Morgunblaðið - 21.09.1974, Qupperneq 12
X 2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 1974
fHiKgtitiHb&tfr
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 1 00.
Aðalstræti 6, sími 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasolu 35,00 kr eintakið.
Samkvæmt skýrslu Efna-
hags- og framfara-
stofnunar Evrópu, OECD,
áttu íslendingar Evrópu-
met í verðbólguvexti
síðasta ár vinstri stjórnar-
innar, 44%. Er það marg-
föld verðbólguaukning
miðað við nágrannalönd.
En það sorglega er, að hluti
verðbólguvandans kemur
ekki fram í þessum engu að
síður óhagstæða saman-
burði. Hann var einfald-
lega falinn, svo sem hér
verður nánar gert grein
fyrir, til að leyna þjóðina
stærð vandans, a.m.k. fram
yfir alþingiskosningar. Á
sama hátt var bankakerf-
inu gert að halda gangandi
atvinnurekstri, sem rekstr-
argrundvöllur var ekki
lengur til fyrir, fram yfir
kosningar, sem síóan kall-
aði á þær efnahagsráðstaf-
anir, sem núverandi ríkis-
stjórn er að framkvæma,
til að rétta hlut atvinnu-
veganna. Þannig mynd-
aðist m.a. sú mikla skulda-
söfnun, sem viðskipta-
bankarnir eru í við Seðla-
bankann.
Verðbólguvöxturinn var
falinn með ýmsum hætti.
Hér verður aðeins bent á
tvö augljós dæmi því til
sönnunar. Ýmsum þjón-
ustustofnunum, m.a. í
eigu ríkis og sveitarfélaga,
var meinað að selja þjón-
ustu sína á kostnaðarverði,
sem að sjálfsögðu þýddi
stórkostlega skuldasöfnun
þeirra. í því sambandi má
nefna rafmagnsveitur,
hitaveitur, rekstur al-
menningsvagna og yfirleitt
flestar stofnanir sveitar-
félaga. Auðvitað kom að
skuldadögum, að því að
almenningur borgaði brús-
ann. En vinstri stjórnar
flokkarnir gátu veifað
rangri mynd framan í kjós-
endur sína í kosninga-
baráttunni.
Önnur hlið á þessu máli
var hin stórfellda niður-
greiðsla á landbúnaðaraf-
urðum, sem vinstri stjórn-
inni láðist að tryggja fjár-
magn til að standa undir.
Hún tryggði almenningi í
orði hagstætt verð þessara
nauðsynjavara, en auðvit-
að kom að skuldadögum, að
því að fólkið þurfti á borði
að greiða raunvirði þessara
afurða. En vandanum var
frestað fram yfir kosning-
ar og nýrri ríkisstjórn
geymt að afla fjár til að
borga kosningavíxilinn.
En fólk er reynslunni
ríkara. Það þekkir nú í
raun afleiðingar af efna-
hagsstefnu vinstri stjórn-
arinnar. Þær hrannast nú
upp við dyr fólks, skerð-
andi hag og afkomu hverr-
ar einustu fjölskyldu í
landinu. Þannig er sá arf-
ur, sem vinstri stjórnin
lætur eftir sig, víti til varn-
Flest bendir nú til þess
að þær viðræður, sem
átt hafa sér stað und-
anfarið, milli ríkisstjórn-
arinnar og launþegasam-
takanna, um hliðar-
ráðstafanir með efna-
hagsaðgerðum, beri já-
kvæðan ávöxt. Þessar hlið-
arráðstafanir virðast hafa
tvíþættan tilgang. í fyrsta
lagi að tryggja hag hinna
verst settu í þjóðfélaginu
en jafnframt að minnka
það launamisrétti, sem
m.a. varð afleiðing síðustu
heildarsamninga á vinnu-
markaðinum.
Þessar hliðarráðstafanir
munu koma fram í sérstök-
um láglaunabótum, hlið-
stæðum hækkunum á bóta-
greiðslum til aldraðra og
öryrkja, áframhaldandi
niðurgreiðslum á lífsnauð-
synjum að einhverju marki
og ef til vill á fleiri vegu.
Megintilgangurinn er, að
þær efnahagsráðstafanir,
sem nauðsynlegar eru til
að tryggja rekstur atvinnu-
veganna, og þar með at-
vinnu- og afkomuöryggi
alls almennings, verði
framkvæmdar með þeim
hætti, að þær komi sem
minnst við hag og afkomu
þeirra, sem sízt mega við
skertum hlut.
aðar, sem nauðsynlegt er,
að landsfólkið dragi réttar
ályktanir af.
Öll þjóðin gerir sér ljósa
grein fyrir þeim vanda,
sem við er að etja og vonar
heilshugar, að þann veg
takist að halda á málum, að
vinnufriður ríki og aðgerð-
irnar beri tilætlaðan ár-
angur, öllum til hags og
heilla. Það er því sérstakt
fagnaðarefni að umræddar
viðræður við verkalýðs-
hreyfinguna benda til sátta
og samstarfs, þó of snemmt
sé að setja fram nokkrar
beinar fullyrðingar.
Ljóst er þó að einn aðili,
Alþýðubandalagið, gerir
allt, sem það getur til að
spilla samkomulagi, til að
egna til ófriðar, bæði á
vinnumarkaði og innan
verkalýðshreyfingarinnar.
Viðleitni þess gengur jafn-
vel svo langt, að ráðizt er
með hótunum að forseta og
stjórn ASÍ f leiðara Þjóð-
viljans.
Þannig tekur Alþýðu-
bandalagið beina afstöðu
gegn þeirri viðleitni að
tryggja rekstur atvinnu-
veganna og bægja frá vofu
atvinnuleysis. Þannig tek-
ur Alþýðubandalagið beina
afstöðu gegn því, sem er
brýnasta hagsmunamál
alls vinnandi fólks bæði í
bráð og lengd.
Vinstri stjórnar ávöxtur
V argar í véum
Nútímatónlist
Efnisskrá.
Johan Kvandal: Tre Slattefantasi-
er Q Finn Mortensen: Fantasi og
Fuge opus 13 [] Eric Gergman:
Aspekter I tre satser Q] Jan Mae-
gaard: 5 Pezzi Q Poul Rovsing Ol-
sen: Sonate []] Sven-Eric Johanson:
Sonate nr. 2 Q Göte Carlid: Mono-
loger ■ tre satser [_] Ingvar Lidholm:
Klaverstykke 1949 []] Antonio Bi-
balo: Sonate 1974
Sú þróun í tónsmíði, sem tekið var að
byrdda á í upphafi 20 aldarinnar í
Evrópu og náði fræðilegri og listrænni
festu i verkum Schönbergs, Strawinsk-
ys og fleiri tónskálda, varð vegna póli-
tískra sviptinga og styrjaldar að mestu
útlæg úr álfunni á árunum 1925 —
1945. Rótgróin fyrirstríðs borgarastétt
leit á þessa nýsköpun sem hættulega
byltingu, sprottna upp úr fyrirlitningu
á sigildum lögmálum, en aftur á móti
töldu einræðisstjórnir slíka þróun hug-
mynda vera dæmi um borgaralega úr-
kynjun. Þannig urðu nýjar hugmyndir i
listsköpun án friðlands og afrakstur
þeirra listrænn lausaleikskrói, sem
íhaldssamir listaskólar og menningar-
stofnanir vildu ekki gangast við
Á meðan Evrópa var vigvöllur og
þjóðernisrembingur og hatur skiptu
henni i stríðandi fylkingar, þróaðist
alþjóðahyggja í marglitu mannlifi
Bandarikjanna. Sú alþjóðlega list, sem
á þessum tima þróaðist í Bandaríkjun-
um, var að miklu ieyti list evrópskra
útlaga, sem varð Evrópu eftirstríðsár-
anna fyrirmynd nýrrar alþjóðlegrar list-
ar. Hefðbundnar reglur um formgerð
tónverka voru lagðar niður, samröðun
tóna fylgdi ekki lengur eldri hugmynd-
um um laglinu, og þrihljómurinn féll
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
sem grunngerð samhljómunar. Smátt
Og smátt öðluðust þessar nýju hug-
myndir viðurkenningu menningar-
stofnana og eru nú, ef svo má að orði
komast orðnar ..akademiskar", enda
gætir áhrifa þeirra í nálega allri tónlist,
meira að segja í alþýðu- og popptón-
list.
Á tónleikum Kjell Bækkelund s.l.
laugardag gat að heyra verk nokkurra
þeirra norrænu tónskálda, sem lagt
hafa sitt af mörkum til þróunar i nýrri
listsköpun. í heild sinni voru viðfangs-
efnin nokkuð einlit og allt að þvi hefð-
bundin. Fantasía og fuga, opus 13
eftir Finn Motensen, er dæmi.um 12
tóna raðtækni þá, sem Arnold Schön-
berg setti fram um aldamótin síðustu.
Verkið er allt að þvi rómantískt og i
Ijósi nýrra hugmynda mjög hefðbund-
ið. Síðasta verkið á efnisskránni var
Sónata 1974 eftir Bibalo, stórkostlegt
og áhrifamikið verk, sem gerir miklar
kröfur til flytjandans. Það er ekki of-
sagt, að Kjell Bækkelund sé snjall
pianisti. Hann er án efa í hópi beztu
píanista heims á sviði nútimatónlistar
og ræður yfir ótrúlegri tækni, sem
virðist vera honum tiltæk án allrar
áreynslu.
Um leið og ég þakka Kjell Bække-
lund fyrir frábæran leik, get ég ekki
stillt mig um að bera þessa tónleika
saman við nýafstaðna listaviðburði
austur I Moskvu. Tónleikar Kjell
Bækkelund og nýskipan á starfsháttum
hreinsunardeildar Moskvuborgar er
táknræn fyrir þróun hugmynda í list-
sköpun.
Það er ekki aðeins, að reynt sé að
binda hendur róttækra listamanna,
heldur er einnig þrengt um valkosti
þeirra, sem íhaldssamir eru og hlýðnir
eru kerfinu. Sá sem ofsóttur, hefur eld
I hjarta og temur sér vængjatak arnar-
ins, en hinn, sem þiggur vernd ofríkis-
ins þarf að fela eld sinn og fara með
löndum. Þannig brenna ofríkismenn-
irnir akur sinn og uppskera þeirra er
sviðalykt og fyrirlitning
ÞANNIG LEYSTU
ÍBÚAR JASPER
SORPEYÐINGAR-
VANDAMÁLIÐ
eftir ANDREW
H. MALCOLM
„Við verðum víst að viðurkenna
það,“ sagði fyrrverandi borgar-
stjAri í borginni Jasper f Indiana-
fylki í Bandarfkjunum, „það
finnast flugur f Jasper."
Það var t.d. tilkynnt, að fiuga
hefði sést í herbergi nr. 252 f
Holiday hótelinu, og Melwin Bau-
er sagðist hafa séð aðra hjá ráð-
húsinu.
En yfirleitt hafa flugur ekki
sést í Jasper f sumar. Ástæðan er
einföld: það er ekkert eftir æti-
legt handa flugunum. Fyrir 24
árum gerðist Jasper, fyrsta borg-
in í Suðvestur-Indiana — og
reyndar fyrsta borg heims — til
að banna sorp.
Hreinlætisaðgerðum þessum
var komið á með regiugerð
borgaryfirvalda, en þar er fyrir-
skipað, að komið sé upp Iftilli
sorpeyðingarvél f hverju húsi f
Jasper.
Tilhögun þessi á rót sfna að
rekja til þurrkatfma á árunum
milli 1940 og 1950, þegar fbúar
nokkurra borga á bökkum
Potokaárinnar uppgötvuðu, að
eftir árfarveginum rann aðaliega
úrgangur frá Jasper. Ríkisstjór-
inn skipaði yfirvöldum f Jasper
að koma upp sorpeyðingarstöð.
Fram til þessa höfðu borgar-
yfirvöld I Jasper um áratuga
skeið borgað bændum þar í
nágrenninu fyrir að hirða sorp
bæjarins og gefa það svfnum sín-
um.
Um sama leyti og bygginga-
framkvæmdir hófust við sorpeyð-
ingarstöðina, kom upp kóleru-
faraldur meðal svínanna. Veikin
átti upptök sfn í sorpinu frá Jasp-
er. Bændurnir kröfðust þess-
vegna meira fjár og skaðabóta
fyrir svfnin.
Um þessar mundir hafði
Herbert E. Thyen nýlega verið
kosinn borgarstjóri f Jasper. Og
hann lagðist undir feld og
hugsaði málið. „Eg hef alltaf talið
sjálfan mig hugvitsmann," sagði
hann, „og allir vita, að neyðin
kennir naktri konu að spinna."
Og hann sló svo sannarlega
tvær flugur f einu höggi. Eftir
mikið erfiði, umhugsun, baráttu
og fortölur, tókst Thyen að telja
fbúa Jasper á að annast sorp-
eyðinguna sjálfir. Þetta fyrir-
komulag sparaði skattgreiðend-
um peninga, jók á hreinlæti og
leysti einnig það vandamál, er að
bændunum laut.
Þetta leiddi einnig af sér
blömaskeið þeirra sölumanna,
sem seldu sorpeyðingarvélarnar.
Fulltrúar 13 framleiðslufyrir-
tækja settust að f þessari gömlu,
þýzku borg f Suðvestur-Indiana
Sorpeyðingarvélunum var komið
fyrir undir niðurföllum eldhús-
íyVlu ílorkShncs
anna, og 1. ágúst 1950, — dagur,
sem íbúarnir hafa löngu gleymt
— hurfu sorpbílarnir af sjónar-
sviðinu.
Sorpmennirnir, sem nú rfsa
ekki lengur undir þvf nafni,
hringsóla enn um hverfi Jasper,
sem telur 11.047 fbúa, vikulega.
En þeir tfna aðcins upp ýmislegt
rusl, svo sem tómar flöskur, bréfa-
rusl o.þ.h.
Ef einhver reynir að brjóta
reglurnar, fær hann aðvörunar-
miða frá borgaryfirvöldum með
ábendingum um að reyna slíkt
ekki aftur.
Með árunum hafa nærri 60
bæjarfélög, t.d. Placenta f Kali-
fornfu og Mt. Dora í Florida, fylgt
fordæmi yfirvalda í Jasper, og
sums staðar var sorpeyðingarher-
ferðinni fylgt eftir með skrúð-
göngum og dreifingu áróðurs-
bæklinga úr flugvélum, þar sem
viðkomandi borgarbúar voru
hvattir til aukins hreinlætis.
Sorpeyðingarkerfið hefur áunnið
sér almennar vinsældir. Enda
sagði einn af framleiðendum
slfkra sorpeyðingarvéla: „Það er
unaðsleg tilfinning að geta kvatt
sorpið hinzta sinni.“ (Þýð.: K.A.)