Morgunblaðið - 21.08.1974, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. AGUST 1974
„Bandarísk
sijórnmál
í deiglunni”
Undanfarna daga hefur hvert
reiðarslagið af öðru dunið yfir
Rirhard Nixon, 37. forseta
Randarfkjanna. Óvissa f banda-
rfskum stjórnmálum hefur og
aukizt mjög eftir sfðustu at-
burði. Atburðarásin hefur ver-
ið svo hröð, að evrópskum
lesendum, sem Iftt þekkja sér-
kenni bandarfskra stjörnmála,
hefur veitzt erfitt að átta sig.
Þvf var það, að Hannes
Gissurarson lagði nokkrar
spurningar fyrir Karl Rove,
formann Landssamtaka
repúblikanastúdenta f Banda-
rfkjunum, þegar leiðir þeirra
iágu saman f Kaupmannahöfn.
Og sú fyrsta er: Hvaða áhrif
hefur Watergatemálið á
Repúblikanaflokkinn og fylgi
hans?
— Líklega lítil sem engin.
Gæta verður að því, að Repú-
blikanaflokkurinn sem slíkur
átti ekki aðild að kosningabar-
áttu Nixons. Hún var verkefni
sérstakrar nefndar undir
forsæti Johns Mitchells, C.R. P.
Misferli það, sem upp komst
um í kosningabaráttunni, er þvf
ekki unnt að skrifa á reikning
Repúblikanaflokksins. Ef hann
hefði haft hönd í bagga með
henni, hefði ekki farið sem fór.
Foringjar Repúblikanaflokks-
ins, innan þings sem utan, hafa
manna mest látið sig málið
varða og viljað komast til botns
f því sem fyrst. Líklega verða
neikvæðustu áhrif Watergate-
málsins aukið vantaust al-
menningsá stjórnmálamönnum
og sinnuleysi um stjórnmál.
Hafa aðferðir á borð við þær,
sem menn Nixons notuðu f
kosningabaráttunni, tfðkazt f
mfklum mæli f bandarfskum
stjórnmálum?
— Sums staðar. Þar hafa
leiðtogar Demókrataflokksins
síður en svo legið á liði sfnu. 1
Chicago, þar sem Daley borgar-
stjóri, sem er demókrati, og lið
hans hafa töglin og hagldirnar,
hefur margt gerzt verra en
Watergatemálið. Tugþúsund-
um atkvæða hefur verið komið
undan og annað eftir því. Þegar
Lyndon Baines Johnson barðist
fyrst I prófkjöri til öldunga-
deildarinnar, var kosningabar-
átta hans fræg fyrir vafasamar
aðferðir. Jóhn Kennedy var
kjörinn forseta 1960 með litl-
um atkvæðamun, og líkur voru
á, að hann væri fenginn með
ótæpilegri beitingu flokksvalds
demókrata. Einnig má minna á,
að Robert Kennedy, sem var
dómsmálaráðherra í forsetatið
bróður sfns, skipaði t.d. að láta
hlera sfma Marteins Lúters
Kings.
Hvert er mat þitt á Richard
Nixon, skapgerð hans og ferli?
— I stjórnmálum skiptir
stefna manna og störf meira
máli en vangaveltur um per-
sónulega eiginleika. Richard
Nixon hefur get margt vel í
forsetatíð sinni, jafnt innan
Bandarfkjanna sem utan.
Hann hefur haft forystu um
bætta sambúð stórveldanna,
aukna alþjóðasamvinnu og
nauðsynlegt endurmat á sam-
starfi vestrænna þjóða. Hann
hefur einnig beitt sér fyrir
aukinni dreifingu valds til
fylkjanna, t.a.m. með breyting-
um á skattakerfinu o.fl. Ég hef
hins vegar ekki nægilega
nákvæmar fréttir af síðustu at-
burðum til þess að geta lagt út
af þeim og metið afleiðingar
þeirra.
Hafa fjölmiðlarnir ráðið
niðurlögum Nixons?
— í Watergatemálinu hafa
fjölmiðlar gegnt lykilhlutverki.
Stórblöðin bandarísku, útvarps-
og sjónvarpsstöðvar eru mjög
valdamiklar. Þessir fjölmiðlar
eru óháðir stjórnmálaflokkum,
t.d. er ekki nema einn fimmti
hluti dagblaða háður stjórn-
málaflokkum. Þá eru banda-
rfskir fjölmiðlar ekki bundnir
af jafnstrangri meiðyrðalöggjöf
og evrópskir. T.d. er þá aðeins
unnt að fá bætur fyrir missagn-
ir eða meiðyrði, að takist bein-
lfnis að sanna, að efni hafi veriö
birt með þeim ásetningi að
skaða manninn. Ég hef sjálfur
nokkra reynslu af valdi stór-
blaðanna. Eitt sinn hafði
Washington Post, sem einmitt
hefur komið mjög við sögu í
Watergatemálinu, rangt eftir
mér. Það var reyndar um
minniháttar atriði, en það
breytir litlu. Ég fór til blaðsins:
— Þeir viðurkenndu, að ég
hefði á réttu að standa, en neit-
uðu að leiðrétta missögnina,
sögðu, að það væri ekki frétta-
matur. Enn er ótalið, að miklu
máli skiptir fyrir stjórnmála-
menn, að fjölmiðlar fari um þá
mjúkum höndum, kynni þá og
störf þeirra vel og rækilega.
Þeir geta lagt feril manna í
rúst, eyðilagt líf hans og fjöl-
skyldu hans, ef þeim býður svo
við að horfa, án þess að unnt sé
að draga þá til ábyrgðar. Stjórn-
málamenn reyna því að halda
vináttu við stórblöðin og sjón-
varpsstöðvarnar. Barátta þess-
ara fjölmiðla gegn Nixon for-
seta hefur vafalaust átt sinn
þátt í, hvernig komið er fyrir
honum.
Telur þú, að hamla eigi gegn
valdi dagblaðanna með laga-
smfð, t.d. strangari ákvæðum
um ábyrgð?
— Nei, alls ekki. Raunar
girða prentfrelsisákvæði
bandarfsku stjórnarskrárinnar
fyrir allar slíkar frekari tak-
markanir. Ég tel, að þennan
vanda eigi að leysa með eins
konar eigin hömlum dagblað-
anna, takmörkunum og reglum,
sem þau settu sjálf fréttaflutn-
ingi sfnum og málefnalegri um-
ræðu. Tómas Jefferson sagði,
að hann tæki frjáls blöð fram
yfir flest annað. Þar hljómar
rödd Bandaríkjamannsins: Með
okkur er að finna gróna trú á
prentfrelsi, jafnvel í hinum
vafasamari myndum þess.
Hvernig tekur bandarfsk há-
skólaæska hinum miklu við-
sjám á vettvangi stjðrnmál-
anna?
— Hin mikla alda stúdenta-
óeirða og mótmælaaðgerða, sem
reið yfir á árunum um 1968, er
löngu hnigin. Um háskólaæsk-
una má segja það sama og al-
menning: áhugaleysi á stjórn-
málum og almennt vantraust á
stjórnmálamönnum hefur auk-
izt við síðustu atburði. Skoðana-
kannanir á meðal háskóla-
stúdenta sýna, að um 20%
þeirra styðja repúblikana, 35%
demókrata og 45% eru óháðir.
Af þeim síðastnefndu má
reikna með, að einn þriðjungur-
inn sé íhaldssamur, annar hæg-
fara og þriðji frjálslyndur. Sfð-
an er örlítið brot öfgasinnaðra
hægri- og vinstrimanna til. Það
hefur einmitt komið mér á
— Viðtal við
Karl Rove,
formann
Landssamtaka
repúblikana-
stúdenta í
Bandaríkjunum
óvart, hversu mikið fylgi
kommúnista virðist vera í ýms-
um háskólum i Evrópu. I
Bandaríkjunum eru þessir
menn nánast hafðir að gaman-
málum.
Hver heldur þú, að hafi verið
ástæðan til hinna miklu mót-
mælaaðgerða fyrir um 6 árum
sfðan?
— Þá stóð Víetnamstríðiö
sem hæst, og það kom mjög
mikið við ungt fólk. Þá benda
hinir kaldhæðnari á, að her-
skyldan og kvaðning til víg-
stöðvanna hafi átt sinn þátt í
hinni ofsalegu andstöðu við
Víetnamstríðið. En megin-
ástæðan hefur þó verið siðferði-
leg.
Hver er skoðun þfn á Vfet-
namstyrjöldinni? Hún varð
Bandarfkjamönnum til mikils
álitshnekkis á alþjóðavett-
vangi.
— ' Bandaríkjamenn áttu
aldrei að taka þann þátt f þess-
um átökum sem raun varð á.
Hinn mikla hlut þeirra í Víet-
namstríðinu má rekja til
ákvarðana, sem teknar voru
eftir rækilega ihugun f forseta-
tíð Lyndons Johnsons á ár-
unum 1964—1965. Oft hefur
mátt heyra gagnrýni vegna
meintra stríðsglæpa okkar í
Víetnam. Það er og rétt, að
ýmsir einstaklingar fóru langt
út fyrir þau mörk, sem setja
verður strfðsrekstri. En þar var
um gerðir einstaklinga að ræða,
en ekki hers okkar sem slíks.
Þeir, sem beittu glæpsamlegum
aðgerðum markvisst, voru
Norður-Víetnamar. Hvers
vegna flúði ein milljón manna
frá Norður-Víetnam til Suður-
Víetnams? Hverjir gerðu eld-
flaugaárásir á Saigon.
En hvers vegna unnu Banda-
rfkjamenn þá ekki skjótan og
auðveldan sigur, stórveldi gegn
smáher?
— Hér verð ég að vitna í Maó
formann mála mfnu til stuðn-
ings, en hann segir, að hvergi
sé stórveldi erfiðara að reka
styrjöld en við þær aðstæður,
sem voru í Víetnam. Ég veit
ekki hvern enda átökin f Víet-
nam fá að lokum, en aðalatriðið
er, að sjálfsákvörðunarréttur
víetnömsku þjóðarinnar sé
tryggður.
Er „Amerfski draumurinn"
enn til?
Svo sannarlega. Bandarískur
rithöfundur sagði fyrir
skömmu, að líklega væri
ástæðan til þreytu okkar, sinnu-
leysis og sjálfskönnunar,
hversu við heföum átt miklu
brautargengi að fagna. Ég held,
að nokkuð sé til f því. En vera
má, að margir hafi misst
sjónar á þeim mannréttindum
og hugmyndum, sem banda-
rfskt þjóðfélag er sprottið upp
úr.
Hvað er framundan f banda-
rfskum stjórnmálum?
— Bandarísk stjórnmjál eru
nú mjög í deiglunni. Demó-
kratasamsteypa verkalýðs-
hreyfingar, blökkumanna,
Gyðinga og fleiri minnihluta,
sem völdin hefur haft í Banda-
rfkjunum frá tfma Franklíns
Roosevelts, er nú að falla
sundur. Bandarískir kjósendur
hneigjast nú til minni ríkisaf-
skipta og lægri skatta, og þá
eykst fylgi Repúblikanaflokks-
ins. Evrópumenn spyrja oft,
hver munur sé á þessum
tveimur flokkun. George
Wallace segir hann engan, en
lfklega er munurinn mestur í
afstöðu til ríkisvaldsins og
frelsis einstaklingsins, þar sem
Repúblikanaflokkurinn vill
draga úr og dreifa hinu fyrr-
nefnda, en leggur áherzlu á hið
síðara. — Hver endanleg niður-
staða þessara umbrota verður,
veit ég ekki, en Repúblikana-
flokkurinn hefur enga ástæðu
til svartsýni.
TJANING-
ARFRELSI 0G
GÖTU-
STRÁKAMÁL
í GREIN Þorvalds Búasonar
„Tjáningarfrelsi og götustráka-
mál“ í blaðinu 20. ágúst sl.
slæddust margar prentvillur.
Tvær undirfyrirsagnir féllu
niður. Eftir fyrstu greinaskil
átti að vera undirfyrirsögnin:
Draugagangur f réttarsölum.
Orðin Lftil dæmisaga nokkru
neðar í fyrsta dálki áttu að vera
undirfyrirsögn. I síðasta kafla
greinarinnar brenglaðist
setning. Þar átti að standa: Þrjá
menn hef ég nýlega hitt, sem
allir sögðu eitthvað á þessa
leið: Mér hefur stundum dottið
í hug að stinga niður penna um
pólitfk, en mér hefur hrosið
hugur við níðskrifum Þjóð-
viljans, sem sennilega fylgdu í
kjölfarið, og níðið gæti haft
áhrif á starfsmöguleika mfna f
framtfðinni. Það, sem vantaði i
setninguna, er með breyttu
letri. önnur fingraför prent-
villupúkans í mánudagsham
verða ekki leiðrétt.
Presta- og prestskvennamót
að Vestmannsvatni
PRESTAFÉLAG Holastiftis efnir
til móts fyrir presta og prests-
konur dagana 2„ 3. og 4. septem-
ber og verður það haldið í sumar-
búðum ÆSK við Vestmannsvatn.
Þetta er þriðja mótið, sem Presta-
félagið heldur. A mótinu flytur
ekndi séra Jónas Gíslason
kennari við guðfræðideild háskól-
ans\ Sérstök nefnd annast undir-
búning mótsins og hana skipa:
formaður séra Sigurður Guð-
munds^on prófastur, Grenjaða-
stað, séra Ulfar Guómundsson,
Ölafsfirði og séra Björn H. Jóns-
son, Húsavík. Þátttakendur mæta
til mótskis þriðjudaginn 3.
september og eru þeir beðnir að
tilkynna komu sína til formanns
nefndarinnar fyrir mánaðarlok.
Sumarbúðirnar hafa verið mjög
vel sóttar f sumar sem endranær,
en þar hafa verið námskeið fyrir
börn og er þetta ip. sumarið sem
búðirnar starfa.
LEIÐRÉTTING
Sú villa varð f frásögn blaðsins í
gær af slysinu um borð í Guð-
steini, að sagt var að togvír hefði
slitnað. Það var 2 tommu vír, sem
sjómenn nefna grandaraleiðara,
sem slóst í piltinn, er krókur rétt-
ist upp.
Bólusetningar
og vegabréf
Nú þegar vegabréfaáritun
hefur verið afnumin milli ls-
lands og Indlands og Bangla-
desh hafa margir velt þvf fyrir
sér, hvort bólusetningarskylda
sé ekki á sem fyrr. Ef þannig
vill til, að fólk frá þessum
löndum er á ferð hér, á útlend-
ingaeftirlitið samkvæmt til-
mælum frá landlækni að hafa
eftirlit með slfku, en ef fólk
frá þessum löndum hefur ver-
ið utan heimalands sfns f hálf-
an mánuð áður en það kemur
hingað er ekkí hægt að gera
þvf að sitja f sóttkvf.