Morgunblaðið - 14.08.1974, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.08.1974, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1974 Forsctaskiptin oins oj; þau fóru fram í sondi- rádi Bandaríkjanna i Bonn. krefjist þessa. Ég veit aö á þessu mikilvæga sviði, utanríkismálum, geti ég reitt mig á stuðning ykkar". Ekki er víst, að þingið verði í öllum atriðum og ávallt sammála stefnu forsetans. Afstaóan til mannréttinda „Sem varaforseti höfðaði ég til réttar hvers og eins Bandaríkja- manns á svíði einkalífs. I>að verða engar ólöglegar símhleranir. segulhamlshljóðritanir eða inn hrot i minni stjórn. t'.erð verður gangskör að þvi að l'ylgja eflir ákveðnum liigum lil þess að lyrir hyggja óliiglegar árásir á l'riðhelgi einkalils h;eði hjá rikissljórnimu og einstaklingum", sagði Kord i einu skirskolun ræðu sinuar 1 iI þess htieysklismáls, sem olli þvi. að Nrxon sagði al' sér og hann sjálfur tók við emhælti forsela. 1 lok r;eðu sinnar sagði Gerald Kord: „Að svo miklu leyli sem slyrkur miiin og gela leyl'ir. mtiii ég verða forsefi svartra, hriinna. rauðra og hvilra Bandarik.ia iiianna. forseli gamalla og ungra. forseli kveliréttiiidal'ólks og and slæðinga þeirra og okkar hintia sem eru þar ;i milli. forseli fátækra og rikra. innfæddra og iniifluttra. þeirra senl vinna i siiiiðjum og þeirra sem vinna á skrifslofum. náiinnn eða ökruni. lorseti krisiinna inaiina. iiuiliameðslriiarmanna. Inidda trúarmamia. og guðleysingja, ef einhverjir guðleysingjar eru lil eftir það sem við höfum till gengið i gegnum. Samlandar ininir, að lokum þella: Kg vil verða góður forseli Kg þarliiasl hjáipar y kkar. Við þiirfnumst iill öruggrar leið saguar guðs. Með licnui getur ekkerl sliiðvað Bandariki Norður-Amerikii." Vorið er ekki bara grænt gras Ræða Gerald Fords forseta til þings og þjóðar: „Hjálpið mér Á vorin þegar náttúran vaknar til lífsins, grasið grænkar og gróðurinn springur út, málum við utanhúss. Við málum til að prýða umhverfið og hressa upp á útlitið með nýjum Kópal Dyrotex litum úr Kópal Dyrotex '74 litabókinni. Veljum litina strax og málum svo einn góðan veðurdag. Kópal Dyrotex er akryl-málning sérstaklega framleidd til málunar utanhúss með viðurkennt veðrunarþol. Kópal Þaóermálning -ro# málninglf að koma þessu landi í gang og af stað” „GÓÐIR samlundar, okkar bfða mikil vcrkefni. Gömlu sam- starfsmenn, ykkar og mln bíða mikil verkefni. Við skulum hefjast handa." • Þannig hóf Gerald Ford, hinn nýi forseti Bandaríkjanna, ræðu sfna sem hann flutti á sameigin- legum fundi bandarísku fulltrúa- og öldungadeildarinnar f fyrra kvöld, en henni var einnig sjón- varpað og útvarpað um öll Banda- rfkin, og raunar vfðar. Þótt Ford hafi ekki í ræðunni sett fram neinar nákvæmar eða nýjar stefnumótandi tillögur um aðgerðir f bandarísku þjóðlffi í stjórnartíð sinni, þá var henni afar vel tekið af þingmönnum og almenningi vfðast hvar. Hún var blátt áfram, uppbyggileg og hann Iagði áherzlu á, að menn leystu aðkallandi vanda með samstarfs- vilja og samhentu átaki. Ford var gamansamur, og það var ef til vill það, sem kom mest á óvart. „Ég er ekki eins leiðinlegur og sumir halda", sagði Ford, þegar frétta- menn spurðu hann eftir á um þessa óvæntu hlið á ræðu- mennsku hans. „Mér þykir gaman að góðum bröndurum". Hér fara á eftir helztu atriðin f ræðu Fords. Afstaðan til þings og þjóðar „Einkunnarorð mín til þingsins eru: Samskipti, sáttfýsi, mála- miðlun og samvinna". Og síðar sagði hann: „Dyrnar á skrif- stofunni minni hafa ávallt verið opnar, og það verða þær einnig í Hvita húsinu. Já, þingmenn eru boðnir velkomnir, — ef þið komið ekki of oft.“ Við þessi orð fyrrverandi sam- þingsmanns sprakk allur þing- heimur af hlátri. En þrátt fyrir gamansama framsetningu þessara orða drap Ford þarna á mál, sem var verulegt vandamál í stjórnar- tíð Nixons. Nixon var oft sakaður um að vera of fjarlægur þinginu, loka sig af með samstarfsmönnum sínum í Hvíta húsinu. Þarna boðaði Ford breytingu. Og í þessu sambandi kom hann einnig inn á þá togstreitu um valdsvið, sem verið hafði milli forsetans og þingsins, framkvæmdavalds og löggjafarvalds frá stjórnartíð Lyndon Johnsons, og ágerzt hafði í tíð Nixons. „Ég bið ekki um að eyða hveiti- brauðsdögum með ykkur", sagði Ford er hann hafði óskað eftir sem nánastri samvinnu við þing- menn um lausn á vandamálum þjóðarinnar. „Ég bið um farsælt hjónaband". Og hann vottaði þinginu virðingu sína og skuld- batt sig til að ganga ekki á rétt- indi þess. Ford, sem sjálfur var fyrir skemmstu þingleiðtogi og á að baki 25 ára setu i fulltrúadeild- inni, hefur haft gott samband við þingmenn beggja flokka, og í ræðu sinni lagði hann áherzlu á, að hann vildi að svo yrði áfram. En hið farsæla hjónaband hans og þingsins kann þó að reynast stirt á köflum. Demókratar hafa þar meirihluta, og er talið, að þeir muni auka þann meirihluta að mun í þingkosningunum i nóvember. „ ... Eg ætla einnig að hlusta á þjóðina sjálfa, — alla þjóðina, — eins og ég lofaði henni sl. föstu- dag. Ég vil vera viss um, að við hlustum öll á hina réttu rödd Bandaríkjanna", sagði Ford. „Nú bið ég ykkur um að hjálpa mér til að koma þessu landi I gang og af stað." Afstaðan til efnahags- og innanríkismála „Alveg eins og hraðhækkandi útgjöld alríkisins i fjölda ára hafa verið höfuðorsök hækkandi verð- lags, kann það einnig að taka nokkurn tíma að stöðva verðbólg- una. En við verðum að byrja nú þegar", sagði Ford og bætti við: „Fyrsta verkefni mitt verður að vinna með ykkur að því að stöðva verðbólguna. Verðbólgan er versti óvinur okkar innanlands." Hann tók fram, að niðurskurður útgjalda ríkisins ætti ekki að ná til varnarmála. Hann lagði áherzlu á, að mjög bráðlega yrði tekin afstaða til þess, hvaða að- ferðir yrðu notaðar til að hemja verðbólguna og boðaði fund sér- fræðinga um það mál. Telja sumir stjórnmálaskýrend- ur, að þessi íhaldssama sparnaðarstefna, sem ekki á að ná til varnarmála, muni tæpast duga til að hefta verðbólguna í landinu. Þá gat Ford þess, að þegar hann undirritaði ný lög um unglinga- kennslu innan fárra daga, yrði hann að taka tillit til sparnaðar, er varðar einstök framkvæmda- atriði þeirra. Hann hvatti einnig til þess, að þingið afgreiddi nýjar aðgerðir í heilbrigðismálum, áður en þvi verður slitið. Afstaða til utanríkismála „Á síðastliðnu fimm og hálfu ári sem þingmaður og sem vara- forseti hef ég í einu og öllu stutt hina frábæru utanríkisstefnu Nixons forseta. Þessu ætla ég að halda áfram." Hann sagði síðar: „Það verður engin stefnu- breyting, ekki minni að- gætni. . .Við stöndum við skuld- bindingar okkar og skjótumst ekki undan ábyrgð gagnvart formlegum bandalögum okkar, gagnvart vináttu okkar og batn- andi sambúð við hugsanlega and- stæðinga". Ford lýsti síðan skuldbinding- um Bandarikjanna gagnvart ýms- um ríkjum, Atlantshafsbanda- lagsríkjunum, Japan, Sovét- ríkjunum, Kína, Miðausturlönd- um o.s.frv. Á einum stað i ræðunni drap Ford á atriði sem talið er hugsan- legt að leiði til átaka við þingið: „Á öllum stjórnmálaferli min- um.. . hef ég stutt alla forseta okkar þegar þeir töluðu fyrir hönd þjóðarinnar til heimsins, Ég lít svo á, að stjórnarskráin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.