Morgunblaðið - 14.08.1974, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1974
3
Stjórn Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. Haraldur V. Ólafsson er annar frá vinstri.
Stofnaður tónmenntasjóð-
ur Haralds V. Ólafssonar
A AÐALFUNDI Sambands
flytjenda og hljómplötufram-
leiðenda, sem nýlega var haldinn,
var samþykkt að stofna tón-
menntasjóð, sem bæri nafn
Haralds V. Olafssonar forstjóra,
en hann var fyrsti formaður
sambandsins og einn aðal hvata-
maður að stofnun þess.
Tilgangur hins nýstofnaða sjóðs
er að stuðla að hljómplötuútgáfu
íslenzkra tónverka í flutningi
íslenzkra hljómlistarmanna. í
sjóðinn renna framlög frá
sambandinu svo og aðrar tekjur,
sem sjóðnum kunna að áskotnast.
Stjórn Sambands flytjenda og
hljómplötuframleiðenda fer jafn-
framt með stjórn sjóðsins.
Formaður sjóðstjórnar er Svavar
Gests.
Samband flytjenda og hljóm-
plötuframleiðenda var stofnað á
sl. ári til að gæta réttinda þessara
aðila skv. nýju höfundalögunum,
en skv. þeim eiga þessir aðilar
rétt til þóknunar, þegar hljóm-
plötur eða önnur markaðshljóðrit
eru notuð opinberlega.
Á nýafstöðnum aðalfundi flutti
Sigurður Reynir Pétursson hrl.
framkvæmdastjóri sambandsins
Sambandsstjórn Landssam-
bands iðnaðarmanna kom
saman til fundar fyrir stuttu f
húsakynnum Iðnaðarmanna-
félagsins f Hafnarfirði, og var
þetta fyrsti fundur sambands-
stjórnarinnar, en hún var sett á
stofn eftir að lögum Lands-
sambandsins var breytt á sfðasta
þingi. Á fundinum var kynntur
nýr framkvæmdastjóri Lands-
sambandsins, Þórleifur Jónsson
viðskiptafræðingur, sem tók við
störfum um sfðustu áramðt af
Ottó Schopka, viðskiptafræðingi,
sem starfað hafði hjá Lands-
sambandinu f 10 ár.
Aðalefni fundarins að þessu
sinni var um viðfangsefni Lands-
sambandsins, en nýlega hefur
verið gerð athugun á því, hvernig
það geti aukið og endurbætt starf-
semi sína á sviði stefnumörkunar
í atvinnu- og efnahagsmálum. Til
þessa réði Landssambandið i sina
þjónustu danska ráðgjafarfyrir-
tækið Mogens Höst, sem allmikið
hefur starfað hér á landi áður,
m.a. á vegum Iðnþróunarstofn-
unar Sameinuðu þjóðanna.
I fréttabréfi frá Landssamband-
inu segir, að gert sé ráð fyrir, að
iðnaðurinn sé sá atvinnuvegur,
sem taka muni við meginhluta
þess vinnuafls, sem kemur á
vinnumarkaðinn á komandi
árum.
Því sé ljóst, að mjög auknar
kröfur verði gerðar til iðnaðarins
og heildarsamtaka hans á næst-
unni. Landssamband iðnaðar-
skýrslu félagsstjórnar, en í henni
kom fram, að sambandið hefði
farið vel af stað, þegar væri hafin
innheimta gjalda fyrir opinberan
flutning tónverka bæði hjá
útvarpi og öðrum aðilum.
Sverrir Garðarson var kjörinn
EINS OG áður var hinn 9. ágúst
sl., á afmælisdegi dr. Victors
Urbancic, úthlutað styrk úr minn-
ingarsjóði hans. Styrkinn skyldi
að þessu sinni veita hjúkrunar-
konu til sérnáms f hjúkrun heila-
og taugaskurðsjúklinga f sam-
ræmi við skipulagsskrá sjóðsins.
Styrkinn hlaut Kristfn Oladðttir,
yfirhjúkrunarkona við gjörgæzlu-
deild Borgarspftalans f Reykja-
vfk, og hyggst hún fara utan á
næstunni þeirra erinda.
Sjóðnum hafa að undanförnu
borizt ýmsar gjafir eins og áður,
og ber þar fyrst að nefna myndar-
legt framlag Þjóðleikhússkórsins,
en hann hefur löngum stuðlað að
manna hafi því fyrir sitt leyti
ákveðið að mæta þessari þróun
með þvi að efla starfsemi sína á
sviði hagrannsókna og fylgjast
þannig með þróun iðnaðarins og
atvinnulífsins í heild. Þannig sé
hægt að leggja af mörkum aukinn
skerf til iðnþróunar í landinu.
A fundinum var lögð áherzla á,
að til þess að hægt væri að gera
sambærilegar kröfur til iðnaðar-
ins hér á landi og í samkeppnis-
löndunum þyrftu þær aðstæður,
sem honum eru búnar að vera
svipaður og þar. Bent var á, að
forsenda þess, að hægt sé að móta
skynsamlega iðnaðarstefnu, og
þar með að samtök iðnaðarins geti
tekið þátt í þeirri stefnumótun,
er, að þær upplýsingar, sem
byggja þarf á séu fyrir hendi og
tiltölulega nýlegar. Samkvæmt
mati innlendra og erlendra sér-
fræðinga skorti talsvert á, að svo
sé.
Þá var samþykkt eftirfarandi
ályktun um iðnfræðslumál á
fundinum: „Sambandsstjórnar-
fundur Landssambands iðnaðar-
manna, sem haldinn var 25. júlí
1974 ræddi stöðu verk- og iðn-
fræðslumála, svo og fram-
kvæmdir til úrbóta á þessu sviði,
og harmar, hve daufar undir-
tektir þessi mál hljóta hjá stjórn-
völdum. Er það von sambands-
stjórnar, að væntanlegir þing-
menn og ríkisstjórn kynni sér
þetta vanrækta mál í fræðslu-
kerfinu og veiti liðsinni sitt til
úrbóta.“
formaður sambandsins, en aðrir í
stjórn eru Haraldur V. Ölafsson,
varaformaður, Guðmundur Jóns-
son, Svavar Gests, Ragnar Ingólfs-
son, Helgi Hjálmsson, Ölafur
Vignir Albertsson og Jón
Ármannsson.
vexti og viðgangi sjóðsins með
framlögum í einhverri mynd.
Stjórn sjóðsins skipa nú Krist-
inn Guðmundsson, sérfræðingur í
heila- og taugaskurðlækningum,
Þorsteinn Sveinsson, lögmaður,
og dr. Melitta Urbancic.
Þess má geta, að minningar-
spjöld sjóðsins fást í Bókaverzlun
tsafoldar, Austurstræti, Bóka-
verzlun Snæbjarnar Jónssonar,
Hafnarstræti 4, og á aðalskrif-
stofu Landsbankans, Ingólfshvoli
við Hafnarstræti, 2. hæð.
Dr. Vésteinn Rúni Eirfksson
Nýr doktor
í eðlisfræði
ÞANN 4. júní s.l. varði Vésteinn
Rúni Eiríksson, eðlisfræðingur,
doktorsritgerð við Edinborgar-
háskóla.
Ritgerðin fjallar um kristalla-
byggingarannsóknir á vetnis-
bundnum járnrafmagnskrist-
öllum og heitir á frummálinu
„Structural Studies of Hydrogen-
bonded Ferroelectrics".
Vésteinn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum að Laugarvatni
1965 og B.Sc (honours) prófi í
eðlisfræði frá Edinborgarháskóla
1969. Hann stundaði síðan rann-
sóknir í fasteðlisfræði við Edin-
borgarháskóla og atómorkurann-
sóknastofnunina (Atomic Energy
Research Establishment) í
Harwell Englandi.
Rannsóknir þessar voru styrkt-
ar af rannsóknarráði Bretlands
(Science Research Council),
atómorkurannsóknarstofnuninni
I Harwell og Edinborgarháskóla,
en auk þess naut Vésteinn styrkja
frá atómorkuráði Bretlands
(United Kingdom Atomic Energy
Authority), Vísindasjóði, lána-
sjóði íslenskra námsmanna,
Brodie Memoral Fund og Ward-
law Mempral Fund.
Dr. Vésteinn vinnur nú á Raun-
visindastofnun Háskólans.
Kona Vésteins er Harpa Karls-
dóttir, kennari, og eiga þau hjón
tvö börn
Kristín Óladóttir hlaut
Victor Urbancic-styrkinn
Landssamband iðnaðarmanna:
Iðnaðurinn taki
þátt í stefnumótun
iðnþróunarinnar
Samið í læknadeilunni:
Læknar byrjaðir
að endurráða sig
AÐFARARNOTT s.l. mánudags
náðist samkomulag f kjaradeilu
sjúkrahússlækna og rfkisvalds-
ins. Að sögn Þorsteins Geirsson-
ar, deildarstjóra f fjármálaráðu-
neytinu, var samið um
19,4—21,4% grunnkaupshækkan-
ir, til viðbótar við 3% hækkun,
sem Kjaradómur ákvarðaði 15.
febrúar s.l. Enn fremur var samið
um smærri atriði, svo sem breytt-
an útreikning ð yfirvinnu. Lækn-
ar samþykktu samningana með
yfirgnæfandi meirihluta á félags-
fundi sfnum á mánudagskvöld.
Að sögn Snorra Páls Snorrasonar
formanns Læknafélags lslands,
munu læknar á næstu dögum end-
urráða sig f þær stöður, sem þeir
höfðu sagt lausum við sjúkrahús-
in.
Margir samningafundir hafa
verið haldnir að undanförnu í
þessari deilu, og var hún siðustu
dagana í höndum Torfa Hjartar-
sonar sáttasemjara. Sem fyrr seg-
ir ákvarðaði Kjaradómur þann 15.
febrúar s.l. 3% kauphækkun til
sjúkrahússlækna. Samkvæmt
kjarasamningalögunum er heim-
ilt að endurskoða niðurstöðu
Kjaradóms, ef almennar hækkan-
ir verða á samningstímanum, og
var þetta endurskoðun á Kjara-
dómnum. Læknar settu fram all-
miklu hærri kröfur en samið var
um, en segja má, að niður staða
samninganna nú sé nokkuð ná-
lægt þeirri niðurstöðu, sem fékkst
f almennu kjarasamningunum í
febrúar s.l. og i samningum BSRB
og ríkisins.
Norður-írsku
börnin koma
I DAG kemur til landsins hópur
barna frá ófriðarsvæðunum f
Derry á Norður-lrlandi. 1 þetta
sinn eru f hópnum 21 barn, auk
tveggja fararstjóra. Þau koma
hingað á vegum Hjáfparstofnun-
ar krikjunnar og fleiri aðila og
dvelja hér f 12 daga.
Þetta er í þriðja sinn, sem slík-
ur hópur norður-írskra barna
kemur til Islands. í öll skiptin
hefur verið blandað saman
kaþólskum börnum og börnum,
sem eru mótmælendatrúar. Hóp-
urinn, sem kemur til landsins í
dag, mun fyrstu vikuna dvelja í
Hliðardalsskóla, en siðan verða
börnin nokkra daga á heimilum i
Hveragerði. Hafa sjálfboðaliðar í
Hveragerði, á Selfossi, Eyrar-
bakka og þar f kring unnið mikið
undirbúningsstarf.
Hjálparstofnun kirkjunnar hef-
ur beðið Mbl. að geta þess, að f jár-
framlög til styrktar þessu starfi
eru vel þegin, og er m.a. tekið á
móti þeiin á gfróreikning 20002.
„Eftir atvikum tel ég samning-
ana viðunandi og það var skoðun
meirihlutans á fundinum hjá okk-
ur. En vissulega þurftum við að
slá nokkuð af kröfum okkar. En
ég tel mikilvægast, að samningar
skyldu takast, áður en til þess
kom, að læknar hættu störfum.
Þeir munu á næstu dögum endur-
ráða sig í stöður sínar við sjúkra-
húsin, og allt verður því með eðli-
legum hætti“. Þetta sagði Snorri
Páll Snorrason, formaður Lækna-
félags Islands i samtali við Mbl. í
gær.
Þess skal að lokum getið, að það
var sameiginleg samninganefnd
Læknafélags Islands og Læknafé-
lags Reykjavíkur, undir forystu
Grétars Ölafssonar, sem tók þátt í
viðræðunum við samninganefnd
ríkisins.
Guinea —
Bissau
viðurkennd
RlKISSTJÖRNIN hefur sent frá
sér frétt, þar sem segir, að hún
hafi ákveðið að viðurkenna
Guineu-Bissau sem sjálfstætt og
fullvalda ríki. 1 símskeyti Einars
Ágústssonar utanrikisráðherra til
Victor Maria utanrikisráðherra
flutti hann rikisstjórn og þjóð
Guineu-Bissau kveðjur og
árnaðaróskir f nafni íslenzku
ríkisstjórnarinnar og fslenzku
þjóðarinnar.
Glúntasöngv-
ar á íslenzku
FÁLKINN hefur sent frá sér
hljómplötu með glúntasöngvum.
Það eru þeir Asgeir Hallsson og
Magnús Guðmundsson, sem hafa
sungið þessa þekktu sænsku
söngva inn á plötu við undirleik
Carls Billich. Egill Bjarnason
þýddi sænska textann yfir á
íslenzku.
Glúntasöngvarnir hafa um
langa hríð notið hylli
tónlistarunnenda.
Dagný með
fullfermi
Siglufirði 13. ágúst.
SKUTTOGARINN Dagný kom
til Siglufjarðar í dag með full-
fermi af ágætum fiski af Hala-
miðum, 170 tonn. Veiðiferðin
tók 8—9 daga. Aflinn fer til
vinnslu í frystihúsunum hér á
staðnum.
Steingrímur.
Borgarneshrepp-
ur 1 nýtt húsnæði
Borgarnesi, 13. ágúst.
UM SlÐUSTU helgi flutti Borgar-
neshreppur skrifstofur sfnar f
nýtt húsnæði að Borgarbraut. Var
byggt ofan á áhaldahús hreppsins
og eru þarna mjög rúmgóðar
skrifstofur. Að sögn Húnboga
Þorsteinssonar sveitarst jóra
höfðu vaxandi umsvif hreppsins
þrengt að, svo að ráðizt var f þessa
byggingu f september f fyrra.
Ekki hefur verið unnið samfellt
við byggingu f fyrra. Ekki hefur
verið unnið samfellt við bygg-
ingu, en nú er verið að ljúka
verkinu. Byggingarmeistari er Jó-
hann Waage og er kostnaður áætl-
aður um 5—6 milljónir króna.
Hreppurinn var búinn að hafa
skrifstofur um árabil f Svarfhóli,
húsi Jóns heitins Björnssonar
kaupmanns. Nú, er ætlunin •>
gera skrifstofurnar aó leikské
í nýja húsnæðinu, sem ei
200 fermetrar, verða auk hre^.,
skrifstofunnar umboð Brunabóta-
félags Islands, Rafveita Borgar-
ness og skrifstofa framkvæmda-
stjóra Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi.
Nýkjörin hreppsnefnd hefur nú
skipt með sér störfum og mynd-
uðu vinstri flokkarnir meirihluta.
Var Guðmundur Ingimundarson
endurkosinn oddviti. Húnbogi
Þorsteinsson var endurráðinn
sveitarstjóri með öllum atkvæð-
um hreppsnefndar.