Morgunblaðið - 15.09.1974, Page 27

Morgunblaðið - 15.09.1974, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974 27 Magnea Tómasdóttir frá Eyvík — Minning Ffedd 2. júnl 1889 Dáin 31. ágúst 1974 Magnea Tómasdóttir frá Eyvík var jarðsungin síðast liðinn mánudag, en hún lést að heimili sínu hinn 31. ágúst. Hún var fædd í Hjarðarnesi 1 Kjós 2. júnf 1889. Foreldrar hennar voru Tómas Magnússon Eyjólfssonar bónda í Lykkju á Kjalarnesi og Guðrún Þórólfsdóttir. Móðir Tómasar var Diljá Þórðardóttir Ölafssonar bónda f Saurbæ á Kjalarnesi. En sonur Þórðar og bróðir Diljáar var Runólfur í Saurbæ faðir Þórðar hreppsstjóra í Móum á Kjaiarnesi, er kvæntur var Ást- rfði Jochumsdóttur frá Skógum í Þorskafirði. Magnea ólst upp í Arnarholti á Kjalarnesi, en fluttist með foreldrum sfnum til Reykjavíkur ung að aldri árið 1906 og átti þar heimili síðan, að undanteknu einu ári, er hún var búsett á Þing- eyri við Dýrafjörð. Hún giftist hinn 31. maí 1919 Jóni Krist- mundssyni, en hann var ættaður frá Utskálahamri í Kjós. Jón stundaði sjómennsku lengst af ævinnar, fyrst á kútterum, síðan vélbátum og síðast um langt skeið á togurum, en hann andaðist hinn 1. des. 1952 eftir alllöng veikindi. Að honum látnum bjó Magnea hjá Auði dóttur sinni og manni hennar, Kristleifi Jónssyni, og naut þar frábærrar umhyggju og ástúðar. Voru þau hjón og börn þeirra einstaklega umhyggjusöm og nærgætin við hana og samhuga að búa henni friðsælt og bjart ævikvöld. Magnea var gæfumanneskja og ætla ég, að hún hafi verið forsjón- inni innilega þakklát fyrir það. Hún lifði í farsælu og ástríku hjónabandi um hartnær 35 ára skeið og átti gjörvileg og vel gerð börn, sem voru samhent að gleðja hana og gera henni allt til yndis, er þau máttu. En — þó fór lífið ekki ætíð um hana mjúkum hönd- um. Hún hlaut að heyja harða baráttu með barnahópinn sinn á árunum milli heimsstyrjaldanna, þegar heimskreppan beið við hvers manns dyr og margir urðu að berjast fyrir lífi sínu og sinna til hinsta blóðdropa. Jón, maður hennar, var oft fjarverandi lang- tfmum saman, vegna atvinnu sinnar, svo að hún varð að vera bæði bóndinn og húsfreyjan á heimilinu. Á þeim árum vann hún einnig það, sem til féll utan heimilisins, m.a. við fiskþurrkun ofl. Ég hygg, að sfðari kynslóðir, þær sem nú eru á miðjum aldri og yngri, muni alls ekki geta gert sér í hugarlund hinn gffurlega mun, sem er á lífskjörum almennings þá og nú. Meira að segja eru þeir tfmar eins og f jarlægur draumur í vitund okkar, sem lifðum þá. Magnea átti við veikindi að stríða á manndómsárum sínum. Einnig veiktist hún af hjarta- kvilla fyrir tæplega 20 árum og eftir það gat hún átt von á kalli dauðans fyrirvaralaust. En þeim örlögum tók hún með jafnaðar- geði og léttri lund, eins og raunar öllum öðrum spjótalögum lífsins. Hún óskaði sér þess aðeins, að verða ekki ellihrörnun og sjúk- leika að bráð en mega sofna hinsta svefninum f hljóðlátri kyrrð og fyrirvaralaust. Og henni varð að þeirri ósk. Þegar hún var að klæðast að morgni 31. ágúst, hneig hún út af og var þegar örend. Það var eins og hún gengi til svefns að loknum löngum og farsælum starfsdegi. Börn Magneu og Jóns eru sex, fjórar dætur: Inga, Auður, Jar- þrúður og Halldóra og tveir synir: Gunnar og Kristmundur. Þau eru öll hinir mætustu þjóðfélagsþegn- ar, eins og þau eiga kyn til. Þau eru ríkulega gædd eðlisþáttum foreldranna, er í engu máttu vamm sitt vita. I fari þeirra birtist sterk ættarfylgja móðurinnar, vinfesti og tryggð og rík samúð með smælingjum og þeim, sem fara halloka í lífinu en jafnframt stór lund og mikið geð, þegar við ójöfnuð erða rangsleitni er að etja. Magnea lifði friðsælt ævikvöld í skjóli barna sinna. Þau voru öll fádæma samhent að gera henni sfðustu æviárin eins ljúf og létt- bær og þeim var framast unnt og hlaut það að vekja aðdáun allra, er til sáu. Það var eins og þau skynjuðu óskir hennar og þarfir af eðlisávísun og þau lögðu sig f líma að uppfylla þær. Viðbrögð þeirra minntu oft á viðbrögð móð- ur, sem vakir yfir hverri hreyf- ingu og hverju hljóði barns sfns, hvítvoðungsins í vöggunni, sem einskis má sín og naumast getur tjáð vellfðan sína eða vanlíðan. Mér er kunnugt, að Magnea bar í brjósti einlægt þakklæti til for- sjónarinnar fyrir mikið barnalán og stóran ættboga, sem hún skil- aði þjóð sinni. Sigríður Eiríksdóttir, sem var kennari I áratugi við Melaskólann í Reykjavík, var í heimili hjá Magneu og Jóni um langt árabil og naut þar fágætrar ástúðar og umhyggju. Ég held, að þau hafi öll litið á hana sem eina af fjölskyldunni. Hún hefur látið þau orð falla í mfn eyru, að engum eigi hún stærri skuld að gjalda en Magneu og börnum hennar og að hún hugsi til hennar að leiðarlokum með djúpri virð- ingu og takmarkalausu þakklæti fyrir langa og einlæga vináttu. En Sigrfður hefur dvalið sfðustu mánuði fársjúk á spftala. Magnea Tómasdóttir var mik- illar gerðar, lundin stór og geðið ríkt, bæði í meðlæti og mótlæti. Hún var kvenskörungur og hefi ég enga konu þekkt, sem fremur ætti að bera það nafn en hún. Hún var stór í öllum háttum og gerðum og langt hafin yfir flatneskju meðalmennskunnar. Hún var aldrei hálfvolg í neinu, hvorki sem liðsmaður né andstæð- ingur. Ég held, að enginn hafi verið öfundsverður að hafa hana að andstæðing né eiga við hana Framhald á bls. 31 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM Er kristnum manni nauðsyn á þvf að ganga til altaris? Eg geri það stundum, en stundum sleppi ég þvf. Mér þætti vænt um að heyra skoðanir yðar á þessu. Kristur sagði: „Gjörið þetta í mína minningu," og orðin hafa á sér blæ fyrirmæla. Altarisgangan, að neyta efnanna, sem tákna líkama og blóð frelsarans minnir okkur á ævarandi þörf okkar á honum. Líkami okkar lifir ekki án brauðs og vökvunar. Á sama hátt getum við ekki lifað nema hann dvelji innra með okkur. Hann sagði: „Ég er kominn til þess að þeir hafi líf og hafi nægtir.“ Hin heilaga kvöldmáltíð minnir okkur á fórn Drottins á krossinum. Hún bendir á staðreynd synda okkar, sem lagðar voru á hann, og minnir okkur á hversu fjarri því fer, að við getum frelsað okkur sjálf. Hún leiðir huga okkar að mestu fórn kærleik- ans, er hinn bezti dó fyrir hina verstu, og fyllir hjarta okkar þakklæti. Ég heyrði um litla stúlku, sem neytti heilagrar kvöldmáltíðar. Hún tók eftir litlum róðukrossi á borðinu, sem brauðið og vínið voru á. Hún hvíslaði að móður sinni: „Mamma sjáðu plúsmerkið á kvöld- máltíðarborðinu." Samfélagið við borð Drottins set- ur slíkt merki á hjörtu okkar. Það dregur okkur nær honum, sem elskaði okkur og sjálfan sig fyrir okkur. Frá barna- og unglingaskóla Njarðvíkur Nemendur 5., 6., 7. og 8. bekkjar komi í skólann mánudaginn 16. september kl. 10. Innritun nemenda í forskólann fer fram í skólan- um sama dag kl. 1 3. — 15. Skólastjóri. r STAÐGREIÐSLA Höfum kaupanda að 3ja til 4ra herbergja ibúð á 1., 2. eða 3ju hæð í blokk við ÁLFTAMÝRI, SAFAMÝRI, HÁALEITI, FELLSMÚLA, STÓRA- GERÐI eða HVASSALEITI. STAÐGREIÐSLA fyrir góða ibúð. Vinsamlega hafið samband sem fyrst í sima 20424 eða 141 20. Heima i sima 85798 eða 30008. Fasteignamiðstöðin Hafnarstræti 11. (P Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við Svæfinga- og Gjörgæzludeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. des. til eins árs eða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir deildarinnar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Heil- brigðismálaráði Reykjavikurborgar fyrir 20. okt. n.k. REYKJAVÍK, 13.09. 19 74. HEILBRIGÐISMÁLARÁÐ REYKJAVÍKURBORGAR Miðbær Höfum til sölu rúmlega 100 fm húsnæði í nýlegu og glæsilegu verzlunarhúsnæði í hjarta borgarinnar. Hentugt fyrir skrifstofur og verzl- un. Allar upplýsingar á skrifstofunni. Lögmenn: Jón Ingólfsson hdl., Már Gunnarsson hdl., Garðastræti 3, sími 11252 og 27055.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.