Morgunblaðið - 21.09.1974, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974
10
Bragi Ásgeirsson:
Haustsýningin 1974
Haustsýning Félags fslenzkra
myndlistarmanna hefur nú verið
opin í tvær vikur og lfður að lok-
um hennar þar eð þetta er síðasta
sýningarhelgin og mun henni
ekki verða framlengt. Sökum
anna hef ég ekki getað f jallað um
hana fyrr, því að fyrir tilviljun
hef ég verið með sýningu á sama
tíma. Sýning þessi mun óefað
vera mesta fyrirtæki sem félagið
hefur tekizt á hendur og er sýn-
ingin gildur hlekkur í þeirri þró-
un sem átt hefur sér stað varð-
andi slíkar sýningar á undanförn-
um árum og mun, ef að líkum læt !
ur, marka nokkur tímamót. Þegar
báðir salir Kjarvalsstaða voru
festir til sýningar fyrir ári síðan
voru ekki allir jafn bjartsýnir,
einkum vegna þess að ýmsir ótt-
uðust að margar hinna eldri mátt-
arstoða haustsýninga undanfar-
inna áratuga stæðu gegn þróun-
inni og létu sig vanta. Þetta hefur
komið á daginn að nokkru marki,
en sem betur fer í minni mæli en
spáð var, og sé ég ekki betur en að
útlit sé fyrir að gæði haustsýn-
inga muni vaxá á næstu árum ef
svo heldur fram sem nú horfir.
Verið er að leitast við að koma
sýningunni í svipað form og slík-
um sýningum erlendis, finna
henni fastan og traustan ytri
ramma. en hafa hana þó sem
sveigjanlegasta og opnasta. Hætt-
an við slíkar sýningar er sú, að
þær geta auðveldlega fallið í of
fastar og einhæfar innri skorður
og orðið leiðigjarnar. Slíkri ný-,
skipan fylgir að sjálfsögðu stór-
aukin vinna og fjárútlát, en það j
er atriði sem ekki allir skilja, svo
rótgróið sem það var orðið að list-
ir ættu helst ekkert að kosta né
störf þau er búa að bakf. Þannig
hef ég fregnað um óánægju frá
hendi þeirra, sem ekki sýndu í ár,
vegna gjalds, sem þeir þurftu að
greiða um leið og þeir sendu inn
myndir, en var synjað um aðild.
En hér er einungis um að ræða
svipað gjald og tíðkast erlendis,
er listamenn og leikir senda inn
myndir á slikar sýningar, og geng-
ur til að mæta að nokkru kostnaði
við sýningarhaldið. Rétt er hér að
víkja að því, að tlmafrek vinna,
erfiði og mikil útgjöld liggja að
baki undirbúningi slíkrar haust-
sýningar sem hér um ræðir, og
þvf verða allir þeir, sem hyggjast
nálgast sýninguna, að taka á sig
nokkra áhættu og leggja nokkuð
að mörkum, og enginn skyldi ætla
að sýningarnefnd geri sér leik að
því að velja og hafna. Á þetta er
drepið til að varpa ljósi á bak-
grunn þessarar starfsemi, sem er
sinn eigin aflgjafi.
— Sýningin í ár er mun sterkari
og heillegri en ég bjóst við og er
allgóð úttekt á ýmsu því, sem gert
hefur verið á undanförnum árum
I íslenzkri myndlist, en hún spegl-
ar ekki nema að nokkru leyti
stöðu íslenzkrar nýlistar í dag, til
þess vantar of marga af eldri og
yngri myndlistarmönnum. Eðli-
lega er ekki hægt að ætlast til
þess, að allir séu með hverju
sinni, en það er óeðlileg sérhyggja
að sniðganga hana af ásettu ráði,
líkt og einstaklingar og hópar
óumdeilanlega gera, og veikja
þannig fyrirtækið. En það er von
mín að slíkt muni breytast ef svo
heldur fram sem horfir, þvf að
sýningin hefur þegar hlotió fast-
an sess I hugum almennings, og
fáar sýningar njóta nú meiri að-
sóknar auk þess sem sala mynda
hefur aukist ár frá ári, sem sýnir
vaxandi gengi.
Það væri ósanngjarnt að dæma
íslenzka nýlist eftir einni haust-
sýningu, líkt og ýmsum hættir til,
— til að mynda má búast við að
margur myndlistarmaðurinn lumi
á betri verkum en sýnd eru, auk
þess sem það liggur I eðli slfkra
sýninga að vera misjafnar að
gæðum. Sumir líta svo á að allt sé
án umbrota sem þróast f þögn,
helst virðist þurfa hvers konar
hávaða ásamt grófum fullyrð-
ingum um flísar í augum starfs-
bræðranna. Svo langt er jafnvel
gengið að menn hefja atlögu að
félögum sínum f sýningarskrám,
sér og skoðanarbræðrum til fram-
dráttar.
Að minni hyggju liggur styrkur
þessarar haustsýningar ekki sist í
traustum og hávaðalausum vinnu-
brögðum ásamt því að lista-
mennirnir vinna af einurð og
rósemi að þróun persónulegra
stílbragða. — Slfkt krefst að mfnu
mati meiri fórna en hamagangur-
inn við að tileikna sér einhverjar
formúlur að utan. Hafi menn á
annað borð eitthvað ferskt
og persónulegt til að bera,
hlýtur það að koma fram fyrr
eða síðar, að viðhöfðum rök-
réttum vinnubrögðum. — Veik-
an hlekk sýningarinnar tel ég
hinsvegar óskiljanlega tregðu ís-
lenzkra myndlistarmanna við að
leita að vit safna og stórsýninga,
vestan hafs og austan. Fari þeir
utan á ráðstefnur flýta þeir sér
sem mest þeir mega til baka
aftur. Þeir virðast að sumu
leyti litlu fremri hinum al-
menna túrista, sem lítur á ut-
anlandsferðir sem eins konar
mettun og grilleringu ytri
þarfa, og leggja sem minnst á
sig þar fyrir utan. Jafn einangrað-
ir og við erum er lífsnauðsyn að
leita lífrænna fanga á hin f jarlæg-
ari mið, kynnast ólíkum skoðun-
um og vióhorfum annarra, alls
ekki til að ánetjast einhverjum
formúlum og koma heim sem vitr-
ingar eða alvitrir naflastrengir,
heldur fyrst og fremst til að
uppgötva og upplifa veröldina í
allri sinni dýrð.
Gild list getur að vísu þróast í
einangrun í einstaka tilviki, en
vilji menn vera þátttakendur í
mótun nýlista á almennu sviði út
fyrir ramma einangrunar, þá eru
bækur og tímarit alls ófull-
nægjandi uppstreymi, en mjög
nytsamleg viðbót við persónuleg
kynni. Gloppan kemur fram í því,
að þótt ýmsir séu þess vel vitandi
hvað er að gerast í nýiistum úti í
heimi, eru þeir of afmarkaðir,
skortir fjölbreytni og hina dýpri
upplifun efniviðarins. En áður en
við tökum of djupt í ár-
inni skulum við minnast þess,
að langflestir sýnenda vinna
að list sinni að loknum full-
um vinnudegi sér og sínum til
framfæris og því næsta hróplegt
óréttlæti að bera þá saman við hið
besta á erlendri grund og þar,
sem menn búa við margfalt betri
skilyrði og margfalt fjölbreyttari
efnivið f verzlunum.
Hvað lifa margir íslenzkir lista-
menn á 4—5 ára styrkjum, óháðir
áhyggjum af daglegu lifibrauði og
sölu verka, — búandi í sérhönn-
uðum húsum fyrir slíka gegn
væru gjaldi? Hvar eru
íbúðir fslenzka rfkisins í London,
Parfs, Róm, Flórenz, New York,
til ráðstöfunar listamönnum?
Þegar hægt verður að telja fram
nokkra listamenn og nokkrar
fbúðir er tfmabært að hefja gagn-
rýnina uppávið til samanburðar
við tinda erlendrar listar. Hér var
ég aðeins að vísa til þess sem
starfsbræðrum vorum á Norður-
Iöndum stendur til boða og hefur
staðið til boða allt frá síðustu öld í
sumum tilvikum. — En miðað við
allar aðstæður er árangur
íslenzkra myndlistarmanna lofs-
verður og þeir bestu á þessari öld
hafa skilað hlutverki á heims-
mælikvarða og algjörlega óháðir
markaðinum f viðleitni sinni. Af
formúlulistamönnum, exhibisjón-
istum, svo og mönnum sem af
fágætri íþrótt mála á stofuveggi
fólks er talsverður akur.
Summa þessara hugleiðinga
verður sú, að við megum vel við
una varðandi þessa haustsýningu
og þann árangur er hún speglar
þegar best lætur, og svo víða sem
ég hef farið leyfi ég mér að full-
yrða að hún standi ekki að baki
haustsýningum annarsstaðar á
Norðurlöndum, og vissulega
mætti víða taka listaverk úr
sölunum tveim og hengja upp
erlendis með hagstæðri útkomu.
Hættum því að horfa stöðugt út í
bláinn og snúum okkur frekar að
því að styðja við bakið á starfandi
framsækni með ráðum og dáð.
— A þessari haustsýningu
hefur aftur verið tekinn upp sá
háttur að bjóða gesti að sýna og
nú bar vel á veiði þar sem verk
hinnar vfðfrægu listakonu Louise
Matthfasdóttur voru til staðar
vegna samsetningar fyrirhugðrar
stórrar íslenzkrar sýningar í
Bergen i byrjun næsta árs. Hér
má ekki láta staðar numið og í
fyrstu lotu væri hyggilegast að
bjóða starfandi íslenzkum mynd-
listarmönnum erlendis, sem lítið
hefur sést eftir hér á undanförn-
um árum, og tengja þá þarmeð
nánari böndum íslenzkri myndlist
og islenskum listskoðendum, ætti
slíkt að vera beggja hagur. Það
væri áhugavert að fá t.d. 20 verk
eftir Erró eða Gerði á næstu sýn-
ingar. Trúlega fengist styrkur til
greiðslu flutningskostnaðarog vá-
tryggingar. Hví ekki að stofna sér-
stakan sjóð í þessu skyni?
Það er sómi að gesti sýningar-
innar, Louise Matthíasdóttur, hún
setur sérstakan svip á sýninguna
með hinum stóru og svipsterku
myndum sínum, verk hennar
munu að líkum verða umdeild
meðal íslenzkra myndlistar-
manna, sem ekki eru vanir slíkum
vinnubrögðum. Ég verð að játa,
að ég bjóst við meiru til þeirra
mynda, sem ég hafði áður séð í
tímaritum og bókum, og ég hefði
aldrei getað ímyndað mér að lista-
konan málaði í jafn stóru formati.
Hinar meðalstóru og minni
myndir hennar þykja mér bera af,
sérkennilega málaðar uppstill-
ingar og einkum er mér sjálfs-
mynd hennar með barðastóran
hatt minnisstæð, sú mynd er ein-
föld og skapgerðarrík. Málarar ná
dýpra og nánara sambandi við
þroskaða listskoðendur með hin-
um minni myndum, en hins vegar
skiptir stærð mynda ekki megin-
máli, heldur gæði þeirra, og eng-
inn málari skyldi binda sig þeirri
formúlu, að gera málbandið að
leiðarljósi sinu í listinni.
Litum svo í stórum dráttum um-
hverfið í sama sal. Höggmynd
Sigurjóns er formfersk og frjó,
þessi listamaður hefur vissulega
ekki glatað hæfileikanum til að
endurnýjast og koma á óvart, það
er honum eðlilegt. Félagarnir
Hörður Agústsson og Kjartan
Guðjónsson eru hlið við hlið, og
ég minnist ekki sterkari verka
eftir þá á haustsýningu, einkum
eru mér myndirnar „Papi“ (62)
eftir Hörð og „Sá ég spóa“ (73)
eftir Kjartan minnisstæðar. Mynd
Einars Þorlákssonar er mjög lit-
ræn og traustvekjandi og af 4
myndum Hrings þykir mér „Götu-
speglun" (55) bera af að hug-
kvæmni. Jóhann Briem sannar að
ein mynd getur verið meira en
nóg til að halda sínu kröftulega
fram. Eirfkur Smith er í miklum
umbrotum og hver veit nema
hann sé kominn á rétta hillu hvað
myndstíl áhrærir, hin rólega
mynd hans „Fjara“ þykir mér
heilsteyptust, en annars eru
myndir hans all margbrotnar, og
augljóst er að hann á land-
vinninga eftir.EyjólfurEinarsson
undirstrikar framfarir sínar en
myndir hans virka allhráar í
fyrstu. Stephen Fairbairn og
Margrét Jóelsdóttir eiga vel unn-
ar en naumast átakamiklar
myndir. Barbara Árnason fellur
skemmtilega vel inn f heildina
með sínum frfsklegu teppum, sem
njóta sfn þarna mun betur, með
strigann að bakgrunni, en svipað-
ar myndir á Vefjarlistarsýning-
unni í Norræna húsinu sl. sumar,
við hlið hennar hanga þrjár
kjarnamiklar myndir eftir
Jóhannes Jóhannesson.
1 minni salnum (Kjarvalssal)
ber fyrst fyrir augu málverk hins
glaðbeitta stríðsmanns Gunnars
Arnar, — hér er mikill hæfileika-
maður á ferð, en myndir haps á
sýningunni eru mjög misjafnar og
Framhald á bls. 16
Barnaflokkar — unglingaflokkar. Flokkar fyrir fullorðna einstaklinga.
Flokkar fyrir hjón. Byrjendur og framhald.
Innritun daglega frá kl. 1 0—1 2 og 1 —7.
REYKJAVÍK.
Brautarholt 4 símar 20345 og 25224.
Árbær simi 84829
Breiðholt. Kennt verður í nýju húsnæði að Drafnarfelli
2—4 simi 27524.
KÓPAVOGUR.
Félagsheimilið sími 381 26.
HAFNARFJÖRÐUR.
Góðtemplarahúsið simi 84829.
SELTJARNARNES.
Félagsheimilið simi 84829
KEFLAVÍK.
Tjarnarlundur simi 1690 kl. 5 — 7.
UNGUNGAR.
Allir nýjustu táningadansarnir svo sem:
Suzie Q, Junes Funky, Bongo Rock, Macky Messer, Football, Spider,
Pelican, Street Walk og fl.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS