Morgunblaðið - 14.08.1974, Side 26

Morgunblaðið - 14.08.1974, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. AGUST 1974 I ii'HiímFfiíiTii! nmnun Breiðablik, Breiðablik! Fjórði flokkur Blikanna, þjálfari Gissur Guðmundsson. BREIÐABLIK, BREIÐABLIK. — Þetta orð mátti heyra hljóma á gamla Melavellinum, sem á mánudagskvöldið var vettvangur skemmtilegrar og drengilegrar Iþróttakeppni eins og svo oft áð- ur, en þar fóru þá fram úrslita- leikir I þrem yngstu aldursflokk- unum. Og það var ekki að ástæðu- lausu að nafn Breiðabliks hljóm- aði þar, þvf að liðið úr Kópavogi var með I úrslitum allra flokk- anna. Ég minnist þess ekki að hafa áður verið viðstaddur úrslita- keppni yngri flokkanna, þar sem önnur eins stemmning ríkti á áhorfendapöllunum, enda voru leikmenn hvattir ákaft og af eðli- legum ástæðum voru Kópavogsbú ar í miklum meirihluta. Þá má líka geta þess, að þarna voru einn- ig samankomnir íþróttafrétta- menn og ljósmyndarar flestra ef ekki allra blaðanna, auk íþrótta- fréttamanns útvarps, að ógleymd- um íþróttafréttamanni sjónvarps- ins, sem lét festa á filmu fyrsta leikinn, sem þarna fór fram. Allt þetta gerði þessa úrslitakeppni ógleymanlega og var vissulega glæsilegur endapunktur á fjöl- mennu og að mörgu leyti vel- heppnuðu landsmóti þessara flokka. Ekki má gleyma þvf, að veðrið var sérlega hagstætt og síð- ast en ekki sízt má geta þess, að vandað var sérstaklega til dóm- gæzlu, því að dómaratríó, sem vanalega sjást ekki nema á meiri- háttar leikjum, sáu um dómgæzlu. Blik- arnir beztir r 1 yngstu aldurs- flokk- unum Eins og áður er að vikið átti Breiðablik lið í úrslitum allra flokkanna og áður en yfir lauk kom f ijós, að það sigraði í öllum sínum ieikjum og varð Islands- meistari í 3., 4., og 5. aldursflokki. Er ástæða til að óska hinum ungu knattspyrnumönnum Breiðabliks, þjálfurum þeirra og ráðamönnum til hamingju með þennan ein- stæða árangur. Þá má geta þess, að tvö lið frá Keflavik voru i úrslitakeppninni og eitt frá Val I Reykjavik. Þeirra hlutur var einniggóður. Aður en nánar er vikið að úr- slitakeppninni á Melavellinum, er rétt að geta þess að þátttaka í landsmótum yngri flokkanna hef- ur sinnilega aldrei verið meiri en í ár, alls tóku um 107 lið þátt í riðlakeppnum þessara flokka og leiknir voru um 270 leikir viðs- vegar um landið áður en til úr- slitakeppninnar kom. Reikna má með, að þátttakendur í þessum leikjum hafi verið um 2000 tals- ins. Sést á þessu, að hér er um viðamikla keppni að ræða og vert er að meta að verðleikum það mikla starf, sem lagt er af mörkum hjá þeim fjölmörgu aðil- um, sem að því hafa unnið. fSLANDSMÓT 5. FLOKKS: I landsmóti 5. flokks voru þátt- tökuliðin 36 og var þeim skipt niður í 6 riðla. Sigurvegarar i hinum einstöku riðlum mættu síð- an til úrslitakeppninnar, sem fram fór í Reykjavík og nágrenni um helgina. Úrslit í einstökum leikjum úrslitakeppninnar urðu sem hér segir: A-rrðill: KA, Akureyri — Austri Eskif. 2 —2, Breiðablik — KA 9 — 1, Breiðablik — Austri 5:0. B-riðill: Armann — ÍBK 1:8, Leiknir Rvík — Ármann 2:2, IBK — Leiknir R, 10:1. Urslitaleikurinn var því milli Breiðabliks og Keflvikinga, sem voru öruggir sigurvegar í riðlum úrslitakeppninnar. Keflvíkingar byrjuðu leikinn vel og ekki var liðin nema rúm mínúta, þegar knötturinn lá í neti Blikanna. Það var Ragnar Mar- geirsson, sem einlék upp allan völlinn og að lokum á eina tvo varnarmenn og skoraði. Blikarnir Iétu þetta ekki á sig fá, en sóttu allt hvað af tók og á 10. mín. jafnaði Sigurður Grétars- son með hörkuskoti. Staðan í hálfleik var jöfn 1:1. Blikarnir, sem voru mun sterkari héldu upp sókn mest allan síðari KörfuknattleikslandsKð valið til leikja á Bretlandseyjum ISLENSKA landsliðið f körfu- knattleik mun leika þrjá lands- leiki nú sfðar f mánuðinum. Liðið heldur til Skotlands 21. þ.m. og leikur daginn eftir fyrsta leikinn f ferðinni gegn úrvali Glasgow- borgar. Siðan verður haldið til Dublin, og leikið kvöldið eftir við úrval Dublinborgar. Daginn eftir verður fyrsti landsleikurinn, leik- ið verður gegn Irlandi, og fer leikurinn fram f Dublin. Daginn eftir verður haldið til Edinborg- ar, og þá um kvöldið leikið gegn Skotum. Næsta dag verður haldið til London, og leikinn landsleikur við England um kvöldið. Eins og sjá má af þessari upp- talningu verður þetta erfið dag- skrá hjá fsl. liðinu. 5 leikir á jafn- mörgum dögum, auk ferðalaga fram og aftur um Bretlandseyjar. Landsliðsnefnd K.K.L hefur valið 12 leikmenn til fararinnar, og eru þeir þessir. Kolbeinn Páls- son KR (fyrirliði), Jón Sigurðs- son Ármanni, Hilmar Viktorsson KR, Kolbeinn Kristinsson IR, Steinn Sveinsson IS, Bjarni G. Sveinsson IS, Símon Ölafsson Ar- manni, Agnar Friðriksson ÍR, Jó- hannes Magnússon Val, Torfi Magnússon Val, Gunnar Þorvarð- arson UMFN og Þröstur Guð- mundsson KR. — Leikreyndasti maður liðsins er Kolbeinn Páls- son fyrirl. en hann hefur 31 lands- leik að baki. Agnar hefur 26 Ieiki og Jón Sig. 22. Bjarni, Kolbeinn P.. Torfi, Jóhannes og Gunnar léku allir í fyrsta skipti landsleik á Polar Cup f jan. s.l. en þeir Hilmar, Þröstur, Steinn og Símon hafa aldrei leikið í landsliði. Það er því hægt að tala um endurnýj- un í liðinu, en allir nýliðarnir áttu mjög góða leiki með liðum sínum s.l. vetur. — Liðið hóf æfingar um miðjan júlf, og hefur verið æft á hverjum degi sfðan. Þrekæfingar undir stjórn Erlings Jóhannes- sonar og aðrar æfingar undir stjórn Einars Bollasonar lands- liðsþjálfara. Hefur æfingasókn verið mjög góð, oftast 100%. Liðið mun í vikunni leika fimm æfinga- leiki auk þesssemæfingarverða á hverjum degi. Um næstu helgi verður síðan dvalið í æfingabúð- um á Laugarvatni. Um möguleika liðsins í þessum landsleikjum er það að segja, að mesti möguleikinn á sigri er gegn írum, þann leik ætti liðið að sigra að öllum líkindum. Skotarnir eru f sama klassa og við og liðin hafa sigrað til skiptis í leikjum sfnum undanfarin ár. Sennilega eru Eng lendingar með sterkasta liðið, en við höfum aldrei leikið við þá landsleik, og vitum ekki nákvæm- lega hvernig við stöndum gagn- vart þeim. Liðið heldur utan 21. þ.m. og kemur heim 28. Þjálfari er sem fyrr sagði Einar Bollason, liðs- stjóri Gylfi Kristjánsson, en farar- stjóri verður Arnaldur Arnason gjaldkeri K.K.Í. Þriðju flokkurinn ásamt þjálfaranum, Ásgeiri Þorvalds- syni. Með tslandsmeisturunum í flokkunum þremur er Guðni Stefánsson, formaður Knattspyrnudeildar Breiða- bliks — hreykinn af sfnum mönnum. hálfleikinn, eftir 8. mín. skoraði Helgi Bentsson fyrir Blikana og skömmu fyrir leikslok skoraði Sigurður Giétarsson annað mark sitt og innsiglaði sigur Blikanna með skallamarki eftir horn- spyrnu. Þessi leikur var að allra dómi mjög skemmtilegur og vel leikinn, sérstaklega af hálfu Blikanna, sem sýndu mikla yfir- burði. Þeir sýndu allt, sem góða knattspyrnu má prýða, góðan samleik, baráttugleði og knatt- tækni. Var þetta án efa bezti leikurinn í útslitunum. Að leik loknum afhenti Ellert Schram form. KSI sigurlaunin, en þess má geta, að Blikarnir unnu þennan flokk einnig í fyrra. sigurlaunin, en áhorfendur hylltu hina ungu knattspyrnumenn. ÍSLANDSMÓT 3. flokks: I Iandsmóti 3. flokks tóku þátt alls 35 lið, sem sfðan var skipt niður í 7 riðla og mættu sigur- vegarar í öllum riðlunum nema einum til úrslitakeppninnar, sem fram fór um sl. helgi. I úrslitakeppninni var liðunum 6 skipt niður í tvo riðla og urðu úrslit einstakra leikja sem hér segir: A riðill: Armann — Þór, Akureyri, 5—0. Breiðablik — Þór, Ak. 4—1, Breiðablik — Ármann 2—1. B riðill: FH — Þróttur N 1—0, Valur — FH 3—1, Valur — Þróttur N 3—0. Urslitaleikurinn fór þvf fram á Fimmti flokkur Breiðabliks ásamt þjálfara flokksins, eina landsliðsmanni Breiðabliks hingað til, Guðmundi Þðrðarsyni. Skyldu ekki einhverjir þessara pilta komast f landsliðið þegar þeir hafa aldur til? ISLANDSMÓT 4. FLOKKS: I landsmóti 4. flokks tóku þátt alls 36 lið, sem skipt var niður í 6 riðla, og mættu sigurvegararnir úr einstökum riðlum til úrslita- keppninnar, sem fram fór um sl. helgi. Úrslit einstakra leikja f þeirri keppni urðu sem hér segir: A-riðill: Leiknir F — IBK 0:4, Völsungur — Leiknir F 3:0, IBK — Völsungur 2:0. B-riðill: Vestri — FH 2:3, Breiðablik — Vestri 2:0, FH — Breiðablik 1:5. Urslitaleikurinn fór þvf fram milli Breiðabliks og IBK. Leikurinn var jafn og spennandi, en snemma í fyrri hálfleik skoraði hinn marksækni miðherji Breiðabliks mark og bætti við öðru f síðari hálfleik, en þá fékk hann sendingu frá Sveini Ottós- syni. Var Sigurður fljótur að átta sig og sendi knöttinn í netið með góðum skalla. Eftir gangi leiksins var sigur Breiðabliks sanngjarn, en 1:0 fyrir þá hefði gefið réttari mynd af leiknum. Að leik loknum afhenti Ellert Schram form. KSl milli Breiðabliks og Vals og er skemmst frá þvf að segja, að hann var skemmtilegur og vel leikinn. Bæði liðin áttu sín góðu tækifæri í fyrri hálfleik, sem þeim tókst ekki að nýta, og lauk því hálf- leiknum án þess að mark væri skorað. Síðari hálfleikur var líkur hinum fyrri nema hvað Blikarnir sóttu í sig veðrið og seint f leikn- um skoraði Andrés Kristjánsson fyrir Blikana með föstu skoti af stuttu færi. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lauk þvf leiknum með 1—0 sigri Breiðabliks, sem var fyllilega verðskuldað, þar sem þeir voru sterkari aðilinn, sér- staklega þó er líða tók á leikinn. Að leik loknum afhenti Helgi Daníelsson form. mótanefndar KSI sigurlaunin. Texti og myndir Helgi Danfelsson. ,11* iri>i » *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.