Morgunblaðið - 21.08.1974, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1974
HÉR hefst greinaflokkur um alþjóSaviðskipti og stjórnmál
eftir Braga Kristjónsson.
FjallaS verður um hinar miklu breytingar, sem orSið hafa
á verkaskiptjngu þjóðanna. Rysjótt samskipti Banda-
rfkjanna og Efnahagsbandalags Evrópu og bandalagsland-
anna innbyrðis. Aukið samstarf Austur- og Vestur-Evrópu
og annarra viðskiptavelda; um hina nýju umdeildu sam-
starfssamninga og tæknisamstarf kapitalisma og
kommúnisma. Innri mál Efnahagsbandalagsins og þau
vandamál, sem orkukreppan og hækkað orkuverð hefur
valdið allri framleiSslu og hagvexti. FjallaS verSur um
gjaldeyrismál heimsins og þá deiglu, sem þau eru nú I; um
hinn nýja auð, oltuauðinn. sem safnazt hefur á fáar
arabískar hendur. Væntanlega évöxtun sama auðs í hinum
kapitaliska og kommúniska fjármálaheimi. Fleira margt
verður tekið til meðferðar T greinum þessum; allt varðar hin
náskyldu mál; milliríkjaviðskipti og alþjóðastjórnmál.
Atlantshafið Auk þess var þetta á
einkar viðkvæmri stundu, þegar
Bandaríkin — í samræmi við alheims-
hlutverk sitt og ábyrgð — voru í óða
önn að reyna að koma á friði milli
hinna stríðandi aðila Vissulega var sú
viðleitni líka Evrópu I hag með tilliti til
orkumála.
Tveim dögum siðar var þessu þó
kippt í liðinn á NATO-fundi í Brussel,
þegar Kissinger hélt sögufrægan hrað-
fund með utanríkisráðherrunum níu á
Hiltonhótelinu.
Franski ráðherrann, Jobert, talaði
sem fyrr mest allra og sagði eftir fund-
inn hin áhugaverðu orð: „Bandaríkin
stefna að sömu Evrópu og við."
Pílagrímsræðan.
Næstu atburðir staðfestu vægast
sagt ekki þessa fullyrðingu Daginn
fyrir leiðtogafund Efnahagsbandalags
ríkjanna í Kaupmannahöfn 13 desem-
ber 1973 sá Kissinger aftur ástæðu til
að gefa bandalaginu dálitla ádrepu
Það gerði hann i svokallaðri pilagríms-
ræðu i London, þar sem hann sagði
m a.: „Sumir Evrópumenn álita, að
mikilvægi þeirra aukist i samræmi við
firrð þeirra frá Bandarikjunum." Hann
sagði ennfremur, að það væri mark-
leysa, að millirikjaviðskipti. varnarmál
og efnahagsmál ættu alltaf samleið
Og hann deildi mjög á, að lönd Efna-
hagsbandalagsins létu undir höfuð
leggjast að ráðfæra sig við Bandaríkin,
létu nægja að gefa upplýsingar eftir á,
t d yfirlýsingin frá 6 nóvember.
Meðan þessu fór fram hafði orku-
deilan brotizt út og var í algleymingi og
Kissinger gerði það að tillögu sinni, að
orðið um neinar bráðar og raunhæfar
aðgerðir að ræða af hálfu Efnahags-
bandalagsins. Frakkar vildu láta „skil-
greina" vandamálin og gera þau Ijós
hinum þátttakendunum, en alls engar
ákvarðandi ráðstafanir máttu sjá dags-
ins Ijós og Efnahagsbandalagið skyldi
varðveita óskertan samningsrétt sinn
gagnvart olíuframleiðendunum. Ef
nauðsynlegt myndi reynast að fylgja
eftir Washington-fundinum væri rétti
vettvangurinn, að áliti Frakka, annað-
hvort Sameinuðu þjóðirnareða OECD
Hin Efnahagsbandalagsríkin átta
vildu gjarna ganga lengra til móts við
Nixon Það hlaut að vera gagnlegt fyrir
aðila að undirbúa aðgerðir til að ráða
bót á öllum þeim vandamálum, sem
óhjákvæmilega hlytu að fylgja I kjölfar
orkuskorts Svo sem áhrif hans á efna-
hag, framleiðslu og greiðslugetu
flestra þjóða heims, vegna dýrari orku
og e.t.v. orkuskorts. Einnig var mikil-
vægt að taka afstöðu til, hvernig
bregðast skyldi við þeim milljarðaupp-
hæðum, sem olluframleiðslulöndin
fengju I hendur. Samningar um fram-
tlðarafhendingar og traust verð og
rannsóknir á nýjum orkulindum og
orkugjöfum voru Itka þýðingarmikil
mál, en vegna neikvæðrar afstöðu
Frakka varð hið sameiginlega útspil
mjög loðið Það einkenndist fyrst og
fremst af því að forðast hvers kyns
ágreining við olluframleiðslulöndin.
Eining Efnahagsbandalagsrikjanna
náði ekki lengra en að dyrum fundar-
salarins i Washington. Þátttakendur
voru auk þeirra: Bandarikin, Japan,
Kanada og Noregur.
Frakkar urðu strax viðskila við
bandamenn slna og margir létu stór
orð falla, m.a. þáverandi fjármálaráð-
fannst súrt að fá reykinn af réttunum,
þegar búið væri að bera þá fram fyrir
aðra. Um yfirlýsinguna um forsendur
samstarfsins sögðu Bandrikjamenn. að
yfirlýsing, sem við þáverandi aðstæður
hefði farið i gegnum alla tilheyrandi
skriffinna Efnahagsbandalagsins, væri
í sjálfu sér litils eða einskis virði Þar
væri engu hægt um að breyta
Samtímis því að Nixon lét í Ijós
vonbrigði sin i orðsendingu til vinar
sins Willy Brandts hófu þeiraðmunn
höggvast svo neistar flugu, utanríkis-
ráðherrarnir Kissinger og Jobert.
Jobert lét í Ijós, að það væri alls ekki
mikilvægt fyrir Frakkland að hafa
bandariskar hersveitir i Evrópu. Fyrir
Frakka væri sjálfstæði og stolt þjóðar
miklu meira virði
Einhverra hluta vegna féllu þessi orð
hans rétt fyrir fund þeirra Pompidous
og Brezhnevs á Krímskaga.
Kissinger lét ekki á sér standa með
svarið og sagði, að Evrópumenn væru
miklu ósamvinnuþýðari en kommúnist-
ar og i rauninni hefði engin starfhæf
ríkisstjórn verið í Evrópu siðan í fyrri
heimsstyrjöldinni
Þessi ógætni Kissingers var af vel-
viljuðum fréttastofnunum álitin stafa af
persónulegum ástæðum, þar sem
hann var í þann mund að ganga i
hjónaband
En í þeirri Evrópu, sem i marga
áratugi hefur einkennzt af stjórnar-
kreppum og naumum meirihlutastjórn-
um, þótti þetta með öllu óviðeigandi
Og doktor Kissinger baðst afsökunar
— eftir brúðkaupið.
Storminn lægir.
Endapunkturinn i þessu yfirlýsinga-
Þrœtur Efnahagsbandalags
Evrópu og Bandaríkjanna
„Við gerðum okkur vonir um, að
pólitisk eining myndi geta náðst eftir
að samstaða hafði tekizt i efnahagsmál-
um Við héldum, að sameinuð Evrópa
myndi verða til að létta hinar mörgu
alþjóðlegu skuldbindingar okkar i
Atlantshafssamstarfinu "
Það var með þessari vonbrigðastunu
í upphafi ársins, sem átti að verða „ár
Evrópu", sem Henry Kissinger hóf
þráteflið yfir Atlantshafið hinn 23 apríl
1973 á frægum blaðamannafundi Sú
þræta varð sifellt magnaðri eftir þvi
sem á árið leið
í sömu ræðu lagði Kissinger áherzlu
á alheims ábyrgð og skuldbindingar og
hagsmuni Bandarikjanna og benti á
andstæðurnar i stefnu þeirra og þjóða
Efnahagsbandalags Evrópu: Evrópu-
þjóðirnar létu sér ávallt nægja að
hugsa eingöngu um sín eigin, stað-
bundnu markmið og hagsmunamál
Hann lýsti vonbrigðum sinum yfir, að
Evrópa vildi ekki starfa nánar með
Bandaríkjunum í Atlantshafssam-
starfinu. Hann hélt mjög fram þeirri
skoðun að stefna bæri að miklu nánara
samstarfi og benti á sambandið með
millirikjaviðskiptum og öryggismála-
stefnu þjóðanna.
Hann sagði lika — þetta var þó átta
mánuðum fyrir oliu- og orkudeiluna —
að einn af hornsteinunum í sliku sam-
starfi ætti að vera sameiginleg afstöðu-
mótun gagnvart olíuframleiðendunum
og samsömun orkupólitiskra hags-
muna Bandarikjanna. Evrópu og
Japans
í Evrópu voru menn dálitið hikandi
að kyngja öllum þessum nýju hug-
myndum I einum bita Sumir hnutu
lika illilega um þá áminningu, að nær-
vera bandariskra hersveita i Evrópu
væri m.a komin undir. viðskipta-
ivilnunum af hálfu Efnahagsbandalags-
ins.
Það var Ijóst, að ræða þessi var
boðskapur frá Bandarikjaforseta Ekki
aðeins vangaveltur prófessor
Kissingers Nauðsynlegt varð því að
gefa svar, en mikill vandi reyndist að
komast að sameiginlegri niðurstöðu
Gaullistar voru trúir við andstöðu hins
látna foringja gegn hvers konar aukn-
um samskiptum sem gætu þýtt meiri
bandarisk áhrif Forðast bæri þá stöðu,
sem leitt gæti til þess, að Bandarikin
gætu sett löndum Efnahagsbandalags-
ins neins konar kosti. Þetta væru lönd,
sögðu Frakkar, sem með misjöfnum
styrkleika vildu þó öll standa fast á
utanríkispólitísku sjálfstæði sinu
Hinn sameiginlegi texti, sem utan-
ríkisráðherrarnir náðu samstöðu um
hinn 10 desember. var lika mjög
varkár i orðum og mjög almenns efnis
Ætlunin var, að plagg þetta yrði
undirstaða viðræðna, sem fyrirhugaðar
voru við heimsókn Nixons, sem þá var
ráðgerð i október eða nóvember-
mánuði. Bandarikjamenn vildu fá
skýrari útlistanir á tilteknum samstarfs-
verkefnum og óskuðu auk þess að fá
fleiri yfirlýsingar. Yfirlýsingu um sam-
starf hinna Atlantshafsþjóðanna og þri-
þætta yfirlýsingu frá Efnahagsbanda-
laginu, Japan og Bandarikjunum. Nú
var skipuð nefnd, eins og venja er,
þegar vandræði steðja að Þetta var
kölluð starfsnefnd: með þátttöku ráðu-
neytisstjóra i utanrikisráðuneytum
Efnahagsbandalagsrikjanna og tveggja
Bandarikjamanna á sama plani Þessi
merka nefnd hefur ekki enn lokið störf-
um, enda torveldaði hin pólitíska orra-
hrlð, sem nú fór i hönd, mjög allt starf
þessara samvizkusömu embættis-
manna við að koma saman trúverðug-
um texta um kærleiks- og bróðurþel
Evrópu og Bandaríkjanna. Fyrst fór
það þó alvarlega úr böndunum, þegar
utanrikisráðherrar Efnahagsbandalags-
ríkjanna — undir verulegum þrýstingi
frá Aröbum — gáfu út hina frægu
yfirlýsingu 6. nóvember 1973 um
Austurlönd nær, þar sem þeir hvöttu
ísraela til að rýma hin herteknu svæði
frá i strlðinu 1 967.
Kissinger varð nú æðþstyggur yfir,
að Efnahagsbandalagið hefði þannig
látið undan án þess fyrst að ráðfæra
sig við stóra bróður hinum megin við
Evrópa, Bandaríkin og Japan skyldu
bregðast sameiginlega við þessum
vanda og setja niður virka starfsnefnd i
orkumálunum. Eitt helzta verkefnið átti
að vera að samræma afstöðu orku-
kaupenda til framleiðenda í bandalagi
orkuseljenda. OPEC
Með þessu vildu Bandarikjamenn
láta af venjulegu diplómatasnakki, en í
þess stað reyna á samstarfsvilja
Evrópumanna á afmörkuðu sviði, þar
sem þó var um að tefla afar þýðingar-
mikla hagsmuni, þ e útvegun orku og
greiðslu sömu orku. Sllkt tilboð frá
Bandarikjunum var reyndar æði stór-
huga, því að þau voru tiltölulega betur
sett en aðrir heimshlutar — með eigin
orkulindir í landi — og líkleg til að
standast raunina betur en Evrópa og
Japan. Enda hefur það komið i Ijós.
Orkuráðstefnan.
Þegar tilboðið hafði fengið að gerjast
yfir hátíðirnar kom boð frá Nixon 1 1
janúar 1974. Hann vísaði til „pila-
grimsræðunnar" og bauð til fundar í
Washington um orkumálin hinn 11.
febrúar 1974 á utanrikisráðherraplani.
Það urðu erfiðar hríðar fyrir Efna-
hagsbandalagsrikin að setja saman
þakkarbréfið. Vitanlega var ekki hægt
að afþakka, en Frakkar voru stífir á, að
hvergi mætti bregða fyrir neinum
ánægjuvotti. Jafnfram átti að gera
Bandarikjunum það Ijóst, að ekki gæti
herra Þýzkalands, Helmut Schmidt
Hann lýsti þeirri skoðun Þjóðverja, að
ágreiningurinn ógnaði forsendum
áframhaldandi starfs Efnahagsbanda-
lagsins og dró ekki dul á, að ef á reyndi
myndi Þýzkaland fremur fylgja Banda-
rikjunum en Frakklandi.
Frakkar skárust úr leik á ráðstefn-
unni, en hin rikin tólf samþykktu að
skipa eina nefndina enn, sem m.a. var
falið það hlutverk að leggja drög að
ráðstefnu með olíulöndunum.
Ósamvinnuþýðir
Evrópumenn.
Um leið og þessi starfshópur
byrjaði að vinna að nákvæmlega sömu
vandamálum og fjallað er um í orku-
nefnd Efnahagsbandalagsins, sem
stofnað var til eftir toppfundinn í Kaup-
mannahöfn, i OECD og viðar, unnu
Frakkar að þvl öllum árum með venju-
legum þráa og lagni að Efnahags-
bandalagið færi að tillögum þeirra í
orkumálunum Þeir fengu þvi m.a
áorkað, að Efnahagsbandalagið ákvað
4. marz að taka uppp viðræður við
Araba um olíumálin.
Sama dag luku ráðherrar bandalags-
ins við uppkast sitt að yfirlýsingu um
forsendur Atlantshafssamstarfsins, þar
sem farið er fram á frekari viðræður við
Bandarikjamenn
í báðum þessu tilvikum þótti Banda-
rikjamönnum þeir hlunnfarnir og
striði var ræða Nixons I Chicago 1 5.
marz sl. Þar afþakkaði hann boð frá
Willy Brandt um að varpa með nær-
veru sinni Ijóma yfir 25 ára afmælis-
dag NATOs 1 0 dögum síðar. Þá átti að
undirrita yfirlýsingu um forsendur og
grundvallaratriði Atlantshafssamstarfs-
ins almennt og auk þess aðra yfirlýs-
ingu, þar sem lögð var sérstök áherzla
á hin ýmsu vafaatriði og vandamáj í
þessu varnarsamstarfi. Nixon lýsti
óánægju með báðar yfirlýsingarnar.
Og aftan I tölu slna hnýtti hann bitur-
yrðum, sem af sumum voru túlkuð
sem ógnun frá forsetanum um að kalla
bandarískar hersveitir heim frá Evrópu.
Þetta leiddi til írafárs i VesturÞýzka-
landi, sem hýsir 210 þúsund banda-
ríska hermenn og finnst það harla gott
Aftur var það ítrekað af þýzkri hálfu, að
samstarfið við Bandaríkin væri horn-
steinninn i utanríkismálastefnu Þjóð-
verja
Til að reyna að bæta ástandið i
Efnahagsbandalaginu bauð Scheel ut-
anríkisráðherra Þýzkalands starfs-
bræðrum sinum með frúm og nokkrum
völdum ráðgjöfum til árbits í höllinni
Gymnich
Það tókst svo vel, að Jobert lét lokka
sig til að samsinna yfirlýsingu um, að
enn væri bjart útlit fyrir gott samstarf
við Bandarikin.
Eftir þennan velheppnaða árbit hafa
ekki fleiri stóryrtar yfirlýsingar flogið
yfir Atlantshafið. Leiðtogar landanna
hafa hins vegar gert ýmislegt til að
bæta sambúðina. Bandarikin hafa lagt
trúnað á hið stóryrta tal um samstarfið
innan Efnahagsbandalagsins og að
Evrópa eigi að tala „einum rómi". Þó
hefur það verið svo í málumþarsem
mætastólíkir hagsmunir einstakra rlkja
innan bandalagsins, að viðkomandi
lætur hag bandalagsins lönd og leið
Enn er því Efnahagsbandalagið hópur
ríkja, sem á við að stríða slíkar innri
mótsetningar, að ótrúlega langt er í
land með hinn „eina róm"
Nýjar stjórnir i Þýzkalandi og Frakk-
landi gefa þó til kynna, að aðrar
kynslóðir hafi setzt að völdum Willy
Brandt hefur verið leystur af hólmi af
hinum eljusama Helmut Schmidt, sem
er sannfærður um tvennt. eigin hæfni
og mikla yfirburði Þýzkalands. Hann er
líka ákveðinn i að koma í betra horf
sambúðinni. við Bandaríkin. Giscard
d'Estaing er ekki haldinn áberandi
minna sjálsáliti og kjör hans þýðir
allmikið áfall fyrir stefnu gaullista, sem
um áratugi hefur valdið vandkvæðum í
Atlantshafssamstarfinu. Þessir nýju
herrar á meginlandi Evrópu geta
ásamt hinni varkáru stefnu Bretlands,
sem virðist þó hafa aukna tilhneigingu
til samvinnu við Bandarikin, orðið til
að gera alvöru úr fyrrnefndum sam-
starshugmyndum