Morgunblaðið - 23.07.1974, Page 36

Morgunblaðið - 23.07.1974, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JULt 1974 AftnœUsdagur Valtús Eftir Zacharias Topelíus Hann fór niður að ströndinni og hlóð Víking hvítum steinum. Hann gerði maur að stýrimanni og Bangsar eru mjög vinsæl leikföng og hafa verið það iengi. Það var einn Bandarfkjaforseta, sem „fann upp“ þetta leikfang. Forseti þessi var Theodor Roosevelt, sem einhverju sinni var á veiðum og kom með heim til sfn lítinn hún. Þetta spurðist um víða veröld og einhver leikfangahönnuður benti á, að bangsar væru kjörnir sem leikföng barna og hann gekk svo langt, að hann gaf þeim nýtt nafn „Teddy“ en Theodor Roosevelt forseti gekk undir nafninu Teddy. Golan var af landi og Víkingur var meistara sínum til sóma. Valtýr hafði aldrei séð tignarlegra skip, þar sem það vaggaði á bárunum. Hvílíkur hraði.... Víkingur var á leið til Spánar, en Valtýr stóð á ströndinni og hélt í bandið og gætti þess, að Spánn væri ekki of langt frá Grenihólma. En skyndilega kom vindhviða. Bandið rann úr greip hans og... far vel, Víkingur! Skipið sigldi af eigin rammleik út á hið stóra haf. Valtýr stökk að bátnum, en hann var stór og þungur og honum varð ekki bifað. Hann hljóp eftir ströndinni og kallaði: „Víkingur siglir burt! ... Vfk- ingur fer til Spánar! .. . í alvöru til Spánar!“ Nú bjó fiskimaður þarna í námunda. Báturinn hans lá ekki við festar, en hins vegar lá gamalt allstórt deigtrog á ströndinni. Valtýr ýtti troginu út á vatnið, hoppaði upp í það og stjakaði sér frá landi með priki. Trogið vaggaði mikið í byrjun, en síðan komst nokkur skriður á það. Vindur blés af landi og trogið var brátt komið á meira dýpi. Valtýr náði þó ekki Víkingi, því að Víkingur sigldi miklu hraðar. Þegat hann náði ekki lengur til botns með prikinu, fór hann að verða hræddur og tók að hrópa fullum hálsi. Til allrar hamingju vaknaði Jónas. Hann rak upp stór augu, þegar hann sá vaggandi trog langt út á vatninu og í því æpandi dreng. DRÁTTHAGI BLYANTURINN ANNA FRÁ STÓRUBORO - SAGA FRA SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta. sem verið var að raka saman, og dreifði þeim aftur. Hann henti sér ofan á hrífuhausana í höndunum á vinnukonunum og skildi þar engan tind eftir óbrotinn, og hann ramflækti reipin fyrir vinnumönnunum. Allir umbáru honum þetta með þögn og þolinmæði, hús- móðurinnar vegna, — allir, nema ráðsmaðurinn. Hann gat ekki stillt sig. „Nægir þér ekki, landeyðan þín,“ mælti hann, „að lifa eins og snikjudýr á því brauði, sem þetta fólk þrælar fyrir með súrum sveita, nema þú gerir þér það að leik að tefja fyrir því og gera því margfalda fyrirhöfn?“ Hjalti roðnaði, en svaraði engu. Hann hvarflaði út yfir túnið og kom ekki aftur í bráð. Fyrst varð hann sneyptur og fann, að þetta var satt, en svo sárnaði honum við ráðsmanninn og langaði til að gera honum einhverja litils háttar glennu. Þegar hann nálgaðist fólkið aftur, gekk maður á stað til heygarðsins með gríðarstóran töðubagga á háhesti sínum. Hjalti þóttist kenna þar ráðsmanninn. Hljóp hann þá rösklega til, hóf sig hátt í loft upp á stönginni og kom niður á hey- baggann. Maðurinn, sem undir bagganum var, missti jafnvægið og steyptist áfram og bagginn á hann ofan. Lengi lá hann og brauzt um með baggann ofan á höfðinu, áður en hann fékk velt honum af sér. Hjalti stóð á meðan og hló að honum. En þegar maðurinn var laus undan bagganum og reis upp, sá Hjalti, að það var ekki ráðsmaðurinn, heldur einn af land- setum húsmóðurinnar, sem Eyvindur hét. Hann var þar í vinnu um daginn. Það var gamall maður, stór vexti, hægur og hversdagsgæfur, en þungur á brúnina og illur, ef hann reiddist. „Bíddu við, Hjalti minn!“ mælti hann blár og þrútinn í framan, og röddin skalf af reiði. „Seinna koma sumir dagar, en koma þó. Hamingjan hossar þér hátt núna, en svo verður ekki alltaf. Einhvern tíma leggur guð hönd sína á þig. Þá kanntu að minnast þess, hvað það er að særa gamlan mann.“ Meira fékk hann ekki sagt að sinni, því að hann fékk hóstahviðu og hóstaði upp blóði. Hjalti stóð höggdofa og ráðalaus. Þessum manni hafði hann ekkert illt viljað gera. Hann færði sig hægt nær hon- um og langaði til að biðja hann fyrirgefningar. „Farðu bölvaður!“ æpti Eyvindur gamli af mikilli reiði og steytti að honum hnefann. 1 því kom önnur blóðgusan fram úr honum. Hann hneig niður, og fólkið þyrptist í kringum hann til að vita, hvað um væri að vera, og hjálpa honum. Enginn yrti á Hjalta, en augnatillitin, sem honum voru send, sögðu öll eitt og hið sama: Ólánsgreyið þitt! Guð hjálpi þér! Þar ffleÖmorgunkctffinu m fi ii' L'ii — Herra forseti, virðu- lega forsetafrú, heiðruðu gestir, dömur mínar og herrar; — Ef nokkuð er eftir í flösk- unni þarna á hinum endanum, vilduð þér gjöra svo vel að rétta mér hana, takk.... mmi f Jt P < y £ zsse- — Svona er það alltaf þegar maður þarf á gfröffunum að halda, — þá sjást þeir aldrei....

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.