Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974 onc. BOK 1 dag er sunnudagurinn 8. septembcr. 251. dagur ársins 1974, sem er sunnudagur eftir trinitatis. Marfumessa hin síðari. Árdegisflóð er í Reykjavfk kl. 9.57, sfðdegisflóð kl. 22.16. 1 Rcykjavík er sólarupprás kl. 6.29, sólarlag kl. 20.20. Sólarupprás á Akureyri er kl. 6.09, sólarlag kl. 20.09. (Heimild: Islandsalmanakið). Hinir fátæku og voluðu leita vatns, en finna ekki; tunga þeirra verður þurr af þorsta; ég, Drottinn mun bænheyra þá; Israels Guð, mun ekki yfirgefa þá. (Jesaja 41.17). ARIMAO HEILLA 27. júlí gaf séra Sigurður Sig- urðsson saman í hjónaband í Sel- fosskirkju Guðrúnu Elsu Marels- dóttur og David C.’Iive Vokes. Heimili þeirra er að Heiðarvegi 2, Selfoss. (Ljósmyndast. Suðurlands). 6. apríi s.l. gaf séra Gunnar Krist- jánsson saman í hjónaband í Vallancskirkju Ingunni St. Svavarsdóttur og Sigurð Halldórs- son. Heimili þeirra verður að Ás- vallagötu 3, Reykjavík. |KROSSGÁTA MINNINGAR- SPJÖLD HALLGRÍMS- KIRKJU fást í Hallgrímskirkju (Guðbrandsstofu), opiS virka daga nema laugardaga kl. 3—5 e.h., sfml 17805, Blóma- verzluninni Domus Medica, Egilsg. 3, Kirkjufell, verzl., Ingólfsstr. 6, Verzl. Halldóru Ólafsdóttur, Grettisg. 26, Verzl. Björns Jónssonar, Vesturgötu 28, og Biskupsstofu, Klapparstíg 27. Attra'ð er f dag, 8. septcmber, frú Guðbjörg Guðmundsdóttir Álfaskeiði 60, Hafnarfirði. Lárétt: 1. ræna 5. mál 7. kofi 9. ósamstæðir 10. slfpaðir.12. burt 13. fjandsamleg aðgerð 14. sam- hljóóar 15. gorta. Lóðrétt: 1. koddar 2. borðar 3. garmana 4. sund 6. síðasta 8. hreysi 9. rösk 11. skessu 14. eins. Lausn á sfðustu krossgátu: Lárétt: 1. skart 6. tár 7. marr 9. ön 10. stapinn 12. NS 13. Alda 14. óði 15. aukin. L'óðrétt: 1. stara 2. karpaði 3. ár 4. tranar 5. umsnúa 8. áts 9. önd 11. ilin 14. O.K. Sjúkrabíllinn í Hafnarfirði Frá og með 1. september annast Slökkvistöðin í Hafnarfirði rekst- ur sjúkrabíls Hafnarfjarðardeild- ar Rauða kross íslands. Símanúmer slökkvistöðvar- innar er 51100. Um daginn komu þessar telpur f ritstjórnarskrifstofur Morgun- hlaðsins. Þær höfðu verið að halda hiutaveltu til ágóða fyiirsöfnun vcgna hjartabflsins. Nýlega afhenti Blaðamannafélag fslands Rauða krossinum hjartabíl til minningar um Hauk Hauksson blaðamann, og nú er hafinn söfnun fyrir öðrum slfkum bfl, sem ætlunin er, að verði til taks á Norðurlandi. Telpurnar eru 8 og 9 ára og heita (talið frá vinstri): Kristfn Magnúsdóttir, Hrafnhildur Kristinsdóttir, Dóra Mjöll Stefánsdóttir og Marfa Níelsdóttir, en auk þeirra tóku tvær aðrar telpur þátt f þessari fjáröflun. Þær sögðust hafa aflað muna á hlutaveltuna á þann hátt, að þær gengu f hús og söfnuðu, en ágóðinn af hlutavelt- unni varð samtals kr. 4.362,00. PEIMINIAVIIMIR Sextugur er á morgun, 9. september, Sigurður Elfasson, kennari, Ljósheimum 12, Reykja- vík. Vinir hans og velunnarar senda honum, konu hans og börnum hugheilar kveðjur og heijlaóskir í tilefni þessara tíma- móta í lifi hans. Sigurður hefur verið um dagana afkastamikill umbótamaður og tekið virkan þátt í ýmsum félags- og menn- ingarmálum. Ég vil með línum þessum þakka honum störf hans í þágu Langholtssafnaðar og Bræðrafélagsins, en í stjórn þess hefur hann verið um árabil, leið- beint um leik- og helgisýningar, sem oft hefur verið komið upp við fátæklegar aðstæður, en í bjart- sýnni trú sinni hefur hann aldrei látið neinn bilbug á sér finna og eygt úrræði í hverjum vanda. Það er ósk mín og von, að um langan aldur megi enn njóta starfskrafta hans og þekkingar í þeim málum, er hann leggur gjörVa hönd á. Með afmæliskveðju, Ólafur örn Arnason. | SA IMÆSTBESTI | Prófessorinn: Getið þér sagt mér, hvaða efni hcfur formúluna IlNO:i? Nemandinn: Ja, já, — ég er alveg mcð það á vörunum ... Prófcssorinn: Jæja, þá ættuð þér að spýta þvf eins og skot, þvf að það er nefnilega saltpéturs- sýra. Hrannar Jónsson Álfaskeiði 39 Hafnarfirði Hann er 11 ára og hefur áhuga SÖFIMIIM Bókasafnið f Norræna húsinu er opið kl. 14—19, mánud. — föstud., en kl. 14.00—17.00 laugard. og sunnud. Landsbókasafnið er opið kl. 9—7 mánudaga — föstud. Laugard. 9—12. Borgarbókasafnið: Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9—22, laugard. kl. 9—18. Lokað er á sunnudögum yfir sumartfmann. Bústaðaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 16—19. Sólheimaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 14—21. Lokað er á laugardögum yfir sumartfmann. Amerfska bókasafnið, Ncshaga 16, er opið kl. 1—7 alia virka daga. Arbæjarsagn er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 1 og 6. (Leið 10 frá lllemmi). Asgrfmssafn Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema laugardaga kl. 13.30 — 16.00. Aðgangur er ókeypis. Islenzka dýrasafnið er opið kl. 13—18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 13.30—16. Listasafn tslands er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hverfis- eötu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30—16. Sædýrasafnið er opið alla daga kl. 10—17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30—16 ála daga. Kjarvalsstaðir Kjarvalssýningin er opin þriðjudaga til föstudaga kl. 16—22, og laugardaga og sunnudaga kl. 14—22. á knattspyrnu og safnar frímerkjum. Grikk land Panos Economou 131, Kanakari st. Patras Greece Hann er 18 ára og langar til að skrifast á við íslenzkar stúlkur. Skrifar á ensku. Vikuna 6.—12. sept- ember verður kvöld-, helgar- og næturþjón- usta apóteka í Reykja- vfk í Háaleitisapóteki, en auk þess verður Vesturbæjarapótek op- ið utan venjulegs af- greiðslutíma til kl. 22 alla daga vaktvikunn- ar nema sunnudag. Ast er. ....að veita því eftirtekt, sem hún hefur verið að gera innanstokks. TM R«o U $ Rot Oif — All fiflh'i ret*rv»H 1974 by lo» Angtlti Timei | BRIDGE Eftirfarandi spil er frá leik milli Frakklands og Banda- ríkjp- í Olympíumóti fyrir nokkrum ár m. Norður S. Á-K-G-8-6 H. D-9 T. l-G-8 L. Á-D-8 Vestur Austur S. D-5-4 S. 10 H. 6-4 H. K-G-10-8-7-5-3-2 T. 10-9-7-3-2 T. 6-4 L. K-10-9 L. 6-3 Suður S. 9-7-3-2 H. Á T. Á-K-5 L. G-7-5-4-2 Við annað borðið sátu banda- rísku spilararnir N—S og hjá þeim varð lokasögnin 4 spaðar og vannst sú sögn auðveldlega. Við hitt borðið sátu frönsku spilararnir N—S og þar gengu sagnir þannig: N — A — S 1 s 3 h 4 h 4g P 5 h 5g P 61 6 s Allir pass V — P P P P Þetta er nokkuð góð slemma, en því miður varð sagnhafi einn niður því að hann tók ás og kóng í trompi og varð þess vegna að gefa slag á spaða drottningu og auk þess komst hann ekki hjá því að gefa slag á laufa kóng. — Segja má, að austur hafi gefið til kvnna með 3ja hjarta sögn sinni, að hann ætti lítið í spaða og sagnhafi þess vegna átt að svína spaða, en þetta er þó erfitt að dæma um. Bandarlska sveitin græddi 11 stig á spilinu. Hið nýja flutningaskip Grundfirðinga, m/s Svanur, er væntanlegt til landsins I nóvembermánuði n.k. Skipið var smfðað I Noregi árið 1972, en var afhent íslenzku áhöfninni í borginni Jidda við Rauðahaf 1. ágúst s.l. Frá Jidda hélt skipið til Bombay á Indlandi, sigldi þaðan með járnfarm til Lfbýu. Sfðan heldur skipið suður fyrir Afrfku, en fátftt er, að íslenzk skip sigli suður fyrir Góðrarvonarhöfða. Aætlun skipsins er sfðan sú, að það komi aftur til Líbýu um miðjan október, taki þá saltfarm f Túnis til Islands. Væntanlegt er skipið til heimahafnar f byrjun nóvember. Nýstofnað hlutafélag í Grundarfirði, Nes h.f., er eigandi skipsins, en helztu hluthafar eru Pálmi Pálsson skipstjóri og Jón G. Kristinsson vélstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.