Morgunblaðið - 14.08.1974, Qupperneq 27
Fulltrúi félaganna er viðstaddir voru, er dómurinn var kveðinn upp, Hilmar
Svavarsson, Hannes Þ. Sigurðsson og Hans Guðmundsson.
Bikarkeppnin í kvöld:
Fimm liðanna sem enn eru
eftir haf a sigrað í keppninni
Fjórir stórleikir fara fram í bikar
keppni KSÍ í kvöld, leikirnir í 8-liða
úrslitunum milli Víkings — KR, ÍA
— Fram, ÍBK — Vals og ÍBV —
Völsungs. Þó að annar aðilinn í öll-
um þessara leikja sé enn í fallbaráttu
í 1. deild eða berjist á toppnum í
deildinni, má fastlega gera ráð fyrir,
að öll liðin leggi hart að sér í kvöld,
því að 10 dagar eru þar til næstu
leikir í deildinni fara fram.
Víkingar geta tæpast mætt með
sterkasta lið sitt í kvöld, þar sem marg-
ir beztu leikmenn úr öftustu víglínu
eiga við meiðsli eða veikindi að striða
KR-ingar misstu enn einn leikmanninn
i síðasta leik, er Baldvin Elíasson skarst
illa á fæti, og verður hann ekki með í
kvöld
Framarar töpuðu fyrir tilvonandi ís-
landsmeisturum ÍA um siðustu helgi,
en þurfa þó ekki að vera með neina
minnimáttarkennd Þeir léku mun bet-
ur en Skagamenn i fyrri hálfleiknum og
ættu að sigra í leiknum í kvöld, nái þeir
svipuðum leik í kvöld í sambandi við
leikinn á Akranesi má geta þess, að
Akraborgin fer frá Reykjavik klukkan
1 7 30 og fer frá Akranesi klukkan 2 1
í Keflavík verður án efa mjög
skemmtilegur leikur tveggja sterkra
liða í Vestmannaeyjum ættu heima-
menn að vera nokkuð öruggir með
sigur gegn Völsungi
Allir leikirnir i kvöld hefjast klukkan
19 00
Fimm þeirra liða, sem eftir eru i
keppninni að þessu sinni, hafa emu
sinni eða oftar hlotið bikarinn KR-
ingar hafa unnið 7 sinnum, Fram og
ÍBV tvívegis hvort félag, og Víkmgur
og Valur einu sinm Sjötta liðið. sem
unnið hefur í keppninni frá því að hún
fór fyrst fram árið 1 960, er lið IBA
r
Islandsmót-
ið í golfi
Salómonsdómur eða hvað?
ELMAR Geirsson var dæmdur 6lög-
legur með Fram I leik liðsins gegn
Val í 1. deildinni fyrr I sumar fyrir
sérráðsdómstól KRR i fyrradag. eins
og skýrt var frá i Morgunblaðinu i
gær. Af ýmsum ástæðum taldi dóm-
stóllinn þó ekki ástæðu til að dæma
leikinn Frömurum tapaðan, heldur
skyldi hann fara fram að nýju.
Er dómstóllinn kom saman i gær,
lágu fyrir skeyti frá Alþjóða knatt-
spyrnusambandinu, þar sem sagði, að
félagaskiptin væru ólögleg og sömu-
leiðis greinargerð frá Ellert B Schram,
formanni KSÍ, þar sem hann segir, að
félagaskipti Elmars Geirssonar hafi
aldrei verið fornplega rædd af stjórn
KSÍ.
Dómstóll KRR byggði dóm sinn á
skeyti FIFA og yfirlýsingu Ellerts
Schram um, að Framarar hafi ekki sótt
um tilskilin leyfí til KSÍ, er Elmar hóf að
leika með Fram í sumar. Eðli málsins
samkvæmt taldi dómurinn þó ekki fært
að beita þyngstu viðurlögum, en þá
hefði leikurinn verið dæmdur Fram
tapaður. Framarar hafi verið í góðri trú
um hlutgengi leikmannsins i Valsleikn-
um. Þá benti dómurinn einnig á það,
að lög KSÍ um félagaskipti landa á milli
væru engan vegínn fullnægjandi í nú-
verandi formi.
Dómsniðurstaðan var sú, að leikur
Fram og Vals skyldi fara fram að nýju,
leikurinn 18 júli dæmdur ógildur Þá
var Fram gert að greiða 500 krónur til
framkvæmdaraðila (slandsmótsins, en
það eru hæstu fjársektir, sem hægt er
að beita i máli sem þessu.
Er við höfðum í gær samband við
forráðamenn Knattspyrnudeildar Vals,
vildu þeir ekki segja á þessu stigi,
hvort Valsmenn mundu áfrýja. Verður
það mál tekið fyrir á stjórnarfundi, en
heldur var I gær talið óliklegt, að
Valsmenn myndu áfrýja, en frestur tíl
þess er sex mánuðir.
FRAM MUN ÁFRÝJA
Morgunblaðið hafði i gær samband
við Alfreð Þorsteinsson formann Knatt-
spyrnufélagsins og spurði um álit hans
á niðurstöðu dómsins og hvort Framar-
ar hygðust áfrýja Sagði Alfreð þá
meðal annars: — Ég vil lýsa undrun
minni á niðurstöðu dómsins Hann
hefur hvorki tekið tillit til prófmála af
svipuðu tagi né hefðar Ég vil enn
fremur lýsa undrun minni á afstöðu
formanns Knattspyrnusambands ís-
lands, Ellerts B Schram, sem hefur
tekið þá ákvörðun að vera „stikk fri" i
þessu máli, enda þótt forráðamenn
Fram hafi komið til hans að fyrra
bragði út af þessu máli og leitað álits
hans. Hann virðist ekki gera sér grein
fyrir skyldum sínum né stjórnar Knatt-
spyrnusambandsins. Ég leyfi mér að
fullyrða, að slikt hefði ekki gerzt, hefði
Albert Guðmundsson verið við stjórn-
völinn, enda stóðst allt sem á milli
hans og stjórnar Fram fór.
— Ég vil vekja athygli á því, að Carl
Bergmann, sem er kjörinn í sérráðs-
dómstól Knattspyrnuráðsins og er jafn-
framt félagi i Fram, vék úr dómnum.
Bergur Guðnason, forseti dómsins,
sem jafnframt er Valsmaður, sá ekki
ástæðu til þess.
— Ljóst er, að formleg félagaskipti
Elmars áttu sér aldrei staðl Hann fékk
aðeins timabundið leyfi til að leika með
þýzka liðinu Að þessu athuguðu er
augljóst. að Fram mun áfrýja þessum
dómi. Persónulega vil ég segja það, að
mér finnst „leiðindamórall" yfir þessu
kærumáli, ef ég má nota það orð
Valsmenn hafa lýst þvi yfir, að þeir vilji
fá það á hreint, hvað sé leyfilegt í
þessu máli. Þeim var í lófa lagið að
kanna það, þegar Jóhannes Eðvalds-
son, Val, kom heim eftir keppnisþátt-
töku I S-Afriku og enn fremur, er Ingi
Björn Albertsson, Val, kom heim eftir
keppnisþátttöku i Frakklandi.
— Ég vil að það komi skýrt fram. að
stjórn Fram álitur bæði sjálfsagt að rétt
að lögum sé framfylgt. í þeirri góðu
trú — og með samþykki stjórna og
formanna KSÍ á undanförnum árum
— var Elmar Geirsson látinn leika Það
var ekki einungis að fyrir lægi sam-
þykki stjórnar KSÍ (sem núverandi for-
maður KSÍ segir, að sé týnt), heldur
einnig hefð i mörgum greinum íþrótta,
að Fram tók þessa ákvörðun. Og ef
einhver er sekur um glappaskot, er það
ekki Fram, sagði Alfreð að lokum.
VÉK EKKI ÚR DÓMNUM, ÞVÍ HANN
SAT ÞAR ALDREI
Þessu næst sneri Mbl. sér til Bergs
Guðnasonar, forseta dómsins
Spurðum við Berg um réttmæti þeirrar
fullyrðingar Alfreðs Þorsteinssonar, að
Carl Bergmann hefði vikið úr dómnum.
— Þessi fullyrðing stenzt þvi miður
Þeir sátu f dómnum: Vilberg Skarp-
héðinsson, Bergur GuSnason og
Baldur Maríusson.
engan veginn hjá Alfreð vini mlnum,
sagði Bergur — Carl Bergmann var
erlendis, er málið var fyrst tekið fyrir 1.
ágúst og kom ekki heim fyrr en þann
áttunda, en þá var málið komið á
lokastig Þá kom aldrei til greina, að
Carl tæki sæti Baldurs Mariussonar,
sem kynnt hafði sér málið ofan ! kjöl-
inn og verið með i starfi dómsins frá
byrjun.
— Ef taka hefði átt tillit til félags-
legra sjónarmiða, þá hefðu allir
aðalmenn dómsins og báðir vara-
mennirnir orðið að vikja Hvar hefðum
við þá staðið?
SALÓMONSDÓMUR
Jón Aðalsteinn Jónsson. formaður
Vikings sagði i gær, að Vikingar
myndu senda fljótlega inn kæru vegna
Elmars Geirssonar i leik Víkings og
Fram Um dóminn sagði Jón: —
Að minu mati er þetta mikill Salómons-
dómur, félögunum er gefin viðvörun,
en Framarar samt ekki sendir niður i 2
deiid. Við munum sætta okkur við
þennan dóm, en reikna með, að sama
niðurstaða fáist i okkar máli Við erum
óhræddir við að mæta Frömurum á
knattspyrnuvellinum að nýju:
ISLANDSMðTIÐ f golfi hófsl i Grafarholls-
vellinum T gærkvöldi. Þad heldur áfram f dag
og út þessa viku. Gffurleg þálftaka er f
mótinu. svo mlkil, aó skipuleggjendurnir
áttu fullt f fangi meó aó koma keppninni
fyrir á svo fáum dögum. Hver keppandi
hefur ákveúió rásnúmer og á tfmaseólinum,
sem hér fer á eftir, eru rástfmar þelrra, sem
veröa ð ferðinni f dag
Mfl: kl. 07.50 13—19—15
— 07.58 01—05—11
— 08.06 20—27—06
— 08.14 09—23—22
— 08.22 17—07—14
— 08.30 08—24—03
— 08.38 18—04—16
— 08.46 12—21—26
— 08.54 10—02—25
— 09.04 28 —
1. fl.: Kl. 09.20 . 75—41
— 09.28 74-43—44
— 09.36 42—4—73
— 09.44 72—46—47
— 09.52 67—48—68
— 10.00 69—49—56
— 10.08 50—55—52
— 10.16 51—54—60
— 10.24 53—57—61
— 10.32 66—59—62
— 10.40 63—58—64
— 10.48 65—71—70
2. fl.: Kl. 11.10 81—84—106
— 11.18 101—098—095
— 11.26 096—097—099
— 11.34 100—091—094
— 11.42 082—087—088
— 11.50 089—086—085
— 11.58 083—090—092
— 12.06 093—102—105
— 12.14 103—104 —
3. fl: Kl. 12.30 N n J :i 7
— 12.38 128—125—111
Framhald á bls. 16
Taka þátt í HM í lyftingum
— efna til fjáröflunarmóts
Tveir beztu lyftingamennirnir, Gústaf Agnarsson og Guðmundur Sígurðsson,
taka þátt i heimsmeistaramótinu i lyftingum, sem fram fer i Manilla á Filipseyjum
nú i haust. Eiga þeir báðir talsverða möguleika á að verða ofarlega á blaði miðað
við þann árangur, sem þeir hafa náð i æfingum i sumar. Ferðin til Filipseyja
verður mjög dýr fyrir þá félaga og þvi hefur Lyftingasambandið ákveðið að koma
á fjáröflunarmóti annað kvöld. Þar munu beztu lyftingamenn landsins mætast.
Skúli Óskarsson, Kári Eliasson, Árni Þór Helgason, Friðrik Jósepsson, Guðmund-
ur Sigurðsson og Gústaf Agnarsson. Keppnin fer fram i Iþróttahúsi KR og hefst
klukkan 20.30 á morgun
— Minning Helgi
Framhald af bls. 19
hvað Helgi reyndist tengdamóður
sinni sérstaklega vel.
Helgi og Steinunn eignuðust
fimm dætur: Vigdísi, er gift var
Þorsteini heitnum Árnasyni,
Sigrúnu gifta Jóni Asgeirssyni,
Fríðu, gifta Bjarna Jónssyni, Hlff,
ógifta, Steinunni, gifta Ingvari
Gunnbjörnssyni. Einnig ólu þau
upp dóttur Vigdisar, Kötlu, gifta
Ásgeiri Ólafssyni, er þau gerðu að
kjördóttur.
Helgi var félagslyndur maður
og söngvinn. Hann var einn af
stofnendum Karlakórs K.F.U.M.,
er síðar varð Karlakórinn Fóst-
bræður og einnig söng hann f
mörg ár í Dómkirkjukórnum og
við jarðarfarir eða meðan heilsa
hans leyfði.
Helgi missti konu sfna eftir
mikil og erfið veikindi í jan. 1971,
þá var hann einnig farinn á
heilsu, en sá missir varð honum
ofraun.
Helgi átti þvi láni að fagna að
eiga góðar dætur, er reyndust
honum ailar vel til hinztu
stundar. Hlif dóttir hans hélt
heimili að Leifsgötu ásamt- dóttur
sinni Dfs og varð það hans skjól
þar til hann var fluttur á
hjúkrunardeild Borgarspítalans
við Barónsstíg í febr. s.l.
Dætur Helga hafa beðið fyrir
sérstakt þakklæti til alls starfs-
fólksins á hjúkrunardeildinni
fyrir sérstaklega góða og hlýlega
umönnun við föður sinn meðan
hann dvaldi þar og geri ég það
með góðri samvizku, því sú stofn-
un er til fyrirmyndar.
Haustið 1944 átti ég þvf láni að
fagna að kynnast þeim sæmdar-
hjónum Steinunni og Helga og
verða tíður gestur á þeirra glæsi-
lega og gestrisna heimili á Leifs-
götu 17, og sfðar að verða tengda-
sonur þeirra.
Það er margs að minnast, er ég
lít til baka. Heimili Helga var
glæsilegt og gestrisið eins og ég
hefi áður sagt og er mér kunnugt
um, að margur á þaðan ánægju-
legar minningar og margir hugsa
til þess með þakklæti fyrir gott
viðmót og viðurgerning, því eng-
inn „gekk þar bónleiður til búð-
ar“.
Þar kynntist ég manni, sem var
vinnusamur meðan heilsan entist,
og hann minntist þess, „að
morgunstund gefur gull í mund“.
Helgi var árrisull maður með af-
brigðum og vinnan, heiðarleikinn
og skylduræknin voru hans aðals-
merki.
Helgi var skemmtilegur og
þægilegur maður f viðmóti, en eitt
var það í fari hans, sem vakti
sérstaka athygli og það var hve
sérstakt prúðmenni hann var í
tali og orðavali og að aldrei heyrði
ég hann tala illa um nokkurn
mann. Helgi var snyrti- og
hreystimenni og í hans löngu
veikindum heyrðist hann aldrei
segja æðruorð.
Með Helga er genginn góður
drengur og það var gæfa að hafa
kynnzt honum.
Helgi var trúaður maður þótt
hann hefði það fyrir sig og ég
treysti því, að för hans yfir móð-
una miklu verði í samræmi við
trú hans.
Mágkonum, konu minni og öðr-
um ættingjum votta ég samúð
mína. Megi minningin um góðan
föður verða þeirra styrkur á
sorgarstund.
Jón Ásgeirsson.
Kveðja frá vini
Það kom mér ekki á óvart, er ég
frétti andlát vinar míns, Helga
Sigurðssonar húsgagnabólstrara,
Leifsgötu 17. Mér var kunnugt
um langvarandi veikindi hans og
að það var ekki bata von. Samt er
það svo, að þegar góðvinir hverfa
oss sjónum, lætur söknuðurinn
ekki á sér standa, það er okkar
hlutskipti, er eftir lifum.
Kynni okkar Helga Sigurðs-
sonar hófust 1922, er ég gekk í
Karlakór K.F.U.M., er nú heitir
Fóstbræður. Þar sungum við svo
saman í 35 ár og stóðum jafnan
hlið við hlið í fyrsta bassa, þar til
báðir hættu í kórnum.
Það var gott að hafa Helga sér
við hlið, því hann var söngmaður
ágætur og lagviss i bezta lagi.
Þannig hófst vinátta okkar og bar
þar aldrei skugga á, enda voru
konur okkar vinkonur og sam-
gangur milli heimilanna.
Helgi Sigurðsson rak eigið verk-
stæði alla tið og naut góðs álits
fyrir vandvirkni og heiðarleika i
öllum viðskiptum. Hann var hinn
mesti mannkostamaðúr og vildi
hvers manns vanda leysa, enda
var öllum vel til hans, er honum
kynntust. Sína góðu konu, Stein-
unni Guðmundsdóttur, missti
Helgi fyrir fáum árum. Hann
syrgði hana á sinn hljóðláta hátt,
enda fór heilsu hans úr því hnign-
andi, uns yfir lauk. Aðdáunarvert
var hversu dæturnar allar sýndu
foreldrum sínum mikla ástúð og
umhyggju i þeirra miklu veik-
indum. Þeim og öðrum ástvinum
Helga sendum við hjónin og fjöl-
skylda innilegar samúðarkveðjur.
Svo kveð ég þig kæri vinur, með
þakklæti fyrir gæða kynni. Guð
blessi þig.
Magnús Pálmason.