Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974 11 Tommy — fyrst með The Who, síðan með Sinfóníuhljómsveit Lundúna, og nú í kvikmynd SLAGSlÐUFÖLK þekkir sjálf- sagt flest efni poppóperunnar Tommy, — söguna um dreng- inn, sem verður blindur, mál- laus og heyrnarlaus sex ára að aldri þegar hann verður vitni að ákveðnu atviki, um uppvöxt hans, tvfsýna leit að lækningu og furðulegar afleiðingar hennar. Hin upprunaiega út- gáfa hijómsveitarinnar Who undir leiðsögn höfundarins, Pete Townshend, kom fram á sjónarsviðið árið 1969, og fór þegar sigurför um heiminn. Sfðar kom út viðameiri útgáfa, stjórnuð af Lou Reizner, með Sinfónfuhljómsveit Lundúna og ýmsum stórstjörnum eins og Richard Harris, Rod Stewart, Stevie Winwood, Richie Havens og Ringo Starr, auk Who. Sú framleiðsia stendur þó hinni upprunalegu langt að baki, og er aðeins glysmikil út- þynning hennar. Hér á landi flutti Náttúra sáluga búta úr verkinu í sjón- varpi og víðar við góðan orðstír, og Verzlunarskólakórinn flutti það f heild á skemmtun og f ömurlegum sjónvarpsþætti sl. vetur. I kvikmynd Russeils væsir heldúr ekki um Tommy hvað flytjendur varðar, — allavega eru nöfnin nógu stór. Roger Daltrey, söngvari Who, leikur titilhlutverkið Tommy, Oliver Reed fer með hlutverk stjúp- föðurins, Ann-Margret leikur móðurina, Eric Clapton pré- dikarann á kynlegum helgi- stað, þangað sem farið er með Tommy í leit að lækningu, Keith Moon, trommuleikari Who, leikur hinn illgjarna Ernie frænda, sem aðeins hefur tvennt á heilanum, — peninga og samfarir. Paul Nicholas er Kevin frændi, sem haldinn er kvalalosta (er hrekkjusvín eins og krakkarnir segja), Robert Powell er hinn raunverulegi faðir Tommys, kafteinn Walk- er, sem sagður er hafa horfið í heimsstyrjöldinni síðari, en skýtur síðan upp kollinum með þeim afleiðingum, að Tommy verður blindur, mál- og heyrnarlaus, Tina Turner (sbr. Ike og Tina Turner) leikur hina furðulegu Acid Queen eða „sýrudrottningu", sem reynir að lækna Tommy með eiturlyfj- um, Elton John leikur Pinball Wizard-inn, sem lætur titil sinn sem heimsmeistari í Pinball- spili af hendi til Tommys, og Jack Nicholson kemur fram í gestahlutverki sem frægur læknir. Þá koma Who sjálfir fram í tveimur atriðum. Kvikmyndagerðin stendur enn yfir, en takan fór að mestu fram í Portsmouth og Hampshire á Suður-Englandi. og á vatnasvæðinu í Norður- Englandi. Marilyn Monroe: Dýrlingurinn. . . Þegar Tommy hitti Marilyn Monroe.... Slagsíðan ræðir við Stefan Jakobek, sem viðstaddur var kvikmyndatökuna Peter Townshend stjómar tónlist- inni i myndinni, en hún er öll unnin upp á nýtt: „Alveg eins og ofdekraður krakki." með blátt hár, og litla dóttur, Victoriu, sem fer með hlutverk í myndinni. Sjálf- ur er Russell IFtill, þybbinn kall, með stórt hvítt ullarskegg, eins og jóla- sveinn." „Russell var mjög virkur í sjálfri kvikmyndatökunni, og stjórnaði henni að mestu sjálfur, — tékkaði t.d hvert einasta skot. Allir, sem unnu þarna, virtust bera mikla virðingu fyrir hon- um, og likaði vel við hann. Flest starfs- fólkið hafði reyndar unnið með honum áður En auðvitað lét hann engan kom- ast upp með neinn moðreyk " 0 Af drykkjuskap Townshends og Claptons. Stefan hafði hins vegar ekki jafn góðan vitnisburð um ýmsa aðra þátt- takendur í kvikmyndinni. „Roger Daltrey var að vísu ágætur náungi, þótt hann hafi reyndar getið sér orð fyrir að vera einna óstýrlátastur af liðsmönnum Who. En Pete Townshend kom mér fyrir sjónir sem ofdekraður krakki. Einu sinni sem oftar voru t.d. Townshend, Keith Moon og Eric Clapton staddir á sérstökum bar, sem opnaður var vegna kvikmyndatökunnar, og var raunar op- inn frá 10 að morgni til 1 1 að kvöldi. Þá gerðu þeir Townshend og Clapton sér lltið fyrir, vöfðu 20 punda seðli saman og kveiktu I honum. Þetta var augljóslega gert til þess að sýnast, þvl að þarna allt I kring vorum við, blá- fátækir stúdentar, og ef satt skal segja, fannst mér þetta alls ekkert sniðugt." „Þá gerðist það einu sinni er hlé var gert á kvikmyndatökunni," hélt Stefan áfram, „að Clapton smellti fingrum til eins að róturunum. Kom sá þegar I stað með box I hendi Þegar það var opnað kom I Ijós, að það var fullt af uppvöfðum marlhúanavindlingum. Al- máttugur! Clapton var alveg eins og stór og feitur bisnesskall með þetta, hampandi Churchill-vindlunum sínum. Einn daginn tókst þessum náungum að eyða 200 pundum á barnum, — og þó var þetta tiltölulega mjög ódýr bar!" Þá sagði Stefan frá kvikmyndatök- unni er hún fór fram I kirkju einni. „í hvert sinn, sem hlé varð á tökunni, fleygði Keith Moon trommukjuða I Eric Clapton, sem stóð I um 20 feta fjar- lægð. Clapton svaraði i sömu mynt, og þeir voru sífellt að ausa hvor annan svívirðingum. — Þegar menn væntan- lega sjá þetta atriði, þar sem Clapton er I prédikunarstólnum, þá vita menn ekki, að rétt á bak við hann var allan tímann stór vínflaska og nokkur glös Clapton var pöddufullur á meðan þetta atriði var tekið, þótt ekki hafi sézt mikið á honum." 0 Af Marilyn Monroe, dýrlingi tuttugustu aldarinnar. Stefan gaf Slagsíðunni dæmi um þau atriði, sem vænta má úr mynd Russells um Tommy. Það var tekið upp I hlaðinni kirkju frá siðustu öld I gotneskum stll, en þangað kemur Tommy til að leita sér lækningar, ásamt miklum fjölda bæklaðs fólks, kryplingum, blindum, mál- og heyrnar- lausum og vangefnum. Og þess ber að geta að það fólk, sem Russell fékk I þessa hópsenu, var raunverulega bæklað, vangefið o.s.frv., — auk stúdentanna." „Þessi kirkja er — eins og Ken Russell orðaði það — helguð dýrlingi tuttugustu aldarinnar, sem lét Itfið af völdum auglýsingaskrums og peninga- hyggju, þ.e. Marilyn Monroe. Þarna er stórt líkneski af Marilyn, líklega um 20 feta hátt, sem búa á yfir miklum lækningamætti. Þá eru myndir af Marilyn við hverja súlu I kirkjunni. Russell leiðbeinir Roger Daltrey: Báðir ágætis náungar, — segir Stefan Jakobek Russell reynir að sjá Kevin frænda frá sjónarhóli Tommys: „Hann tékkaði hvert einasta skot sjálf- ur." Þetta var alveg furðuleg sena, og gamalt fólk úr nágrenninu, sem kom þarna, fórnaði höndum þegar það sá hvað búið var að gera við sóknarkirkjuna þeirra Þarna var Keith Moon á altarinu með trommurnar sínar og Eric Clapton I prédikunarstólnum, báðir klæddir i eins konar munkakufla. Siðan er llkneskið af Marilyn Monroe með pilsið hálfpartinn uppum sig, borið inn af einum 12 stúlkum, sem allar eru klæddar kuflum gerðum úr blaðaúrklippum þar sem skýrt er frá dauða Marilyn, og allar bera Marilyn Monroe grímur Múslkin glymur um kirkjuna, og söfnuðurinn vaggar sér I takt, allur afmyndaður og bæklaður, llklega alls um 4—500 manns. Þetta var svo áhrifaríkt að ég varð ef satt skal segja bara hálfhræddur Fyrst þetta kom svona sterkt út þarna, ætti það ekki síður að virka á hvlta tjaldinu. I þessu atriði gerir Tommy sér grein fyrir því, að hann er á rangri braut og hann molar llkneskið. Þótt mér hafi fundizt inntak þessa atriðis svo lítið væmið, eins og Ken Russell útskýrði það fyrir okkur, þá held ég, að þetta geti vel staðizt og virkað I myndinni." 0 Af limlestingum og leikhúsbruna. Það fer auðvitað ýmislegt úrskeiðis við sllka framkvæmd sem kvikmynda- taka er. „Á einum stað I atriði með laginu Pinball Wizard, en það var tekið upp I leikhúsi einu I Portsmouth, brýtur Pete Townshend gitar sinn, og öll statistahersingin æðir að honum. Þetta þurfti að endurtaka tvisvar og á kortéri var Toynshend búinn að brjóta þrjá gitara, — alla rándýra Gibson Les Paul gltara, llklega upp á 5—600 pund. í einni atrennunni handleggs- brotnaði t.d. ein stúlka, önnur skarst á hálsi þegar gltarbrot skauzt I hana, og margir hlutu minni háttar limlest- ingar " Og þá gerðist atburður, sem vakti verulega athygli á kvikmyndatökunni. Það var þegar fyrrnefnt leikhús brann. „Þetta leikhús, South Parade Pier I Portsmouth, var úr timbri og talið eitt bezt varðveitta viktoríanska strandleik- húsið á Suður-Englandi (þessi gerð leikhúsa er byggð á bryggju sem skagar út I sjó), og svo koma þessir fýrar og brenna það til grunna," sagði Stefan. „Að vísu var þetta slys, að ég held, a.m k trúir maður ekki öðru nema þeir koma með þetta I myndina. Það, sem mun hafa gerzt, var, að það kviknaði I flauelstjöldum út frá þeim fjölmörgu Ijóskösturum, sem þarna voru Innan dyra voru um 4-—500 manns, en enginn slasaðist. Hins vegar er leikhúsiðað mestu eyðilagt " 0 Af kjúklingalærum Kvikmyndatakan i og umhverfis Portsmouth tók um þrjár vikur seinni partinn I mal, en Stefan og félagar hans tóku þátt I henni I viku. „Fyrir þetta fengum við fjögur pund á dag, ókeypis hljómleika með Who, og eins mikinn mat og við gátum I okkur látið Ég hafði aldrei étið eins vel allan vetur- inn. Maður mátti ekki opna munninn, þvi þá var stungið upp I mann íspinna eða kjúklingalæri eða einhverju matar- kyns." „Það var afar gott andrúmsloft þarna," sagði Stefan Jakobek að lok- um, „og ég hugsa, að þetta ætti að geta orðið verulega góð kvikmynd. En það tekur auðvitað svolltið dramatikina úr þessu að hafa fylgzt með þvl hvern- ig þeir gera hlutina, — hvernig kvik- mynd verður raunverulega til " —Á. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.