Morgunblaðið - 09.08.1974, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 09.08.1974, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 1974 19 Geirþrúður jónsdóttir Þeim smá fækkar nú kunningj- unum og samferðamönnum okkar, sem komnir eru á efri ár. Eftir bærist söknuður í brjósti okkar. Við gleymum því, að þessi ferð er okkur öllum búin fyrr eða sfðar á ævinni og þá endurnýjasl kynnin. Eg er nýbúin að sjá á bak vin- konu minni, sem ég sakna mjög, en hins vegar þykir mér vænt um, að þjáningum hennar er lokið. Ég kynntist henni fyrst árið, sem við hjónin fluttumst að Mosfelli í Grímsnesi. Faðir hennar var bóndi á Kringlu, sem er svo að segja næsti bær við Mosfell. Hún hét Geirþrúður Sigurjóns- dóttir og var elzt af tfu börnum þeirra hjóna Sigurjóns Gíslasonar og Jódfsar Sigmundsdóttur. Geir- þrúður fæddist á Kringlu árið 1893. Foreldrar hennar voru bæði ættuð úr Árnessýslu. Sigurjón var bróðir Stefáns Gíslasonar, er lengi var læknir í Vík í Mýrdal og margir kannast við. Jódís kona Sigurjóns var frá Kambi f Flóa. Hún var af Fjallsættinni. Þetta var mesta myndarfólk, enda bar Þrúða með sér, að henni stóðu sterkir og góðir stofnar. Við fluttumst að Mosfelli árið 1922. En svo stóð á, að mig vantaði stúlku í slátrin um haustið og Jódís lánaði mér Þrúðu þar til vetrarstúlkan mín kæmi. Ég sá fljótt, að Þrúða kunni vel til verka og eftir því var hún fylgin sér, myndarleg og hagsýn í öllu. Það þarf mikið til að koma upp tíu börnum án hjálpar nokkurs manns. En það tókst. Auðvitað var uppeldið miðað við að þau yrðu sem fyrst sjálfbjarga og fær um að mæta lífsbarátt- unni. Við nutum ekki samverunnar nema þrjár vikur f það sinn. Þrúða var oftast heima á sumrin, en í Reykjavík á veturna. Sam- gangur var milli bæjanna og vin- átta. Þetta var allt úrvals fólk. Eftir að við komum suður og sett- umst að í Reykjavík hófust aftur kynni með okkur Þrúði, að vísu var hún ekki alltaf í bænum, en hún kom oft. Svo árið 1933 giftist hún Boga Ragnari Guðlaugssyni, ungum og efnilegum manni. Þau bjuggu í Móakoti í Garði. Sambúð þeirra var ástrík, en ekki löng. Hann var heilsuveill og dó árið 1938. Þau eignuðust ekki barn, en höfðu tekið dreng í fóstur og ber hann nafn þeirra beggja hjóna og, móður sinnar, Geir Ragnar Leví Andersen. Óefað varð það henni til bless- unar að hafa tekið drenginn. Eftir lát manns hennar snerist allt hennar ástrfki um hann og sefaði tregann, sem hún bar í brjósti. Þrúða giftist aftur árið 1941,' Kristni Einarssyni. Ég þekki ekki ætt hans, en hann er prúður maður og greindur vel. Þau seldu húsið syðra og fluttust til Reykja- vfkur á Hraunteig 28. Þar hafa þau búið sfðan. Sjálf hafði Þrúða farið á mis við bóklega menntun, en var þó bráð- greind og las allt, sem hún náði í. Hún lét fósturson sinn fyrst í gagnfræðaskóla, síðan í verzlunarskóla og síðan lét hún hann sigla til sérnáms, sem hann kaus sjálfur, — hótelreksturs- náms í Sviss. Fyrst eftir að hann kom heim var hann hjá KEA. Nú er hann fulltrúi hjá Loftleiðum. Ekki datt mér í hug í vor, er þau hjónin komu hingað, að Þrúða yrði á undan mér í þessa ferð. Andlit hennar ljómaði, er hún var að segja mér frá, hve góð og um- hyggjusöm ungu hjónin væru þeim, einkum eftir að hún varð svona iasin. Ragnar er ekki f rónni nema hann viti daglega um líðan okkar. Þau ýmist hringja eða koma, sagði hún, og svo eru börnin svo elskuleg, bætti hún við. Ég veit, að það hefir létt dauða- Sigur- — Kveðja stríðið, að þau Kristinn og Geir og kona hans voru hjá henni síðustu stundirnar. Við hér þökkum vin- áttu Þrúðar og tryggð. Ég tel mig ríkari að hafa átt vináttu hennar í 52 ár, og aldrei borið skugga á. Þrúða andaðist á hádegi hins 30. júlí. Við hjónin og synir okkar vottum aðstandendum innilega samúð. Elinborg Lárusdóttir. Minning: Stefán Olafsson F. 2.1. 1920 D. 27.7. 1974. Mitt f glys og glaum hátíðahalda í sumarsól syrti yfir hjá þeim, sem sjá þurftu á bak Stefáni Ölafssyni, Laufásvegi 61 í Reykja- vík, tæplega hálfsextugum. Stefán heitinn hafði átt við alv- arleg veikindi að stríða um all- langt skeið, andaðist snögglega laugardaginn 27. júlí og var jarð- sunginn viku síðar. Á þeirri sorg- arstund hittust fjölmargir skóla- félagar Stefáns frá þvf fyrir nær fjórum áratugum og bar það best vitni því hversu vinfast tryggða- tröll þessi ljúfi og lítilláti maður var. Einn gamall félagi lét þess get- ið, að hann hefði aldrei vitað Stef án skipta eða skeyta skapi, hr^yta ónotum eða viðhafa ill- mælgi um nokkurn mann. Þetta geta aðrir staðfest og eru það betri eftirmæli en flestir afla sér. Stefán Ólafsson var yfirlætis- laus, starfsamur og ráðvandur í hvívetna. Ungur að árum kom hann á fót eigin fyrirtæki og rétti við annarra, með þvf ávann hann sér allstaðar traust og mátti ekki vamm sitt vita í viðskiptum. Ilann var gæfumaður í starfi þótt kraft- ar entust ekki nógu lengi. En hann hafði og oftsinnis orð á því hve mikillar gæfu hann hefði orð- ið aðnjótandi í einkalífi og þá ekki síst er heilsan tók aó bresta. „Ég á svo góða konu og góð börn, sem hjálpa mér út úr örðugleik- um,“ sagði Stefán. Þau munu ef- laust njóta fyrirbæna hans um alla sína framtíð og með þeim er nú allur hugur hollvina Stefáns heitins Ölafssonar. H.F. Raðhús — Eignaskipti til sölu fokhelt 190 ferm raðhús í norðurbæn- um í Hafnarfirði í skiptum fyrir 3ja herb. tilbúna íbúð. Upplýsingar í síma 51888 og 52844 eftir kl. 5. Meistarafélag húsasmiða Þeir félagsmenn, sem hafa hugsað sér að taka þátt í Öskjuferðinni, vinsamlegast hafið sam- band við skrifstofuna fyrir mánudagskvöld. Skemmtinefndin. KSÍ Laugardalsvöllur KRR 1. DEILD KR — ÍBV Leika í kvöld kl. 20.00. TILBOÐ ÓSKAST í eftirtaldaf bifreiðar, sem skemmst hafa í umferðar- óhöppum: Fiat 128 árgerð 1974. Skoda 110 LS árgerð 1974. Mazda 1000 árgerð 1974. Chevrolet Vega árgerð 1974. Volga árgerð 1974. Oldsmobile Cruse árgerð 1969. .Bifreiðarnar verða til sýnis í skemmu F.Í.B. við Melabraut í Hafnarfirði, laugardaginn 10. ágúst n.k. frá kl. 13—17. Tilboðum skal skila til skrifstofu Brunabótafélags íslands, fyrir kl. 17, mánudaginn 12. ágúst nk. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS, Laugavegi 103, Reykjavík, sími 26055. SVARMITT EFTIR BILLY GRAHAM Sumir virðast halda, að hjálpræðið sé ódýrt, úr þvf að það fæst ókeypis. Hver er skoðun yðar á þcssu viðhorfi? Vatniö er öllum frjálst, en það dregur ekki úr gildi þess. Loftið er öllum frjálst og ókeypis, en við gætum ekki lifað án þess. Það er eins og segir í söngnum: „Hið bezta í lífinu er það, sem fæst ökeypis.“ Kær- leikurinn er ókeypis, vináttan er án peninga og án verðs, og allra dyrmætustu gjöfina getum við ekki keypt, eilífa lífið. Þegar við segjum, að eitthvað sé ókeypis, eigum við við, að það verði ekki keypt fyrir peninga. Það útilokar ekki, að einhver annar hafi goldið það dýru verði, sem við njótum. Frelsi okkar kostar okkur ekkert, en aðrir greiddu dýrt gjald fyrir það. Milljón- um mannslífa hefur verið fórnað til þess að kaupa frelsið, sem við njótum. Það kostaði dýrmætt blóð Krists aó gefa okkur hjálpræðið. Frelsarinn lagði líf sitt í sölurnar, gaf sig allan til þess að afla okkur andlegs frelsis. Og vitur er sá maður, sem segir: „Ég vil lifa honum, sem dó mín vegna.“ NONNI HF. UMBOÐSSKRIFSTOFA ER FLUTT AÐ HVERFISGÖTU 32 Slippstöð Welgelegen Harlingen BRONS SEFFLE daf FILTRAL SAMOFA BERGS V.D. GIESSEN HODI Sími 21860 og 28860 Telex 2232 Ritarastörf — enskar bréfaskriftir Tvær ritarastöður eru lausar hjá Sambandinu. í annað starfið viljum vér gjarnan ráð enska konu eða enskumælandi, með æfingu í ritara- störfum. í hitt starfið leitum vér eftir íslenskri stúlku með sæmilega ensku og vélritunarkunnáttu. Gjörið svo vel og hafið samband við starfs- mannastjóra r síma 28200. Samband ísl. Samvinnufélaga. cBaby' 'Buggy' WEIGHS ONLY 6 Ibs REGNHLÍFAKERRURNAR sem hvarvetna fara sigurför fást nú aftur. Sendum í póstkröfu. LEIKFANGAVER, KLAPPARSTIG 40, sími 12631

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.