Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974
33
BRUÐURIN SEIv
HVARF
Eftir Mariu Lang
Þýðandi: Jóhanna Krístjónsdóttir
48
og veifaði í kveöjuskyni til málar-
ans... Þetta var klukkan þrjú um
nóttina. Klukkan hálf fjögur
gengur Sebastian Petren hjá eftir
að hafa dvalið hjá Fanny Falk-
man. Hann sér töskuogblómvönd
í flæðarmálinu, en á þeirri stundu
sat Anneli inni í eldhúsi Lars Ove
og drakk kaffi. Petren hafði veitt
athygli plastinu og það sannaði,
að Norrgárd hafði ekki tekið það
og falið það. Gesturinn, sem hafði
komið í heimsókn til Norrgárds
síðar, hafði einhverra hluta vegna
haft það með sér...
Að þessi gestur hafði ekið til
fundar við málarann í bláum bíl
staðfesti einnig ungur maður á
vélhjóli, sem hafði verið á heim-
leið af dansleik og hafði mætt
Saabbílnum í útjaðri bæjarins
klukkan rúmlega eitt. Snarleg
könnun leiddi f ljós, að Fanny
Falkman hafði aldrei setzt undir
stýri og að Gretel Ström hafði
aldrei tekið bílpróf heldur. Dina
fékk oft lánaðan bíl foreldra
sinna. Petren, Egon Ström og Jóa-
kim Kruse áttu allir bíla.
Ljóst var, að morðið hafði verið
framið í þvottahúsinu á Sjávar-
bökkum. Ýmis spor fundust þar,
sem bentu eindregið í þá átt. Þar
hafði lfka verið þvottasnæri, en
Mats Norrgárd hafði ekki verið
kyrktur með því, heldur með
reipi, sem hafði verið stolið fyrir
utan hús Fannyar Falkman.
Fanny Falkman staðfesti, að
hún hefði átt þetta reipi og hún
lét í ljós ótvíræða hneykslun sína
á því, að einhverjum skyldi detta í
hug — ekki aðeins að stela reip-
inu — heldur að nota það til að
drepa mann með því. Christer
Wijk samsinnti henni í hverju
orði og spurði hana síðan í hlut-
tekningartón hvort hún hefði
orðið fyrir óþægindum af hálfu
Petrensystranna eftir atburðinn á
Iögreglustöðinni.
Hún fnæsti fyrirlitlega.
— Hvað ætli ég sé að brjóta
heilann um þessar snarvitlausu
kerlingar! Það er verra fyrir aum-
ingja Sebastian. Honum hefur
lent illilega saman við þær og það
er afleitt af því að hann hefur svo
háan blóðþrýsting, að hann má
alls ekki komast í geðshræringu.
Auk þess veit ég, að hann hefur
alls konar þungbærar fjárhags-
áhyggjur, svo að þetta hefur verið
erfiður tími fyrir hann blessaðan.
Christer fann að blómasölu-
konan leit á hann sem sinn trún-
aðarvin og hann hugsaði sig ekki
tvisvar um, heldur ákvað að not-
færa sér það eftir föngum.
— Ja, fjárhagsáhyggjur getur
maður á borð við Sebastian
Petren nú varla haft. Hann er
sagður vellauðugur maður.
Fanny hristi höfuðið hrygg á
svip.
— Okkar á milli sagt, þá hefur
hann flækzt inn f alls konar vafa-
söm viðskipti — kannski ég ætti
bara að segja brask. Það veit ég
nú líklega öðrum betur. Hann
hafði reiknað með þvf, að Egon
Ström og Kruse, sem ekki veit
aura sinna tal, myndu hjálpa
honum, en það hefur gersamlega
brugðizt og nú getur svo farið, að
úr þessu verði hið alvarlegasta
mál fyrir hann. Og þér getið nú
rétt ímyndað yður, Wijk, hvers
lags hneyksli það myndi valda hér
f bænum, ef sjálfur Sebastian
Petren yrði gjaldþrota!
— Er Egon Ström svona vel
efnaður, spurði Christer for-
vitnislega. — Héfði hann haft ráð
á þvf að hjálpa Sebastian til að
komast aftur á réttan kjöl. Ég hef
heyrt ýmsar sögur, sem benda til
hins gagnstæða...
— Ja, Fanny Falkman vissi
ekki um það en Christer, sem
vissi, að einn af leyndarþáttum
málsins hafði einhver tengsl við
skrifstofu Petrens gekk strax á
fund Egons og spurði hann hrein-
skilnislega, hvernig það mál væri
vaxið.
Egon Ström klóraði sér hissa í
höfðinu og sagði:
— Ég á erfitt með að trúa því,
að svo illa sé komið fyrir Sebasti-
an vini vorum. Það kemur mér á
óvart. Við höfum að nokkru leyti
unnið f sömu grein, en mfnar fjár-
festingar og framkvæmdir eru
ekki nema baun í bala miðað við
það, sem hann gerir. Gretel finnst
ég vera • alltof varfærinn í
peningamálum, en mér finnst nú
betra að hafa það minna og
jafnara, heldur en hætta mér út í
einhver stórviðskipti, sem maður
sæi ekki fyrir endann á. Það er
ekki oft, að við Petren höfum
unnið saman og í þessu tilviki er
það öllu heldur Jóakim, sem
stakk upp á því, að við gerðum
bandalag með okkur. Mér skildist,
að Jóakim væri naskur í viðskipt-
um og hann vildi setja mikið fé f
trjávinnsluna en fá þess í staðinn
að verða aðnjótandi reynslu okk-
ar Sebastians á ýmsum sviðum.
En það hafði ekki verið samið um
neitt ákveðið og nú lftur út fyrir,
að Jóakim hafi f hyggju að draga
öll tilboð sín til baka. Ég hef
hingað til litið svo á, að það
stafaði af þvf stríði, sem ég þykist
vita, að hann á í nú þegar Anneli
er látin, en hafi hann heyrt
svipaðar sögur um efnahag
Petrens og þó er það kannski
ástæðan til að hann hefur ákveðið
að hætta við allt saman.
— Ég þykist vita, að þú sért að
\/g| XMt^AIVTII
Mki mnmjt I
Velvakandi svarar í síma 1 0-1 00
kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi
til föstudags.
0 tJtlit frímerkja
„Karl“ skrifar:
„I lesendadálki Vísis 5. þ.m.
skrifað „Friðrik“ um útlit frí-
merkja. Ég vil gjarnan taka undir
með honum, að 17 kr. frímerkið,
sem myndin er af og á eru tvær
stúlkur, er ekki sérstaklega tákn-
rænt fyrir 100 ára afmæli Al-
þjóðapóstsambandsins (ekki póst-
mannaafmæli), en læt þó vera
frímerkið með myndinni af bréf-
beranum.
En ég vil nú aðeins bæta því
við, að það eroftast gagnrýnt þeg-
ar eitthvað mistekst hjá mönnum,
en sjaldan getið þegar vel er gert,
og vil ég í því sambandi benda á
frimerkjaútgáfu í tilefni 1100 ára
afmælis íslandsbyggðar.
Frímerki þessi voru hreint
listaverk, bæði hvað myndaval og
prentun áhrærir, enda voru lista-
verkin, sem þar eru sýnd, valin af
þekktum listamönnum landsins
og frfmerkjaútgáfunefnd póst-
stjórnarinnar.
Karl.
Það út af fyrir sig er mjög at-
hyglisvert, að af öllum þeim frí-
merkjum, sem út eru gefin hér á
landi, skuli ekki vera ástæða til að
hæla nema einstöku útgáfu, eins
og t.d. þeirri, sem „karl“ nefnir i
bréfi sínu.
Hér birtum við myndir af frí-
merkjunum, sem út eru gefin i
tilefni 100 ára afmælis Alþjóða-
póstsambandsins. í blöðum hafa
birzt ýtarlegar upplýsingar um
þessa útgáfu, en hvergi hefur sézt
hver sá sé, sem teiknað hefur
þessi frímerki.
Okkur fyndist ekki úr vegi, að
„þekktir listamenn landsins“
væru ævinlega hafðir með í ráð-
um þegar velja á myndir á frí-
merki, en ekki aðeins við hátíðleg
tækifæri.
£ Eyjamenn
Úlafur Hauksson skrifar:
„Fólk virðist geta sannfært sig
um allt, bara ef það gefur sér
tökin til þess. Þannig kemur
a.m.k. fyrir sjónir mínar lesenda-
bréf, sem birtist I Morgunblaðinu
31. ágúst.
Þar hneykslaðist maður nokkur
á þvi, að nokkrir meðlimir
Hjálparsveitar skáta í Vest-
mannaeyjum skuli hyggja á ferð
til Afríku til þess á klifa
Kilimanjaro. Lætur maðurinn í
það skina, að ferðin sé kostuð með
hjálparpeningum, sem borizt hafa
Vestmannaeyingum vegna eld-
gossins.
Þar sem mér er þetta mál nokk-
uð vel kunnugt, vil ég skýra i
fáum orðum frá þvi hver kostar
þessa ferð hinna tíu meðlima
Hjálparsveitarinnar, og hver
kostaði ferð þeirra til Frakklands
í fyrra.
Svarið er ofur einfalt: Þeir
kosta þetta sjálfir að öllu leyti.
Eina undantekningin er sú, að
þeir fá afslátt að fargjöldum með
SAS, og nemur sá afsláttur 16
þúsund krónum á mann.
Þykir það ekki óalgengur hóp-
ferðarafsláttur, auk þess sem SAS
hefur nokkra auglýsingu af fyrir-
tækinu.
Það sama varð uppi á teningn-
um þegar þeir klifu Mont Blanc í
fyrra. Þá hlutu Eyjapeyjarnir far-
gjaldaafslátt hjá Loftleiðum.
Það er þvi ekki rétt hjá hinum
ágæta Velvakanda, að SAS kosti
ferðina.
Ætli bréfritarinn grunnhyggni
hafi hugsað út I það, hvernig
piltarnir hefðu átt að fá peninga
út úr Viðlagasjóði?
Hefði þá kannski einnig mátt
álykta sem svo, að aðrir Vest-
mannaeyingar, sem hafa farið í
sumarleyfi til útianda, hafi gert
það á kostnað Viðlagasjóðs?
Ég endurtek það aðeins, að
fyrir þessari ferð hafa hinir tíu
meðlimir Hjálparsveitar skáta í
Vestmannaeyjum unnið sér inn
sjálfir. Ferðin var ákveðin fyrir
ári, og allt síðan þá hafa piltarnir
verið á vinna fyrir henni.
Bréfritari vor frá þvi á laugar-
daginn getur því verið alveg
óhræddur um, að það er ekki ver-
ið að eyða peningunum hans til
„mont“ ferða.
Ölafur Iiauksson.“
0 Blaðburður
Móðir þriggja blaðburðar-
barna skrifar á þessa leið:
„Kæri Velvakandi.
Nú eru öll blöðin að auglýsa
eftir blaðburðarfólki. Börnin eru
að byrja aftur i skólanum, og
hætta þá mörg þeirra blaðaburði.
Mörgum finnst víst nóg að sinna
skólanum og heimalærdómnum.
En mörg börn halda áfram að
bera út, og sum þeirra eiga jafn-
vel að vera komin i skólann kl. 8.
Þar sem ég hef borið út í fjar-
veru barns míns (til að halda
hverfinu) hef ég kynnzt þvi af
eigin raun hvað það er að bera út
og rukka.
Hvarvetna hef ég hitt gott og
skemmtilegt fólk, sem heilsaði
vingjarnlega og borgaði um leið
og innheimt var.
En svo er það fólkið, sem lætur
börnin koma aftur og það oftar en
einu sinni, án þess að borga, en
allir vilja auðvitað fá blaðið, og þá
helzt sem allra fyrst á morgnana.
Þar sem áskriftargjaldið er
alltaf innheimt í kringum 10.
hvers mánaðar, gæti Morgunblað-
ið minnt lesendur sina á að hafa
rétta upphæð til reiðu þannig að
hægt sé að spara börnunum
óþarfa snúninga.
Tími þeirra er oft naumur, þar
sem þau þurfa að sinna skólanum,
læra heima, taka þátt í einhverju
félagsstarfi, auk þess sem mörg
þurfa að æfa sig á hljóðfæri eða
gera annað þess háttar.
Einnig mætti minna á það, að
útidyr húsa ætti helzt ekki að
opna siðar en ki. 7 þannig að
dýrmætur tími fari ekki til spillis
með því að hringja á bjöllur og
bíða þess að einhver opni.
Með þökk fyrir birtinguna,
móðir þriggja
blaðburðarbarna."
SIGG-A V/öGA £ iiLVtfAU
\WMlG O^OM V/9
(\m 'SVOVJA VflKlAR
MlW/COWO^tó/A M/N?
)ó, Vð SÍ/)/<oT SvOVJT-
onn/ nim mwsfo?
m
auav£ga omn v®
U<o1b V/NVCOWOU
? m va^gt vó
— Doðií norskum
Framhald af bls.7
fjölgandi i byggðnm og óbyggðum
iandsins þessi ár.
Á fyrri helmingi þessa árs fórust
208 manns I umferðarslysum f
Norogi, eða 26 færri en á sama
tima i fyrra, og hefur bílum þó
fjölgað um 86 þúsund. Ekki hefur
ökuhraðamarkið þó verið lækkað,
en hinsvegar tekur umferðarlög-
reglan nú vægðarlaust ökuskir-
teinið af fólki, sem ekur óleyfilega
hratt. Þetta hefurorðið til þess, að
fólk fer nú gætilegar en áður.
ÍSINCLAIR
vasareiknivélin,
sem gerir allt
nema kosta
mikla peninga.
★ Fljótandi komma,
-A 4 reikningsaðferðir,
★ +, —, X, +
★ Konstant.
"A Sýnir 8 stafi.
At Vinnur vikum saman
★ á 4 rafhlöðum o.fl. o.fl.
★ Stærð aðeins:
★ 50xl10xl8mm.
Verð aðeins kr. 6.950
heimilistæki sf
'Sætún 8 sími 15655
Hafnarstræti 3 sími 20455
fflÍiHÍM
|tlovöunI)IðMt>
2Rí>v£unI>IaMt»
ffliipm