Morgunblaðið - 23.07.1974, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLl 1974
25
Hér
Litið inn hjá íslenzku fyrirtækjunum
Aiderknit og Norsteel í Skotlandi
FÁIR telja til tíðinda, að
erlend stórfyrirtæki
vilju fjárfesta á íslandi
sem annars staðar utan
síns heimalands, enda
hefur slík fjárfesting
aukizt að mun eftir stríð,
um leið og a.m.k. hinn
vestræni heimur hefur
færzt stöðugt í þá átt að
verða ein markaðsheild.
Það vekur hins vegar
meiri athygli okkar, að
íslenzk fyrirtæki hasli
sér völl erlendis, enda er
það nokkuð sjaldgæft.
Nokkur íslenzk fyr'ir-
tæki eiga þó dótturfyrir-
tæki erlendis og má þar
nefna Sambandið og
Sölumiðstöð hraðfrysti-
húsanna, sem bæði reka
verksmiðjur í Bandaríkj-
unum. Þá eiga Flugleiðir
að hluta eða að fullu
eignaraðild að fyrirtækj-
um, skráðum og starf-
andi erlendis.
Nú síðast hafa tvö ís-
lenzk fyrirtæki hafið iðn-
rekstur í Skotlandi,
Prjónastofa Borgarness,
sem á fyrirtækið
Aiderknit, og Stáliðjan,
sem rekur fyrirtækið
Norsteel. Bæði þessi fyr-
irtæki reka verksmiðjur í
Cumbernauld, sem er
norðaustur af Glasgow,
en þangað kom blm. Mbl.
fyrir skömmu.
Menn eru ekki á eitt
sáttir um ágæti þess, að
fyrirtæki fjárfesti utan
síns heimalands. Hér á
landi hefur það t.d. verið
mikið gagnrýnt, að er-
lendum fyrirtækjum
skuli leyft að fjárfesta á
íslandi og jafnvel veitt
einhver fyrirgreiðsla til
að auðvelda þeim starf-
semina. Minna hefur
hins vegar borið á gagn-
rýni á fjárfestingar Is-
lenzkra fyrirtækja er-
lendis, þó að slík fjárfest
ing geti verið neikvæð
fyrir íslenzkan efnahag,
eftir því hverjar ástæður
liggja að baki því, að fyr-
irtækið flytur út fjár-
magn.
Fjárfesting erlendis
getur verið innlendum
fyrirtækjum nauðsynleg
til að tryggja aðgang að
markaði. Verksmiðjur
SÍS og SH eru dæmi um
slíkt. Hún getur einnig
reynzt fyrirtæki nauð-
synieg til að tryggja sam-
keppnisaðstöðu þess.
Mikill hluti fjárfestingar
Flugleiða erlendis virðist
einmitt af þeim toga
spunninn. Slík fjárfest-
ing hlýtur að vera
jákvæð, hvort sem er fyr-
ir fyrirtækið eða þjóðina.
Ef hins vegar fyrirtæki
fjárfestir erlendis I því
skyni að flýja háan inn-
lendan kostnað getur
fjárfestingin valdið at-
vinnuleysi eða minnkað
atvinnumöguleika, miðað
við ef fyrirtækið hefði
fremur kosið að fjárfesta
innanlands. Jafnframt
geta önnur innlend fyrir-
tæki, sem starfa I sömu
grein, skaðast við það
að samkeppnisaðstaða
þeirra erlendis versnar.
Stöðugt atvinnuleysi
hefur verið I Skotlandi
og því hafa stjórnvöld
Ullin sniðin.
gripið til ýmissa ráðstaf-
ana til að auka atvinnu-
rekstur þar. Styrkir hafa
verið veittir til svokall-
aðra þróunarsvæða, eins
og t.d. Cumbernauld, sem
er nýuppbyggður bær.
Ýmislegt er gert til að
laða að fyrirtæki, innlend
sem erlend, og hefur
bæjarfélagið reist mikil
verksmiðjuhúsnæði, sem
fyrirtækin fá til afnota
endurgjaldslaust fyrstu
tvö árin, sem þau starfa,
en sá tími getur skipt
mestu um hvort fyrir-
tækið dafnar. Auk þess
er afsláttur veittur af op-
inberum gjöldum og séð
til þess, að nóg húsnæði
sé til fyrir vinnuafl og
önnur aðstaða sem bezt.
Við slíkar aðstæður
búa íslenzku fyrirtækin
tvö I Cumbernauld,
Aiderknit og Norsteel.
Aiderknit hefur nú
starfað I tíu mánuði og
þar vinna 25 manns við
að sauma kvenyfirhafnir
úr íslenzkri ull. Efnið
kemur ofið frá Islandi, en
er sniðið og saumað af
Skotum.
Forstjóri Aiderknit er
Skoti, Jim F. Allan að
nafni. Hann skýrði svo
frá, að verksmiðjan fram-
leiddi um 1500 flíkur á
Sjá næstu
síöu A
Óskar Hafsteinn Halldórsson verkstjóri.
Ur saumasal Aiderknit.