Morgunblaðið - 15.09.1974, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1974
Yfirheyrslum
í Guillaume-
málinu hald-
ið áfram
Bonn, 13. sept. Reuter.
YFIRMAÐUR leyniþjónustu V-
Þýzkalands, Gtinther Nollau, kom
til yfirheyrslu vegna rannsókna á
njósnamáli Guillaume, fyrrv.
ráögjafa Willy Brandts, kanslara.
Sagði Nollau að leitað hefði verið
að njósnara kommúnista innan
Jafnaðarmannaflokksins í tólf ár,
áður en upp komst um Gtinther
Guillaume. Hann kvaðst hafa sagt
ríkisstjórn Brandts frá sterkum
grun, sem væri á Guillaume í lok
maf 1973, en þá hafði hann verið í
2'/i ár í innsta hring kanslarans og
hafði aðgang að öllum leyni-
skjölum kanslaraembættisins.
Guillaume var engu að síður 1
embættinu í ellefu mánuði eftir
að Nollau kvaðst hafa látið þetta í
ljós.
Áður hafði Herbert Wehner,
formaður þingflokks jafnaðar-
manna, borið vitni í málinu, og
stangast framburður þeirra á, þar
sem Wehner neitar að Nollau hafi
nefnt ákveðinn ma.in og aðeins
sagt að fylgzt væri með ótiltekn-
um aðila og Nollau hefði aldrei
sett sig inn í þetta mál.
Yfirheyrslum er haldið áfram
og segir Reuter að fylgzt sé með
þeim af miklum áhuga í Vestur-
Þýzkalandi.
Mengandi
hávaði á
rúntinum
Akranesi, 9.—13. september.
BIFREIÐUM hefur fjölgað mjög
mikið hér á Akranesi á síðari ár-
um, þó mest á árinu 1974. Þær eru
nú á milli 1400 og 1500 talsins.
Bifreiðaárekstrum hefur fjölgað í
sama hlutfalli. í júlímánuði urðu
9 árekstrar hér f bænum, í ágúst
urðu þeir 12 og nú 13. september
hafa orðið 8 árekstrar. Það eru
fólksbifreiðar, sem lenda í flest-
um árkestrunum og hefur orðið
mikið tjón á þeim.
Furðulega lítil slys hafa orðið á
fólki í þessum árekstrum, sem
betur fer. Helztu ástæður fyrir
þessum fjölda árekstra telja
menn of hraðan akstur, stundum
sé jafnvel kappakstur á hinum
steyptu götum og einnig verði oft
vart við vankunnáttu og tillits-
ieysi f umferðinni. Ef til vill má
einnig kenna um eftirlitsleysi, en
lögreglan mun vera of fámenn
hér. Einn áberandi ósiður er ríkj-
andi hér í umferðinni — sérstak-
lega árúntinum.Ökumenn þeyta
flautur sínar í tíma og ótfma,
heilsast og kveðjast með þessum
mengandi hávaða langt fram á
nótt. Þetta þekkist víst hvergi
nema hér og er gróft brot á lög-
reglusamþykktinni.
— Júlíus.
----
— Skólaprestur
Framhald af bls. 22
Fyrstu þrjú árin fá félögin
verulegan stuðning frá systur-
félögunum á Norðurlöndum.
En eftir þann tíma verða félög-
in hér heima að sjá um sig.
Það er því von félaganna, að
stuðningsmannahópurinn
stækki mjög á þessum árum.
Einnig vonum við, að rfkis-
valdið sjái ástæðu til að styrkja
þetta starf í framtíðinni."
Hér látum við staðar numið
að sinni. Margt væri þó enn
hægt að tína fram hjá Jóni Dal-
bú, enda er hann fullur áhuga
þegar hann talar um starf sitt,
sem senn hefst fyrir alvöru. Við
endum spjallið á að benda á
kjörorð K.S.S. og verður nú enn
gert átak til að efla það: Æskan
fyrir Krist. I
Allt í einu fannst mér ég mjög,
mjög hlægilegur!