Morgunblaðið - 14.08.1974, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGUST 1974
22-0-22-
RAUDARÁRSTÍG 31
LOFTLEIÐIR
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
LOFTLEIÐIR
ÁL^NAÐ ER VERK
ÞÁ HAFIÐ ER
0SAMVINNUBANKINN
§ ■■■■■
■TiBboft
AKIÐ NÝJA
■| HRINGVEGINN
Á SÉRSTÖKU
■ AFSLÁTTARVERÐI
H Shodr j -
■ LEIGAN ■
CAR RENTAL
■ AUÐBREKKU 44, KÓPAV. ■
| AUÐBREKKU 44, KÓPAV. |
Á ® 4-2600
DBTSUI1 100 fl-UUJ- BRonco
ÚTVARP OG STEREO í OLLUM BÍLUM
Bilaleigan A.ÐI
Stakkhol+i 3, v/Hlemmtorg
Simi 13009 Opið fró 9-21
Skuldabréf
Tökum í umboðssölu:
Veðdeildarbréf
Fasteignatryggð bréf
Ríkistryggð bréf
Hjá okkur er miðstöð verðbréfa-
viðskiptanna.
Fyrirgreiðsluskrifstofan
Fasteigna
og verðbréfasala
Austurstræti 14,
sími 16223
Þorleifur Guðmundsson
heima 1 2469.
M /s Esja
fer frá Reykjavík vestur um land í
hringferð föstudaginn 16. ágúst.
Vörumóttaka: þriðjudag,
iiðvikudag og til hádegis á
nmtudag til Vestfjarðahafna,
orðurfjarðar, Siglufjarðar,
Ulafsfjarðar, Akureyrar, Húsavík-
ur Raufarhafnar, Þórshafnar og
Vopnafjarðar.
Fyrsti landnámsmaðurinn eftir ítalskan myndhöggvara
Mynd úr járni eftir ítalska
myndhöggvarann Pietro
Trivilino af fyrsta land
námsmanninum á íslandi.
Hún er til sýnis í
Háskólabiói.
ítalski myndhöggvárinn Pietro
Trivilino hefur gert mynd úr járni af
fyrsta landnámsmanninum á Islandi
og nefnir myndina íslandshylling
Þessi mynd er nú komin til íslands
og hefur verið sett upp í anddyri
Háskólabíós, svo Islendingar megi
sjá hana En málið átti sér nokkuð
langan og sérkennilegan að-
draganda.
I vor kom bréf frá ungum pilti,
syni listamannsins, sem hefur verið
við nám á íslandi, þar sem hann
býðst til að senda myndina á Lista-
hátíð 1974 Jón Steinar
Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri
Listahátlðar, svaraði því og þáði
boðið. En myndin kom svo frá lista-
manninum, en of seint fyrir Lista-
hátið Upphaflega bréfíð hljóðaði
svo:
„Ég skrifa fyrir pabba minn,
þekkta ítalska myndhöggvarinn
Pietro Trivilino, sem hefur haft
sýningar í Rómaborg, Flórenz,
Napoli, Milano, Torino, Pescara,
Chieti, Lanciano, Termoli, Ortona
o v. Mikið hefur verið skrífað um
verk hans m.a. I blöð eins og II
Tempo, II Messaggero, II Corriere
dello Sport, II Resto del Carlino,
Stadio, II Mezzagiorno, La Voce
adriatica, La gazetta di Pescara o.fl
Bið ég ykkur um leyfi til að fá að
senda höggmynd hans tíl Listahátíð-
ar i Reykjavík
Höggmyndin er úr járni,
55x20x18 sm að stærð og lýsir
fyrsta landnámsmanninum i Reykja-
vik i samræmi við frásögn Ara fróða
Hún er gerð i tilefni þess, að ég er
að læra Norðurlandamál • og
menningu landanna (ég var styrk-
þegi á (slandi 1971/1972 og
1973/1974 og styrkþegi í Noregi
1972/1973). Verkið heitir
„Omaggion all Islandia" eða Hylling
til heiðurs Islandi. Auðvitað ætlum
við að borga fyrir sendingu til og frá
Ortona og Reykjavik.
Nýlega kom svo myndin, en lista-
maðurinn sjálfur hafði tilkynnt i bréfi
frá 24/5 að búið væri að senda
hana af stað. Og forráðamenn Lista-
hátiðar tóku það ráð að setja hana
upp i anddyri Háskólabíós.
STAKSTEINAR
Þjóðinni til
framdráttar
Tilraunir vinstri flokkanna
til þess að mynda nýja vinstri
stjörn með þðtttöku Alþýðu-
flokksins hafa nú mistekizt
með öllu. Ólafur Thors sagði á
sfnum tfma í eftirmælum um
hræðslubandalagið svonefnda,
sem stofnað var til höfuðs
Sjálfstæðisflokknum, að það
hefði fæðzt f synd þjóðinni til
bölvunar og látizt I heift þjóð-
inni til framdráttar. Sama má
segja um það samstarf vinstri
flokkanna, sem nú hcfur runn-
ið sitt skeið. Sundrungin og
óheilindin f stjórnarsamstarf-
inu leiddu til hinnar mestu
bölvunar. Sennilega hafa óheil-
indin og ágreiningurinn milli
ráðherranna ráðið miklu um
það, að ekki tókst að hafa
nokkra stjórn á þróun efna-
hagsmálanna.
Deilurnar milli vinstri flokk-
anna hafa nú komizt á það stig,
að með öllu er útilokað, að þeir
geti haldið áfram samstarfi sfn
á milli. Þannig hefur heiftin
orðið þjóðinni til framdráttar.
Abyrg öfl á Alþingi verða nú að
mynda trausta og samhenta
rfkisstjórn til þess að takast á
við efnahagsörðugleikana og
greiða úr þeirri ringulreið, sem
nú rfkir I þeim efnum.
Alþýðuflokkurinn
bognaði ekki
Strax eftir kosningarnar var
Ijóst, að Alþýðuflokkurinn
væri í sjálfheldu. Flokkurinn
valdi þann kost I upphafi að
hefja viðræður við vinstri
flokkana fremur en að taka
þátt f viðræðum um stjórnar-
myndun með Sjálfstæðis-
flokknum og Framsóknar-
flokknum eins og formaður
Sjálfstæðisflokksins lagði til,
er hann reyndi stjórnarmynd-
un. Enn er óvfst, hvaða áhrif sú
neitun mun hafa á stöðu AI-
þýðuflokksins á næstu árum.
Þegar Alþýðuflokkurinn
gekk til viðræðna við vinstri
flokkana um . endurlffgun
vinstri stjórnar óttuðust marg-
ir, að hann myndi jafnvel láta
deigan sfga f varnarmálunum
og ganga til móts við kröfur
kommúnista f þvf skyni að
tryggja flokknum aðild að
rfkisstjórn næstu árin. Nú er
hins vegar komið á daginn, að
Alþýðuflokkurinn hefur f
meginatriðum staðið fastur fyr-
ir, þó að tillögur þær, er hann
lagði fram í viðræðunefnd
flokkanna fjögurra, beri þess
vott, að hann hafi verið reiðu-
búinn til þess að láta nokkuð
undan. Þessari stefnufestu Al-
þýðuflokksins ber að fagna.
Vfst er, að það hefði verið f
algerri andstöðu við óskir kjós-
enda f sfðustu kosningum ef
samið hefði verið um óbreytta
stefnu fráfarandi stjórnar-
flokka f varnarmálum. Alþýðu-
flokkurinn brást ekki í þessum
efnum eins og ýmsir höfóu þó
haldið, að hann myndi gera.
Afleiðingin er sú, að nú eru
möguleikar á að mynda trausta
og ábyrga rfkisstjórn.
r
Abyrgðarleysi
Vinstri flokkarnir f jórir voru
f þrjár vikur að kanna mögu-
leika á samstarfi sfn á milli.
Þannig var að viðræðunum
staðið að ætla má, að engir
þeirra hafi f raunréttri haft
áhuga á samstarfi, þó að ákaf-
inn f valdastólana hafi knúið þá
áfram. Þetta sést bezt á þvf, að
helztu leiðtogar flokkanna voru
til skiptis vfðs f jarri, er samn-
ingaumlcitanir fóru fram. Lúð-
vfk Jóscpsson helzti áhrifamað-
ur f Alþýðubandalaginu var
t.a.m. við veiðiskap austur á
f jörðum lengst af. Það var ekki
fyrr en á sfðasta stigi, að hann
tók þátt f viðræðunum. Af
þessu er Ijóst, að hér var f raun
og veru um sjónarspil að ræða,
a.m.k. verður ekki séð, að full
alvara hafi verið að baki.
Nú er hins vegar kominn tfmi
til, að ábyrg öfl á Alþingi
freisti þcss f fullri alvöru og af
heilum hug að mynda heil
steypta stjórn. öllum er ljóst,
að engin rfkisstjórn mun ráða
við þá miklu erfiðleika, sem nú
eru framundan, nema traust
samstarf takist með þeim, er að
þvf standa.
spurt og svarad
I Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS
Hringið í síma 10100 kl
10—11 frá mánudegi til
föstudags og biðjið um Les-
endaþjónustu Morgunblaðs-
□ Rafmagnsbilanir
á Álftanesi
Einar Ólafsson, Gestshúsum,
spyr:
„1. Hvað veldur hinum tíðu
rafmagnsbilunum á Alftanesi?
2. Hvers vegna hefur ekki
verið lokið við endurnýjun raf-
lagnar frá Hafnarfirði til Álfta-
ness, eins og til hefur staðið í
nokkur ár?
3. Er það rétt, sem fram kom í
bréfi yðar til fyrirspyrjanda
árið 1972, að enginn íbúi Bessa-
staðahrepps hafi þá kvartað
undan ónógu rafmagni í
hreppnum?
4. Hefur rafmagnsveitan látið
framkvæma mælingar á spennu
á raflínuendum, og ef svo er,
hver hefur niðurstaðan þá
orðið?
5. Hvers mega íbúar Bessa-
staðahrepps vænta í rafmagns-
leysismálum slnum í vetur og f
framtíðinni?"
Jónas Guðlaugsson, rafveitu-
stjóri f Hafnarfirði, svarar:
„1. Rafmagnstruflanir hafa
verið með tfðara móti í Vestur-
bæ i Hafnarfirði og á Álftanesi
síðastliðið haust og fram eftir
vetri. Álftaneslínan er tengd
við háspennustreng, sem flytur
rafmagn að mestu f Vestur-
bæinn í Hafnarfirði. Bilanir,
sem verða á þessum streng,
valda því einnig rafmagns-
truflun á Álftanesi. Orsakir
fyrir áðurnefndum rafmagns-
truflunum eru margar og má
þar m.a. nefna: Samslátt á
línum vegna illviðris, jarðhlaup
á háspennustreng, ísingu á Iín-
um, seltu á einangrun, skemmd
á háspennustreng af völdum
vinnutækja, ákeyrslu og brot á
stólpa í háspennulinu. Enn
fremur má nefna að taka hefur
þurft straum af vegna hreins-
unar á háspennubúnaði f dreifi-
stöðvum og vegna viðhalds og
viðgerðarvinnu af rafkerfinu.
2. Lokið var við byggingu
nýrrar háspennulínu út á Álfta-
nes á síðasta ári.
3. Ég man ekki allskostar
eftir hvað stendur í umræddu
bréfi, en þykir heldur ólíklegt
að nákvæmlega þannig hafi
verið tekið til orða.
4. Spenna hefur verið mæld á
linuendum. Virðist spennan
yfirleitt hafa verið góð eða
viðunandi þegar mælt hefur
verið. Að vísu eru þó til undan-
tekningar frá þessu. Geta má
þess að fluttningsgeta loftlína
frá dreifistöðinni við Sviðholt, í
átt að skólahúsinu og í átt að
Sólbergi hefur nýlega verið
aukin.
5. Ég á ekki aðra ósk en þá að
íbúar Bessastaðahrepps, sem og
aðrir íbúar orkuveitusvæðis
Rafveitunnar, megi í fram-
tíðinni búa við sem best
rafmagn.