Morgunblaðið - 14.08.1974, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1974
Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, við skrifborð sitt á Orkustofnun
Góð vísbending varðandi jarðhitaleit
Kristján Sæmundsson, jarð-
fræðingur, setti fyrir nokkru
fram kenningu um, að nyrðri
hluti jarðeidabeitisins, sem ligg-
ur yfir tsland, hafi fyrir nokkrum
milljónum ára flutt sig I austur
og eldra beltið á vestanverðu
landinu þá dáið út. Yrðu þannig
auðskilin ýmis fyrirbrigði, sem
erfitt hefur reynzt að skýra hing-
að til. Sagði Kristján m.a. frá
þessu I Náttúrufræðifélaginu og
skrifaði um það I tfmarit Jarð-
fræðifélagsins I Bandarfkjunum.
Og á ráðstefnu jarðvfsindamanna
um tsland og Norðuratlantshafs-
svæðið f Reykjavfk nú nýlega,
kom m.a. fram, að fræðimenn
taka mark á þessari kenningu og
var oft vitnað f hana.
Sjálfur flutti Kristján á ráð-
stefnunni erindi um annað verk-
efni, sem hann og fleiri hafa unn-
ið að á undanförnum árum, þ.e.
nákvæmar rannsóknir á jarðlög-
unum á Vesturlandi. Slfkar
grunnrannsóknir eru mjög mikil-
vægur þáttur f jarðhitarannsókn-
um, en jafnframt hefur fengizt
með þeim vitneskja um önnur
athyglisverð atriði, sem snerta
upphleðslu jarðlagastaflans og
sögu fsaldarinnar, sem f honum
er geymd.
Við náðum tali af Kristjáni
Sæmundssyni í Orkustofnun, rétt
áður en hann hélt norður í Þing-
eyjarsýslu, en hann hefur síðan
1970 mikið unnið að rannsðknum
á Kröflusvæðinu vegna hugsan-
legrar virkjunar. Þar á nú að bora
í sumar. — Það var einmitt
Kröflusvæðið, sem beindi athygli
minni að Norðausturlandi, en
rannsóknir mínar þar urðu til
þess, að hugmyndin um flutning
eldgosabeltisins fór að taka á sig
skýrari mynd, sagði Kristján.
— Áður en við höldum lengra,
hvað um Kröflusvæðið? Er það
efnilegt til raforkuvinnslu?
— I sumar á einmitt að bora þar
tvær holur, til að ganga úr skugga
um, hvort svo sé. Okkur lízt nokk-
uð vel á það. En það er of snemmt
að segja til um, hvort svæðið hent-
ar til raforkuvinnslu. Það veltur
mest á hitanum í jarðhitakerfinu.
Þetta er fyrsta svæðið, sem við
höfum borað I, sem liggur svo
hátt, eða í 500—600 metra. Því
fæst þarna merkileg reynzla.
— Geturðu sagt mér I stuttu
máli, í hverju þessi kenning þfn
um tilfærslu gosbeltisins er fólg-
in?
— Upphaflega, eða fyrir 5—10
milljónum ára, lá gosbletið gegn-
um landið I sveig frá Reykjanes-
hrygg norður um Langjökul og
Skaga og til Kolbeinseyjar. Síðan
hefur það smám saman orðið
óvirká kaflanum.þar sem þaðlá
yfir Norðurland og annað belti
orðið til og tekið við, um 100 km
austar. Þetta hefur ekki gerzt í
einni svipan, heldur átt sér lang-
an aðdraganda. Það byrjaði með
sigdældum, sem fylltust upp af
þykkum setlögum og sfðan hraun-
lögum, sem urðu alls ráðandi eftir
að flutningurinn var um garð
genginn. Tjörneslögin alkunnu
túlka ég sem fyllingu í slíkri sig-
dæld.
Þar sem Atlantshafssprungan
liggur f gegnum landið og jarð-
skorpuplöturnar færast hvor frá
annarri, ber þá að skilja það svo,
að nú sé gliðnunin um nýja gos-
bletið?
— Já, það teygist á landinu all-
an timann. Það grær saman á
gamla beltinu, en tekur að gliðna
á því nýja, svarar Kristján.
— En hvers vegna á svona til-
færsla sér stað?
— Um það er litið vitað, en
hana má skýra út frá hugmynd-
inni um uppstreymi möttulefnis í
strókum, sem ná miklu dýpra en
það hringstreymi, sem fæðir
venjulega úthafshryggi. Ahrifin
af slíkum strókum sjáum við á
íslandi, þar sem framleiðsla gos-
efna er þrefföld á við það, sem
gerist á hryggjunum neðansjávar.
Hugsum okkur, að strókurinn sé
staðbúndinn, en plötusamskeytin
reki vestur jafnframt gliðnun-
irini. Þá kemur að því að strókur-
inn verður eftir austan við plötu-
samskeytin. Ef hann er nógu
öflugur, virðist hann geta brotið
plötuna yfir sér og myndað nýtt
gosbelti, jafnvel ný plötusam-
skeyti, eins og gerzt hefur á
Norðurlandi. Á Suðurlandi aftur
á móti virðist hann ekki megna að
draga til sín allt rekið, eins og
gosbeltin tvö vitna um. Með því að
gera ráð fyrir slikri tilfærslu á
gosbeltinu er hægt að skýra ýmis-
legt í jarðfræði landsins, sem ann-
ars er erfitt að fá botn í, eins og
t.d. jarðlagahallann, breytilegan
hitastigul og mislægi milli jarð-
laga, sem oft fylgja stórar eyður,
þar sem jarðlög frá ákveðnu tíma-
bili vantar í, eða þau eru óeðlilega
gisin. Væri gosbeltið aðeins eitt
og á sama stað frá upphafi, þá
aetti hallinn á jarðlögunum að
vera eins frá báðum hliðum að
þessu gosbelti. En það er hreint
ekki svo. Landið skiptist hvað
halla jarðlaganna snertir I sam-
hverfur og andhverfur.Samhverf-
urnar myndum við í ljósi þessa
lita á sem forn gosbelti, enda eru
þau, sem nú eru virk, þannig sett.
— Þú minntist á að hitastiguls-
mælingar styddu þessa kenningu.
Hvaða áhrif hefur það á likurnar
til að fá heitt vatn í gamla gosbelt-
inu, t.d. í Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslum?
— Já, niðurstöður af hita-
stigulsmælingum styðja hana.
Varmastreymið fer lækkandi í
báðar áttir út frá vestra gosbelt-
inu og framhaldi þess, sem náði
fyrrum samfellt norður á Skaga.
Varmastreymið heldur áfram að
minnka, þegar farið er yfir eystra
gosbeltið, nema rétt innan þess og
á blájaðrinum fyrir norðan. Á
Norðurlandi er hitastigullinn
einna hæstur í Húnavatnssýslum,
í gamla gosbeltinu. Vonir standa
til þess, að fremur sé að vænta
verulegs forða af heitu vatni, þar
sem bergið, eða segjum skorpan,
er yngst og hefur haft sem stytzt-
an tíma til að kólna niður. Gos-
belti, sem áður lá nærri Grímsey,
hefur t.d. dáið út fyrir um milljón
árum og ekkert mælir gegn því,
að þar væri hægt að finna heitt
vatn, eða kannski fremur sjó.
— Ymislegt fleira styður þessa
kenningu um tilflutning gosbelt-
isins, heldur Kristján áfram. Til
dæmis mislægi, þar sem eyður
verða í jarðsögunni og ungar,
kannski ólíkar jarðlagasyrpur,
leggjast yfir aðrar miklu eldri.
Samkvæmt því litla, sem vitað er
um aldur jarðlaga, t.d. á Austur-
landi, virðist slík eyða koma fram
I jarðlögunum þar á mjóu belti,
sem nær norðan úr Vopnafirði
suður í Hornafjörð og jafnvel
lengra suðvestur með Vatnajökli.
Þarna lítur út fyrir að vanti í
jarðlagastafla sem svarar til um
fjögra milljón ára framleiðslu,
eða hann sé a.m.k. óeðlilega þunn-
ur. Þar sem þetta aldurstökk
verður, er eldri jarðlagasyrpan,
hið eiginlega Austurlandsblá-
grýti, snarað og stingur sér með
miklum halla innundir yngri
syrpuna. Á mótunum finnast oft
þykk setlög og móbergslög og má
minna á Hengifoss i þvi sam-
bandi. Þarnatel ég, að við höfum
menjar um sigdæld, sem var
undanfari hins nýja gosbeltis.
— Breytir þessi kenning ekki
mikið hugmyndum um jarðfræði
íslands?
— Einhverju breytir hún sjálf-
sagt, er á annað borð er hægt að
tala um einhverjar eldri fastmót-
aðar hugmyndir í þeim efnum.
Hins vegar ætti hún að reynast
gagnleg til að vinna eftir. Og víst
er, að við, sem fáumst við jarð-
hitarannsóknir, teljum okkur
geta skýrt með henni ýmislegt í
dreifingu jarðhitans og á ég þar
við lághitasvæðin, sem aðeins
finnast utan eldgosabeltanna. Og
segja má, að með öðru sé hún
mjög leiðbeinandi um það, hvar
við getum vænzt þess að finna
verulegan jarðhita. Og getur á
hinn bóginn útilokað stóra lands-
hluta. Ef við miðum við þá tækni,
sem við ráðum yfir í dag, þá leyfir
hún t.d. ekki bjartsýni um, að
Framhald á bls. 19.
nýlega
ÞETTA kort sýnir gosbeltið og flutning þann, sem orðið hefur á því smám saman. Fyrir um 4
milljónum ára dó út sá hluti eldra gosbeltisins, sem lá frá Langjökli norður á Skaga, en nýtt tók við
um 100 km austar. Nyrzti hlutinn flutti sig I tveimur stökkum fyrir ca 4 og 1 milljón ára. Eystra
gosbeltið á Suðurlandi hófst fyrir ca 1,5 milljón árum, þó að samsvarandi kafli vestara beltins
(Reykjancs-LangjökuII) héldi áfram að vera virkur. En syðst er gosvirknin nýbyrjuð (Vestmanna-
eyjar).
Rannsóknir á jarðlagastaflanum á Vesturlandi auka þekkingu
á ísöld og hafa fjölgað jökulskeiðum í allt að 30