa lengst verið í fremstu röð í. Synti Steingrfmur sund þetta sérstaklega vel og var hinn öruggi sigurvegari. Árangur í keppni þessari var annars heldur slakur bæði af hálfu íslenzka sundfólksins og þess ísraelska. I mörgum greinum var þó um jafna og mjög skemmti- lega keppni að ræða og skildu oft ekki nema sekúndubrot að. Eftir úrslitum keppni þessarar að dæma er lítil von til þess, að ís- lenzka sundfólkið megni að sigra Israela í átta landa keppninni, sem fram fer í Sviss að þessu sinni. Úrslit í einstökum keppnis- greinum eru á öðrum stað f blað- inu. Skoraði 4 mörk 1 fyrsta leiknum — Forráðamenn félagsins hafa tekið okkur mjög vel og við kunnum vel við okkur hérna sagði Áxel Áxelsson handknattleiksmaðurinn góð- kunni úr Fram og landsliðinu, er Morgunblaðið hafði sam- band við hann fyrir skömmu, en sem kunnugt er hefur Axel gert samning við vestur-þýzka handknattleiksfélagið G.W. Dankersen og mun leika með þvf f vetur. Kona Axels, Krist- björg Magnúsdóttir sem lék með 1. deildar liði KR, hefur einnig sótt um leyfi til HSl að fá að leika með liði f Minden. — Það er mikið um að vera hjá okkur, þótt hásumar sé, sagði Axel í viðtalinu. — Ég byrjaði að æfa strax og ég kom hingað og æfi tvisvar í viku, tvo tíma í senn. Þjálfari liðsins er Fritz Spannuth fyrrverandi landsliðsþjálfari Vestur-Þýzka- lands. Hann er mjög ákveðinn og kröfuharður við leikmenn- ina. Hann segir sumarið vera mjög dýrmætt fyrir handknatt- leiksmenn og noti þeir það til hvíldar þá sé hálfur veturinn ónýtur. Spannuth nýtur mikillar virðingar meðal leik- mannanna og heldur uppi ströngum aga. Axel sagði að liðið hefði leikið aðeins einn opinberan leik síðan hann kom. — Sá leikur var gegn Milbertshofen, sem leikur i suðurriðli Bundes- eigunnar, sagðiAxel — og fór fram í nýrri höll, sem verió var að víga í Paderborn, sem er 80 km frá Minden. Leikið var fyrir fullu húsi áhorfenda og unnum við leikinn 19-17 eftir að hafa haft örugga forystu allan leik- inn, mest 6 mörk um tíma. — Eg var dálítið óstyrkur í leikn- um til að byrja með, en svo gekk mér furðanlega þegar á leið og skoraði 4 mörk úr 5 skotum. Mér til mikillar upp- örvunar virtist þjálfarinn vera ánægður með mig og hrósaði mér óspart fyrir frammi- stöðuna. Axel sagði að næsti stórleikur liðs sfns væri ekki fyrr en 17. ágúst, en þá ætti að leika gegn a-þýzku meisturunum frá Rostock í Minden. I fyrra léku þessi lið í A-Þýzkalandi og lykt- aði þeim leik með jafntefli 19- 19. Um félagslífið í G.W. Danker- sen sagði Axel, að einum af leikmönnum liðsins, Otto Weng, sem leikið hefur með þýzka landsliðinu og var næst markahæsti leikmaður liðsins á sfðasta keppnistímabili, hefði verið vísað úr félaginu. Kom þetta til af þvf, að Weng kom illa fram gagnvart ungum leik- manni, sem ógnaði stöðu hans í liðinu. — Slíkt virðist litið mjög alvarlegum augum hér, sagði Axel — og um síðustu helgi var Weng tilkynnt, að hann skyldi ekki láta sjá sig hjá G.W.D. meira. Kom þetta eins og köld vatnsgusa á fólkið hér og hefur mál þetta verið mjög umrætt. Um sjálfan sig sagði Axel: — Móttökurnar hér hafa verið eins og bezt verður á kosið. Ég er byrjaður að vinna ef hægt er að kalla það vinnu. Ég starfa á skrifstofu hjá Melittaverk- smiðjunni, á að vera mættur þar kl. 9—10 á morgnanna og vinnan felst raunverulega í að bíða eftir, að klukkan slái þrjú. A þeim dögum, sem æfingar eru, má ég fara þegar mér þóknast og þarf ekki að mæta þá daga, sem leikið er. Við Kristbjörg erum byrjuð á þýzkunámi og ég nota vinnu- tímann til þess að glugga í námsbækurnar. Áxel lætur vel af dvölinni í M'/kalandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.