Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974 Bílasala Matthíasar auglýsir bíla til sölu: Farþegabílar. M. Benz 309 21 farþega, M. Benz 608 L. P. árg. '68 26 farþega. Vörubílar: M. Benz 2224 árg. '72, M. Benz 1413 árg. '65, '66, '67 og '68. M. Benz 1418 árg. '64, '65, '66, og '68. M. Benz 1 920 árg. '65. M. Benz 1623 árg. '68. M.A.N. 650 árg. '67 M.A.N. 10210 árg. '63 m/framdrifi, M.A.N. 9186 árg. '69. Volvo og Scaniabílar bæði 6 og 1 0 hjóla, enda eru flestir vörubílar, sem eiga að seljast á skrá hjá okkar. Við seljum fólksbílana og líka er mikið um bílaskipti hjá okkur. Látið skrá bílinn. Bílasala Matthíasar, Borgartúni 24, sími 24540. Ofnhitastiliarnir frá DANFOSS spara heita vatnið. Sneytt er hjá ofhitun og hitakostnaðurinn lækkar, því DANFOSS ofnhitastill- arnir nýta allan "umfram- hita” frá t.d. sól, fólki, Ijósum, eldunartækjum o. fl. Herbergishitastiginu er haldið jöfnu með sjálfvirk- um DANFOSS hitastill- tum lokum. DANFOSS sjálfvirka ofnloka má nota á hita- veitur og allar gerðir miðstöðvarkerfa. RAVL ofnhitastillirinn veitir aukin þægindi og nákvæma stýringu herbergishitans, vegna þess að herbergishitinn stjórnar vatnsmagninu, sem notað er. Ef höfuðáherzla er lögð á að spara heita vatnið, skal nota hitastillta FJVR bakrennslislokann, þá er það hitinn á frá- rennslisvatninu, sem stjórnar vatnsmagninu. DANFOSS sjálfvirkir þrýst- ingsjafnarar, AVD og AVDL, sjá um að halda jöfnum þrýstingi á öllum hlutum hitakerfisins, einnig á sjálfvirku hitastilltu ofnlokunum. Látíd Danfóss stjóma niIallUm = HEÐINN = ■ ■■ ■■■■?■ ■ Wl ■ ■ VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 tslendingar fagna marki f landsleiknum við Finna. Vonandi gefst tækifæri til þess að fagna marki f dag, þótt við rammari reip verði að draga að þessu sinni. BARATTAN VERÐUR OKKAR VOPN j LANDSLEIKNUM VIÐ BELGA I DAG fer fram á Laugardalsvell- inum landsleikur í knattspyrnu milli tslands og Belgíu. Er þetta jafnframt annar landsleikurinn, sem íslendingar leika hérlendis í sumar — fyrr var keppt við Finna og lyktaði þeim með jafntefli 2:2. Leikurinn í dag er liður í Evrópubikarkeppni landsliða í knattspyrnu, en í þessari keppni taka þátt velflest Evrópulönd. Er keppt í riðlum, og það lið, sem sigrar í hverjum riðli, kemst áfram í úrslitakeppnina. Síðast er keppni þessi fór fram, sigruðu Vestur-Þjóðverjar, en Belgiu- menn urðu þá mjög framarlega í keppninni. Belgíumenn eiga nú mjög góðu landsliði á að skipa, og er það af mörgum talið eitt bezta landslið í Evrópu. Það komst að vísu ekki í úrslitakeppni heimsmeistara- keppninnar í Þýzkalandi, og má að vissu marki segja, að það hafi verið íslendingar, sem komu í veg fyrir það. I heimsmeistarakeppn- inni var island i riðli með Belgíu, Hollandi og Noregi, og komust Hollendingarnir áfram á hagstæð- ari markatölu, þar sem þeir unnu stærri sigra yfir islendingum og Norðmönnum en Belgíumennirn- ir. Þeir sem fara á Laugardalsvöll- inn í dag geta því vænzt þess að sjá fyrsta flokks knattspyrnu af hálfu gestanna, sem vafalaust leggja mikið upp úr stórsigri í leiknum í dag. Auk islands og Belgíu eru í riðlinum lið Frakk- lands og Austur-Þýzkalands, þannig að ekki er ólíklegt, að markataka geti jafnvel ráðið úr- slitum um, hvaða lið kemst áfram f keppninni og öll hyggja auðvitað löndin á að ná í sem stærstan sigur gegn íslendingum. Islendingar og Belgfumenn hafa leikið fjóra landsleiki i knattspyrnu, og hefur aðeins einn þeirra leikja farið fram hérlendis. Lauk honum með sigri Belgíu- manna 5—3 eftir mjög svo skemmtilegan leik. Urslit hinna leikjanna hafa orðið 8—0 og 4:0 í báðum leikjunum, sem fóru fram í Belgíu f undankeppni HM. I þeim leikjum þóttu Islendingar koma verulega á óvart. Að visu var leikinn varnarleikur að mestu, en í báðum þessum leikj- um áttu islendingarnir gullin marktækifæri, sem ekki tókst að nýta, í seinni leiknu'. skoruðu Belgfumennirnir tvö marka sinna úr vítaspyrnum, sem í báðum til- fellum voru mjög hæpnar. Fróðlegt verður að fylgjast með þvf nú, hvort íslenzka liðið nær hagstæðari árangri en það gerði síðast, þegar leikið var við Belgfu- menn á heimavelli. Það er gömul saga og ný að íslenzkir íþrótta- menn hafa oft staðið sig bezt, þeg- ar mest á reyndi við ofjarla. Máttu t.d. Austur-Þjóðverjar þakka fyrir sigur í landsleik við íslendinga á Laugardalsvellinum f fyrra. Wilfried van Moer — félagi Ásgeirs Sigurvinssonar f Standard Liege, einn af traustustu mönnum belgfska landsliðsins. Flestir leikmenn fslenzka lands- liðsins eru orðnir nokkuð leik- reyndir og liðið er einnig orðið sambærilega samæft. Ef barátta liðsins verður í góðu lagi í leikn- um í dag, má búast við, að það geti velgt Belgíumönnum undir ugg- um. Sjálfsagt verður lögð höfuð- áherzla á vörnina, en síðan reynd- ar skyndisóknir, en slíkar leikað- ferðir geta oft reynst hættulegar, einkum ef fljótir og ákveðnir menn eru í framlínu liðsins, eins og er að þessu sinni. Með íslenzka liðinu leikur nú Ásgeir Sigurvinsson frá Vest- mannaeyjum, en hann er sem kunnugt er atvinnumaður í knatt- spyrnu í Belgíu og hefur staðið sig mjög vel þar. Þekkir hannn því vel þá leikmenn, sem mæta landsliði okkar í dag. I belgíska landsliðinu eru t.d. tveir af félög- um Ásgeirs í Standard Liege. Dómari leiksins í dag verður Wales-búi, og þaðan koma einnig báðir línuverðirnir. STUÐNINGUR ÁHORFENDA MIKILSVERÐUR Búizt er við miklum fjölda áhorfenda á leikinn í dag, og er mikils um vert, að þeir láti veru- lega til sfn heyra og hjálpi lands- liðsmönnum okkar. Baráttan fer ekki einungis fram á vellinum, hún getur lfka farið fram á áhorf- endapöllunum. Samstillt hvatn- ingarköll áhorfenda geta haft úr- slitaáhrif á gang leiksins. Oft hefur verið sagt um íslenzka áhorfendur, að þeir séu daufir í dálkinn, en vonandi afsanna þeir það í leiknum f dag og styðja landsliðið með ráðum og dáð. Lið íslands Líð tslands í leiknum í dag verður þannig skipað: Þorsteinn ólafsson, ÍBK Magnús Guðmundsson, KR Björn Lárusson, tA Eirfkur Þorsteinsson, Vfking Jón Pétursson, Fram Marteínn Geirsson, Fram Jóhannes Eðvaldsson, Val Karl Hermannsson, lBK Grétar Magnússon, tBK Guðgeir Leifsson, Fram Asgeir Elfasson, Fram Teitur Þórðarson, tA Matthfas Hallgrfmsson, 1A Gfslí Torfason, ÍBK Atli Þór Héðinsson, KR Ásgeir Sigurvinsson, Standard Liege. Lið Belgíu Hugo Broos. Julien Cools Jan Dockx Roger Henrotay Raoul Lambert Jean Marie Pfaff Christian Piot Gilbert van Binst Edwin Vanden Daeie Francois van der Elst Ivo van Herp Paul van Himst Wílfred van Moer Jan Verheyen Jean Janssens

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.