Morgunblaðið - 23.07.1974, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULÍ 1974
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 1974
21
Loks féll elzta metið
Óskar
bætti
met
Jóels
um 77sm.
— Ég er dauðfeginn að metið
féll, sagði Jðel Sigurðsson fyrrum
Islandsmethafi f spjótkasti eftir
að Óskar Jakobsson. 19 ára ÍR-
ingur, náði þvf langþráða tak-
marki að bæta lslandsmetið f
spjótkasti á meistaramóti tslands,
sem hófst á sunnudaginn. Jóel
sagðist nú reyndar hafa vonað, að
Snorri sonur sinn yrði fyrstur
manna til þess að bæta metið og
er ekki ótrúlegt, að Jóel verði að
ósk sinni, þótt seinna verði, þar
sem Snorri náði sfnum langbezta
árangri f spjótkasti f þessari
keppni og varð annar. Snorri er
aðeins 18 ára og á þvf vissulega
framtfðina fyrir sér.
Meistaramótið á sunnudaginn
var annars eitt skemmtilegasta og
árangursríkasta frjálsíþróttamót,
sem haldið hefur verið hér um
langt skeið. Auðséð er, að hér er
að koma fram hópur frjálsíþrótta-
fólks, sem virðist taka fþrótt sína
alvarlega og æfa vel. Eftir hin
svonefndu gullaldarár íslenzkra
frjálsíþrótta frá 1950—1956 hefur
löngum verið ríkjandi hálfgerð
deyfð yfir þessari skemmtilegu
íþróttagrein og afreksmennirnir
hafa verið tiltölulega fáir. Nú er
þátttakan hins vegar að aukast
gífurlega mikið og það eitt út af
fyrir sig gefur mótunum
skemmtilegri blæ. Þó var það
þannig, að í sumum greinum
meistaramótsins var ekki nógu
mikil þátttaka og þegar á heildina
er litið verður ekki annað sagt en
að utanbæjarmenn hefðu mátt
mæta betur til mótsins.
Spjótkastsmetið var það afrek,
sem hæst bar á sunnudaginn. Met
setti Jóel Sigurðsson í spjótkasti
árið 1949 og var það orðið elzta
íslenzka frjálsíþróttametið, —
staðið f aldarfjórðung. Margir
hafa gert að því atlögur á þessum
árum, en þær jafnan mistekizt
þangað til núna. Reyndar munu
flestir hafa búizt við því, að metið
félli í sumar og kom það ef til vill
ekki ýkja mikið á óvart, en
ánægjulegt var það eigi að síður.
Þegar spjótkastararnir voru að
hita upp fyrir keppnina lék Elías
Sveinsson sama leik og um daginn
— kastaói 65—65 metra og mátti
því búst við, að hann yrði nálægt
metinu þegar f keppnina yrði
komið. En f henni tók Öskar
Jakobsson forystu þegar í fyrstu
umferð, kastaði 65,43 metra og
stórbætti þar með fyrri árangur
sinn. í annarri umferð tókst Ösk-
ari svo að bæta metið. Atrenna
hans virtist þó með öllu mis:
heppnuð—í henni enginn hraði
og víxlhoppið hálf misheppnað.
En krafturinn í útkastinu var
Ágúst Ásgeirsson sigrar f 800 metra hlaupinu. Svo sem sjá má er
búnir.gurinn hinn skrautiegasti, en hann fór f taugarnar á mörgum
viðstöddum.
gífurlegur, enda þessi piltur
sterkur vel og spjótið hafnaði
fyrir framan fslenzka fánann, sem
stungið hafði verið niður í völlinn
til þess að merkja met Jóels. 67,76
metrar mældist kastið — metið
bætt um hvorki meira né minna
en 77 sentimetra. Og rétt til að
sýna, að þetta var engin tilviljun
kastaði Óskar f þriðju tilraun
lengra en gamla metið var, eða
67,02 metra. eftir það kast fann
hann til f olnboga og gat ekki bætt
um betur, enda takmarkinu náð.
En Snorri Jóelsson virtist ekki
sáttur við að missa metið úr fjöl-
skyldunni. Þessi 18 ára piltur
bætti sinn fyrri árangur um
marga metra og kastaði tvívegis
yfir 62 metra — lengst 62,50
metra. Ef til vill tekst honum
þegar í sumar að hnekkja hinu
nýja islandsmeti Óskars og alla
vega er ekki langt i drengjametið
hjá honum, en það er 62,80
metrar — sett af Óskari í fyrra-
sumar. Elías varð svo þriðji f
keppninni með 61,54 metra —
árangur, sem oftast hefði nægt til
meira en bronsverðlauna á is-
landsmeistaramóti.
Óskar Jakobsson kom einnig
við sögu í kúluvarpskeppninni á
sunnudaginn, en þar náði hann
sínum bezta árangri, kastaði 15,45
metra. Óskar hefur f hyggju að
gera kringiukast og kúluvarp að
sfnum aðalgreinum í framtíðinni
og er ekki að efa, að þar á þessi
stórkostlega efnilegi piltur eftir
að ná góðum árangri.
Fyrsta grein mótsins á sunnu-
daginn var 400 metra grinda-
hlaup og bar Stefán Hallgrímsson
methafinn í greininni þar örugg-
an sigur úr býtum, hljóp á 53,0
sek. og setti þar með nýtt meist-
aramótsmet og vallarmet á
Laugardalsvellinum. Það kom
nokkuð á óvart, að Stefán var
meðal keppenda á mótinu, en
hann hafði farið utan til keppni í
tugþraut í Póllandi. — Ég lenti
í hálfgerðum hrakningum í þeirri
ferð, sagði Stefán, — Mótið, sem
ég ætlaði að keppa í, var haldið á
öðrum stað og tima en fyrirhugað
var og ég kom ekki til keppninnar
fyrr en 10 mínútum áður en
þrautin byrjaði. Stefán náði þó
sínum bezta tíma f fyrstu grein-
inni, 100 metra hlaupinu, sem
hann hljóp á 11,4 sek., en fann
fyrir meiðslum f hné í langstökk-
inu og varð að hætta keppni. —
Ég ákvað þvf að drífa mig heim og
taka þátt f meistaramótinu, sagði
Stefán. Um grindahlaupið sagði
hann: — Þetta var vel heppnað
hlaup hjá mér þangað til að ég
kom að síðustu grindinni, þá
stanzaði ég hreinlega og hef
örugglega tapað sekúndu. Ekki er
á þvf vafi, að Stefán á að geta
bætt eigið met í þessari grein,
52,7 sek., hvenær sem honum bíð-
ur svo við að horfa. Gffurleg
keppni var um annað sætið í
þessu hlaupi og þurfti landsliðs-
maðurinn Hafsteinn Jóhannesson
að bæta sinn bezta árangur til
þessa um hálfa sekúndu til þess
að hreppa það. Halldór Guð-
björnsson hreppti þriðja sætið,
hljóp vel, en fór ekki eins vel yfir
grindurnar. Sigraði hann Trausta
Sveinbjörnsson á sjónarmun.
EFNILEGIR SPRETTHLAUP-
ARAR
í næstu hlaupagrein, 200 metra
hlaupi, var aftur sett Laugardals-
vallarmet. Bjarni Stefánsson
hljóp á 21,6 sek. og jafnaði hann
einnig meistaramótsmetið, sem er
í eigu þeirra Hauks Clausen,
Harðar Haraldssonar og Hilmars
Þorbjörnssonar. Bjarni hljóp
fyrri hluta þessa hlaups glæsi-
lega, en virkaði nokkuð stffur á
sfðustu metrunum. Vilmundur
varð annar og hljóp vel og þá ekki
síður hinn 16 ára Armenningur,
Sigurður Sigurðsson, sem setti
nýtt sveinamet í greininni og
jafnaði drengjametiðmeðþvf að
Ingunn atkvæðamest
setd met í 200 m hkuni
Óskar Jakobsson horfir á eftir metkasti sfnu 67,76 metrum. Fyrir aftan hann stendur Snorri Jóelsson (f
Ijósri treyju) en Snorri náði sfnum langbezta árangri f þessari keppni, kastaði 62,50 metra.
hlaupa á 22,4 sek. Þarna er á
ferðinni stórefnilegur sprett-
hlaupari, sem óhætt er að binda
miklar vonir við. Hlaupastfll hans
er einnig mjög fallegur, hlaupið
átakalítið og jafnt.
13 í 5000 METRA HLAUPI
Eigi færri en 13 keppendur
mættu til leiks í 5000 metra
hlaupinu, þar af tveir Bretar, sem
dvelja hérlendis um þessar
mundir. Strax í upphafi hlaupsins
tók Sigfús Jónsson forystu, en
annar Bretinn, Symond, fylgdi
honum vel á eftir fyrstu hringina,
en varð síðan að sleppa einnig.
Tókst Sigfúsi að verða hring á
undan öllum öðrum keppinautum
sínum og tvo hringi á undan
sumum. Átti hann greinilega
mikið eftir þegar í markið kom og
með meiri keppni er ekki að efa,
að tíminn hefði verið betri en
15:00,8 mín., — sem er þó það
langbezta, sem náðst hefur á
meistaramóti Islands síðan Krist-
leifur Guðbjörnsson hætti
keppni.
TVEIR YFIR TVO METRA
i fyrsta skipti gerðist það á móti
þessu, að tveir Islendingar stukku
yfir 2 metra í sömu hástökks-
keppninni, þeir Elías Sveinsson
og Karl West Fredriksen, en
keppnin milli þeirra var mjög tví-
sýn og skemmtileg. Þeir tveir
stóðu eftir, þegar hækkað var i
1,95 metra og báðir fóru yfir þá
hæð. Karl stökk svo 2,00 metra í
annarri tilraun, en Elías fór fal-
lega og hátt yfir þá hæð í þriðju
tilraun. Báðir áttu svo allgóðar
tilraunir við 2,03 metra, en höfðu
ekki lánið með sér að þessu sinni,
og þar sem Karl hafði notað færri
tilraunir hreppti hann íslands-
meistaratitilinn annað árið í röð.
FRIÐRIK MEÐ SEX
OGILD 7 METRA STÖKK
Fyrirfram var búizt við því, að
Friðrik Þór Óskarsson yrði örugg-
ur sigurvegari 1 langstökki, en
hann hefur stokkið 7,10 metra í
sumar. Friðrik sýndi einnig í
stökkum sínum, að nú er mikill
kraftur 1 honum. Voru öll stökk
hans um og yfir 7 metrar, en því
miður öll ógild. Stefán Hallgríms-
son sýndi hins vegar, hvers hann
er megnugur. Eftir hið erfiða
grindahlaup hljóp hann i spjót-
kastskeppnina og úr henni i lang-
stökkið, þar sem hann hreppti Is-
landsmeistaratitilinn. Vilmundur
er einnig mjög kröftugur lang-
stökkvari, en sennilega skortir
hann nokkra tækni til þess að
stökkva miklu lengra, en það gæti
hann örugglega gert legði hann
rækt við þessa grein.
SKRAUTLEGAR BUXUR!
Keppendur í 800 metra hlaupi
voru aðeins fimm, þar sem 7 af
skráðum mættu ekki til leiks. Þrír
keppendanna: Agúst Asgeirsson,
Gunnar Páll Jóakimsson og Jón
Diðriksson mættu til keppninnar
í buxum saumuðum úr brezka
fánanum og Ágúst auk þess 1 bol
með bandarísku fánaeinkenn-
unum. Mæltist þetta ekki of vel
fyrir hjá forráðamönnum keppn-
innar, enda verður því ekki á móti
mælt, að snyrtilegir búningar
hafa sitt að segja og geta sett svip
sinn á frjálsíþróttamót. Löngum
hafa búningar islenzks frjáls-
íþróttafólks verið heldur ósam-
stæðir og stundum jafnvel fátæk-
legir. Er sérstaklega vert að geta
um það, hversu keppnisfólk frá
Ungmennafélaginu Breiðabliki
úr Kópavogi hefur lagt mikla
áherzlu á að mæta til keppni í
samstæðum og snyrtilegum bún-
ingum. Það er hróss vert og ólikt
því, sem verið hefur hjá sumum
öðrum deildum þess félags.
Byrjunarhraðinn í 800 metra
hlaupinu var heldur lítill, en eftir
að hlaupið var tæplega hálfnað
tók Jón Diðriksson mikinn sprett
og freistaði þess að hrista keppi-
nauta sína af sér. Náði Jón góðu
forskoti, en megnaði ekki að
svara, er Ágúst og Gunnar Páll
tóku endasprettinn og hafnaði í
þriðja sæti.
ÚR BUXUNUM!
Og til þess að geta keppt I 4x100
metra boðhlaupinu þurftu ÍR-ing-
arnir að skipta um buxur. Ræsir
mótsins, Einar Frímannsson, neit-
aði að ræsa hlauparana nema þeir
yrðu við þessum tilmælum. 1 boð-
hlaupinu bar sveit KR: Marinó
Einarsson, Bjarni Stefánsson,
Stefán Hallgrímsson og Vil-
mundur Vilhjálmsson, öruggan
sigur úr býtum, en afleitar skipt-
ingar komu í veg fyrir, að tíminn
yrði betri en 44,5 sek.
í þeim átta karlagreinum, sem
keppt var i á sunnudaginn, náðist
betri árangur í fimm en á meist-
aramótinu i fyrra. Sennilega
hefur það haft sín áhrif á keppn-
ina á sunnudaginn, að veðrið var
öllu betra en algengt er á frjáls-
íþróttamótum. — Það er búið að
slá eitt met nú þegar, það er gott
veður, sagði einn af vallarstarfs-
mönnunum áður en mótið hófst,
en það hefur löngum verið haft
við orð, að ekki megi auglýsa
frjálsíþróttamót. þar sem veður-
guðirnir sjái þá til þess, að
vonzkuveður sé þann daginn.
INGUNN Einarsdóttir, ÍR, var sú
stúlka, sem mest lét að sér kveða
á fyrsta degi meistaramóts Is-
lands f frjálsum fþróttum á
sunnudaginn. Ingunn bætti metið
f 200 metra hlaupi um sekúndu-
brot og auk þess var hún vel
undir metinu f 100 metra grinda-
hlaupi, en þá var tekið að kula og
meðvindur of mikill til þess að
metið fengi staðfestingu. Er það'
örugglega aðeins tfinaspursmál,
hvenær Ingunn eignast einnig
það met.
1 200 metra hlaupinu hafði
Ingunn yfirburði og hljóp mjög
vel. Tími hennar reyndist vera
25,8 sek. Eldra metið átti hún
sjálf ásamt Sigrúnu Sveinsdóttur,
Ármanni, og var það 25,9 sek.
Sigrún hljóp á þeim tima 1972, en
Ingunn í fyrra.
Töluverð forföll frá boðaðri
þátttöku voru i flestum kvenna-
greinanna og keppnin þar yfir-
leitt ekki eins tvisýn og skemmti-
leg og í karlagreinunum. Þannig
voru aðeins tvær, sem hlupu 800
metra hlaup, og Ingunn sú eina,
Ódýr
hópferð
Um næstu helgi tekur fslenzka
frjálsfþróttalandsliðið þátt f
hinni svonefndu Karlottkeppni,
sem að þessu sinna fer fram f
Svfþjóð. Er þetta í annað skiptið,
sem íslendingar taka þátt f þess-
ari keppni, en sfðast urðu þeir f
öðru sæti, á eftir Finnum. Frjáls-
fþróttasamband tslands hefur
ákveðið að efna til hópferar á,
keppni þessa, verður farið á
föstudagsmorgni og komið aftur á
sunnudegi. Náði FRl mjög hag-
stæðum samningum við Ferða-
skrifstofuna Sunnu um ferð þessa
og verður fargjaldið aðeins 10
þúsund krónur.
Töluverð eftirspurn hefur verið
eftir sætum f ferð þessa, en samt
sem áður mun nokkrum sætum
enn vera óráðstafað og er þeim,
sem áhuga hafa á ferð þessari,
bent á að snúa sér til ferðaskrif-
stofunnar, sem veita mun frekari
upplýsingar.
sem að marki kom i grindahlaup-
inu. Lára Sveinsdóttir, sem ný-
lega setti met í þeirri grein er-
lendis og hljóp á 14,9 sek., tók
einnig þátt I hlaupinu og var
aðeins sjónarmun á eftir Ingunni
I miðju hlaupinu, en þar mis-
heppnaðist henni og hún varð aó
hætta. Lára varði hins vegar
örugglega titil sinn í hástökkinu,
en stökk ,,aðeins“ 1,55 metra. Is-
landsmetið á hún sjálf og er það
1,69 metrar, sett 1972, þannig að
hún er greinilega alllangt frá sínu
bezta 1 þessari grein og öryggi
hennar ekki hið sama og áður.
Þrjár stúlkur mættu til leiks i
spjótkastinu og þar varð Arndís
Björnsdóttir öruggur sigurvegari,
en hið sama má segja um hana og
Láru. Æfingin virðist vera minni
og árangurinn mun lakari en
áður. Þannig kastaði Arndís nú
rösklega 6 metrum styttra en is-
landsmet hennar er, og það er
ekki nögu gott að 33,40 metrar
nægi til sigurs i íslandsmeistara-
móti.
Guðrún Ingólfsdóttir varði titil
sinn í kúluvarpi, varpaði 11,60
metra — rúmum metra styttra en
Islandsmet hennar frá i fyrra er.
i 800 metra hlaupinu vantaði
beztu millivegalengdahlauparana
og i fjarveru þeirra sigraði Svan-
dís Sigurðardóttir úr KR, en tim-
inn var ekki betri en 2:31,7 mín.
Boðhlaupssveit Ármanns náði
hins vegar ágætum tima í 4x100
metra boðhlaupinu, eða 50,6 sek.
og er þar meistaramótsmetið bætt
um heila sekúndu. Og svo að
haldið sé áfram að tala um bún-
inga, þá voru búningar sumra Ár-
mannsstúlknanna, sem tóku þátt í
hlaupi þessu, lítið betri en hinar
umdeildu buxur 800 metra hlaup-
aranna.
W
Ingunn Einarsdóttir kemur að marki f 100 metra grindahlaupinu á
14,6 sek. — 3/10 úr sek. betri tfma en lslandsmetið er.
sgpé
«‘s', i
..‘íCiCm 'síi
Sigfús Jónsson hafði mikla yfirburði f 5000 metra hlaupinu og er að nálgast markið er þessi mynd var
tekin. Halldór Matthfasson átti þá hring eftir.
r ci
Agætur árangur á meistaramótinu
Úrslit í meistaramótinu
K0NUR
Hástökk: metr.
Lára Sveinsdóttir 1,55
María Guðnad., HSH 1,50
Þórdís Gíslad., ÍR 1,50
Hrafnhildur Vaíbjörnsd., Á 1,45
Björk Eiríksd., IR 1,45
Ása Halldórsd., Á 1,40
Sveinbjörg Stefánsd., HSK 1,35
Sofffa Gestsd., HSK 1,25
Spjótkast: metr.
Arndís Björnsd., UBK 33,40
Sveinbjörg Pálsd., ÍR 30,62
Marfa Guðnad., HSH 30,34
200 metra hlaup: sek.
Ingunn Einarsd., ÍR 25,8
Erna Guðmundsd., Á 26,5
Ásta B. Gunnlaugsd., ÍR 27,3
Vilborg Jónsd., HSH 28,5
Anna H. Kristjánsd., KR 28,8
Kúluvarp: metr.
Guðrún Ingólfsd., USÚ 11,60
Sigríður Skúlad., HSK 10,06
Ása Halldórsd., Á 9,36
Sveinbjörg Stefánsd., HSK 8,75
Úrsúla Kristjánsd., HSH 7,79
100 metra grindahlaup:
Ingunn Einarsd., ÍR 14,6
800 metra hlaup: mfn.
Svandís Sigurðard., KR 2:31,7
Vilborg Jónsd., HSH 2:53,6
4x100 metra boðhlaup sek.
Sveit Ármanns 50,6
B-sveit Ármanns 56,1
Sveit ÍR 51,5
KARLAR
400 metra grindahlaup: sek.
Stefán Hallgrfmss., KR 53,0
Hafsteinn Jóhanness., UBK57.5
Halldór Guðbjörnss., KR 57,6
Trausti Sveinbjörnss., UBK57.6
Kúluvarp: metr.
Hreinn Halldórss., HSS 17,74
Erlendur Valdimarss., ÍR 16,27
Öskar Jakobss., IR 15,45
Guðni Halldórss., HSÞ 15,36
200 metra hlaup: sek.
Bjarni Stefánss., KR 21,6
Vilmundur Vilhjálmss. KR 22,1
Sigurður Sigurðss., Á 22,4
Guðmundur Jónss., HSK 24,1
5000 metra hlaup: mfn.
Sigfús Jónsson, ÍR 15:00,8
Hug Symond, Bretl. 15:20,6
Parker, Bretlandi 16:22,6
Jón H. Sigurðss., HSK 16:24,0
Einar Oskarss., UBK 16:34,8
Halldór Matthiass., ÍBA 16:54,0
Leif österby, HSK 17:18,0
Helgi Ingvarss. HSK 18:02,4
Rúnar Gunnarss., KR 18:39,0
Gísli Sveinss., USVS 19:41,9
Þrfr hlauparar: Gunnar
Snorrason, Emil Björnsson og
Sigurður Lárusson hættu í
hlaupinu.
Spjótkast: metr.
Óskar Jakobss., IR 67,76
Snorri Jóelss., IR 62,50
Elfas Sveinss., ÍR 61,54
Ásbjörn Sveinss., UBK 57,28
Stefán Hallgrímss., KR 56,88
Hörður Harðarss., UBK 52,84
Jón Björgvinss., A 50,01
Hástökk: metr.
Karl West Fredrek-
sen, UBK 2,00
Elias Sveinsson, ÍR 2,00
Hafsteinn Jóhanness., UBK1,85
Jón S. Þórðars., ÍR 1,85
Þráinn Hafsteinss., HSK 1,80
Kristinn Arnbjörnss., KR 1,75
Þórir Óskarss., IR 1,70
Langstökk: metr.
Stefán Hallgrímss., KR 6,84
Vilmundur Vilhjálmss., KR 6,77
Guðmundur Jónss., HSK 6,63
Helgi Haukss., UBK 6,49
Marinó Einarss., KR 6,43
Páll Ólafss., HSK 6,38
Bergþór Halldórss., HSK 6,23
800 metra hlaup: mín.
Agúst Ásgeirss., ÍR 1:57,2
Gunnar P. Jóakimss., ÍR 1:58,0
Jón Diðrikss., UMSB 1:59,2
Bjarki Bjarnas., UMSK 2:11,0
Þórður Gunnarss., HSK 2:11,6
4x100 metra boðhlaup: sek.
Sveit KR 44,5
Sveit UMSK 46,4
A-sveit ÍR 47,0
B-sveit ÍR 50,1
PUMA
IÞROTTA-
TÖSKUR
Verö frá kr.
488.---
2.600.-
10 gerðir
Póstsendum
Klapparshg 44 Reykjavik simi 11783