Morgunblaðið - 15.09.1974, Page 1

Morgunblaðið - 15.09.1974, Page 1
40 SIÐUR OG LESBOK 175. tbl. 61. árg. SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Líðan Nixons sögð afleit San Clemente, Kaliforníu 14. sept. Reuter. AP •k Einkalæknir Nixons Banda- ríkjaforseta, dr. Walter Thack, kom til heimilis Nixons í San Clemente í dag til að rannsaka Nixon og úrskurða, hvort ætti að leggja hann inn á sjúkrahús. Nix- on þjáist af blóðtappa í fæti sem hefur valdið mikilli bólgu í fætin- um. Hann hefur fengið aðkenn- ingu af slíku áður. Aftur á móti segja fréttir, að dr. Thack ætli ekki síður að kanna, hvort ástæða sé til sérstakrar meðferðar vegna vaxandi þunglyndiskasta, sem Nixon er sagður þjást af og hafa færzt mjög í aukana. Fréttir hafa borizt um sjálfsmorðshugleiðing- ar Nixons og annað í þeim dúr. Dr. Thack ákvað, að Nixon færi ekki á sjúkrahús að svo stöddu en myndi fá meðferð á heimili sínu eins og við ætti. Tengdasonur Nixons, David Eisenhower, sagði í sjónvarpsvið- tali í gær, að Nixon væri iðulega mjög þjáður af þunglyndi, en hann hefði ekki í hyggju að svipta sig lífi. „En að sumu leyti má kannski segja, að lífi Nixons sé lokið,“ sagði Eisenhower. Hann bætti því við, að tengdafaðir sinn reyndi að herða sig upp suma dagana, en aðra daga væri hann fullur iðrunar og hryggðar yfir því, hvernig farið hefði og sektar- byrðina myndi hann verða að rog- ast með alla tíð. Hann sagði, að Nixon færi lítið út úr húsi og forðaðist samneyti við aðra en fjölskyldu sína og nánustu vini. David Eisenhower sagðist sann- færður um, að Nixon næði sér og hann gæti enn lagt sitt af mörk- um, m.a. með því að einbeita sér að skrifum og vonandi færi hann að lfta bjartsýnni augum til fram- tíðarinnar. Japanski fanginn var á leið til Hollands í gær Haag, Parfs 14. sept. Reuter. AP. ir ÞEGAR Morgunblaðið fór f Danmörk: Stjórnmálaviðræður Kaupmannahöfn 14. sept. NTB HÆGRI flokkarnir í Dan- mörku hófu í dag nýjar við- ræöur með það fyrir aug- um að ná samkomulagi í skatta- og tollamálunum. Öllum flokkum var boðin þátttaka í viðræðunum, en Páll páfi VI sést hér með skrautlegan höfuðbúnað Indjána og brosir breitt er hann tekur á móti hópi bandarískra Indj- ána frá Michigan. Höfuð- skrautið var gjöf Indján- annatilpáfans. ekki var vitað hvort full- trúar frá Radikale Venstre kæmu á fundinn. Búizt var við, að fundurinn stæði all- an daginn. Poul Hartling, forsætisráðherra situr ekki fundinn, þar sem hann er á ráðstefnu EBE-landa í Par- ís og kemur ekki heim fyrr en á morgun. Eiginmaður heimt- ur frá Sovét London 14. sept. AP. Reuter ENSK kona, Angela Levitsky, sem giftist sovézkum manni fyrir tveimur árum, hefur nú loks heimt eiginmann sinn frá Sovét- ríkjunum eftir mikla og harða baráttu. Þau kynntust í Moskvu, hvar hún var á tungumálanám- skeiði og giftust nokkru síðar. Hann sótti þá um leyfi til að flytj- ast með konu sinni til Englands, en leyfi fékk hann ekki fyrr en nú og kom hann til. Englands með skipinu Baltika í gærkvöldi. Bourgiba forseti ævilangt Túnis 14. sept. Reuter HABIB BOURGIBA hefur verið kjörinn forseti fyrir lífstíð á landsfundi stjórnarflokks lands- ins. Bourgiba hefur verið forseti síðan 1957. Hann er 71 árs að aldri. prentun f gær var franski sendi- herrann f Haag enn f gfslingu f sendiráðinu og virtust samninga- viðræður hafa strandað f bili, þótt menn gerðu sér vonir um, að úr myndi greiðast, þegar japanski fanginn kæmi til HoIIands. Hann var þá á leið frá Parfs með franskri þotu. Fréttir komust á kreik um, að hann vildi ekki hitta mannræningjana þrjá og enn sfð- ur ganga til liðs við þá, en það hefur verið borið til baka. Einn sendiráðsstarfsmanna, ung stúlka, komst út úr sendiráðinu f nótt og kvaðst hafa falið sig inni f skáp og ræningjarnir hefðu ekki vitað af henni þar. Vitað er nú, að enn eru alls níu manns í sendiráðinu og hafa ræningjarnir öðru hverju sent frá sér hótanir um að þeir ætli að drepa alla gfslana, einnig eftir að kunnugt varð um, að japanski fanginn hefði verið látinn laus og væri á leið til Hollands. Hins veg- ar hefur verið gefið í skyn, að hann verði ekki látinn ganga á fund mannræningjanna fyrr en þeir hafa staðið við þau loforð sfn að sleppa gfslunum heilum á húfi í skiptum fyrir hann. Mannræningjarnir eru félagar í samtökum f Japan, sem kalla sig Rauða herinn, og hafa staðið fyrir hryðjuverkum víða um heim. Maður sá, sem nú er á leiðinni til Hollands til fundar við ræningjana, er sagður hafa skipu- lagt hina alræmdu árás á Lodflug- velli í Tel Aviv fyrir fáeinum árum, þegar fjöldi fólks var myrt- ur. Yitzak Rabin, forsætis- ráðherra ísraels, hefur verið í heimsókn í Bandaríkjunum undan- farna daga og rætt þar við Gerald Ford, forseta, og ýmsa áhrifamenn. Hann sést hér bjóða Henry Kissinger utan- ríkisráðherra, og Nancy konu hans velkomin í samkvæmi í ísraelska sendiráðinu I Washing- ton. Tyrkland: Deilur innan stiórnarinnar Ankara 14. sept. Reuter. DEILURNAR innan tyrknesku stjórnarinnar mögnuðust enn f morgun og áttu þá Ecevit, for- sætisráðherra, og Erbakan, aðstoðarforsætisráðherra, langan fund með sér f fyrsta skipti sfðan kvisaðist um ágreininginn innan stjórnarinnar. Erbakan, sem er úr NSP-flokknum, hefur gagn- rýnt Ecevit fyrir að hafa látið stjórnast af tilfinningum og sýnt fljótfærni f ýmsum gerðum sfn- um, m.a. f Kýpurmálinu. Hann hefur harðlega gagnrýnt það Sovézkur rithöf- undur handtekinn Moskvu 14. sept. AP. SOVÉZKI rithöfundurinn Mikail Heifitz hefur verið dæmdur í fjögurra ára þrælkunarvinnu og síðan tveggja ára útlegð fyrir andsovéska starfsemi og ýmsa undirróðursiðju. Rithöfundurinn er 38 ára gamall. Hann er sögukenn- ari að atvinnu og var hand- tekinn í apríl sl. er öryggis- lögreglan fann uppkast að grein um Josef Brodsky í fórum hans. Meðal ritverka Heifitz má nefna bók um rússneska byltingarmenn, sem grófu undan leynilög- reglu keisarans á 19. öld. Sú bók var gefin út með blessun stjórnvalda á sín- um tíma. áform Ecevits að fara f opinbera heimsókn til Norðurlanda, á meðan það viðkvæma mál er ekki til lykta leitt. Stjórnmálafréttaritarar segja, að Ecevit hafi lengi þótt stjórnar- samstarfið með NSP-flokknum erfitt og hann hafi viljað slíta því og mynda stjórn með öðrum flokki. Ecevit hefur tilkynnt, að Eyupoglu innanríkisráðherra muni gegna störfum forsætisráð- herra, meðan hann verður fjar- verandi og hefur Erbakan gagn- rýnt það harðlega og talið eðli- legast, að hann gegndi því starfi. Aftur á móti dró Erbakan úr því, að stjórnin riðaði til falls. Olíuverð til olíu- félaga hækkar Vínarborg 14. september NTB. Reuter Á FUNDI olíuframleiðsluland- anna í Vínarborg var í morgun samþykkt hækkun á olíuverði, en tekið er fram, að það eigi aðeins við um olíufélög í formi skatta og annarra gjalda, og neytendur skuli ekki bera þessa hækkun, sem Reuter segir vera um 33% á olíufat. Gefið er í skyn, að frá og með áramótum kunni að verða miklar hækkanir á olíu vegna verðbólgunnar um heim allan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.