Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 2
_2___________ Tillaga BSRB MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974 Vill að reyndar verði nýjar úrbætur í efnahagsmálum STJORN Bandalags starfsmanna rfkis og bæja hefur skipað nefnd til viðræðna við rfkisstjórnina, en forsætisráðherra hafði ritað BSRB bréf, þar sem hann fðr fram á viðræður víð bandalagið svo sem aðra aðiia vinnu- markaðarins. Jafnframt þvf að kjósa menn f nefndina, sendi stjórn BSRB frá sér ályktun þar sem hún bendir valdhöfum á að reyna nýjar leiðir til úrbóta f efnahagsmálum — að tengja allar peningalegar tilfærslur, skuldir, innstæður, laun og vexti vfsitölu og að gengið verði fljótandi. I nefnd BSRB til viðræðna við MIKILL áhugi virðist vera á söfn- un þeirri, sem Blaðamannafélag lslands gengst fyrir til kaupa á hjartabfl fyrir Norðlendinga. Frá þvf ættingjar Snorra Sigfús- sonar tilkynntu gjafir að upphæð 340 þúsund til söfnunarinnar, f tilefni 90 ára afmælis Snorra, hafa margar góðar gjafir borizt. Virðast Norðlendingar vera mjög áhugasamir um að eignast hjarta- bfl sem allra fyrst. Gjafir hafa einnig borizt í söfnunina frá öðrum lands- hlutum. Má nefna, að Eimskipa- félag Islands gaf eftir farmgjöld af hjartabíl Reykvíkinga, 60 þúsund, og Gísli Gestsson kvik- myndatökumaður hefur gefið Blaðamannafélaginu töku auglýs- ingakvikmyndar um hjartabílinn og sýningartfma í sjónvarpi. Þá komu hjón í gær til Árna Gunnarssonar, formanns söfnunarnefndar, og afhentu hon- ríkisstjórnina voru kjörnir eftir- taldir menn: Kristján Thorlacius, Haraldur Steinþórsson, Hersir Oddsson, Ágúst Geirsson, Einar Ólafsson og Guðlaugur Þórarins- son. Alyktun stjórnar BSRB er svo- hljóðandi: „A síðast liðnum vetri gerði Bandalag starfsmanna rfkis og bæja kjarasamninga, þar sem meginstefnan var sú, að hinir lægst launuðu fengu verulegar kjarabætur en öðrum launa- hækkunum var mjög í hóf stillt. I þessum kjarasamningum hefur um áheit til sjóðsins að upphæð 10 þúsund krónur. Höfóu þau heitið á sjóðinn á láta fé af hendi rakna ef þeim fæddist heilbrigt og gott barn. Þeim varð að ósk sinni, og afhentu Arna upphæðina í gær. I Reykjavík taka Rauði krossinn og félagar úr Blaða- mannafélagi Islands á móti framlögum, en á Akureyri Guðmundur Blöndal fram- kvæmdastjóri Rauða krossins, svo og blöðin Dagur og íslendingur. 1 fréttir blaða af gjöfum ættingja Snorra Sigfússonar slæddust tvær villur. Leifur Hannesson verkfræðingur var sagður Haraldsson og sagt var, að börn Halldórs Sigfússonar og Guðrúnar Júlfusdóttur hefðu gefið 5 þúsund, en hið rétta er, að þau gáfu 25 þúsund krónur til söfnunarinnar. ríkisstjórnin samið um fullar vfsi- tölubætur á laun. Hinir hófsömu samningar B.S.R.B. voru gerðir á þennan veg til þess að tryggja raunhæfar kjarabætur og í trausti þess, að aðrir aðilar í þjóðfélaginu tækju á þessum málum á ábyrgan hátt. Þróun þessara mála hefur hins vegar orðið sú, að oltið hefur af stað skriða verðlagshækkana, skatthækkana og gengisbreyt- inga, sem á hálfu ári hafa gert að engu þær launahækkanir, sem samið var um í sfðustu kjarasamn- ingum. Ríkisvaldið hefur nú ákveðið efnahagsaðgerðir í hefðbundnum stíl, sem áður hafa verið reyndar hér á landi af öllum stjórnmála- flokkum um 30 ára skeið. Þessar efnahagsráðstafanir eru m.a. fólgnar í: 1. 20% hækkun á verði erlends gjaldeyris ofan á jafnmikla verð- hækkun gjaldeyris á fyrri hluta þessa árs. 2. Hækkun söluskatts um 2 prósentustig. 3. Áframhaldandi afnámi verð- lagsuppbóta, sem fyrrverandi ríkisstjórn ákvað með bráða- birgðalögum í vor. Stjórn B.S.R.B. ítrekar þá stefnu, sem samtökin hafa áður sett fram, að aðgerðir í kjaramál- um og efnahagsmálum almennt miði að bættum hag lágtekju- fólks. Byrðarnar ber að leggja á þá, sem óeðlilega háar tekjur hafa miðað við þá, sem minna bera úr býtum. Þá ítrekar bandalagsstjórnin fyrri ályktanir sínar um nauðsyn þess, að stjórnvöld grfpi til nýrra úrræða gegn verðbólgunni, þar sem hinar gömlu, hefðbundnu að- ferðir hafa reynst alls ófullnægj- Framhald á bls. 35 Mikill áhugi er á h j art abí Issöfnun Fundarmenn grððursettu 100 grenitré f Skrúð, hinum landsþekkta trjágarði sr. Sigtryggs Guðlaugssonar skólastjóra á Núpi. Ljósm. Stefán Jasonarson. Jarðarplatti Alfreðs Flóka Septemberútgáfa Flókaplatt- anna Eldur, Jörð, Loft og Vatn er nú komin út og er fyrsti plattinn helgaður jörðinni. Hinir plattarn- ir þrfr munu koma út á næstu þremur mánuðum. Þessi postu- línsplattaflokkur er gefinn út í 250 tölusettum eintökum og mun öll útgáfan vera upppöntuð hjá verzluninni Gler og Postulín í Hafnarstræti, en Gler og postulfn vinnur plattana. Alfreð Flóki dvelur nú í Kaupmannahöfn við vinnu sína, en í sumar hélt hann þar sýningu og fékk mjög góða dóma danskra gagnrýnenda. Fræðsluráðstefna um fjarkönnun Dagana 9.—12. september gang- ast Verkfræði- og raunvfsinda- deild Háskóla lslands, Raunvfs- indastofnun háskólans og Rann- sóknaráð rfkisins fyrir fræðslu- ráðstefnu f Norræna húsinu um f járkönnun (rcmote sensing). Ráðstefnunni er ætlað að kynna þessa nýju tækni og munu fjórir erlendir sérfræðingar, sem starf- að hafa á þessu sviði, flytja yfir- litserindi. Þeir munu einnig hafa meðferðis myndir og veggspjöld til skýringa. Sett verður upp sýn- ing í Norræna húsinu í sambandi við ráðstefnuna. Ráðstefnunni hefur verið skipt í nokkra meginþætti eftir sérsvið- um: Undirstöðuatriði fjárkönn- unartækni, jarðfræði og jarðeðl- isfræði, vatnafræði, jöklafræði, haffræði, veðurfræði, landbúnað og skógrækt, landmælingar, land- nýtingu, landgræðslu, náttúru- vernd og svæðaskipulag. Vegna þess hve Island er fjöl- breytilegt að náttúrufari og vegna þeirra virku rannsókna, sem hér eru stundaðar á slfkum fyrirbær- um, hefur vaknað áhugi á þvf að þróa rannsóknaaðferðir með at- hugunum á íslenzku náttúrufari úr gervihnöttum. Gert er ráð fyrir, að allir þátt- takendur sitji ráðstefnuna fyrsta daginn, en síðan aðeins þann eða þá dagshluta, þegar sérsvið þeirra er til umræðu. Raðstefnan er ætluð vísinda- og tæknimönnum, sem áhuga hafa á fjarkönnunartækni. Með góðan &k Siglufirði, 6. sept. TOGARINN Sigluvfk kom hingað til hafnar í gær með um 130 tonn af góðum fiski til vinnslu. Hafði togarinn verið hér á miðunum úti fyrir Norðurlandi og var átta daga að veiðum. Sfðan togarinn kom f maíbyrjun, er hann nú kominn með um 690 tonna afla. Stálvík, sem er búinn að vera nokkru lengur að veiðum, er kom- inn með 880 tonna afla. Matthfas. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands haldinn að Núpi í Dýrafirði AÐALFUNDUR Skógræktarfé- lags tslands var haldinn að Núpi f Dýrafirði dagana 30.—31. ágúst s.l. A fundinn ko'mu fulltrúar hér- aðsskógræktarfélaga vfðsvegar að af landinu, auk margra gesta. Formaður félagsins, Jónas Jónsson, setti fundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Minntist hann látinna félaga, þeirra Martiniusar Simsons, ljós- myndara Isafirði, Asgeirs L. Jónssonar, vatnsvirkjafræðings, Reykjavík og Guðbrands Magnús- sonar forstjóra Reykjavík. Formaður flutti skýrslu félags- stjórnar og gat m.a. um að nokkur hækkun hefði fengizt á tekjum Landgræðslusjóðs; skýrði frá hinni höfðinglegu gjöf Norð- manna til Skógræktarfélags Is- lands í tilefni þjóðhátíðarársins og 75 ára afmælis skógræktar á Islandi. Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri, ávarpaði fundar- menn. Flutti hann kveðju frá I landbúnaðarráðherra og Her- manni Jónassyni fyrrv. ráðherra, sem var formaður Skógræktarfé- lags Islands um árabil. Hákon Bjarnason, skógræktar- stjóri, ræddi um ástand og horfur í skógræktarmálum og Snorri Sig- urðsson, framkv.stj. félagsins, skýrði frá afgreiðslu og fram- gangi þeirra mála, sem síðasti að- alfundur fól stjórn félagsins, auk þess sem hann flutti skýrslu um störf héraðsskógræktarfélaganna á s.l. ári. Síðdegis fyrri fundardag flutti Sigurður Blöndal, skógarvörður, erindi, sem hann nefndi „Staða skógræktar á Islandi", og vakti það óskipta athygli fundarmanna og varð til mikilla umræðna. Að loknum umræðum, af- greiðslu tillagna og stjórnarkosn- ingu síðari fundardag skoðuðu fulltrúar og fundargestir Skrúð, hinn landskunna trjágarð Sig- tryggs Guðlaugssonar skólastjóra á Núpi, en hann hóf ræktun garðsins árið 1909. Þar gróður- settu fundarmenn eitt hundrað grenitré, er Skógræktarfélag ísa- fjarðar gaf til minningar um Martinius Simson, ljösmyndara á Isafirði. Um kvöldið sátu fundarmenn og gestir kvöldverðarboð sýslu- nefndar Vestur-Isafjarðarsýslu og að þvf loknu kvöldvöku, er Skógræktarfélag Vsturlsafjarðar- sýslu sá um. Á kvöldvökunni var Guðmundi Marteinssyni verk- fræðingi í Reykjavík afhent heið- ursskjal og gullmerki Skógrækt- arfélags Islands fyrir vel unnin störf f þágu skógræktar, en fund- urinn hafði kjörið Guðmund heið- ursfélaga. Ur aðalstjórn félagsins áttu að ganga þeir Oddur Andresson, skógarvörður, og Kristinn Skær- ingsson, skógarvörður, en voru báðir endurkjörnir. I varastjórn voru kjörnir þeir Þórarinn Þórar- insson, fyrrv. skólastjóri á Eiðum og Sigurður Helgason, lögfræð- ingur Kópavogi. Fjölmargar tillögur voru sam- þykktar á fundinum. Má þar nefna að stjórn sambandsins var falið að athuga við hlutaðeigandi yfirvöld, hvort unnt sé að fá sér- stakar skattaívilnanir til handa þeim, sem skógrækt vilja stunda, eins og tíðkast erlendis. Fundur- inn lét f ljós undrun sína á hug- myndum, sem fram hafa komið um útrýmingu barrviðar á Þing- völlum. Fundurinn skoraði á þétt- býlissveitarfélög, sem ekki hafa friðað, skipulagt og ræktað úti- vistarsvæði aðgeraþað sem fyrst og skorar á aðildarfélög að athuga hvert á sínu svæði, hvar heppilegt landsvæði er til slfks, svo og hvemig bezt verður unnið að frið- un skóglendis. Fundurinn beindi þeim tilmælum til fræðsluyfir- valda landsins að íhugað verði, á hvern hátt bezt verði haldið við þeirri vakningu f gróðurverndar- og landgræðslumálum, sem upp hefur komið á síðustu árum. Þá skoraði fundurinn á alla lands- menn, opinbera aðila og félög, að fegra vel f kringum hús sfn. Loks lýsti fundurinn sérstakri ánægju sinni yfir samþykkt Alþingis á Þingvöllum og höfðinglegri gjöf Skógræktarfélags Noregs til Skógræktarfélags Islands í tilefni 1100 ára afmælis byggðar í land- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.