Morgunblaðið - 14.08.1974, Page 14

Morgunblaðið - 14.08.1974, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Augiýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr. eintakið. Ljóst er nú, að tilraun Ólafs Jóhannessonar formanns Framsóknarflokksins til þess að mynda ríkisstjórn fjögurra vinstri flokka hef- ur mistekizt. Samningavið- ræður vinstri flokkanna svonefndu hafa tekið nokk- uð langan tíma. Síðasti fundur viðræðunefndar flokkanna sl. mánudag bar ekki árangur. Þar tókst ekki að jafna þann djúp- stæða ágreining, sem ríkir milli flokkanna fjögurra. Viðræður þessar stóðu í þrjár vikur, en þegar í upp- hafi var ljóst, að allveru- legur ágreiningur væri á milli flokkanna, þannig að talsverðum erfiðleikum yrði bundið að ná sam- komulagi um myndun ríkisstjórnar og nauðsyn- legar aðgerðir í efnahags- málum. Mestur var þó ágreiningurinn um utan- ríkismálin og varnarmálin, en í þeim efnum höfðu Al- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið gagnstæðar skoðanir. Þegar litið er á samstarf vinstri flokkanna þriggja undanfarin þrjú ár er ljóst, að það er þjóðinni til fram- dráttar, að ekki tókst að endurvekja vinstri stjórn. Þau vandamál, sem nú er við að etja, eru þess eðlis, að brýna nauðsyn ber til, að traust og heilsteypt sam- starf takist með þeim flokkum og stjórnmálaleið- togum, er standa munu að í samræmi við vilja meiri- hluta þjóðarinnar. Á vett- vangi utanrikismálefna kemur framvinda land- helgismálsins einnig til kasta næstu ríkisstjórnar. Enginn þarf að fara í grafgötur úm, að þessi við- fangsefni verða því aðeins leyst á farsælan hátt, að ábyrg og traust ríkisstjórn sitji að völdum. Fæstum dylst, að einmitt sundur- lyndi og ósamkomulag frá- farandi stjórnarflokka hefur átt ríkastan þátt í ófarnaði i landsstjórninni undanfarin þrjú ár. Þátt- taka Alþýðuflokksins í nýrri vinstri stjórn hefði engu breytt þar um. Þvert á móti eru líkur til þess, að þá hefðu viðsjár enn aukizt. Slík ríkisstjórn hefði því verið allsendis ófær um að takast á við þau verkefni, sem framundan eru. ar ríkisstjórnar. Ríkis- stjórn af því tagi sat við völd undir forsæti for- manns Alþýðuflokksins 1947 til 1949. Hún mótaði þá utanríkisstefnu, sem ís- lendingar hafa í megin- atriðum fylgt æ síðan. Þá eru einnig sterkar líkur fyrir því, að mynda megi samstjórn Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðis- flokksins. Um nokkurt skeið hefur ríkt vantrú á, að þessir tveir flokkar gætu staðið að heilsteyptu samstarfi. Þessi skoðun á m.a. rætur að rekja til þess, að hér er um að ræða tvo stærstu stjórnmálaflokkana, sem hafa haft stjórnarforystu á hendi í ólíkum stjórnum sl. tvo áratugi. Einnig hefur verið á það bent, að sam- starf þessara tveggja flokka gekk stundum skrykkjótt fyrr á árum. Nú MYNDA VERÐUR ÁBYRGA RÍKISSTJÖRN næstu ríkisstjórn. Þau verkefni, sem úrlausnar bíða, eru tvenns konar. I fyrsta lagi verður að vinda bráðan bug að lausn efna- hagsörðugleikanna og skjóta traustum stoðum undir atvinnulíf lands- manna. í öðru lagi bíður næstu ríkisstjórnar að marka farsæla stefnu í utanríkis- og varnarmálum Eins og nú háttar virðast fyrst og fremst tveir kostir vera fyrir hendi. Þegar Geir Hallgrímsson for- maður Sjálfstæðisflokksins vann að stjórnarmyndun fyrst eftir kosningarnar, óskaði hann eftir viðræð- um við Framsóknarflokk- inn og Alþýðuflokkinn með það í huga, að þessir flokk- ar stæðu að mvndun nýrr- eru á hinn bóginn önnur viðhorf uppi. Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn hafa ekki unnið saman í ríkisstjórn síðan 1956. Eðlilegt er þvi, að þessir flokkar reyni til þrautar, hvort nú séu ekki þær aðstæður fyrir hendi, að þeir geti í traustu sam- starfi tekizt á við þau verk- efni, sem framundan eru. Vissulega er það svo, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa lengi átt samleið í utanríkis- og varnarmál- um, þó að ágreiningur hafi risið upp undanfarin þrjú ár meðan Framsóknar- flokkurinn sat í ríkisstjórn með kommúnistum. Lík- legast er, að þessir tveir flokkar geti leitt varnar- málin farsællega til lykta eins og nú standa sakir. Þá bendir margt til þess, að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geti náð samkomulagi um nauðsynlegar aðgerðir í efnahagsmálum i bráð. Þeir ættu einnig að geta markað farsæla stefnu í at- vinnumálum og fjármálum ríkisins og stuðlað að fullri atvinnu. Hér er um að ræða þá tvo flokka, sem mest fylgi hafa á landsbyggðinni. Grund- völlur er því fyrir sam- stöðu þeirra að því er byggðamálefni varðar. Ljóst er, að á þessum tveimur flokkum hvílir nú sú höfuðábyrgð að tryggja landinu starfhæfa meiri- hlutastjórn á Alþingi. Aðstæður knýja á um, að slík stjórn verði mynduð hið fyrsta. Nú þegar vinstri viðræðurnar eru sprungn- ar, verða ábyrg öfl á Al- þingi að taka höndum saman í þeim tilgangi að vinna að farsælli lausn þeirra miklu erfiðleika, sem við blasa og of lengi hefur verið dregið að snú- ast gegn. Förnmannabúningar _____og Maríuskáld ÞEIR sem ungir sóttu Alþingishátið- ina á Þingvöllum 1 930 og nú eru komnir á efri ár telja sig eiga um hana bjarta endurminningu. Þá voru íslendingar að miklum meirihluta erfiðisfóik sem átti fárrar skemmtun- ar völ og gerði sér ekki dagamun nema af ærnu tilefni; vinnuvikan sextiu stundir, að minnsta kosti. Andi ungmennafélaganna mun enn hafa svifið yfir vötnunum, heims- kreppan tæpast skollin á hér, tæknin vakti hvort tveggja, von og undrun; og stórkostleg nýlunda fyrir margan að aka frá höfuðstaðnum til Þing- valla á bíl Löngum hefurveriðá það minnt að á Alþingishátíðinni hafi ekki sést áfengi á nokkrum manni, þá hafi sem sagt staðið yfir gullöld siðmenningar sem síðan hafi kirfi- lega liðið undir lok Hátiðin nú um daginn er varla orðin að endurminning' og engin leið að sjá fyrir hvaða mynd hún muni taka á sig þegar hún hefur þróast, mótast og fest i hugskoti þeirrá sem nú eru ungir en eíga árin fyrir sér að skoða hana úr fjarlægð. Þó ótrúlegt megi virðast kom i Ijós að svo mikið eimir enn eftir að siðmenningunni frá 1930 að áfengislausari samkoma hefur víst aldrei verið haldin á Fróni Flestir komu akandi á eigin bílum sem Nóbelsskáldið telur að komí að nokkru leyti i stað ættjarðarkvæð- anna fyrrum, það er að segja þetta að geta ,,séð ættjörðina gegnum bílrúðu." Og þótti engum mikið. Fjöldi samkomugesta nálgaðist hlut- fallið á Alþingishátíðinni Og óhætt er að fullyrða að enginn hafi sótt þessa samkomu vegna þess að hon- B um væri nýnæmi á að sjá mann- I _______________ ____________________ fjölda á einum stað, gagnstætt þvi sem var 1930; þá dreif fólk að hvaðanæva af landinu, en nú aðal- lega úr höfuðstaðnum Nú þarf meíra til að skemmta fólki, enda þótti forseta vorum ekki vanþörf að minná á að „til þess eru afmæli hald in að gleðjast," auk þess sem hann mæltist til að „vér skulum vera sátt og sammála og i huga góðum, eins og segir i fornum griðamálum ís- lenzkum " Og veitti ekki af íslend- ingar eru nefnilega ekki eins og „ein stór fjölskylda" eins og stundum er haldið fram við hátiðleg tækifæri, aldeilis ekki Fámenni er engin trygging fyrir samheldni, enda er mörg milljónaþjóð margfalt sam- hentari um þessar mundir. Má i því sambandi minna á að allnokkrir lýstu sig mótfallna þvi efnt yrði til þessarsr hátiðar og hafa einhverjir þeirra vafalaust setið heima af þeim sökum. Er þvi, eins og formaður þjóðhátiðarnefndar komst að orði, „hollt að staldra við og huga að þvi, hvort ekki sé ástæða til að leita þess heldur, er sameinar oss en sundrar " Ég hygg að þeir sem Þingvallahátið- ina sóttu hafi einmitt viljað leggja áherslu á það með nærveru sinni þar, hafi sem sagt komið þangað með tilgang i huga Það sem mér, og kannski fleirum sem sýsla með bækur, þótti gleði- legast við þessa hátið var að islensk- ar bókmenntir skyldu ekki gleymast eins og stundum áður við svipuð tilefni, öðru nær. Hátiðin var skipu- lögð af rithöfundum: formaður þjóð- hátiðarnefndar rithöfundtir, fram- kvæmdastjórinn rithöfundir. Þjóð- hátiðarljóð Tómasar Guðmundsson- ar verður minnisstætt sem slikt, og hafi nokkrum tekist að gleðja við- stadda á þjóðhátiðinni tókst laxness það með „ávarpi i minningu bók- menntanna" Fólk tyllti sér á tá til að bæði sjá og heyra Laxness sagði að „fróðir menn telja að eingin þjóð hafi, svo vitað sé, verið eins niðursokkin i orðsins list frá upphafi og íbúar þessa lands." Og af föðurlegri mildi út- deildi hann einnig hinum minni skáldum sinni viðurkenning: „Stundum er skáldum skift i stór- skáld og leirskáld. Þetta er mjög auðveld skifting, kanski hentug. Menn vara sig ekki á þvi að það er einsog vera ber að byrja sem leir- skáld Flest stórskáld byrja sem leir- skáld." Og svo sem til að árétta hver væri hlutur minni skálda i íslenskum bókmenntum kvað hann hollt að minnast þess „að einusinni lifðum við svo liklega uppundir níu kyn- slóðir hér á fslandi, frá því á fjórtándu öld og þartil að áliðinni þeirri seytjándu, að við eignuðumst ekki skáld að marki, nema kanski mariuskáldin, en ortum rimur um tröll og kónga og riddara, settum saman ókynstur dansa og vikivaka til að brúka i jörfagleði sem virðist hafa staðið dag og nótt á íslandi, þá ekki siður en núna; og hrærðum vögguna með vísnasaung, sem þá var víst ekki talinn mikill skáldskap- ur. ' I sambandi við þessi orð Laxness dettur mér í hug nokkuð sem hann segir um ættjörðina fyrr i erindi sínu „í raun réttri feingum við þessa háklassisku ættjörð að gjöf frá þjóðskáldum okkar á 1 9du öld " Og Bökmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON spyr í framhaldi af því: Fengum við ekki þar á ofan skilning okkar og mat á islenskum bókmenntum að gjöf á sama tima og frá sömu skáld- um? Hefur gæðamat okkar á hinar eldri islenskar bókmenntir breyst að nokkru marki síðan um miðja nitjándu öld, þegar menn skoðuðu eddur og sögur i dýrðarljóma hins forna þjóðfrelsis, en bókmenntalegt framlag hinna „níu kynslóða" að sama skapi i Ijósi þeirrar niðurlæg- ingar sem þeim þótti þjóðin þá hafa sokkið i? Vist hafa fræðimenn (Jón Þorkelsson, Nordal o.fl.) bent á að skáldskapariðja hafi aldrei fallið nið- ur í þessu landi. En við þær ábend- ingar hefur setið, enginn hefur mót- mælt, en fáir tekið undir í raun. Bókaskápur á venjulegu íslensku heimili vitnar gerst um það. Þar munu fyrst blasa við rykfallin fornrit í veglegu bandi, hugsanlega Passiu- sálmar, siðan Ijóðasöfn nitjándu ald- ar skálda að ógleymdum ritsöfnum fyrirferðarmestu höfunda frá alda- mótum til þessa dags, þar sem bæk- ur Laxness láta sig ekki vanta og eru minnst rykfallnar Hugsum okkur að útlendingur sem ekkert þekkti til islenskra bókmennta skyggndist um og spyrði: var þá ekkert ort né skrifað á íslandi frá því að hætt var að setja saman sögur um þrettán hundruð þar til Hallgrimur orti Passiusálma um miðja sautjándu öld? Jú, reyndar En þvi er þá ekkert af þvi hér? Líkast til yrði fátt um svör Sann- leikurinn er sá að aldirnar þar á milli hafa verið og eru enn vanræktar. Ég er ekki hér með að gera minna úr fornbókmenntum okkar en hæfa þykir né leitast við að hefja „mið- alda" bókmenntirnár til meiri hæðar en aðrir hafa talið þær eiga skilið þó ég geti ekki stillt mig um að benda hér á þessa staðreynd. Nú munu vera á leiðinni hjá ein- hverjum bókaútgefendum, hef ég spurt, meiri háttar úrvalsrit Islenskr- ar Ijóðlistar frá upphafi til þessa dags. Vonandi verða öllum öldum gerð þar þau skil sem efni standa til, einnig þeim sem hingað til hefur nánast verið hlaupið yfir vegna dýrðarljóma fornbókmenntanna og ofurvalds nitjándu og tuttugustu aldar höfunda Þjóðhátíð er betur til þess fallin en önnur tækifæri að gerð sé liðs- könnun á menningunni 1930 og 1974 — tvö ár með fjörutíu og fjögra ára millibili — hversu margt hefur breyst, og hversu margt hefur staðið I stað á þvi tímabili? 1930 steig frægð hinna fornu kappa sum- um karlmönnum svo til höfuðs, hef- ur mér verið tjáð, að þeir komu til hátiðar klæddir „fornmannabún- ingi" Ekki fylgir þó með sögunni að nokkur þeirra hafi stokkið hæð sína í öllum herklæðum, þvi síður að neinn þeirra hafi ort nýja Völuspá eða sett saman nýja Njálu. Hátiðin nú i sumar var ekki klædd í fornmannabúning, en engu að sið- ur minnisstæð og að minu mati skynsamlega „þjóðleg", og þá fyrst og fremst vegna þess að þar var margt þjóðþrifa orð i tima talað, meðal annars sú hugvekja Halldórs Laxness sem ég hef leyft mér að vitna hér til. Endurminningin um hátíðina mun svo að verulegu leyti mótast af því hversu vekjandi þau orð og önnur sem þar voru töluð munu reynast á komandi árum eða með öðrum orðum hvort íslendingar vilja framvegis leggja nokkuð á sig til að rækja og endurnýja þá bók- menning sem á aldanna rás hefur verið að byggjast upp í þessu landi. mmmmmmmr'Kmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmrn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.