Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974
35
Mosambique
fær sjálf-
stæði
Lusaka, Zambiu
7. september — AP
SAMKOMULAG um sjálfstæði
portúgölsku nýlendunnar Mosam-
bique, var undirritað f Lusaka á
laugardag. Fulltrúa Portúgals-
stjórnar og skæruliðahreyfingar
Frelimo undirrituðu samkomu-
lagið.
Mosambique verður formlega
sjálfstætt rfki 25. júnf á næsta
ári, en f næstu viku verður komið
á bráðabirgðastjórn Frelimo.
Frelimo hefur um árabil barizt
gegn veldi Portúgala í nýlend-
unni.
Léðrétting
INN í frásögn af málverkagjöf 50
ára stúdenta frá MR I blaðinu f
gær slæddist sú meinlega villa, að
frú Anna Thorlacius væri ein á
lffi þeirra kvenna, sem útskrifuð-
ust 1924. Það rétta er, að þær eru
fimm á lffi, tvær búsettar hér-
lendis og þrjár erlendis.
A Búðum á Snæfellsnesi héldu
Snæfellingar þjóðhátíð 21. júlí, og
er talið, að hana hafi sótt um 4000
manns.
Á Þingvöllum var haldin þjóð-
hátíð allra landsmanna 28. júlí.
Hún tókst með afbrigðum vel,
enda veður einstaklega fagurt. Er
talið að 50.000 Islendingar hafi
verið samankomnir á Þingvöllum
þennan dag.
1 Reykjavfk var haldin þriggja
daga þjóðhátíð 3—5 ágúst. Erfitt
er að meta hvað margir tóku þátt í
hátíðinni, en atriði hennar voru
yfirleitt mjög vel sótt. Talan
50.000 er raunhæfust, en talið er,
að svo margir hafi verið saman-
komnir í miðborg Reykjavíkur að
kvöldi 5. ágúst.
I Vestmannaeyjum var sfðasta
þjóðhátíð sumarsins haldin
9.—11. ágúst og er talið, að
5—6000 manns hafi sótt hana.
— Tillaga BSRB
Framhald af bls. 2
andi til að leysa sjálfan vandann.
Þessar ráðstafanir, sem ávallt
hafa verið nær eingöngu á kostn-
að launþega, hafa skapað óhæfi-
legar sveiflur í efnahagsmálum
og kjaramálum.
Stjórn B.S.R.B. vill benda á þá
leið, að allar peningalegar til-
færslur, skuldir og innstæður,
laun og vextir, verði tengdar
réttri vísitölu, en gengið verði
„fljótandi".
Stjórn B.S.R.B. samþykkir sam-
kvæmt ósk ríkisstjórnarinnar að
tilnefna menn til viðræðna við
hana. Jafnframt ákveður banda-
lagsstjórnin, að þessi mál verði
lögð fyrir formannafund samtak-
anna, sem haldinn verður dagana
9.—11. október I haust.“
Fiskiskip til sölu
160 tonna stálfiskiskip nýkomið úr 12 ára
klassa, ennfremur 52 tonna tréfiskiskip allt ný
endurbyggt með nýrri Catarpillar vél.
Fasteignasalan,
Týsgötu 1,
sími 25466.
Kvöld- og helgarsími 32842.
Stjórnmálaskóli
Sjálfstæðisflokksins
14.—20. október n.k.
Ákveðið hefur verið að stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins verði hald-
inn frá 14.—20. október n.k.
Meginþættir námsskrár verða sem hér segir:
1. Þjálfun ! ræðumennsku, fundarsköp o.fl.
2. Almenn félagsstörf og notkun hjálpartækja.
3. Framkoma í sjónvarpí (upptaka o.fl.).
4. Söfnun, flokkun og varðveizla heimilda.
5. Helztu atriði íslenzkrar stjórnskipunar.
6. (slenzk stjórnmálasaga.
7. Skipulag og starfshættir Sjálfstæðisflokksins.
8. Stjórnmálabaráttan og stefnumörkun.
9. Utanríkismál.
10. Markmið og rekstur sveitarfélaga.
1 1. Verkalýðsmál.
1 2. Efnahagsmál
1 3. Kynnisferðir
Skólinn verður heilsdagsskóli meðan hann stendur yfir, frá kl.
9:00—18:00, með matar- og kaffihléum.
Þeir sem áhuga hafa á þátttöku eru beðnir að láta Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson, skólastjóra stjórnmálaskólans (sími 17100) vita sem
fyrst. Þátttaka í skólahaldinu verður að takmarka við 30 manns.
Þátttökugjald hefur verið ákveðið kr. 1.000.—
— Spariskírteini
Framhald af bls. 36
né vísitala af bréfunum, og verða
þau þá innleyst. Mbl. fékk þær
upplýsingar hjá Seðlabanka Is-
lands, sem haft hefur umsjón með
útgáfu skírteinanna fyrir hönd
ríkissjóðs, að nafnverð útgáf-
unnar 1964 hefði verið um 75
milljónir króna. Sáralítið mun
hafa verið leyst út af bréfunum
til þessa. Samkvæmt þessu koma
til útborgunar I janúar 850—900
milljónir. Er því ljóst, að bréfin
hafa verið eigendunum góð fjár-
festing.
— Mín þjóðhátíð
Framhald af bls. 3.
af underberger, og ég setti þau
í þessa mynd, sjálfsmynd".
„Finnst þér gaman að nota
svona hluti“?
„Það er ekki atriðið, hvert
efnið er, ef vel er farið með
það. Maðurinn sjálfur skiptir
meira máli, ekki verð litanna
eða strigans, þótt sjálfsagt sé að
nota ekki nema gott efni, en
það þarf ekki að vera dýrt. Það
er oft mikið um fordóma, en
með aldrinum hættir maður
því, maður sér hvað fordóm-
arnir eru vitlausir. Ég vil til
dæmis miklu heldur skrifa
fróðleik um myndlist en mynd-
listargagnrýni. En það er þetta
með fordómana; sumir segja,
að unga fólkið sé haldið for-
dómum, eða eins og einhver
sagði: Æskan er dásamleg, en
það er synd að splæsa henni á
unga fólkið".
— a.j.
— Þjóðhátíðir
Framhald af bls. 36
fellingar þjóðhátíð I sambandi við
brúarvfgslu og formlega opnun
hringvegarins 14. júlí. Er talið, að
um 6000 manns hafi verið á sand-
inum þennan dag.
I Kjarnaskógi við Akureyri
héldu Akureyringar og Eyfirðing-
ar tveggja daga þjóðhátíð, 20. og
21. júlí. Þá hátíð sóttu 9000 manns
að mati viðstaddra.
I Kópavogi var haldin þjóðhátlð
21. júlf og sóttu hana um 5000
manns.
I Hafnarfirði var haldið þjóð-
hátíð 21. júll og sóttu um 5000
manns þá hátíð.
I Búðardal héldu Dalamenn
þjóðhátlð 21. júlí, og sóttu hana
1500—2000 manns, eða mun fleiri
en íbúar sýslunnar.
Selfoss — Suðurland
Til sölu m.a.:
Á Selfossi, einbýlishús og íbúðir.
Á Stokkseyri, einbýlishús. Væg útborgun.
í Þorlákshöfn, einbýlishús i smíðum og hæð i tvibýlishúsi.
Ennfremur leiguland undir sumarbústaði með heitu og köldu vatni.
Sveinn og Sigurður, fasteignasala,
Birkivöllum 13, Selfossi,
sími 1429.
Sigurður Sveinsson heimasími 1682.
Málaskóli---2-69-081
0 Danska, enska, þýzka, franska, spænska, italska
og íslenska fyrir útlendinga.
0 Innritun daglega.
£ Kennsla hefst 23. september.
0 Skólinn er til húsa i Miðstræti 7.
0 Miðstræti er miðsvæðis.
-2-69-08------------------Halldórs
^^SKÁLINN
BRONCO ÁRG. '72 VERÐ 750 ÞÚS.
BRONCO ÁRG. '68 560 ÞÚS.
BRONCO ÁRG. '68 YFIRBYGGÐUR 580 ÞÚS.
BRONCOÁRG. '66 350 ÞÚS..
BRONCO ÁRG. '66 310 ÞÚS.
CORTINA ÁRG. '72 430 ÞÚS.
CORTINA ÁRG. '71 310 ÞÚS.
CORTINA ÁRG. '68 180 ÞÚS.
CORTINA ÁRG. '68 165 ÞÚS.
MUSTANG ÁRG. '65 280 ÞÚS.
FORD FALCON ÁRG. '64 1 20 ÞÚS.
PLYOMUTH ÁRG. '70 500 ÞÚS.
CHEVROLET ÁRG. '66 310 ÞÚS.
SCOUDÁRG. '67 300 ÞÚS.
CITROEN DS ÁRG. '69 350 ÞÚS.
CITROEN 2 CV4ÁRG.'71 180 ÞÚS.
VOLKSWAGEN ÁRG. '71 210 ÞÚS.
VOLKSWAGEN VARIANT ÁRG. '65 1 50 ÞÚS.
VAUXHALL VIVAÁRG. '70 220 ÞÚS.
AUSTIN GM ÁRG '69 1 60 ÞÚS.
MOSCHVITH ÁRG. '70 160 ÞÚS.
SKODAÁRG. '71 160 . ÞÚS.
ÖMBOfllfl
KH. KRISTJANSSDN H.f
SUÐURIAND5BRAUT 2, VIÐ HALLARMÚLA
SÍMAR 35300 (35301 - 35302).
Hafnarfjörður Hafnarfjörður
Landsmálafélagið „Fram"
heldur fund 1 veitingahúsinu „Skiphól" n.k. mánudag 9. þ.m. kl. 8.30
siðdegis.
Fundarefni:
1. Inntaka nýrra félaga.
2. Fjármálaráðherra Matthias Á. Mathiesen,
ræðir stjórnarskiptin og næstu viðfangsefni.
Allir eru velkomnir á fundinn og er fólk hvatt til
að fjölmenna.
Stjórnin.
RÍKISSPÍTALARNIR
lausar stöður
Kleppsspítalinn:
Aðstoðarlæknar óskast i tvær sex mánaða stöður
frá 1. október n.k. (ekki 1. nóvember, eins og áður var
auglýst). Umsóknarfrestur til 30. september. Nánari
upplýsingar veitir yfirlæknir.
Þvottahús ríkisspítalanna:
Aðstoðarmaður óskast til starfa nú þegar. Fæði á
staðnum. Upplýsingar veitir forstöðukona, simi
81714.
Landspítalinn:
Meinatæknir óskast til starfa á Lyflækninga
deild spitalans frá 15. september n.k. eða eftir
samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinn-
ar, simi 241 60.
Blóðbankinn:
Meinatæknir óskast til starfa frá 1. október n.k.
Upplýsingar veitir yfirlæknir. sími 21511.
Rannsóknarstofa Háskólans:
Læknaritari óskast til starfa frá 1. október n.k. eða
eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir starfsmanna-
stjóri, simi 11 765.
Starfsmaður óskast til starfa á rannsóknarstofunni.
Iðnmenntun eða hliðstæð menntun æskileg.
Upplýsingar veitir yfirlæknirinn, simi 19506.
Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber
að senda skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð
fyrirliggjandi á sama stað.
Reykjavik, 6. september, 1974
SKRIFSTOFA
RÍKISSPÍTALANNA
EIRÍKSGÖTU 5,SÍMI 11765