Morgunblaðið - 15.09.1974, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974
Steingrimur Pálsson
— Minningarorð
Utför Steingríms Pálssonar,
Selvogsgrunni 3, fer fram frá
Laugarneskirkju á morgun.
Ekki óraði frændur og vini
fyrir, er sátu I fagnaði á heimili
hans á laugardag 7. september, að
húsbóndinn yrði allur fyrir ris-
mál næsta mánudag.
Steingrímur Pálsson var
fæddur að Árhrauni á Skeiðum 7.
sept. 1894, sonur hjónanna Ölafar
Steingrímsdóttur frá Fossi á Síðu,
og Páls Erlingssonar sundkenn-
ara frá Stóru-Mörk.
Þau hjónin eignuðust alls fjóra
syni, sem allir urðu vel þekktir
hér í borg vegna gjörvuleika og
starfa í þágu hins opinbera. Þau
Ölöf og Páll voru af iandskunnum
stofnum f ættir fram, og var frúin
m.a. afkomandi Sveins Pálssonar,
en húsbóndinn bróðir þjóðskálds-
ins ástkæra Þorsteins Erlings-
sonar.
Frændgarðurinn er stór, og
dreifður um flestar byggðir lands-
ins, en þó mest um Árnes-, Skafta-
fells- og Rangárþing.
Steingrímur fluttist ungur að
árum með foreldrum sínum að
Apavatni í Laugardal, og sleit þar
barnsskónum að mestu, en þegar
sveinninn er tólf vetra, flytjast
foreldrarnir til Reykjavíkur, og
gerist faðir hans sundkennari við
Sundlaugarnar, og gengdi hann
þvi starfi til dánardægurs, en
Steingrimur réðst til skóv.
Lárusar G. Lúðvigssonar, og vann
bæði þar og einnig við sund-
kennslu næstu þrjú árin.
Með Steingrimi og fjölskyldu
Lárusar G. Lúðvígssonar urðu
miklir kærleikar, sem entust svo
lengi sem beggja naut við.
En þótt vinahópurinn stækkaði,
og fjölskyldan lifði sæl við leik og
störf, var þráin til gróandi lffs
yfirsterkari.
Steingrimur þráði sveitalíf,
þráði snertingu við iðandi haf, af
lagprúðu úrvals skaftfellsku
sauðfé, hann þráði gæðinginn,
sem hann hafði dreymt um svo
óralengi, en ekki getað veitt sér.
Nú skyldi það gerast og það varð.
Hann réðst sem sundkennari að
Hörgslandskoti á Sfðu, einmitt í
sveitina fögru, þar sem móðirin
var upp runnin.
Ekki var heitt vatn í laug, eða
önnur þægindi nútímans, sem löð-
uðu unga manninn að starfinu,
enda voru slíkir smámunir
ungum mönnum ekki fótakefli í
þann tfð.
Á Síðunni gekk Steingrímur að
öllum algengum störfum jafn-
t
Útför
PÉTURS STEFÁNS PÉTURSSONAR
fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 1 7. september kl 1 3.30.
Þeir sem vildu minnast hins látna, láti liknarfélög njóta þess.
Ásta Jónsson
Camila Pétursdóttir Kolbeinn Pétursson
Gissur Pétursson Sighvatur Pétursson
Snorri Pétursson
t
Við þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vinarhug
við andlát og útför eiginmanns mins og föður
HARÐARJÓHANNESSONAR,
málarameistara
Móvahlið 27
Guðrún Sveinsdóttir
Örn Harðarson.
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför,
SNÆBJARNARINGA JÓNSSONAR
skrifstofustjóra.
Þórunn Kjerulf, Guðrún Jónsdóttir,
Anna Dóra Snæbjörnsdóttir, Ingólfur Jónasson,
Guðrún Snæbjörnsdóttir, Stefán Jónsson,
Snæbjörn Snæbjörnsson, Egill Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför elsku
legrar eiginkonu, systur, móður, tengdamóður og ömmu,
KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Freyjugötu 34, Reykjavtk.
Jón S. Benjamínsson,
Guðný Jónsdóttir,
Guðrún I. Jónsdóttir, Asgeir Karlsson,
Jón Birgir Jónsson, Steinunn Norberg,
Jórunn Jónsdóttir, Guðmundur Oddsson
og barnabörn.
t
Sonur okkar og bróðir,
ELÍAS SIGURÐSSON,
Holtagerði 13, Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánudaginn 1 6. september kl.
3.00 e.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á að láta
Krabbameinsfélag Islands njóta þess
Guðný Jónsdóttir, Sigurður L. Ólafsson,
Sigríður M. Sigurðardóttir, Jón Þór Sigurðsson,
Guðrún Sigurðardóttir, Sigurþór L. Sigurðsson,
Guðný Rut Sigurðardóttir, Sigurður H. Sigurðsson,
Lindis Sigurðardóttir, Guðmundur Sigurðsson,
Sólrún Sigurðardóttir, Sigríður Birgisdóttir,
Ásrún Sigurðardóttir.
framt sundkennslunni, sem var
þó ærin vinna, því flestir ungir
menn lærðu þá list austur þar, og
eru sumir enn á lífi, sem muna
þessa tíð.
A þessum árum og reyndar æ
síðan, tamdi Steingrímur margan
fagran folann og urðu flestir
góðir, en sumir afburða gæðingar,
en hann átti hesta fram á síðustu
ár.
Á þessum árum var fslenska
glíman og sundið mjög hugstæðar
iþróttir ungum mönnum, það var
hin hrausta aldamótaæska og
ungmennafélagar, sem öðrum
fremur settu svip á íþróttalíf þess
tíma, þá gengu ungir menn fram,
stigu á stokk og strengdu heit og
voru trúir sinni hugsjón.
Steingrímur Pálsson var einn
þessara manna.
Því var það, að eftir að hafa
kennt sund í Skaftafellssýslu, fór
hann vestur um heiði og lærði
glímu, ekki einasta ísl. glímu,
heldur einnig grísk-rómverska.
Hann glimdi við kappana Hall-
grím Benediktsson, Sigurjón á
Álafossi og fleiri, en allt voru
þetta drengir góðir, sem hann lét
mikið af, enda vöfðust ekki fyrir
honum brögðin og léttleikinn
þegar til leiks var gengið.
I Árnesþingi lágu sporin næstu
missirin, en f maí 1918 gengur
hann að eiga heimasætuna Krist-
Inu Jónsdóttur á Vestri-Lofts
stöðum f Gaulverjabæjarhreppi,
sem þótti gott gjaforð, og var
álitið mikið jafnræði með ungu
hjónunum sakir myndarskapar og
glæsileika. Þau fluttu í fardögum
og reystu bú að Eyvindartungu í
Laugardal, og var þá ungi bónd-
inn kominn með brúði sfna á
æskustöðvarnar, heim f sveitina
góðu með silungsá og skógarilm.
Ekki spiltu nágrannarnir ham-
ingju heimilisins s.s. skáldið á
Hjálmsstöðum og héraðshöfðing-
inn á Laugarvatni.
I þessu umhverfi undu ungu
hjónin hag sínum vel, og þar
fæddist þeim fyrsta barnið, hún
var vatni ausin og Ólöf nefnd, þar
var komin alnafna ömmu sinnar
og augasteinn.
Dvölin í Eyvindartungu varð
Framhald á bls. 39
Einar Geir Jóns-
son — Minning
Fæddur 5. janúar 1955
Dáinn 2. ágúst 1974.
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur hið sama
en orðstír deyr aldrei
þeim sér góðan getur.
Um hádegisbil þann 9. ágúst
hringdi síminn og okkur barst sú
hörmulega frétt, að frændi okkar,
Einar Geir Jónsson, hefði orðið
fyrir banaslysi.
Þetta gat ekki verið hugsaði ég,
ég vildi ekki trúa þessu. Faðir
minn kom heim frá vinnu seinna
um daginn, þá hringdi hann til
New York til frænku okkar til að
fá staðfestingu á þessu, jú, þetta
var rétt. Ég gleymi aldrei heim-
sókn minni til Islands fyrir 2
árum hvað Einar Geir frændi
minn var góður við mig, fór með
mig um allt, í bíó, á söfn og margt
fleira, sem mig langaði til að fara.
Hann gaf sér nógan tíma, þó hann
ætti mikið af vinum. Hann var
hinn stóri, sterki frændi minn,
sem ég var svo stoltur af. Þegar
ég hugsa til þess að þegar ég kem
næst til Islands, á ég engan slfkan
vin og frænda, þá langar mig ekki
þangað, þvf ég sakna hans svo
mikið. Nú verður heldur ekkert
úr ferðinni, sem hann ætlaði í
með foreldrum sfnum og systur
hingað til Amerfku að loknu
stúdentsprófi 1976) sem við töluð-
um svo mikið um síðast er við
hittumst. En frændi minn gaf mér
í þessari stuttu heimsókn minni
skýra mynd af sér, sem ég geymi f
hjarta mínu og ég er þakklátur
fyrir að hafa haft tækifæri til að
kynnast honum. Minning hans
mun aldrei mást úr huga mér. Ég,
foreldrar mínir og systkini kveðj-
um hann með söknuði.
t
Eiginmaður minn,
ALEXANDER JÓHANNESSON,
fyrrv. skipstjóri
sem andaðist 8. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudag-
inn 1 7. þ.m. kl. 1.30 e.h.
Fyrir mína hönd og annarra vandamanna
Halldóra Ólafsdóttir,
Grettisgötu 26.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og
bálfarar eiginkonu minnar,
LITU SIGURÐSSON,
Álfhólsvegi 94, Kópavogi.
Haraldur Sigurðsson.
Foreldrum hans, Sigríði Einars-
dóttur og Jón Geir Árnasyni, hár-
skurðarmeistara, og einkasystur
hans, Dfönu Veru, sendum við
okkar dýpstu samúðarkveðjur, og
biðjum guð að styrkja þau f sorg
þeirra.
Jón Þór Sigurðsson.
St. Louis. U. S. A.
t
Maðurinn minn
ÞÓRARINN
LÝÐSSON,
Hliðartúni 3,
lést að heimili sinu 13. þ.m
Sigríður Þ. Tómasóttir.
t
Þökkum hluttekningu, samúð og vináttu við andlát og útför
SIGRÚNAR INGVARSDÓTTUR
frá Bakkastig 11, Vestmannaeyjum
Ágústa Sveinsdóttir
Berent Sveinsson Laufey Guðbrandsdóttir
Garðar Sveinsson Ólöf Karlsdóttir
Tryggvi Sveinsson Þóra Eiríksdóttir
og barnabörn
t Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐLAUGUR KRISTJÁNSSON
verður jarðsunginn frá Neskirkju, mánudaginn 16. september, kl.
13,30, Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hins
látna, er bent á liknarstofnanir.
Sveinn Guðlaugsson Katrín Eiriksdóttir
Halldóra Guðlaugsdóttí Guðm. Valur Sigurðsson
Gunnar Guðlaugsson Jóna Arthúrsdóttir
Fjóla Guðlaugsdóttir Kristinn Magnússon
Hafdís Guðlaugsdóttir Ragnar Vignir
Guðrún Guðlaugsdóttir Valgeir Helgason
og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andlát og jarðarför
FRIÐRIKS JÓNSSONAR,
frá Ólafsfirði.
Lisbet Friðriksdóttir,
Sigriður Friðriksdóttir,
Sigursveinn Friðriksson,
Sigrún Jóhannesdóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför,
MAGNEU
ÞORLÁKSDÓTTUR
frá ísafirði.
Börn, fósturböm og aðrir
ættingjar.