Morgunblaðið - 23.07.1974, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGÚR 23. JÚLÍ 1974
ÍBA varð ÍBK
engin hindrun
ÞAÐ VAR mikill áhugi á leik
Akureyringa og Keflvfkinga, sem
fram fór á Akureyri á laugardag-
inn, enda veður hið fegursta þeg-
ar leikurinn hðfst og menn
minnugir leiks liðanna frá í
fyrra, sem þðtti skemmtilegur og
spennandi. 1767 áhorfendur
greiddu aðgangseyri á völlinn og
er það hið næstmesta f deildinni f
sumar. Margir höfðu fylgt Kefl-
vfkingunum norður og var sá hðp-
ur litrfkur, enda Bakkus með f
ráðum sums staðar. En þrátt fyrir
gðð ytri skilyrði varð leikurinn
ekki sú skemmtun, sem vonir
stððu til, og stðð sem slfkur að
sögn langt að baki leik sömu liða f
fyrra. Þetta er talandi dæmi um
knattspyrnuna þá og nú, aftur-
förin er greinileg. Keflvfkingar
voru betri aðilinn í leiknum og
sigruðu verðskuldað 2:0. Sigur-
ganga þeirra hefur verið ðslitin
sfðan f sfðasta leik fyrri um-
ferðarinnar f Vestmannaeyjum,
og eiga Keflvfkingar nú einir liða
einhverja möguleika á þvf að ná
Akurnesingum. Liðin mætast f
Keflavfk á laugardaginn og verð-
ur það þýðingarmesti leikur
mðtsins fram til þessa.
Akureyringar kusu að leika
undan sunnanstrekkingi í fyrri
hálfleik og var leikurinn nokkuð
jafn þann hálfleik nema hvað
sóknarlotur Keflvíkinga voru
mun hættulegri. Akureyringar
hins vegar virtust ekki ná að
byggja upp nein hættuleg mark-
tækifæri, þótt þeir væru mikið
með boltann. Fátt markvert
gerðist f hálfleiknum. Helzt er að
nefna aukaspyrnu Ölafs Júlíus-
sonar á 6. mínútu, sem Benedikt
varði vel í horn. Nokkru síðar átti
Sigbjörn fast skot að marki ÍBK,
en framhjá. Gunnar Jónsson bak-
vörður fBK komst í gott færi á 30.
mínútu, en skaut framhjá og á 32.
mfnútu átti Guðni skalla að eigin
marki, en Þorsteinn bjargaði af
snilld.
Umdeilt atvik
Svo gerðist það, sem mark-
verðast mátti teljast í þessum
annars viðburðalitla hálfleik.
Keflvíkingar fengu aukaspyrnu á
vftateigshorni vinstra megin á 38.
mfnútu. Spyrnan var snöggt
tekin, Ástráður lék hratt upp
vinstra megin og þegar hann
nálgaðist endalínu gaf hann
knöttinn að stönginni fjær, þar
sem Steinar Jóhannsson kom á
fullri ferð og skoraði. Dómarinn
Magnús Pétursson dæmdi markið
f fyrstu gilt, en breytti síðan úr-
skurðinum, þegar hann sá flagg
Guðmundar Haraldssonar línu-
varðar á lofti. Hann hafði dæmt
Steinar rangstæðan. Atvik þetta
var mjög umdeilt meðal
áhorfenda, bæði hvort Steinar
hefði verið rangstæður eða ekki
og hvort dómarinn hefði verið bú-
inn að flauta leikinn á, þegar
gefið var á Ástráð.
ÍBK tryggir sér sigur
Keflvíkingar léku undan gol-
unni í seinni hálfleik og undan
rigningu, sem lét á sér kræla
þegar leið á leikinn. Þeir sóttu
mun meira, en Akureyringar
hugsuðu um það eitt að verjast og
tryggja sér annað stigið, rétt eins
og gegn íA á dögunum. Langi vel
virtist sem Keflvíkingar ætluðu
ekki að finna leiðina í net-
möskvana. Benedikt stóð sig
ágætlega í markinu og tvisvar
björguðu þeir Aðalsteinn og
Gunnar Austfjörð á línu.
Það var svo ekki fyrr en á 73.
mfnútu sem mark ÍBK varð að
veruleika. Kári Gunnlaugsson,
sem kom inn í stað Jóns Ölafs, lék
af harðfylgi upp vinstra megin og
gaf lausan bolta úr þröngri að-
stöðu fyrir markið. Bæði Bene-
dikt markvörður og varnarmaður
misstu boltann klauflega framhjá
sér og Steinar Jóhannsson kom
aðvífandi á fullri ferð og skoraði f
tómt markið. Keflvíkingar héldu
áfram að sækja og bættu við
marki á 82. mínútu. Olafur
Júlíusson tók hornspyrnu frá
vinstri, boltinn þvældist um í víta-
teignum, tvö skot dundu á
markinu og loks f þriðju tifraun
tókst Guðna Kjartanssyni að
innsigla sigur ÍBK með föstu
vinstrifótarskoti, sem hafnaði
neðst f markhominu vinstra
megin. Eftir þetta áttu bæði Kári
og Steinar góð marktækifæri, en
uppskáru ekki mark. Benedikt
markvörður meiddist í lok
leiksins og lék Samúel f markinu
síðustu mínúturnar.
Liðin
Þrátt fyrir þennan sannfærandi
sigur áttu Keflvíkingar síður en
svo nokkurn glansleik. Það, sem
þeir höfðu umfram Akureyringa,
voru fyrst og fremst sóknarmenn,
sem gátu skapað sér tækifæri og
unnið úr þeim. Þorsteinn mark-
vörður þurfti ekki oft að hafa
afskipti af leiknum, en sitt hlut-
verk vann hann af slíkri prýði, að
eftirtekt vakti. Hann er ekki
aðeins bezti markvörður okkar í
dag heldur sá langbezti.
í vörninni voru þeir Guðni og
Ástráður mjög góðir, virðist sá
síðarnefndi vera að ná sínu fyrra
formi aftur. Karl og Grétar voru
að vanda duglegir á miðjunni og í
framlfnunni voru Steinar og
Ölafur drjúgir, þó að þeir ættu
engan stórleik. Kári var góður
þann tíma, sem hann var inni, og
er furðulegt, að hann skuli ekki
vera búinn að fá fast sæti í liðinu.
Eins og gegn Akurnesingum á
dögunum hugsuðu Akureyringar
mest um vörnina og sfðan var
treyst á fljóta framherja liðsins.
Ekki varð árangurinn mikill af
þeim hlaupum nema þá helzt hjá
Árna Gunnarssyni. I vörninni
áttu þeir Gunnar og Aðalsteinn
góðan leik, voru beztu menn
liðsins. Benedikt fer fram með
hverjum leik f markinu. Hann er
góður milli stanganna, en út-
hlaupin eru greinilega hans veika
hlið. Akureyringar eru enn f fall-
hættu, þeirra mikilvægasti leikur
fram til þessa verður á laugardag-
inn, þegar þeir mæta Vfkingi í
Reykjavfk.
1 stuttu máli:
Akureyrarvöllur 20. júlí. fslands-
mótið.
2 LIÐ VIKUNNAR 2
Þorsteinn Ólafsson, fBK
Jón Gunnlaugsson, ÍA páll Björgvinsson, Vfkingi
Sigurður Indriðason, KR Ástráður Gunnarsson, IBK
„ Jðhannes Eðvaldsson, Val . t
Guðgeir Leifsson, Fram Kristján Sigurgeirsson, IBV
Ólafur Lárusson, KR Kristinn Jörundsson, Fram Karl Þðrðarson, IA
EINKUNNAGJOFIN
KR ÍBA: ÍA
Magnús Guðmundsson 3 Benedikt Guðmundsson 2 Davfð Kristjánsson 2
Sigurður Indriðason 3 Haukur Jðhannsson 1 Björn Lárusson 2
Stefán Örn Sigurðsson 2 Sigurður Lárusson 1 Benedikt Valtýsson 2
Ottð Guðmundsson 3 Aðalsteinn Sigurgeirss. 3 Jðn Gunnlaugsson 3
Ólafur J. Ólafsson 2 Gunnar Austf jörð 3 Jðn Alfreðsson 3
Haukur Ottesen 1 Steinþðr Þórarinsson 2 Þröstur Stefánsson 3
Gunnar Gunnarsson 1 Þormðður Einarsson 1 Haraldur Sturlaugsson 2
Árni Steinsson 3 Jðhann Jakobsson 1 Hörður Jðhannesson 2
Atli Þðr Héðinsson 2 Sigbjörn Gunnarsson 1 Teitur Þðrðarson 2
Hálfdán Örlygsson 2 Gunnar Blöndal 1 Karl Þðrðarson 3
Ólafur Lárusson 3 Árni Gunnarsson 2 Matthfas Hallgrfmsson 2
Baldvin Elfasson (varam.) 1 Sævar Jðnatanss. (varam) 1
Samúel Jóhannss. (varam) 1
VlKINGUR IBK: IBV
Ögmundur Kristinsson 1 Þorsteinn ólafsson 3 Arsæll Sveinsson 1
Eirfkur Þorsteinsson 2 Gunnar Jðnsson 1 Einar Friðþjðfsson 2
Magnús Þorvaldsson 1 Ástráður Gunnarsson 3 Ólafur Sigurvinsson 3
Jðn Ólafsson 1 Lúðvfk Gunnarsson 2 Friðfinnur Finnbogason 3
Helgi Helgason 2 Guðni Kjartansson 3 Þðrður Hallgrfmsson 2
Gunnar Gunnarsson 2 Hörður Ragnarsson 1 Óskar Valtýsson 3
Jðhannes Bárðarson 1 Kari Hermannsson 2 Kristján Sigurgeirsson 3
Hafliði Pétursson 2 Grétar Magnússon 2 Snorri Rútsson 2
Gunnar Örn Kristjánss. 1 Jðn Ólafur Jðnsson 1 Tðmas Pálsson 1
Páll Björgvinsson 4 Steinar Jðhannsson 2 örn Óskarsson 2
Kári Kaaber (varm.) 1 Ólafur Júlfusson 2 Sveinn Sveinsson 1
Rðbert Agnarss. (varam.) 1 Kári Gunnlaugss. (varam) 2 Viðar Elfasson (varam.) 1
Steinar Jðhannsson kominn efstur á blað markaskorara f 1. deildar
keppninnar eftir mark sitt á Akureyri, sem þarna er að verða til.
1. deild, fBA—IBK 0:2 (0:0).
Mörk IBK: Steinar Jóhannsson á
73. mínútu og Guðni Kjartansson
á 82. mínútu.
Áminning: Engin.
Ahorfendur: 1767.
Dðmari: Magnús Pétursson og
átti hann einn af sfnum albeztu
dögum, þ.e. dómgæzla var á
heimsmælikvarða.
MARKHÆSTIR
Eftirtaldir leikmenn hafa
skorað flest mörk f 1. deild að
10 umferðum loknum:
Steinar Jðhannsson, IBK, 6.
Matthfas Hallgrfmsson, lA, 5
Gunnar Blöndal, IBA, 4
Jóhann Torfason, KR, 4
Kristinn Jörundss., Fram, 4
Ólafur Júlfusson, IBK, 4.
Sveinn Sveinsson, IBV, 4
Teitur Þðrðarson, ÍA, 4
Örn Óskarsson, ÍBV, 4
Ingi Björn Albertss. Val, 3
Kári Kaaber, Vfking, 3
I 2. deild hafa eftirtaldir
leikmenn skorað flest mörk:
Loftur Eyjðifss., Haukum 10
Guðmundur Þðrðarson,
Breiðabliki 7
Helgi Ragnarss., FH 6
Jðhar.n Hreíðarss., Þrótti 6
Ólafur Danivalss., FH 6
Ólafur Friðriksson, Breiða-
bliki 6
Hermann Jðnasson, Völsungi
5
Sumarliði Guðbjartsson, Sel-
fossi 5
STIGAHÆSTIR
Eftirtaldir leikmenn hafa
hlotið flest stig f einkunnagjöf
blaðamanna Morgunblaðsins:
Jðhannes Eðvaldsson, Val 31
Jðn Gunnlaugsson, 1A 29
Óskar Valtýsson, IBV 26
Gunnar Austf jörð, IBA 25
örn Óskarsson, IBV 25
Atli Þðr Héðinsson, KR 24
Ólafur Júlfusson, tBK 24
Þröstur Stefansson, lA 24.
1. DEILD
LEIKIR HEIMA Uti STIG
lA 10 4 3 1 0 9:2 6 3 3 0 7:3 16
IBK 10 5 3 2 0 10:2 5 3 0 2 7:5 14
KR 10 5 2 2 1 6:4 5 1 2 2 6:10 10
IBV 10 5 1 2 2 4:6 5 1 3 1 8:6 9
FRAM 10 6 1 2 3 7:9 4 1 2 1 4:4 8
VALUR 10 5 1 3 1 9:9 5 0 3 2 3:5 8
iBA 10 5 1 1 3 4:10 5 2 1 2 7:12 8
VIKINGUR 10 4 0 1 3 2:5 6 2 2 2 7:7 7
2. DEILD
LEIKIR HEIMA Cti STIG
FH 10 4 2 2 0 10:1 6 5 10 14:2 17
ÞRÓTTUR 9 5 4 10 12:4 4 1 3 0 6:4 14
HAUKAR 10 6 2 3 1 10:6 4 3 0 1 8:5 13
BREIÐABLIK 9 5 3 0 2 16:6 4 2 2 0 8:2 12
VÖLSUNGUR 10 5 3 0 2 11:8 5 0 14 5:14 7
SELFOSS 9 4 2 0 2 8:7 5 1 0 4 3:10 6
ÁRMANN 9 5 10 4 5:12 4 10 3 4:11 4
iBl 10 5 113 3:6 5 0 0 5 2:22 3