Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974 Fa JJ Ití L.t /, IJIf. l V 'ALUR!' LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 LOFTLEIÐIR Bílaleiga CAB BENTAL Sendum LJ* 41660-42902 Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 pionœetí ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI AskovHejskole Vetrarnámskeið i 6 mán. frá 1. nóv. Sumarnámskeið í 3 mán frá 1. maí. Aukið menntunyðar. Lágmarksaldur 20 ár. Rikisstyrkur fáanlegur. Barnaleikskóli á staðnum. Skrifið eða hringið eftir stunda- töflu. Askov Ho|»kol« S600 V«|en v'l\m Tlf. (05) 3« 0« 77 - ,W f/ Helye Skov 211ovguuliIrtí>iti margfaldar marhad vðar Bók ársins og œskunnar Fáum bókum hef ég fagnað öllu er þar haglega skipað og skáta. En það bandalag var meira fyrir hönd íslenzkrar æsku en nýju Skátabókinni. Seinna mun útkoma hennar verða talin meðal hins merk- asta á þessu afmælisári 11 alda byggðar á Islandi. Fáar eða engar uppeldis- stefnur i allri sögu mannkyns- ins hafa náð meiri hylli og verið viturlegri en hugsjón skáta- starfsins. Þar fer saman andi og athöfn að marki drengskapar og dáðar. Listin að lifa lærist vart bet- ur en í glöðum skátahópi, sem jafnan er viðbúinn að gera sitt bezta og standa vörð um fegurð og gróandi lff, vernda lítil- magnann og þroska eigin hug og hönd við hugsun, athugun, nærgætni og hjálpsemi. Allt þetta tekur Skátabókin mjög vel til meðferðar. Fjöl- breytni hennar í máli og mynd- um er nánast takmarkalaus, ef vel er að hugað. Allt frá þvf að gera graut í hlóðum eða tjaldi og til hinnar einföldu, en þó áhrifamiklu guðsþjónustu und- ir himni Guðs f hvammi eða bjarkarjóðri, má lesa og læra af blöðum hennar. Líf frjálsrar og fagurrar æsku brosir við af blaðsíðun- um. Og blaðsíðurnar eru marg- ar, bókin stór og myndarleg. Hún er 380 bls. í stóru broti. skemmtilega, og samstarf setj- ara og ritstjóra svo gott sem verða má. Og myndirnar bæði litmyndir og ljósmyndir lofa sannarlega sína meistara. Samt hefur ritstjóri Skáta- bókarinnar án efa unnið þarna mesta verkið, þótt ekki væri annað en að safna svo fjöl- breyttu efni, og hugsa sér, hvaða efni væri heppilegast og hverjum trtíandi til að fjalla svo fagurlega um hvert við- fangsefni. Höfundarnir eru nefnilega mjög margir, svo að segja af öllum vettvangi þjóð- lífs á íslandi allt frá forsetum, fræðimönnum og doktorum til almennra greinarhöfunda í blöðum, leikjum eða iðnum. En allt fellur efnið saman í ótrú- lega samræmda heild til að vera vegin að takmarki skáta- starfsins og þjóðaruppeldisins: Góður drengur — sannur skáti. Hér skulu ekki önnur nöfn nefnd en ritstjórans eins. En það er Vilbergur Júlíusson, skólastjóri í Garðahreppi. Mun hann lengi njóta heiðurs af svo vegsamlegu verki sem Skáta- bókin er. Hún er gefin út að þreföldu tilefni: Ellefu hundrað ára ís- landsbyggðar 1974, sextíu ára skátastarfs á íslandi otg 50 ára afmælis Bandalags fslenzkra stofnað 1924. Nú mætti svo sannarlega álíta, að bókin væri einungis fyrir skáta, þeirra störf og þörf. Það er hún — en jafnframt miklu meira. Hún er þörf öllum sem útilíf stunda — hún er þörf öllum, sem uppeldi unna og verða að leiðbeina öðrum allt frá hinu hversdagslega til hins æðra og heilaga í hinni æðstu list — listinni að lifa. Þama virðist vel hafa tekizt um alla gerð og efnisval og margvíslegum hugðarefnum gerð hin beztu skil. Flestir ef ekki allir höfund- arnir f bókinni — en þeir eru auk ritstjórans 33 — eru sér- fróðir menn á því sviði, sem þeir rita um, en samt nægilega víðsýnir og menntaðir til að fara þannig með efnið, að öllum er auðvelt að skilja. öllum, sem unna hinu frjálsa lífi náttúrunnar ætti að vera hinn mesti fengur að bókinni, svo að ferðir og útilíf geti orðið sem bezt til yndis og þroska. En þar er ekki sízt lögð beint og óbeint áherzla á náttúruvernd og allt, sem horfir til hugsunar um og innlifunar f þau ævin- týri, sem hver dagur getur orð- ið hverjum ungum íslendingi við gluggann eftirsr. Árelius Níelsson — og reyndar þeim eldri ekkert síður. Nú þurfa ömmur og afar, frændur, frænkur og foreldrar ekki langa umhugsun, þegar velja skal afmælis- eða fermingargjöf fyrst um sinn. Fátt gæti fallið betur að ósk- um hinna ungu og framtíðar- þroska þeim, sem eldra fólkið ætlar þeim en einmitt það, sem Skátabókin kennir. Skátabókin frá 1930 varð mörgum ómetanleg, en þar vann mest að hinn menntaði uppalandi Aðalsteinn Sig- mundsson. Hún var þrep til þroska óteljandi mörgum, sem einmitt hafa orðið leiðtogar á fyrstu áratugum — 30 árunum síðan 1944 á vegi hins fslenzka lýðveldis. Þessi Skátabók ætti ekki að verða síður vegvísir fslenzkri æsku til heilla um ókomin ár. Heill þeim sem unnu. Vefa, sauma og hnýta Brezk listiðnaðarsýning ■ ’ „Vefa, sauma, hnýta“ nefnist sýning, sem opnuð var f húsa- kynnum Islenzks heimilis- iðnaðar f Hafnarstræti 3 kl. 3 f gær, laugardag. Verkin, sem eru 23 talsins, eru fengin að iáni hjá Embroiderers Guild, sem er áhugamannafélag um útsaum og skyldar handfða- greinar f Bretlandi, og eru verkin bæði úr einkasafni þess og frá einstökum félögum inn- an samtakanna. Þarna er mis- munandi efni notað á mismun- andi máta, þó að sporin séu kannski hcfðbundin. t verkun- um er frjáls mynsturgerð og leikið með iiti. Hugmynd Heimilisiðnaðar- félagsins með því að fá erlend- ar sýningar sem þessa til lands- ins er fyrst og fremst að kynna hvað er að gerast erlendis. Það er gott sýnishorn af því hvað er að gerast í nútfma út- saumi í Bretlandi. Er ætlunin að sýningin megi verða ein- hverjum hvatning eða örvun til að taka sér mál í hönd og rifja upp gömlu útsaumssporin með nýjum og margvíslegum garn- tegundum í fjölbreyttari efni en við eigum að venjast. Sýningin er liður í starfi Heimilísiðhaðarfélags Islands, en félagið hefur fengið erlend- ar sýningar til landsins. Heimilisiðnaðarfélag Islands hefur í húsakynnum á götuhæð námskeið, en stefnir að því að halda þar inn á milli smærri sýningar, bæði innlendar og er- lendar, enda húskynni vel til þess fallin. Markmið brezka félagsins Embroiderers Guild er að leið- beina, kenna og hvetja alla, sem áhuga hafa á útsaumi. Það gengst líka fyrir kennslu eða námskeiðum í stórum stfl, sýn- ingum, bóka- og tímaritaútgáfu og samkeppni. 20 félagar úr samtökunum koma til Islands í kynnisferð meðan sýningin stendur yfir. En hún verður opin í 14 daga kl. 14—21 og lýkur 21. september. * Gerður Hjörleifsdðttir, framkvæmdastjðri Heimilisiðnaðarfélags- ins, við eitt af brezku listaverkunum, makramé-hnýtt vegg- teppi. ORÐ I EYRA Leingi lifi Okkur hefur borist stór- merkileg skýrsla frá heil- brigðismálastofnun Afganist- an, en það er landið, sem fram- leiðir Afgafilmurnar (og kannski Kódak lfka) eins og kunnugt er. I skýrslunni er þvf" algerlega sleigið föstu, að álit hins tyrkneska vfsindamanns, Nasreds, um hollustu ákveð- inna skammta af marjuhönum sé alveg pottþétt. Það er semsagt öruggt, að tveir marjuhanar á dag koma heislunni f lag. Og ef menn passa sig á að reykja ekki þrjá, þá verða þeir helmfngi láng- lífari en leiðindakauðarnir, sem hafna hönunum alveg. Að ekki sé minnst á hina ræbblana, sem venja sig á að reykja þrjá eða fleiri. Þeir eru sko bara skfddró, einsog amerfkaninn seigir svo menn- fngarlega. Að vísu hefur maður aldrei prófað að láta nokkurn mann reykja akkúrat tvo marjuhana á dag, þvf þeir eru svo fjandi áf jáðir f þann þriðja og fjórða, ef þeir byrja á annaðborð. En það skiptir eingu. Teórfan er jafngóð fyrir þvf og margsönn- uð, að áliti hins tyrkneska vís- indamanns, Nasreds. Og afg- anar eru hundraðprósent sam- mála. Enda fara menn mikils á mis, ef þeir neita sér um hanana. Og svo þurfa lfka fram- leiðendurnir að lifa ekkisatt. Þá vekur stobbnunin athygli á þvf, að þeir, sem gánga fram- hjá hönunum, njóta auðvitað ekki Iffsins á borð víð hina, sem reykja nákvæmlega tvo. Og svo eru þeir hundleiðinleigir f þokkabót. Þvfmiður eru marjuhanar ekki á almennum markaði á þjóðhátfðarlandinu, og Jakobi mistókst alveg að fá nokkra ein- ustu vitsmunaveru til að halda exibísjón á hæfilegum skammti. Jabbnvel gáfna- greifarnir hjá vfsi til dagblaðs klikkuðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.