Morgunblaðið - 23.07.1974, Síða 31

Morgunblaðið - 23.07.1974, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULI 1974 31 málum og má þar þá einkum nefna mælsku hans. Hann kunni að flytja mál sitt svo, að allir, sem hlýddu á, hrifust af. 1 máli sinu var Kristján röksnjall, orðhagur; áherzla og flutningur ræðunnar voru með ágætum. En alvara lifsins kallar og það er hugsað um framtíðina. Nokkru eftir 1940 hefur Kristján nám i trésmíði hjá Kristjáni Ölafssyni, sem síðar varð tengdafaðir hans. Var hann jafnframt i Iðnskóla Selfoss. Hagur var Kristján í bezta lagi og ekki var að spyrja að dugnaði hans. — Þetta leiðir svo til þess, að Kristján ílendist á Selfossi og þar stofnar hann svo til hjúskapar 1945, kvænist eftirlifandi konu sinni Sigríði Kristjánsdóttur frá Bár i Flóa. Með þeim verður mikil hamingja og ást. Ekki skal látið hjá líða að geta þess, að Kristján hefur verið veill til heilsunnar um langan tíma og átti miklar þrautastundir síðustu tvo mánuð- ina, en kona hans stóð ætíð við hlið hans, hjúkraði honum inni- lega og dvaldist langdvölum á spítalanum við rúm hans. Á svona stundum reynir á ást og tryggð og mikil og sterk eru böndin þau. Þeim hjónum fæðast tvö börn, Ragnheiður, f. 1945, og Pétur, f. 1946. Ragnheiður er gift Páli Ims- land menntaskólakennara og eiga þau eina dóttur barna. Pétur er vélstjóri í Búrfellsvirkjun og kvæntur Guðrúnu Árnadóttur, eru börn þeirra tvö. Mikla gleði hafa barnabörnin veitt afa sínum, en nú er hjá þeim sorg fyrir dyr- um. Eftir að Kristján hafði lokið tré- smíðanámi sínu stundaði hann at- vinnu sína af miklum dugnaði og eru þau ærið mörg húsin, sem Kristján hefur reist á Selfossi. En 1962 verður Kristján verk- stjóri Selfosshrepps. Var hann það allt til dauðadags. Þar komu hæfileikar hans að góðum notum. Mun vandfundinn sá verkstjóri, sem þar gekk um götur og öllum var hlýtt til, allir virtu, þvf að hann vann verk sín af alúð, elju og hagsýni. Margir, sem aka um Selfoss, hafa veitt eftirtekt hinum mikla vegi, sem liggur í gegnum bæinn, en af framkvæmd þessa verks bar Kristján hita og þunga. Áður er minnzt á hús þeirra hjóna að Reynivöllum 6. Eftir að Kristján lauk byggingu þess átti hann þar heima. Segja má að mað- urinn sé ei nema hálfur ef hann hefur ekki sitt hús eða sinn garð. Þar hafa þau hjón lagt gjörva hönd að verki og hefur þar verið sælt að koma, í gott hús hjá því fólki, þar sem ætíð hefur andað góðu. Þökk flyt ég fyrir allar sam- verustundirnar. Konu, börnum, barnabörnum, tengdafólki og skyldfólki flyt ég innilegustu hluttekningarkveðj- ur. Vinur. Sljóleiki vanans hvelfist yfir okkur. Við göngum á jörðinni og teljum flest sjálfsagt, sem þar er. En okkur gleymist oft, að það, sem er, verður ekki ætfð með okk- ur. Og þá fyrst — og ekki fyrr — hvarflar sú hugsun að okkur, að við hefðum getað rækt verk okkar betur, þegar tími var til, en hið glataða kemur aldrei aftur. Slíkar urðu hugleiðingarnar við lát bróður mfns, Kristjáns Finn- bogasonar, hinn 17. þ.m. I stórum hópi systkina, margra bræðra og einnar systur, ólst hann upp í Hítardal, fögrum f jalladal, þar sem landið og víðátt- an kalla á kraft, áræði og þraut- seigju f daglegri önn. En hraustur og heilbrigður maður krefst oln- bogarýmis og því hlaut Kristján að leggja út á lífsins fley og marka sér þar stöðu í fremstu línu. Á þessum árum kynnist hann eftirlifandi konu sinni, Sigrfði Kristjánsdóttur frá Bár í Flóa. Með þeim verður mikil hamingja og ást. Menn finna tilgang í lffinu með ýmsum hætti, en líklega er það dýpst og stærst að vera öðrum það, sem maður vildi vera sjálfum sér. Þá er maðurinn frjáls og óbundinn. Einn var sá þáttur í fari og eðli Kristjáns, sem allir hlutu að taka eftir, sem honum kynntust, en SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Hvers vegna talaði Jesús f dæmisögum við lærisveina sfna? Það er eins og hann hafi ekki viljað að þeir þekktu sannleik- ann, en þvf get ég ekki trúað. Jesús notaði ekki dæmisögur til þess að fela sann- leikann, heldur til þess að leiða hann betur í ljós. Hann sagði: „Þess vegna tala ég til þeirra í dæmisög- um, aó sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki né skilja.“ Hann notaði dæmisöguna, sem var einföld saga, til þess að útskýra enn betur hin andlegu sannindi, sem hann leitaðist við að kenna fólkinu. En þá voru menn tregir til að skilja sannleikann og veita honum viðtöku, rétt eins og núna. Hvernig víkur þessu við? Fyrst er þess að gæta, að náttúrulegum manni er erfitt aö veita því viðtöku, sem er af Guði, af því aó heyrn hans er ,,stillt“ á önnur mál. Það er eins og Jesaja sagði: „Hlýðið grandgæfilega til, þér skuluð þó ekkert skilja; horfið á vandlega, þér skuluð þó einskis visir verða“ (Jesaja 6,9). Maðurinn er skilinn frá Guði. Þess vegna skynjar hann það, sem seður eigingirni hans. Ég heyrði söngvara einn vera að æfa sig nýlega. Hann söng: „Mín, mín, mín mín.“ Þetta voru einu orðin í söngnum hans og þannig er mörgum okkar háttað. í öðru lagi ber okkur að athuga, að Drottinn verður að snerta dauf eyru okkar, áður en við getum heyrt eins og ber og séð það, sem Guð vill, að við sjáum. Hann sagði við lærisveina sina: „Sæl eru augu yðar, af því að þau sjá, og eyru yðar, af því að þau heyra.“ Hann hafði breytt „stillingu'* þeirra, svo að þeir skildu tungumál himinsins. Hann gerir þetta fyrir alla þá, sem beiðast þess. það var félagsmálaáhugi hans, umbóta- og nýjungaáhugi. Slík áhugamál lýsa manninum oftast bezt. Sá, sem starfar á þessum vettvangi, finnur skjótt, hversu mikill kostur það er að vera góður ræðumaður. En því er þessa getið, að þeir eru margir, sem mega vitna um ræðumennsku Kristjáns. Þar fór saman rökfimi, bygging, stíll og flutningur ræð- unnar, svo að unun var á að hlýða. Á Selfossi reistu þau hjón sér hús að Reynivöllum 6. Þar hafa þau átt heima og þar hafa þau ræktað sinn garð segja má i tvenns konar skilningi, hið ytra má sjá tré, runna og blóm f fegursta skrúða, en að baki slíku starfi býr sál manns, sem finnur líf og tilgang þess f ræktun — bæði þess, sem lifir og vex í moldu og hins, sem hrærist i kviku sálar. — Það eitt gerir manninn góðan að skilja vöxt lffs- ins, finna andardrátt þess, sem lifir, og veita því alúð og um- hyggju. Megi auðna ráða ferðum eftir- lifandi konu, barna og barna- barna. Gunnar Finnbogason.. — Loftur Bjamason Framhald af bls. 29 Ég þekkti Loft löngu áður en hann kynntist mér, en þar sem ég er nokkru yngri, skal það skýrt nánar. Feður okkar, Bjarni Loftsson og Samúel Pálsson, sem báðir voru kaupmenn á Bfldudal, voru aldarvinir og mjög sam- rýmdir. Þegar ég komst til vits og ára, varð mér ljóst, að þessi nána vinátta feðra okkar stafaði m.a. af uppruna þeirra. Báðir voru Sunn- lendingar í hópi góðra Vest- firðinga, báðir fæddir og uppaldir í Borgarfjarðarsýslu, Bjarni á Hvalfjarðarströnd, en Samúel í Borgarhreppi. Loftur var farinn að heiman er ég tók að stálpast. Við leikfélagarnir vorum fljótir að kynnast honum af afspurn. Sama var hvað við gerðum af okkurj engum fannst neitt um okkar uppátæki, en vana við- kvæðið hjá gömlu mönnunum var, að lítið kvæði að þessu, en við hefðum átt að sjá, hvað hann Loft- ur hefði fundið upp á. Hann var þvf óneitanlega foringi okkar, þótt horfinn væri úr plássinu. Lýsir það bezt athafnaþrá og dugnaði, sem einkenndi öll störf Lofts alla ævi. Eins var það, að allt eldra fólk á Bíldudal bar sér- staklega hlýhug til hans og ekki féll um hann hnjótsyrði, þótt margt hefði hann brallað í upp- vexti eins og sæmir fjörugum unglingi. Af þeirri mynd sem festist í huga mínum í æsku af Lofti hlaut hann að vera stór og stæðilegur. Fyrsti fundur okkar var á Bíldudalsbryggju laust eftir 1920, að eitt Eimskipafélagsskip- anna lagðist þar að. Hvatlegur einkennisklæddur maður vatt sér að föður mfnum og heilsaði. Var þar kominn Loftur Bjarnason. Engum hefi ég sagt fyrr en nú, hvað ég hugsaði, að hann skyldi ekki vera hærri vexti. Hann ólst upp á vestfirzka vísu og byrjaði sjóróðra 12 ára gamall. Hann hlaut þá miklu raun að flytja móður sína, Gíslfnu Þórðar- dóttur, veika á Landakotsspítala árið 1916 en þar lézt hún af ill- kynja sjúkdómi. Sama ár innritaðist hann f Stýrimanna- skólann. — Hann réðist til Eim- skipafélagsins 1918 en hætti þeim störfum 1926, að hann stofnaði ásamt öðrum útgerðarfyrirtæki og á þeim vettvangi er Loftur fyrir löngu þjóðkunnur. Læt ég mér færari menn um að skrá út- gerðarsögu hans, sem sannarlega hefir gert manninn og garðinn frægan. Loftur mun þó kunnastur á s.l. tæpum áratugum fyrir afskipti sín af hvalveiðum íslendinga. Hann var einn aðalhvatamaður að stofnun hlutafélagsins Hvals h.f., enda verið þar lengst af formaður og framkvæmdastjóri alla tíð. Loftur var maður sem tekið var eftir. Framkoman mótaðist af festu, góðvild og gáfum. Hann var snar í fasi og svörum, grannholda alla tfð, enni hátt og hvelft, augun fjörleg og snör, nefið beint og munndrættir ákveðnir. Hann var það unglegur, að ætla mætti útlit hans einum til tveim áratugum yngri en svarandi til ævialdurs. Persónuleikinn mótaðist af öryggi, festu og góðgirni, sem gagntók alla sem kynntust hon- um, enda hafa þær lyndiseipk- unnir hans ekki átt minnstan þátt í, að hann hlaut mikil og marg- þætt trúnaðarstörf i þjóðfélagi okkar. Glaðværð og glatt bros hans gleymist seint, og enginn var meiri hrókur alls fagnaðar f vina- hópi en hann, þegar hann hélt sínar smellnu ræður. Loftur var gæddur miklu trúnaðartrausti. Hann var trú- maður mikill og forlagatrúar eins og góðum sjómanni sæmir. Hann sýndi það líka í verkum með mikl- um gjöfum til Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Hann ákvað lfka að eiga hinzta hvfldarstað í faðmi Hvalfjarðarfjalla. Loftur markaði djúp spor með störfum sínum í útvegsmálum. Hann var því forvfgismaður þeirra um áratugaskeið bæði sem stjórnarmaður og formaður Landssambands íslenzkra útvegs- manna, stjórnarmaður og for- maður f Félagi íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda og í stjórn Sambands íslenzkra fiskfram- leiðenda. I stjórn Hafrannsókna- stofnunarinnar var hann frá 1965. Hann var bæjarfulltrúi f Hafnar- firði á árunum 1934—1950. Hann var sæmdur Riddarakrossi Fálka- orðunnar 1960 og stórriddara- krossi 1973. Loftur giftist 1939, eftirlifandi konu sinni Sólveigu Svein- bjarnardóttur. Við sem notið höf- um vináttu þeirra og gestrisni f hinum fögru og vistlegu heim- kynnum, getum bezt um borið, hve húsbændur voru samhentir að laða að sér fólk og gjöra því allt til hæfis. Loftur var mikill lánsmaður f einkalífi sfnu. Eiginkonu sfna mai hann að verðleikum, enda prýdd þeirri skaphöfn og háttum sem allir dáðst að, sem kynnast. Andrúmsloft heimilisins bar þess ríkan vott. Þau hjónin eignuðust tvö mann- vænleg börn, Kristján, sem er framkvæmdarstjóri Hvals h.f. og Birnu, gifta Gísla Torfsyni, endurskoðanda í Hafnarfirði. Þegar Loftur, góðvinur okkar, er genginn á vit feðra sinna, þökkum við honum langa og góða samfylgd og færum ástvinum hans djúpa samúð. Sig. Samúelsson. Með Lofti Bjarnasyni, sem verður jarðsettur í dag, er fallinn frá maður, sem verður eftirminni- legur öllum, sem honum kynnt- ust. Afskipti Lofts af atvinnu- málum þjóðarinnar voru með þeim hætti, að starf hans markar djúp spor í atvinnusögu þjóð- arinnar. Um langt skeið var hann forvígismaður f togaraútgerð, bæði sem driffjöður f útgerðar- félögum og sem virkur þátttak- andi í samtökum útgerðarmanna. Hann gerðist frumkvöðull að stofnun hvalveiðifélags og hefur um aldarfjórðungs skeið veitt því fyrirtæki forstöðu af alkunnum myndarskap. Kynni okkar Lofts hófust árið 1936, þegar hann bauð mér að gerast þátttakandi í stofnun Fisk- veiðahlutafélagsins Venusar í Hafnarfirði og skipstjóri á sam- nefndum togara þess. Loftur átti á þeim árum hlut að stofnun fleiri hlutafélaga með eignaraðild skip- stjóra. Mér varð fljótt ljóst, að Loftur bjó yfir miklum forystu- hæfileikum og mannkostum. Á skipsstjórnarárum mínum féll það 1 Lofts hlut að sjá um alla aðdrætti til skips, útvega lönd- unarleyfi og fleira. Sjálfur var ég mjög kröfuharður, en öll sín störf rækti Loftur af einstakri kost- gæfni og harðfylgi. Fyrstu ár fé- lagsskapar okkar meðan Loftur var ókvæntur, brást ekki, að Loftur flutti mig til skips og sótti mig frá skipu eftir hverja veiði- ferð. Hann annaðist um alla per- sónulega fyrirbreiðslu fyrir mig til að gera mér starf mitt sem auðveldast. Samstarf okkar Lofts í Fisk- veiðahlutafélaginu Venusi hefur staðið óslitið til andláts Lofts og hefur aldrei borið skugga á. 1 öllum ákvörðunum sfnum var Loftur gjörhugull og vandaður. Flaustur var honum ógeðfellt. I upphafi skyldi endirinn skoða, hefði getað verið kjörorð Lofts, ef hann hefði hirt um að dreifa spakmælum, fremur en að láta verkin tala. Hann leit með van- þóknun á alla glæframennsku í útgerð og þær mannanna að- gerðir, sem svo oft hafa stefnt í tvísýnu rekstri þeirrar atvinnu- greinar, sem Loftur gerði að ævi- starfi sínu að efla með ráðum og dáð. Kona mín og ég erum innilega þakklát fyrir kynni okkar af Lofti Bjarnasyni og fjölskyldu hans. Við vottum eiginkonu Lofts, Sól- veigu Sveinbjarnardóttur, og börnum þeirra, Kristjáni og Birnu, tengdasyni og barnabörn- um samúð okkar. Blessuð sé minning Lofts Bjarnasonar. Vilhjálmur Árnason. Miklar annir h j á Air Viking SEINNI þota Air Viking hefur farið fyrstu áætlunarferð með farþega fyrir Sunnu til Malaga á Spáni. 1 samtali við Morgunblaðið sagði Guðni Þórðarson f Sunnu, að flugvéiin yrði á næstunni aðal- lega f flutningum fyrir útlend- inga en f ágúst og september yrði hún mestmegnis f ferðum fyrir Sunnu, enda væri þá flogið nærri daglega á vegum ferðaskrif- stofunnar. Guðni var að þvf spurður hvernig fyrirhugað væri að nýta báðar þotur Air Viking í vetur og svaraði hann því til, að nú væri verið að byrja athuganir á því. Mikill markaður virtist fyrir leiguflug og næg verkefni ættu að vera framundan, því að nærri daglega bærust fyrirspurnir um hugsanlega leigutöku erlendis frá. Fyrirspurnirnar væru aðal- lega frá ýmsum Evrópulöndum og fyrirspyrjendur hefðu einkum hug á því að leigja vélarnar til ferða milli Evrópu annars vegar og Asíu og Afríku hins vegar. Guðni sagði ennfremur, að ekkert hefði rofað til með lendingarleyfi fyrir fslenzkar leiguflugvélar f Danmörku og yrði hann eftir sem áður að flytja farþega sína, sem til Danmerkur færu, fyrst til Hamborgar og aka þeim þaðan til Danmerkur. Þetta mæltist þó vel fyrir, auk þess sem ferðirnar væru sameinaðar sérstakri Rfnarlandaferð á vegum Sunnu. Er flogið til Hamborgar á hverjum sunnudegi. Töluverðar annir verða því hjá Air Viking um þessa helgi. Auk Hamborgarflugs verður einnig flogið með hóp Norðmanna frá Islandi til Bergen og sóttur verður stór hópur Svía til Gauta- borgar. Er það flug á vegum nor- ræna lýðháskólans, sem hyggst halda nemendamót sitt á Stóru- Tjörnum á næstunni. Þá eru tvær ferðir til og frá Danmörku með um 300 Dani, en dönsk flugmála- yfirvöld veita fslenzkum leigu- vélum lendingarleyfi er þær flytja einungis danska farþega til og frá landinu en ekki er þær flytja íslendinga. Sagði Guðni, að með þessu væru dönsk flugmála- yfirvöld að undirstrika kröfu sfna um gagnkvæmni í leiguflugi milli landanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.