Morgunblaðið - 09.08.1974, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.08.1974, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGUST 1974 Kveöja: Kristinn Jónasson F. 12. október 1912 D. 1. ágúst 1974. Mér er þungt um, er ég sezt niður til að skrifa þessi fátæklegu kveðjuorð, svo mjög sakna ég Kristins, sem var svo frábærlega góður, að ég cfast um, að það eigi sér nokkra hliðstæðu. Það er stundum sagt, að allir menn séu góðir, þegar þeir eru dánir, en eitt er víst, að hér eru engin falsorð á ferðinni. Já, svona er lífið. Kristinn hafði miklar áhyggjur af minni heilsu, en nú er hún að lagast, en þá er hann burt kallaður. Ég minnist þess, er ég kom upp á spítala til hans og fékk að sitja hjá honum f nær því 2 klukkustundir utan heimsóknartímans, þá var hann svo hress og reyndi að líta f dag- blað, vildi alltaf fylgjast með, þó það kæmu stundum kvalakippir á andlit hans. Ég fann, að Kristinn hafði áhyggjur af ýmsu, þegar hann félli frá sem von var. Hann hefði heldur kosið að hafa ein- hvern tíma til að ráðstafa sínum málum, og er ég viss um, að hann hefði gert það með þeirri sömu rósemi, sem hann bar alltaf með sér, því að Kristinn var svo raun- sær. Hann talaði undir rós. Það var eins og honum veittist þá auð- veldara um áhyggjuefni sín; svo tók hann upp léttara hjal um veðrið, sumarið, sem væri svo gott, og ferðalög, sem gaman væri að fara, hringveginn og V-Skafta fellssýslu, því að þangað hafði Kristinn aldrei komið. Svona gat hann talað við mig, þótt hann vissi, að það væri ekki nema eitt ferðalag, sem hann ætti eftir ófar- ið; svo sterkur var Kristinn. Eflaust hefur Kristni í veik- indastríði sfnu verið oft hugsað vestur að Rauðasandi, þar sem hann sleit barnsskónum. Hann varð að fara að vinna fyrir sér ungur að árum og í þá daga var ekki alltaf spurt að því, hvort barnið væri svangt eða hvað það fengi að borða. Þá varð að tjalda því sem til var. En hann bar mik- inn hlýhug til allra, sem hugsuðu um hann á þessum tíma. Það var ekki að undra, þó að hann talaði oft um þær miklu framfarir, sem orðið höfðu á stuttum tíma, enda fylgdist hann vel með þeim í einu og öllu. Kristinn elskaði sveitina sína fallegu, sandinn rauða, sem finnst hvergi nema þar, svo ég viti til. Hann var ekki einn um þetta, því að allir Rauðsendingar, sem ég þekkti, eru honum sammála. Sennilega var honum kærastur bærinn Gröf, þar sem hann var bóndi um tíma. Honum þótti svo vænt um allar skepnur. Hann þekkti ærnar sínar úr fjarlægð, enda glöggur maður. Kristinn var giftur æskuunnustu sinni, Sigrfði Halldórsdóttur. Ég kynntist hjónabandi þeirra ekki fyrr en þau fluttu til Reykjavíkur eða fyr- ir 16 árum, er ég varð tengdadótt- ir þeirra. Hjónabandið var til fyr- irmyndar og sambúðin innileg. Þess vegna missir tengdamóðir mín mikils. Ég bið þann, sem öll- um æðri er og ofar okkar skiln- ingi, að styrkja hana í þeirri miklu sorg, sem hún stendur nú frammi fyrir. Hinn 27. mai var Kristinn flutt- ur á sjúkrahús. Það varð mér harmafregn. Hann bar veikindi sín með rósemi, allt fram á síustu stund. Nú er skarð fyrir skildi í Álf- heimum 32 og mikið er ég hrædd um, að mér og fleirum finnist eitthvað vanta, þótt hans góða kona verði þar. Við getum ekki lengur, ef eitthvað er að, hringt, beðið Kristin að koma og leysa úr vandræðunum. — Börnum sfnum var hann góður faðir þó að hann yrði að dveljast utan heimilis síns í lengri eða skemmri tíma vegna atvinnu sinnar, sjómennskunnar. A stríðsárunum hefur efalaust verið erfitt fyrir móðurina að vera alltaf í sífelldum ótta, því að öðru hvoru voru að berast fregnir af slysum. Ekki gat hún verið viss um, að röðin kæmi ekki einhvern tíma að þeim skipsfélögum, því að ekki var hægt að fá neinar fréttir; hann bara kom og fór. Ekki var Kristinn barnabörnun- um síðri; var góður afi. Mér þótti vænt um, að drengurinn minn, sem ber nafn hans, skyldi geta heimsótt hann á sjúkrahúsið. Ég bið almáltugan góðan guð að styrkja Sigríði í þeirri miklu sorg, sem að henni steðjar, og gefa henni heilsu, og bið enn fremur að hugsað sé til dótturinnar, sem í fjarlaegu landi býr, barnanna hennar og eiginmanns. Kristinn sé að eilíf u blessaður. Dfsa. Bjarni Sigurðsson trésmíðameistari Kveðjuorð frá fyrrverandi sam- býlisfólki: Það var árið 1940 að vori til, sem f jölskylda okkar fluttist inn f húsið nr. 98 við Njálsgötu; eigendurnir Bjarni Sigurðsson og Margrét Skúladóttir tóku vel á móti okkur, en það hefir áreiðan- t MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR andaðist 8. ágúst Kristjana Fenger. lega þurft kjark til þess að leigja ellefu manna fjölskyldu. En þetta gekk allt vel, og sýndi sig bezt í því, að árin urðu 25 sem við bjuggum á Njálsgötunni. En nú er Bjarni horfinn héðan, en Margréti vildum við með þessum lfnum senda okkar inni- legustu þakkir fyrir allt. Einnig sendum við henni og börnunum samúðarkveðjur á sorgarstund. Hannsfna og Vietor Strange. Minningarathöfn um t HELGU SVEINSDÓTTUR Laugarnesvegi 76, fer fram í Neskirkju laugardaginn 10. ágúst kl. 10.30. Jarðsett I Landakirkju, Vestmannaeyjum þriðjudaginn 1 3. ágúst kl 2. Börn, tengdabörn og bamabörn. t Sonur okkar og bróðir KRISTINN ESMAR SKARPHÉÐINSSON, verður jarðsunginn laugardaginn 10.8. kl. 10.30 frá Fossvogs- kirkju Aleth Kristmundsson, Skarphéðinn Kristmundsson og systkini. Minning: Ólafur Kr. Við báðir, sem undir þetta rit- um, minnumst í þessu greinar- korni góðs vinar og tengdaföður með virðingu og þakklæti. Hér á eftir stiklum við á ýmsu í lífi hans, sem við höfum fyrir satt og reynslu af. Hann fæddist að Hlöðversnesi á Vatnsleysuströnd 15. ágúst 1891 og lézt 27. f.m. og því tæpra 83 ára, heilsuhraustur og heilsteyptur allt að leiðar- lokum. Foreldrar hans, Teitur Þorleifsson og Gróa Arnadóttir, bjuggu þar syðra unz þau fluttust í hárri elli til Hafnarfjarðar. Þau voru sæmdarhjón. Börn þeirra voru Þorleifur, Guðni, Sigríður, Eyjólfur Arni, Teitur, Ölafur og Margrét yngst. Ólafur lézt síðast- ur þessara heiðurssystkina, sem öll láta eftir sig dugnaðarfólk og fjórði ættliðurinn gefur ekkert eftir mannkostum þess. Ólafur var snemma til forystu fallinn og má sjá það af hans starfsferli. Ungur byrjaði hann baslið en hertist við hverja raun. Sjómennskan varð hans hlut- skipti, ungur að árum — útróðrar — skútuöld og að henni lokinni — togveiðar á nýsköpuninni — var um borð hjá Halldóri heiðurs- manni f Háteig og fékk þar góðan skóla. Gu-mundur sálugi á Skalla- grími, hinn frægi aflakóngur, leit- aði náða Halldórs þegar hann tók við skipinu og spurði: „Hvern bendir þú mér á sem góðan báts- mann af strákum þinum?“ Ekki stóð á svarinu: „Hann Óla Teits." Þar með er ekki sagt, að Halldór hafi eftirlátið Guðmundi sinn bezta mann, en hvað um það, Ólaf- ur ílentist með honum þar í 25 ár, á Skallagrími og Reykjaborginni — þeir urðu sannir vinir, og bar aldrei skugga á þá vináttu. — Ólafur lét oft orð að því falla, að þegar hann væri allur yrði hann á ný bátsmaður hjá Guðmundi. — Eitthvað þessu líkt komst Ólafur að orði í spjalli við Matthías Johannessen skáld á áttræðis- afmæli sinu, sem birtist í Morgun- blaðinu. Eftir að Reykjaborginni var grandað f hildarleiknum mikla, réðst hann sem bátsmaður á b/v Baldur frá Bíldudal og síðan há- seti á m/s Foldina um skeið og þar með tekinn pokinn. Eftir landtökuna vann Ólafur hjá t Litli drengurinn okkar BJÖRN SIGMUNDUR, andaðist I sjúkrahúsi Selfoss 7. ágúst. Verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 10 ágúst kl. 2 e.h. Björk Ingólfsdóttir Björn Þórarinsson, Holtagerði 50, Kópavogi. Eiginmaður minn, t SIGFÚS GUÐMUNDSSON. Suðurgötu 2, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju, laugardaginn 10. ágúst kl. 2 e h. Fyrir hönd vandamanna. Hólmfrlður Sveinsdóttir. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og tengdamömmu, ODDNÝJAR FRIÐRIKU JÓHANNESDÓTTUR, Tunguvegi 1. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 3 D Landspítalanum fyrir ein- staka umönnun. Guðrún Jónsdóttir, Sigurður Álfsson, Álfheiður Jónsdóttir, Vilhjálmur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartanlegustu þakkir til allra, er sýnt hafa mér, systkinum mínum og aðstandendum öllum samúð og vináttu, vegna andláts og jarðarfarar GERÐU GUÐJOHNSEN Háagerði 15, Reykjavik. Þóra Ása Guðjohnsen. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eíginmanns mins, föðurokkar, stjúpföður, tengdaföður og afa ÁRSÆLS V. SVEINBJÖRNSSONAR, Sólvöllum. Garði. Lilja Vilhjálmsdóttir, Sveinbjörn Ársælsson, Eva Valgeirsdóttir, Guðbjörg Ársælsdóttir, MagnúsTh. Magnússon, Halldór Ársælsson, Guðfinna Sigurjónsdóttir, Bára Þórarinsdóttir, Haukur Sævaldsson, Sigurbjörg Stefánsdóttir og barnabörn. Teitsson Eimskip — um borð í skipum — langt fram yfir sjötugsaldur og var f miklu uppáhaldi hjá vinnu- félögunum þar. Ólafur var vinur vina sinna, trúr og tryggur sínum húsbændum. Kveldúlfsbræður sem áttu Skallagrím, virtu Ólaf að verðleikum og sýndu honum sóma. Hann bar mikinn hlýhug til föður og bræðranna allra. Ólafur kvæntist ungur að árum (11/10 1913) Vilborgu Magnús- dóttur frá Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd og settust þau að hér í borginni, fyrst að Hverfis- götu 58 en 1917 eignuðust þau Skólavörðustíg 20A og þar bjó hann til æviloka. Nú ræður ekkjan þar húsum. Börn þessara hjóna urðu 7 — þrjár dætur og fjórir synir — af hópnum eru á lífi: Ingibjörg, Gróa, Vilborg og Hafsteinn — Ólafur lézt ungur. Hlöðver fórst með Max Pemberton og séra Eggert lézt vegna afleiðinga slyss á bezta aldri — barnmargur. Tengdafaðir okkar og við öll I fjölskyldunni urðum fyrir mikilli sorg er yngsti Ólafurinn, sonur Eggerts sáluga, fórst af slysförum aðeins 16 ára — indælis drengur. Þeir nafnarnir verða samferða á góðra vina fund. Á sjómannsheimili þegar bónd- inn er fjarverandi, fellur það í hlut konunnar að sjá fyrir barna- hópnum og I þvf stóð hún Vilborg sig með ágætum. Hún kappkost- aði að mennta dætur og syni og það bar árangur, um þetta voru þau hjón sammála. Fyrir börn okkar og barnabörn þökkum við þér ástríki þitt, um- hyggju og góðvild. Þeim þótti undurvænt um ykkur bæði hjón- in. Guðs blessun. Guðmundur Kristjánsson og Jens Guðjónsson. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á I mið- vikudagsblaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu lfnubili. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og bálför eiginmanns mlns, MAGNÚSAR ÁGÚSTSSONAR (Max Peschel), Auðbrekku 19, Kóp. Fyrir hönd barna og tengdabarna, Ida Anna Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.