Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974 Kveðja: Benedikl Bmjammssm — Strandapóstur Eftir langan, sólheitan starfs- dag dregur húmskugga miðsum- arnætur niður yfir Bjarnarfjörð- inn. — Lygn straumniður árinnar líður út að ósi og minnist við létt báruhjalið úti á Bótinni. Á berg- inu við norðurhorn fjarðarins stendur hljóð og mannlaus byggó — Ásmundarnes — Bærinn var sem vinur minn, Benedikt Benja- mínsson, óx til manndómsára. Nú er hún öll, því þessa ágæta raanns, á því sviði, sem mannlegt auga með vissu skynjar. Og nú, þegar ég rölti um þær slóðir, sem fyrr voru heimahagar okkar beggja, finnst mér sem lifs- göngu hans megi líkja við þennan annasama dag, sem nú er horfinn í næturdjúpið. Ævi Benedikts var alla tíð annasöm meðan orka hans leyfði, að til starfs væri gengið. En þrátt fyrir það, þótt stundum væri gat- an grýtt og torfær og stormur eða hríð stæði fast i fangið, var yfir gönguleið hans sólblik glaðra lífs- lystar, sem jafnan fylgdi fótmáli hans. Hann var ekki til auðs borinn. Foreldrar hans, Benjamín Ölafs- son og Magndis Ölafsdóttir, voru fátæk, fædd á þeirri öld, þegar févana ungmennum voru fátæk, fædd á þeirri öld þegar févana ungmennum voru fáar götur greiðar og mannvit og mennta- þorsti minna metin en maurasafn. Benjamín, faðir Benedikts, var ágætur hagyrðingur og skjótráð skytta. En þrátt fyrir það „var lif hans til fárra fiska metið“ — og svo mun einnig hafa verið um son hans fyrstu æviárin. En viðhorf batnandi aldarfars olli þeim mannlífsbreytingum, sem gjörðu Benedikt kleift að njóta hæfni sinnar á mörgum sviðum. Hann var félagshyggjumaður og í hópi forystumanna sveitar sinnar á þeim vettvangi. Um aldarfjórð- ungsskeið var hann Strandapóst- ur og það einmitt á þeim tíma, sem saman varð að fara kapp og forsjá ef vel átti til að takast, enda varð hann af því starfi þjóð- kunnur maður. Þótt þar hafi margir mætir menn vel að verki staðið, mun þó ekki ofmælt, að vinsældir Bene- dikts voru svo miklar og almenn- ar í þvi starfi, að lengra varð ekki komizt. Hann var ævinlega fús að leysa hvers manns vanda, hvort sem sækja þurfti sjúkum hjálp, flytja meðul ellegar veita fram- andi fylgd og fyrirgreiðslu. Eftir að hann lét af póststarfi var hann um tíma póstafgreiðslu- t UNNUR HARALDSDÓTTIR sem lézt 30. ágúst verður jarð- sett frá Fossvogskirkju mánudag- inn 9 september kl. 13.30. Fyrir hönd vandamanna. Ársæll Sigbjömsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGMUNDAR HELGASONAR bónda á Núpum Vandamenn t Móðir mín, systir, tengdamóðir og amma GfSLÍNA GÍSLADÓTTIR, Hringbraut 82 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 0. sept. kl. 3. Hilmar Júlfusson, Guðbjörg Jónsdóttir, tengdadóttir og barnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir MAGNEA TÓMASDÓTTIR frá Eyvík Stekkjarflöt 23, Garðahreppi verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 9 sept kl 13,30 Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hjartavernd eða aðrar líknarstofnanir •• Inga H. Jónsdóttir Erlendur Guðmundsson. Auður Jónsdóttir Kristleifur Jónsson. Jarþrúður Jónsdóttir Jakob Jónsson. Halldóra Jónsdóttir Jón Sigtryggsson. Gunnar T. Jónsson Signý Hermannsdóttir Kristmundur Jónsson Steinunn Guðmundsdóttir. t Við þökkum innilega vináttu og samúð við fráfall og jarðarför, THORS E. CORTES prentara Elíasbet Cortes og dætur hins látna. maður á Djúpuvik og útibússtjóri Kaupfélags Strandamanna. Skráðir hafa verið þættir úr æviminningum Benedikts Strandapósts, en víst er, að sú saga er þar hvergi fullskráð, enda mun svo jafnan verða um þá, er bezt hafa þjónað islenzkum al- menningi, að hljóðlát störf þeirra hafa fremur lifað í vitund fólks- ins og á vörum þess, en í skráðum heimildum. Ég er þess fullviss, að mörgum, sem nú líta til liðins tíma og þá hafa notið fyrirgreiðslu Bene- dikts á erfiðum ferðalögum um útskaga Strandabyggða, hlýtur að finnast sem þeir eigi þessum glaða, gunnreifa manni nokkra þökk að gjalda. Síðustu haustdaga og hrímnæt- ur ævinnar átti Benedikt athvarf hjá dótturdóttur sinni, Huldu Svansdóttur. Það athvarf varð honum dagsauki glaðra stunda. Þegar þessar síðbúnu kveðju- línur eru ritaðar, fer haustlitur- inn senn að setja svip sinn á bjarkarlaufið og lyngmóana í byggðinni okkar. Mínum högum var þannig hátt- að, að ég átti þess ekki kost að fylgja Benedikt síðustu fetin að faðmi móður jarðar. — Nú segi ég samt — Góða ferð. — Ef til vill hefur Benedikt á síðustu augna- blikum skynvitundar jarðlífsins greint létt hófatök gæðinganna, sem báru hann svo marga bratta för á fyrri árum. Þökk fyrir fylgdina um grýttar útnesjagötur, glaðar og góðar stundir. Heill þér í heimi nýjum. Þorsteinn frá Kaldrananesi. Guð þarfnast þiitna handa! GÍRÓ 20.000 HJ/ÍLPARSTOFNUN KIRKJUNSAR \( o‘: ' svar mitt . L * f. 4 v EFTIR BILLY GRAHAM ■ • . _ ‘ cíí Ég heyrði yður nýlega segja f sjónvarpi, að óheiðarleiki væri mjög áberandi f landi okkar. Eg er nú f hópi þeirra, sem trúa því, að við séum heilsteypt þjóð. Ég veit, að til eru nokkrir menn, sem eru þjófar að atvinnu, en þá er að finna f öllum löndum. Én er smáhnupl og þjófnaður raunverulegt vandamál f landi okkar? Ég er með greinarkorn fyrir framan mig. Það er frá kyrrlátri, „löghlýðinni" börg. Kaupmennirnir segja, að búðarþjófnaður sé orðinn svo mikill, að um faraldur sé að ræða. Einkum verða þeir fyrir barð- inu á þjófum um jólin. Svokallaður „heiðarlegur" borgari gekk út úr búð með föt, sem kostuðu á sjötta þúsund krónur. Tveir unglingar reyndu sig á hött- um, gengu með tvö þeirra út úr búðinni. Þeir voru frá einu „fínasta“ heimilinu í borginni. Forstjóri smáhlutaverzlunar greindi frá því, að tjón hans vegna þjófnaðar væri tveir af hundraði. Flestum hlutunum, sem eru teknir, má stinga í veski eða fela innan klæða. Er eins og þjófarnir geri sér grein fyrir, að með þeim hætti geti þeir, ef forstjór- inn gómar þá og sakar um þjófnað í verzluninni, kært forstjórann fyrir falskar ásakanir eða ærumeið- ingar. Sjaldan er unnt að sanna, að flík, sem maður klæðist eða hefur stungið í tösku, sé tekin ófrjálsri hendi. Þjófurinn getur því krafizt mikilla „skaða- bóta“ og fær þær oft samkvæmt úrskurði réttarins. Verzlunarstjóri einn komst svo að orði: „Fullorðn- ir búðarþjófar valda mér jafnmiklum erfiðleikum og ungt fólk.“ Því virðist svo sem þetta vandamál sé engu minna í venjulegum borgum en í stórborgun- um. Þetta eru einkenni sjúkdómsins, sem hrjáir þjóð okkar. Biblían kennir, að það sé mikil synd að stela og að þjófur verði ekki hólpinn nema hann fái fyrirgefningu Krists. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, scm birtast á f miðvikudagsblaði, að berast f sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Ifnubili. Magnea Tómasdóttir frá Eyvík — Minning Fædd 2. 6. 1889. Dáin 31. 8. 1974. Hve öll orð verða fátækleg, þeg- ar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, að hún amma er horfin fyrir fullt og allt. Hún, sem var svo glöð og kát fyrir nokkrum dögum, eins og hún var alla tíð frá þvi ég man hana fyrst. Ég veit, að minningin um ömmu á eftir að verða okkur barnabörnunum og bamabarna- börnunum hennar dýrmætt vega- nesti út í lffið. Þó að ævi hennar væri ekki alltaf rósum stráð framan af, hafði hún það skaplyndi og þá t Vi5 þökkum samúð og hlýhug í okkar garð við fráfall og jarðarför dr. med. ÓLA P. HJALTESTED og virðingu sýnda minningu hans. Katrín Hjaltested. Ragnhildur og Leif Holm — Ánderson, Ásthildur og Ólafur Mixa og barnaböm. t góðu eiginleika, sem hljóta að uppskera mikið. Hún var ein þeirra, sem ávallt njóta þess betur að gefa en þiggja. Það var orðinn stór hópur- inn, sem hún útbjó pakka til fyrir hver jól, og ekki gleymdi hún afmælunum okkar heldur. Þá var amma glöðust sjálf, þegar hún gat glatt aðra. 1 rúm 20 ár dvaldi hún hjá dóttur sinni og tengdasyni,- Auði og Kristleifi, og erum við öll inni- lega þakklát fyrir hve bjart var Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför VALDIMARS KRISTJÁNSSONAR, frð Skagaströnd. Brávallagötu 12. Reykjavík. Magnúsína Magnúsdóttir, Guðríður U. Valdimarsdóttir, Sveinn H. Valdimarsson, Lárus Þ. Valdimarsson. yfir ævikvöldi hennar. Þótt andlát hennar bæri brátt að, vitum við öll, sem þekktum hana, að hún var viðbúin kallinu og þökkum Guði fyrir að hún þurfti ekki að Hða lengi. Ég þakka ömmu minni allar samverustundirnar. Gréta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.