Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.09.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974 3 Er Ríkisútgáfa náms- bóka svelt fjárhagslega? KENNARAFUNDUR Hagaskóla ályktaði nýlega um skort á kennslubókum f skóium á skyldu- námsstigi, en nú er skólaár er að hefjast, vantar enn nokkrar kennslubækur, sem kenna á eftir. Að þessu tilefni leitaði Mbl. upp- lýsinga um þetta mál hjá Krist- jáni Gunnarssyni fræðslustjóra. Kristján sagði, að Rfkisútgáfa námsbóka sæi um útgáfu bók- anna, en bækurnar hefðu tafizt f prentun og stafaði það m.a. af fjárskorti útgáfunnar. Árið 1971 var gerð skattalaga- breyting og voru þá nefskattar svokallaðir felldir niður. Fram til þess tíma liafði Ríkisútgáfa náms- bóka öruggan árlegan tekjustofn, sem var sérstakt námsbókagjald. Eftir niðurfellingu námsbóka- gjaldsins varð Ríkisútgáfan síðan að treysta gjörsamlega á rausn rfkisvaldsins, og sagði Kristján, að ávallt gengi jafnerfiðlega að koma ríkisstjörnum í skilning um, að nauðsynlegt væri að svelta ekki þessa útgáfu. Hún væri af- skaplega mikilvægur þáttur í menntakerfinu í heild, sem þyrfti mikið fé, og útgáfan mætti ekki fara varhluta af mildi rfkisvalds- ins. Einkum veldur það erfið- leikum, þegar endurskoða þarf námsbækur. Skólarannsóknir eiga þar hlut að máli, en þar er mannfæð eins og víðar, og oft og Aðalfund- urSÍBS AÐALFUNDUR SÍBS verður haldinn um helgina. Hann verður settur klukkan 10 f.h. í dag, í Domus Medica. Fundurinn mun standa í dag og á morgun, og hann sækja milli 60 og 70 fulltrúar. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða ræddar lagabreytingar. tíðum vilja handrit koma seint til prentunar. Þó kvað hann í sumum tilfellum unnt að nota aðrar kennslubækur. Kristján Iagði áherzlu á, að hann teldi ríkisútgáfu á námsbók- um mjög nauðsynlega, en ríkis- valdið yrði að sjá til þess, að nægi- legt fé væri til útgáfustarf- seminnar, öðru vísi væri tak- markað gagn af útgáfunni. Septem ’74 opnuð í dag SÝNING hópsins Septem '74 verður opnuð í dag í kjallara Nor- ræna hússins kl. 14. Eins og fram hefur komið eru I hópnum Guð- munda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Kristján Davíðsson, Steinþór Sigurðsson, Valtýr Pétursson og Þorvaldur Skúlason. Sigurjón Ölafsson er sérstakur gestur sýningarinnar. • t».: t matsalnum f Hðtúni 12. Frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, formaður Sjálfsbjargar f Rcykjavfk, Theodór A. Jónsson, formaður Landssambandsins, og Trausti Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri Lands- sambandsins. Sjálfebjörg byggir vinnu- og dvalarheimili FJAROFLUNARDAGUR Á SUNNUDAGINN Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, rekur margháttaða starf- semi. Aðalverkefni sambandsins undanfarin ár hefur verið bygg- ing Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar f Hátúni 12 f Reykjavfk, og hefur hluti heimil- isins verið starfræktur f rúmlega eitt ár. I öðrum áfanga byggingar- innar, sem er 5 hæða hús, tengt dvalarheimilinu, verða m.a. 36 fbúðir, skrifstofa, félagsheimili Sjálfsbjargarfélagsins f Reykja- vfk, vinnustofa o.fl. Er nokkur hluti álmunnar tilbúinn undir tréverk og unnið að múrverki, en fé til framkvæmda hefur verið mjög takmarkað. Hinn árlegi merkja- og blað- söludagur Sjálfsbjargar verður næstkomandi sunnudag. Verða þá seld merki samtakanna og blaðið „Sjálfsbjörg 1974“. Vaxandi skilningur og stuðningur lands- manna hefur verið samtökunum hvati og stuðlað að bættum hag fatlaðs fólks f landinu. Og ein aðferðin til stuðnings er að kaupa blaðið og merkið. Blaðið er f jölbreytt að efni: Þar er ávarp borgarstjóra, og greinar um æskulýðsmót fatlaðra á Norðurlöndum, örorku og MS úr greinargerð læknanna Kjartans R. Guðmundssonar og Sverris Skipulag björgunarmála verði undir einni yfirstjórn I • ( . • HH Rætt við Bjarna Helgason, skipherra, er kynnti sér björgunar- og eftirlitsstörf í Bandaríkjunum. NÝLEGA urðu skipherraskipti hjá Flugdeild Landhelgisgæzlunnar, og tók Bjarni Helgason þá við þv( starfi af Helga Hallvarðssyni. Bjarni hóf störf hjá Landhelgis- gæzlunni árið 1957 og var þá á varðskipunum til að byrja með, en fyrir átta árum varð hann fastur skipherra hjá stofnununni. Skip- herrarnir skiptast á um að vera i flugdeildinni og þá jafnan tvö ár i senn. Þegar komið var að Bjarna, ákvað iandhelgisgæzlan að senda hann til tveggja mánaða náms- og kynningardvalar I Bandaríkjunum. Skömmu eftir heimkomuna sneri Morgunblaðið sér til Bjarna og bað hann að segja nánar frá dvöl sinni vestan hafs. „Já, þessi dvöl min vestra hófst með því, að ég settist þar á skólabekk í National Search and Rescue School, sem er á Govenor Island, ekki fjarri Manhattaneyjunni i New York," sagði Bjarni „Þetta eru alhiða þjálfunarbúðir, og ég var þar í yfirmannabekk. þar sem alls voru um 26 nemendur, þar af fjórir útlendingar auk mín — tveir frá kanadísku strandgæzlunni, einn úr danska flughernum og einn frá Jamaica. Þarna var kennd leit og björgun, svo og skipulag björgunar- mála almennt. Auðvitað er þetta kerfi fyrst og fremst miðað við bandariskar aðstæður, en hefur engu að síður fullt notagildi fyrir aðrar þjóðir. Mátti mikinn lærdóm af þessu námi draga. Ég var þarna i fjórar vikur og að þeim tíma liðnum útskrifaðist ég frá skólanum, eftir að hafa gengizt undir próf I hverri viku. Fékk ég I kveðjuskyni skírteini upp á prófin." Bjarni sagðist þessu næst hafa haldið norður til Alaska á Kodiak- stöðina svonefndu, sem er á sjö- unda svæði bandarísku strandgæzl- unnar. „Þarna er rekin mjög virk björgunarstöð," sagði Bjarni, „og eínnig stór flugstöð. Strandgæzlan hefur þarna yfir að ráða bæði skipum og flugvélum, m.a. fimm Herkúlesvélum og sex þyrlum, þar af þrem af sömu gerð og Gnáin okkar. Fyrstu þrjár vikurnar var ég eingöngu í gæzluflugi á Herkúles- vélunum og kynntist því þá, hvernig bandaríska strandgæzlan skipu- leggur fluggæzlu sina og fiskveiða- eftirlit. Að mörgu leyti eru aðstæður þarna í Alaska svipaðar því sem við eigum að venjast bæði hvað veðráttu og landslag snertir, og eftirlit með fiskveiðibrotum er helzta viðfangsefni þeirra, nema hvað þarna eru það Japanar og Rússar, sem eiga það til að smeygja sér inn fyrir í stað Bretanna Bjarni (í aftari röð, lengst til vinstri) ásamt bandarískum strandgæzlumönnum við komuna úr eftirlitsflugi Bjarni Helgason, skipherra, sem nú hefur tekiB við flugdeild Land- helgisgæzlunnar. og Vestur-Þjóðverjanna hér í kringum Alaska er sem kunn- ugt er 12 mílna landhelgi, en þar er þó fleira að gæta t.d eru laxveiðar bannaðar austan 170. lengdargráðu og er það svæði viða langt fyrir utan 12 milna mörkin. Hins vegar hafa Sovétmenn gert samning við Bandarikjastjórn um að hafa sérstök umskipunarsvæði fyrir móðurskip fiskveiðiflotans innan 1 2 mílna markanna, en i staðinn hefur bandaríska strandgæzlan fulla heimild til þess að fara um borð í rússnesku skipin hvar sem er á þessum slóðum og athuga veiðar- færin, aflamagn og annað eftir þvl." Bjarni sagði, að þetta sjönda svæði bandarísku strandgæzlunnar væri afar viðáttumikið hvað eftirlits- störfin áhrærði og kvaðst hafa komizt allt vestur fyrir 180. lengdar- baug Fiskveiðieftirlitið væri bæði i Beringshafinu og eins í Alaskafló- anum, og gæzluflugið hefði iðulega staðið röska tíu tíma Bjarni sagði, að sér hefði einkum þótt athyglis- vert, hversu geysigóðum tækjabún- aði strandgæzlumennirnir banda- risku voru búnir til eftirlitsstarfans „Slðustu vikuna var ég svo um borð I USCGC Confidence, sem var búin þyrlu af sömu gerð og Gná. og þar frá skipinu fórum við i gæzluflug allt upp i þrisvar sinnum á hverjum degi. Confidence er annars af svip- aðri stærð og Ægir, en er með 70 manna áhöfn Fylgdum við eftir allri strandlengjunni í Alaskaflóa — allt frá Kodiakstöðinni suður til Sitka. Þótti mér mjög lærdómsrikt að sjá, hvernig þeir notuðu þyrlur af skip- unum til að halda uppi eftirlits- störfum." Bjarni sagði enn fremur, að niður- staða hans eftir þessa kynnisferð væri, að ýmislegt megi betur fara i björgunar- og eftirlitsmálumálum — „aðallega þó, að okkur skortir tilfinnanlega betri og fullkomnari staðsetningartæki í flugvélar, og eins samræmda stjórn björgunar- mála Ég tel alveg nauðsynlegt, að i slysatilfellum, þar sem björgunar- og leitaraðgerða sé þörf, þá sé ein aðalstofnun, sem hafi yfirstjórn þeirra mála, og ég teldi eðlilegast, að sú stjórn væri í höndum Land- helgisgæzlunnar, vegna þess, að hún hefur sína eigin loftskeytastöð og langmest af björgunartækjum, bæði skipum og flugvélum. Hins vegar tel ég, að í sambandi við flugslys ætti yfirstjórnin að vera i höndum flugumsjónar, þó að Land- Framhald á bls. 11. Bergmanns, um íþróttir fyrir fatl- aóa eftir Magnús ölafsson og efni um málefni samtakanna. Rit- nefnd skipa Ólöf Rfkharðsdóttir, Pálfna Snorradóttir og Dagur Brynjúlfsson. Sjálfsbjargarfélög, sem eru 12, sjá ásamt trúnaðar- mönnum um sölu á um 95 stöðum á landinu. Blaðið kostar 100 kr., en merkin 50. Sjálfsbjörg rekur skrifstofu á Laugavegi 120 og annast fyrir- greiðslu, m.a. útvegun hjálpar- tækja, fyrir deildirnar og ein- staklinga, sem hefur aukizt á und- anförnum árum. Eru þetta aðal- lega hjólastólar, sjúkralyftur, göngugrindur, stafir og varahlut- ir til viðhalds. Þá gefur skrif- stofan út Félagsblað, 1—2 blöð á ári, og kynningarbæklinga um ýmsa málaflokka. Nýja byggingin I Hátúni 12 er skipulögð fyrir fólk f hjólastólum og reglur hússins miðaðar við að hver einstaklingur geti lifað því Iífi, sem hann hefur áhuga á og getu til. 1 álmunni, sem er I bygg- ingu, verða 12 2ja herbergja fbúð- ir með eldhúsi og 24 eins her- bergja með eldhúsaðstöðu, en for- stofa og rúmgott baðherbergi fylgir öllum fbúðum. Enn vantar mikið á, að næg aðstaða f húsinu, sem þegar hefur verið tekið f notkun, sé fyrir hendi. Má þar fyrst nefna æfingastöð, sundlaug og vinnustofur, en fjármagn hefur ekki verið til að ganga frá baðklefum og byggja upp sund- laugarálmu f tengslum við æfingastöðina. 1 sumar var útbú- in f húsinu aðstaða fyrir fþrótta- iðkun og mun fþróttafélag fatl- aðra byrja f haust á nokkrum íþróttum. Föndurvinna hefur verið f húsinu á liðnu ári og einnig hefur verið tekin létt frá- gangsvinna frá nokkrum fyrir- tækjum og skapað fbúum hússins nokkra vinnu. En nú er f athugun að hefja rekstur vinnustofu fyrir öryrkja f húsinu, bæði fyrir fbú- ana og öryrkja. Yrði léttur iðnaður aðalframleiðslugreinin, en til greina kæmi að taka ýmis verkefni, sem vel henta, t.d. frá- gangsvinnu, pökkun o.fl., en margt kemur til greina. A sl. vetri var kennsla f nokkr- um námsgreinum, á vegum Námsflokka Reykjavfkur, f hús- inu og notuðu margir heimilis- menn sér þá kennslu. Er f ráði að bæta við námsgreinum f vetur og gefa fötluðu fólki utan heimilis- ins kost á að vera með. Sjálfsbjörg hefur þvf, svo sem sjá má, blómlegt starf, en fjár- skortur hamlar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.